Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Page 3

Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Page 3
Mánudagur 12. nóvember 1962 Mánudagsblaðið Fram yfir alþingshátíðina óskaði þjóðin og þingleiðtogar hennar áð þjóðfélagið væri traust bygging og þess gætt að ekki kæmi leflri að sjóðum lands ins og réttfengnum eignum ein- stakra manna. Þá kom annarleg ur trúflokkur inm i landið aust- rænn að ætt og studdur af Stal- in Rússahertoga. Hann boðaði ný vinnubrögð. Gerbyltingu í trú, stjómarháttum og atvinnu málum. Hann skipaði sínum um trúboðum að bjóða öllum lýðræðisflokkum bandalag og augmabliks vináttu en 1 fram- kvæmd var stefna austmanna þrotlaust stríð þar sem allt var háð hverfulum aðgerðum nema vel undir búnir viðskiptasamn- ingar. Flest vestræn lönd skilja að söfnuður Stalíns er óábyrgur gerða sinna nema í verzlun þar sem hönd selur hendi. Nálega öllum þjóðum, nema Islending- um, er ljóst að bolsivikinn er óhæfur stallbróðir í öllum and- legum málum. Þess vegna er niú svo komið að vestrænar þjóðir hafa fylkt sér í allsherj- ar bandalag til að verjast yfir- gangi og lævisi byltingarforkólf anna. Þessi viðurkenning á ei- lífri og allstaðar nálægri yfir- troðslusýki Stalínistanna veldur því að hinar frjálsu þjóðir heimsins verja helmingi og stundum meira af tekjum manni félagsins til hervarna móti aust rænni styrjaldarhættu. Vest- menn tortryggja ekki bolsivik- ana sem einstaklinga, þó að þar þurfi að hafa gát á sam- kynnum eims og hin tíðu njósna mál sýna, heldur stefnu þeirra og háskalegu lflfsskoðun. Hér á landi buðu Stalínistar öllum þrem lýðræðisflokkunum til skiptis bandalag og stuðning til skyndivalda í okkar van- máttugu þjóðfélagi. f öllum þrem herbúðunum þótti rauð skyndivinátta æskileg ef ein- hver hlunnindi fylgdu. Bolsivik ar settu eitt skilyrði. Þrír verk- stjórar borgaraflokkanma urðu að hverfa sökum þess að þeir þekktu að fullu bandalags- og upplausnargildru Stalinista. Þetta var talið viðunanlegt ef skyndiráðsmennska skyldi haf- in í þjóðfélaginu. Fyrst var gengið að Mbl.- manninum og honum búin hæg aldurshvíld. Næst kom kritínv. Jónas Jónsson frá Hrífíu Stalíns lið á Islandi Hann var sendur beina leið inn í himnaríki. Framsóknarmaður- inn komst lifandi úr eldinum og öðlaðist aðstöðu til að gefa gömlum klæðabrenndum sam- ferðamönmum holl ráð þegar þeir tæmdu 5 botn bikar hlunn- indaveiðanna. Siðan um 1940 hafa Stalinistar notið trúnað- ar og bræðrahyggju frá leið- togum borgaraflokkanna. Þeir hafa fylgt táldregnum sam- ferðamönnum inn í kaupfélög- in, inn í þingið, inn í lands- stjómina, utanríkismálanefnd, bankastjómir og við ráðstöfun ótaldra milljóna af almannafé. Nú lítur mannfélagið með viss- um hætti líkt út eins og byggð ir suðurlands eftir jarðskjálft- ana 1896. Skipaflotinn liggur ósjálf- bjarga inni á Reykjavíkurhöfn mánuðum og stundum missir- um saman út af kaup- og kjara deilum. Stundum geta smáflokk ar starfsmanna t. d. matsveinar stöðvað allan stórskipaflot- ann. Landauðn vofir yfir blóm- legum sveitabyggðum víða um land. í einu þ.éraðjþhafa 14 Jarð ir farið í eyði á síðustu missir- um. Víða fást konur tæplega til .... • öJirj .' '• • uiíjv að taka að ser heimilisforystu og verður lítið úr búskap pipar sveinanna Unga fólkið or mynd arlegt á velli, í framgöngu og oft við dagleg störf. En þegar það fylkir liði á danssamkomur má heita að skrælingjabragur- in sé hinn sami um allt land. Kavalerarnir eru ölvaðir ag sækja fast að gera dömurnar ölvaðar. Drykkjuskapur á dansleikjum eins hér er vikið að er fordæmalaus hjá mennt- uðum þjóðum. Og meðan þessi siður helzt við vfða á Islandi munu erlendir vitmenn efast um að þjóðin geti haldið sjálf- stæði og frelsi nema stutta stund. 1 þéttbýlinu leitast ungar VALV VALVE V A L V E V A L V V A L V V A L V E V A L V E E R R R R R R R sínum á fósturheimili en vinma sjálfar fyrir háu kaupi á fram leiðslustöðunum. Ung hjón sem vinna bæði utan heimilis leggja mikla stimd á að eignast hús- næði með dýrum nútímabúnaði Húsakynnin eru víða góð og vel búin em í raun og veru ekki nema svefnstaður barna og for eldra. Þó að allt sé miðað við skemmtun eru sllk heimili ef leyfilegt er að nota það nafn, öllu fremur einskonar tómthús þar sem fullorðnum og börn- um leiðist ef ekki nær til sjoppa, kvikmynda, útvarps eða sjónsvarps og ölmála dans- leikja. Bömini fara sínar leiðir lands- prófsbekkja. Lærdómur er mik- ill og próf talin þung en skáld og rithöfundar villast burtu langt út í gróðabaráttuna. Eitt dæmi skal tekið í lokin. Þegar öll framleiðsla til lands og sjávar var gjaldþrota skipu lagði fjármálaráðherra Fram- söknar, studdur af bolsivikum, 1200 milljóna í sköttum á fólk ið til að forða atvinnuvegum frá að stöðvast um bjargræðis- tímann. Undir þeim kringum- stæðum mundu grannþjóðimar hafa tekið vanskilagemlinginn up af götunni og svipt hann forræði. Núverandi upplausn þjóðfé- lagsins er merkileg og einstæð. Forráðamenn landsins og al- menna borgara skortir hvorki orku eða greind til að geta háð mennilega lífsbaráttu á Islandi. En í rúmlega 20 ár hafa þús- undir dugandi manna villzt út af réttri leið. Fólkið sat á kross götum með sínu forustuliði. Stalínistamir smeygðu sínum agentum inn í flokkana og ráð lögðu öðrum að bíða ekki dög- unar heldur hrifsa góðmetið um miðja nótt til þess að svfkja ekki stefnu augnablikshlunn- indanna. Fjölbreyttasti matsebillinn íslenzkir, franskir og kínverskir réttir. Borðið og njótið útsýnisins frá Sögu, því sá sem ekki hefur komið í „Grillið” eða Astrabar hefur ekki séð Reykjavík. Alltaf cpið, alla daga. \% Hótel Saga Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir íslenzkt leikrit „Hart I bak" annað verk lökuls Jakobssonar Skíðaskálinn Hveradölum ÓDÝR HÓTELDVOL Frá og með 1. nóvember verður verð fyrir dvalargesti sem hér segir: Vikudvöl í tveggja manna herbergi .. kr. 875.— Vikudvöl i svefnpoka í kojuplássi .. — 700.— Þriggja daga dvöl í tveggja manna herbergi .... — 405.— Þriggja daga dvöl í svefnpoka í kojuplássi .... — 360.— Sólarhringsdvöl í tveggja manna herbergi .— 160.— Sólarhringsdvöl f svefnpoka í kojuplássi .... — 135.— INNIFALIÐ í verðinu er: gisting. morgunverður. síðdegiskaffi, kvöldverður, kvöldkaffi. ATHUGIÐ! Dvöl um jólavökuna og páskavikuna er undanskilin frá þessu verði. Skíðaskálinn Hveradölum I dag, sunnudag, frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur nýtt, ís- lenzkt leikrit, Hart í bak, eftir Jökul Jakobsson, rithöfunid. Er þetta annað leikrit Jökuls, hitt var sýrnt leikárið 1960—’61 og 1 hét Pokok, og fjallar um „al- I varlegt efni“ eins og það kall- [ast, gerist í Vesturbænum og ' er nútímaverk. Jökull hefur unnið að verki sínu síðustu tvö árin, breytt og endursamið fram á síðustu daga meðan æf- ingar stóðu yfir Blaðamenm áttu tal við Helga Skúlason, formann L.R. s. 1. I miðvikudag, og skýrði hann þá frá starfsemi félagsins á þessu leikári, sem nú er að hefjast. Auk Hart í bak verður næsta verkefni félagsins La Ronde, gamanleikrit, sem fært verður upp um jólin, stjórnandi Helgi Skúlason, þýðing Emil Eyjólfs- son, en í febrúar sýnir svo fé- lagið Eðlisfræðinginn í þýðingu Halldórs Stefánssonar undir ir stjórn Lárusar Pálssonar. Það er Gísli Halldórssoni, sem stjórnar verki Jökuls leikur í því, n leikarar eru allmargir. Leiktiöld málaði Steinþór Sig- LAUGAVEOI 43 . SlMI 15692. Höfum opnað nýja verzl- un að BALDURS- GÖTU 39 með leikföng og búsá- höld. — Tökum upp í dag ódýra, staka bolla í miklu úrvali. — Okkar alkunna þjónusta er í fullum gangi. — Við sendum heim og í póst- kröfu um land allt. — S í M I 15692 V A V A V A V A V A V A V A L L L L L L L V V V V V V V E E E R R R R R R R BALDURGÖTU 39 . SlMI 15692. urðsson, sem unnið hefur hjá L.R. í 2 ár, en hljómlistina, í hléinu, samdi Jón Þórarinssom Leikendur eru Helga Valtýs- dóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Birgir Brynjólfsson, Guðrún As mundsdóttir, Guðmundur Páls- son, Steindór Hjörleifsson og Karl Guðmundsson. Auk þeirra koma fram tveir nýliðar úr leik skóla L.R. þær Gerður Guð- mundsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Helgi gat þess einnig, að mild ar breytingar hefðu átt sér stað í gömlu Iðnó, enda þess ekki vanþörf. Sætum hefur ver ið fækkað í salnum, ný sæti, rúm og þægileg eru komin í stað gömlu þröngu sætanna, sal urinm hækkaður upp svo allir ættu að geta séð leikinn á svið inu en oft þótti nokkuð á það skorta. Svalimar hafa verið stækkaðar um helming, rúma' nú 55 manns, en í allt eru 230 sæti í húsinu. Hafa þar unndð ýmsir góðir aðilar undir for- ustu Einars Sveinssonar, en borgarstjórinn hefur verið öll- um málum L.R. hinn bezti vin- ur og fyrir stuðning hans og borgarráðs og borgarstjómar var ákveðið að hlaupið yrði undir bagga með félaginu hvað kostnað snerti, en stjóm Iðnós kostaði alla stækkun svalanna, Kunnd Helgi fyrir hönd félags síns öllum þessum aðilum og svo öðmm hinar beztu þakkir fyrir. Miklar bollaleggingar eru uppi varðandi hið nýja leikhús, sem Leikfélagið hyggst reisa. Er málið komið á góðan rek- spöl, en ennþá vart tóm að ræða það, aðeins ömggt að segja, að allir aðilar viiuna að því að byggingin komist upp og þá helzt á Klambratúnslóð- inni, eins og L.R. hefur sótt um. Frumsýningar og aðrar sýn- ingar hefjast ld. 8,30, en þessi breyting spurðist mjög vel með al leikhúsgesta og var vel þeg- in. 4 I

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.