Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Page 4

Mánudagsblaðið - 12.11.1962, Page 4
I Mánudagsblaðið Mánudagur 12. nóvember 196? $laó fynr edla Kemur út á mánudögum. Verð. kr 5.00 í lausasölu; áskriflenda- gjald kr. 260,00. Sími ritstjórnar 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. '^^^"^^"^^"^"^"^"^^^^^^^"^mtmmmmmmmmimmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmm^m^mmm^^mmmmmmmmmmmmmmm Verkfall sfémanna áréttlátf — Hverjir standa raunverulega að baki — Ennþá er sjómannadeilan óleyst og enn eiu litlar líkur til að vandræði þessi leysist á næstunni. Islenzkir sjómenn hafa haft góðar tekjur undanfarin ár. Segja má að lífið hafi leikið við þá, og þjóðin gert sitt bezta til þess að hlutur þeirra yrði sem beztur bæði í tekjum og aðbúnaði. Síldyeiðin í sumar var einstaklega góð og tekjur sjómannanna þær beztu sem til hefur þekkzt. Samt er það svo, að verkfall hefur nú staðið vikum saman, milljónaverðmæti tapazt og samningar sem gerðir hafa verið við viðskiptaþjóðir okkar verið sviknir. Einhverjum mun þykja það heldur hart, að svona hafi þessi mál verið rekin, og vissulega hafa þeir rétt fyrir sér. Islending- ar hafa vakið á sér athygli fyrir einmuna skammsýni og hat- ramlega einþykkni í þessari deilu. 1 þetta skipti verður að játa, að útgerðarmenm hafa rétt fyrir sér, en fyrirsvarsmenn sjó- manna rangt. Það er líka ómaks vert að reyna að finna orsök þess, að framkoma leiðtoga sjómanna hefur verið eins harðvítug og sýnt hefur sig til þessa. Menn hljóta að sjá, og þá ekki síður sjómenn en a'ðrir, að það er ekki siður hagur sjómanmastéttarinnar að útgerðin geti haldið við skipum og tækjum, endumýjað flotann og „gert út“ eins og bezt verður á kosið. Með því, að fyrirrnuna útgerðinni að hagnast réttilega og þannig gera henni fæx-t að endurnýja j og endurbæta fiskitæki, hlýtur áð reka að því að Xslendingar ! dragast aftur úr og verða aflaminni en þær þjóðir, sem hingað , sigla í fiskierindum. Hinsvegar ber ekki að nejta því, að útgerð-1 armenn, með örfáum undantekningum hafa verið, undanfarin | ár, slíkur æfintýralýður að naumast hefur nokkur stétt komizt | til jafns við þá í þeim efnum. Vitanlega eru þgr undantekn- ipigar, en því miður, þá var upprisinn hér einskonar styrkjaaðall, sem einskis sveifst en afsakaði alla sina hegðan á því „að þeir öfluðu gjaldeyris“ og þess vegna leyfðist þeim allt. , Sem betur fer hafa þessir menn flestir horfið úr stéttinni eða bætt ráð sitt. 1 dag vinna útgerðarmenn að því að bæta fiskiflota sinn og fullkomna öll tæki til vinnslu. Á sama tíma, eftir eitt arðbærasta sumar \ sögu síldveiðanna gera svo sjó- menn verkfall og stöðva flotann um margra vikna skeið. Tapið er þegar orðið hundruð miiljóna og samþykkist ekki mi'ðl- unartillagan um helgina má telja, að ekki verði gert út á haust- og vetrarsíld. Sumir segja, að sjómenn. vilji beinlínis ekki fara á sjóinn nú, því allar tekjur héðan af verði teknar af þeim í opinber gjöld. Það er heilbrigt þjóðfélag, sem svo vel býr að þegnum sínum, að það borgar sig ekki fyrir þá að vinna nema hálft árið þegar vel gengur, því annars verði öll laun af þeim tekin. Vera má að svo sé. Hitt verður að benda á, að hér er um svo einstæða skemmdarstarfsemi að ræða uradir yfirskyni þess, að sjómenn verði að bera betra úr býtum, að fádæmi eru. Það eru önnur öfl en hagsmunir sjómanna einir saman, sem hér vinna bak við tjöldin. Engir vilja nefna það, en það er þó á margra vitorði að kommum hefur verið skipað að vinna öll hugsanleg skemmdarverk gegn jákvæðum tillögum og aðgerð- um stjórnarinnar 1 efnahagsmálum og koma, ef auðið er, í veg fyrir hverskyns góðæri til sjós og lands. Það liggur i aug- um uppi, að grundvöllur fyrir starfsemi kommúrista á Xslandi er sífellt meiia og meira hverfandi. Velgengni þjóðar og alls- nægtir er eitur í beinum komma og öll þróun í þá átt tæmir þá fylgi Fullyrða má, að hér róa hannibalistar og aðrar kommasprautur undir af öllu afli. Hannibal sjálfur. launaður kommúnisti, er að verða búinn í íslenzku þjóðfélagi. Þessi eit- urslanga, sem spýr án afláts öllu því óheilbrigði inn í raðir verkalýðsins sem hann hefur ráð ýfir, er að verða áhrifalaus, ef þjóðin þekkir sinn vitjunartíma og snýr baki við skemmd- arstarfsemi hans og þjóna hans. X dag má l'ikja Hannibal við Adolf heitinn Hitler síðustu ár styrjaldarinnar. Allt er að hrynja kringum hann, öll svi'ka- rnyllan, tvískinnungshátturinn, lýgin og ómerkilegheitin eru nú að verða lýðum ljós. Ems og Hitler í neðanjarðarbyrgi sínu skipaði að tort'íma Þýzkalandi með sjálfum sér, eins reynir þpssi MQskvuagent að tortíma því, sem hann getur i efnahags- lífi þjóðarinnar Örvæntingaróp Hannibals úr moldvörpuhreiðri hans er það sama og Adolfs Hitlers heitins. Sjómenn ráða því sjálfir, hvort þeir anza því, eins og reymdar ailar stéttir, sem Hanniba) teymir í vanhugsuð verkföll, sem tii þess eins eru gerð að kippa stoðunum undan fjármálalífi þjóðarinnar og skapa ririgulreið en alls ekki til að bæta kjör þeirra misvitru, sem vreiðá honum itkvæði. hvort heldur er, sem óbreytir liðs- menn siómanna og verkalýðshreyfingarinnar, eða sem múl- bundnir „foringjar" í hinum ýmsu deildum. KakaH skrífar: I hreinskilni * * Dýragarður í Reykjavík — Eitthvað fyrir alla ^ Ekki mikil útgjöld ■ Ástæður góðar — Rannsóknarlögreglan og fingraför — Brotizt inn, en ¥ enginn þekkir fingraförin Þjóðin og smáþjófar — Hvað framundan? Eg hef oft velt því fyrir mér, hve illa er raunverulega búið að minnstu borgurunum. jafnvel næstminnstu borgur- um þessa lýðræöislands, sem við byggjum. Ekki á ég við það, að svelti eða aðrar hörm ungar hrjái þessa borgara, heldur hitt, að „hið opin- bera“, eins og Vísir kallar það, skeytir ekkert um að veita æskunni eitthyað xne.ira ?n sjoppur og bíó til að dunda við í frístundunum, sem eru bæði margar og tíð- ar. Vissulega eru svo skíða- og- skautaíþróttir, sem haft geta ofan af fyrir þessu fólki, en, satt best sagt, þá eru þaer stopular og vantar mikið á, að þær. naegi tii að beina krökkunum í tómstundum sínum af götunni og úr sjopp unum Oft hefur mér dottið í hug, að hér væri alveg nauðsyn- legt að koma upp dýragarði. Yfirleitt ex dýralíf hér fá- breytt, nema fuglalífið, og börnin almennt allsendis ó- kunnug öðrum dýrum en hús dýrum og fiðurfé. Fjöldinn allur af dýrum er þeim fram andi, og þótt ekki risi hér upp fullkominn dýragarður, aða jafnvel aðeins þriðja flokks dýragarður, hvað fjöl- breytni snerti, þá væri það alténd betra en hið leiða og tómlega ástand, sem hér er nú. Tilraunir hafa verið gerðar til að sýna fólki hér ýmis- konar dýr. Voru þau t.d. sýnd í Tívoligarðinum og þóttu hið mesta þing, einkum börn u.num, sem í eðli sínu hafa gaman af öllum dýrum, skoða þau og spjalla við þau. Þessar litlu ófullkomnu til- raunir maehust hið bezta fyr- ir, og voru dýrasýningar þess ar í Tívoligarðinum einkar vinsælar, svo að þangað sóttu börn með foreldrum sínum æ ofan í æ, og oft skutust þau ein síns liðs þangað, þegar þeim barst óvæntur peningur. Það er bömum bæði hollt og fræðandi að þekkja dýr, bæði þau, sem landið elur, og svo hin, sem byggja önnur lönd. Hitabeltisdýrin ýmsu, sem sjá má í dýragörðum stórborga, hafa jafnan verið mesta eftirlætisskoðunarefni unglinganna. Aparnir, ljónin, 'grisdýrin, hinar fjölmörgu 'vrategundir í nágrannalönd- im okkar, birnir og allskyns skógardýr, austurlenzku hús- dýrin, sem mörgum börnum munu þykja kyndug, og svo hvítabjörninn, sem heimsótt hefur okkur, þó sjaldnast sem aufúsugestur. Lengi má telja svona upp, en óþarfi, því fiestir vita, hvað við er átt. Ymsir munu bera því við, að allt sé okkur þarfara en safna hingað dýrum. En i öllu okkar ríkidærni, þegar heilar stéttir grípa upp 100 þúsund kr.ónur á mann, á tveim mánuðum og gera svp verkföll á aðalgróðatímanum, væri varia mikið, þótt ein- hverju af auðinum væri ,,só- að“ í dýragarðs-vísi. íslendingar gætu með, ÍQÍk rekið hér byrgi með. hitabelt- isdýrum, ekki síður en Danir pg aðrif iýpyðuriapdahúar, sem alls kyns svona dýr hafa í görðum sínum. Við höfum ótæmandi jarðhita, ræktum hitabeltisávexti Qg júrtir, og "' ^liTra' "er' §Hk,“rað ’'"ímh e'r Vissulega getur enginn, hve alvarlega sem hann kann að taka sig, aírek sín í lífinu og sína póiitísku framtíð, talið,, að þessi viðleitni myndiverða höfuðstaðnum ofviða. Þetta yæri aðeins góðpr greiði og þakkarverður í garð yngstu borgaranna og annars lands- lýðs. sem hingað sækir ár- lega. Það er kominn tími til, að höfuðstaðurinn fái sinn eigin dýragarð — og í þetta skipti eigum við þau fjórfættu. Eg sé, að okkar góðu menn við Fríkirkjuveginn kvarta mjög undan illri umgengni inn brotsþjófa. Þetta er rétt hjá okkar sjerlokkum. Þjófar, nú til dags, kunnu bara gbs enga mannasiði og umgengni því ætti ekki að verða skota- skuld- úr að hita upp hreysi: handa þeim dýrum, sem við myndum fyrst flytja inn í dýragarð höfuðstaðarins. í sambandi við slíkan dýragarð mættu svo einstaklingar reka ýmislegt annað, sem gæfi tekjur í aðra hönd og tækju að einhverju leyti þátt í rekstri garðsins, þótt höfuð- staðurinn tæki fyrst um sinn á sig aðalkostnaðinn. Við erum sífeilt að argast um það í blöðum og víðar, að æskan hafi ekkert til að hverfa að í tómstundum sín- um. Vissulega myndi dýra- garður ekki leysa þennan vanda, en mikið myndi hann bæta úr, og mörgu góðu, heil brigðu og lærdómsríku myndi hann áorka, svo ekki sé talað , I um þa skemmtun, sem að hon um væri. Hér er eitt mál, sem ekki þyrfti að rífast um innan bæj arstjómarinnar. Allar höfuð- borgir, sem eiga slíkt nafn skilið, reka sæmilegan, ef ekki prýðilegan, dýragarð, ungum og gömlum til á- nægju. Reykjavík hefur, af sérstökum ástæðum, verið þar á eftir. Nú er svp komið, að við megum varia vera lengur cftirbátur höfúðstað- anna í næSta nágrenni í þess um efnum. Reykjavikurborg hefur mikla peninga, segir Geir borgarstj., og allir þin- ir sjálfstæðismennirnir kinka kolli til samþykkis. Því mætti ekki cyða einhverju af öllum okkar peningum til þess að koma upp svona stofnun. til skammar. Snemma í s.l. viku keyrir þó um þverbak, því þá hrjótast dpnarnir inn á íþróttavö.llinn á Melunum og stela og spilla öllu, jafn- vel verð.launabikurum, sem einhver íþróttamaðurinn okk- ar hefur ekki viljað taka við Sýnir þetta glöggl.að þjófar, ekki síður en íþróttamennirn ir, telja bikaragjafir forustu manna íþróttamálanna ekki til fyrirmyndar, og að slíkir gripir séu bezt geymdir „í panti“ hjá einhverri fornsöl- unni. Samkvæmt lýsingu Frí- kirkjuvegsmanna hafa þjófar þessir, se m íleiðinni „á völl- inn“ heimsóttu Friðfinn bíó- stjóra og brutu eina af glæsi- legustu rúðum landsins, skrif stofurúðuna hans, skilið eftir einhver fingraför, enda þessir dónar vart svo dannaðir að þeir brúki hanzka eins og þeir fínustu selskapsþjófar, sem Ameríka og franska Ri- verian bjóða upp á. Það var einu sinni stungið upp á því hér, að rannsóknar lögreglan léti taka afprentan- ir af fingraförum hvers ein- asta íslendings, allt frá Thors urunum niður í almenning. Þjóðin fámenna býr við þær eindæma aðstæður að geta hrundið þessu í framkvæmd fyrirhafnarlítið. Þannig myndi srú gullöld hefjast fyr- ir alla okkar Iögregluþjóna, rannsóknara og veiðimenn saksóknara, að þjófar yrðu annaðhvort að væðast hönzk um, ella eiga það á hættu að hinir harðsnúnu spíónar Loga og Þórðar kæmu á vettvang með púður og stækkunargler, slægju svo upp í sínu mikla púttasafni og gómuðu þjóf- inn, áður cn hann gæti eytt þýfinu, étið það eða drukkið. Að þarna væri ekki ónýtt. Erlendis hrópa þeir hástöf- um yfir því, að rannsóknarar milljóna' ióða geta ekki mynd að fingraför alls lýðsins og þannig gert hægara að koma upp um þjófa, hnuplara og aðra óknyttamenn. Þegar þessi tillaga kom fyrst fram, þótti býsna mörg- um hún mesta snjallræði, þótt hún raunar sé hvorki frum- Ieg né snjöll, heldur aðeins sjálfsögð. En viti menn — íslendingurinn, þessi heiðar- leikaskepna, sem aldrei má vamm sitt vita, umhverfðist. „Ætlizt þið til,“ spurði hinn frómi iandi, „að við, hjónin bæði, sem aldrei höfum tekið nokkurn hlut ófrjálsri hendi, látum einhverja dóna ljós- mynda OKKAR fingraför?“ Ónei og ekkí. Og undir þennan söng tóku svo hinir „varfærnari" menn allir, betra fólkið, business- mennimir, og svo auðvitað hið hljóðláta félag þjófa, sem auðvitað vili ekki, að opinber afskipti af framtaki einstak- lingsins gangi úr hófi fram. Útkoman varð auðvitað á einn veg: Það var útilokað að móðga svo alla alþýðu manna, betra fólkið, business menn og þjófa Fingraför borgaranna voru ekki mynd- uð, og fingrafarasérfræðingur rannsóknarlögreg'unnar hefur með tímanum eignazt ágætt fingrafa-rasafn, en vantar bara nöfnin til þess að skýra, hver á hvern putta. Ekki var því anzað, þótt bent væri á, að þetta gæti verið hentugt. ef menn færu í sjó, og þekktus' »kki, þegar á land ræki, þvi andlit eru oft torkennileg eftir legu í vatni. Ekki heldui datt nokkr um í hug, að slys og annað hérlendis og erl-endis gætu hent og fingraförin orðið hið eina, sem skýrt gætí, hver sa — eða sú slasaða væri. Ónei, sérvizkau. ódrepandi búramennska og kjánalegt stolt komu í veg fyrir að við kæmum okkur upp hinu fuli- komnasta fingrafarasafni, sem verið gæti þjóðinni, einstök- um stofnunum * i rannsókn rlögreglunni .- einstakling- „m émetanleg hjálp. Framhaid á 7. síðu <-3l-)<-+l<-3t-lt)t4-4-)t-)rit)H 1 4 *

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.