Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.12.1962, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 17.12.1962, Blaðsíða 3
Mánudagur 17. desember 1962 Mánudagsblaðið 3 Jósias Jónsson írá Hriflu Enn um trega bandamenn Dr. Dc-nald sýnir með ótví- ræ'ðum rökum, að Islendingar hafa verið tregir félagsmenn í hinu vestræna samstarfi eftir að stríðinu lauk með hruni naz- izmans. Meðan sambandið við Danmörku var órofið var utan ríkisstefna Islendinga ljós og ákveðin. Þjóðin vildi endur- beimta frelsi sitt og búa við fullkomna sjálfstjórn. Stauning sagði dönsku þjóðinni 1939. eft- ir Islandsferðina að ég væri eini áhrifamaðurinn í landinu, sem óskaði eftir „den fulde fri- hed“ þjóðinni til handa og legði þess vegna stund á að konungs sambandið yrði rofið þá, Var hér sökum ókunnugleika Dan- ans mikið oflof um mig: því að nálega öll þjóðin hafði 5 heila öld barizt fyrir fullu frelsi. Kjarni málsins var að ef Islendingar hefðu haldið áfram að lúta erledum konungi, þá hefðu því formi fylgt fjölmörg önnur bönd í menningar-, við- skipta cg verzlunarmálum. Fyrr er að því vikið að Bjarni frá Vogi, Benedikt Sveinsson og Skúli Thoroddsen hefðu verið síðustu forystumenn þeirrar frelsissóknar, sem hófst með Ármanni á Alþingi. Ný flokka- skipun um innanlandsmál hófst 1916, þá voru Jón Þorláksson, Jón Baldvinsson cg við Tryggvi Þórhallsson í fyrirsvari nokkra stund utanríkismála á vegum hinna nýju flokka. Má fullyrða að engum þessara fjórmenn- inga hefði komið til hugar að falla frá nokkurri frelsiskröfu sem borin hefði verið fram í samræmi við línu Baldvins Ein- arssonar og studd með réttum rökum. En eftir t‘íð okkar fjórmenn- inganna við mótun íslenzkrar utanríkisstafnu varð mikil og ó- vænt breyting til verri vegar í þessum efnum. Ungur cg lítt reymdur ævintýramaður leyfði eér á bak við þing og ábyrga ráðherra að gera þá tillögu í verzlunarmálum að beita skyldi stórfelldum mútum af hálfu Is- lendinga til að efla markaði fyr ir framleiðsluvörur landsmanna erlendis, þar sem þess væri þörf. Þegar þessi nýstárlega kenning var öllum að óvörum rædd á lokuðum þingfundi brá þingheimi svo a'ð ég hef aldrei séð ákveðnari fordæmingarsvip á öllum þingfulltrúum heldur en í þetta sinn. Alla furðaði á að til orða gæti komið að hið unga íslenzka ríki beitti í skipt um við aðrar þjóðir glæpsam- legum tiltektum I utanríkismál- um. Furðulegt er að þeir menn sem vildu bjarga málum með mútugjöfum gerðu sér ekki grein fyrir hversu þvi mannfé- lagi mundi reiða af sem hyggð- ist leysa vandamál sín með glæpsamlegum tiltektum um ó- komirti ár. Skyndi ölmálafyrirheit ungra þjóðleiðtoga 1939 við Dani bentu ótvírætt í þá átt að þjóð in yrði að venjast alþjóðlegum réttar- og starfsreglum um leið og hún endurreisti hið forna þjóðveldi. Nýar blikur báru við loft víðar en úr Danaveldi. Hitl er bað um flugstöðvar á Is- landi ári áður en hann hóf heimstyrjöld sína. Allir borg- araflokkarnir stóðu þá saman um neitun sem vonlegt var. Skömmu áður en stríðið braust út 1939 sendi Hitler hingað nýj an ræðismann^ gáfaðan, ötulan og harðsnúinn nazista dr. Ger- lach. Bretar handtóku þennan ræðismann, þegar her þeirra hersetti Reykjavík vorið 1940. Við réttarhöldin í Numberg játaði dr. Gerlach að honum hefði verið falið eitt og ekki nema eitt erindi: Að hindra skilnað Islands og Danmerkur. Hitler og Stauning vildu báðir hindra að Island yrði vestan- megini á jarðkringlunni þegar gert yrði út um völd og áhrif heimsríkjanna. Sýnilegt var að Islendingar urðu að varast hætt ur úr meira en einni átt. Lýð- veldismyndunin lagði nýjar var úðarbyrðar á herðar Islending- um. Skömmu eftir að þjóðveldið var endurreist hreyfði ég ný- mæli í an/da Baldvins Einars- sonar. að ísland óskaði eftir yfirlýsingu stjórnarinar í Wash ington um að hún teldi Mcn- roeverndina ná til íslenzka rík- isins þannig að ef eitthvert ó- viruveitt ríki ógnaði frelsi ís- lenzku þjóðarinnar þá væri Bandaríkjunum að mæta þó að þau hefðu hér engan her. Valda menn landsins sinntu ekki þess ari tillögu en siðar fóru þeir jafnlangt og að lokum miklu lengra í ósktxm um vestræna vemd. Haustið 1945 sendi Truman forseti Islendingum kveðju slna og bauð Islandi hervernd. Hafði Stalín þá innlimað með marg- háttuðum vélráðum og ofbeldi mörg ríki í Mið-Evrópu sem vesturrikin gátu ekki bjargað eins og komið var nema með nýju heimsstríði. Islendin/gar svöruðu boði Tru mans ári síðar. Meðan stóð á lc'kaákvörðun var mjög rætt um þetta utanríkismál. Komu brátt fram þrjár línur um efni væntanlegs svars. Brynjólfur Bjamason mótaði Lenín llnuna á hreinum bolsivikagrundvelli. Islendingar skyldu neita hvers- konar hervernd Bandaríkja- manna og krefjast skilyrðis- lausrar brottfarar liðsafla þeirra frá Islandi. Næstu línu ber að kenna við Baldvin Ein- arsson og eftirmenn hans í hundrað ár. Islendingar skyldu svara Truman með gagntilboði um tvo 25 ára samninga milli Bandaríkjanna og Islands. Skyldi annar sáttmálinn vera um hervernd, þó þannig að her búðir Vestmanna væru lokaðar íslenzku fólki eins og síðar hef- ur verið gert bæði í Hornafirði! og á Langanesi. Hinn sáttmál- inn skyldi tryggja Islendingum tolla- og hömlulausa verzlun við Bandaríkin. Þessi tillaga hlaut strax almennani og afdrátt arlausan stuðning verzlunar- stéttarinnar I Reykjavík og samvinnubænda í Þingeyjar- sýslu. Létu kaupmenn í höfuð- staðnum ekki bera á milli um samfylgd við mig í þessu efni þó að mjög hefði skorizt í odda milli mín og þeirra um önnur viðskiptamálefni. Um þessa línu segir dr. Donald að enginn ráð herra eða þingmaður hafi nokk urntíma veitt henni opinberan stuðning en þó hafi reyndin orð ið sú að þessi stefna hafi orðið sigursæl í framkvæmdinni. Dóm ur dr. Donalds er réttur að því er snertir ósk Trumans um vestrænt varnarlið á Islandi, en allt hefur farið verr en skyldi um Islenzka gagntilboðið varð- ándi fjárhagssjálfstæði þjóðar- innar. ■ Þriðja línan er miðlunarmál. Sú úrlausn mun veröa tengd nafni Ólafs Thors. Dr. Donald lætur koma fram að Ó. Th. stýrði þingi og stjóm í þessu máli, á þá lund að þjóðin megi þakka miðlum hans sem leiddi síðar inn á braut Baldvins Ein arssonar eftir því sem við mátti koma. Þegar Truman sendi vernd- artilboð sitt hafði Ólafur Thors haft stjórnarforustu nokkuð á þriðja ár,samsteypustjórn Mbl.- manna, krata og bolsivika, með Framsókn í máttvana andófi. Þegar deilur risu um viðhorfið til Bamdaríkjanna hófst harð- vítug valdaglíma milli Ólafs Thors og Hermanns Jónasson- ar. Foringjar Framsóknar höfðu als enga stefnu í málinu, en þráðu völd og sáu réttilega auða vö'k þar sem Leníns línan var. Framsókn, bolsivikar og lausamenm úr flokki krata gátu ef til vill myndað stjóm á Len- ínslínunni. Þá urðu Islendingar að afneita öllu pólitísku sam- bandi við vestmenn en þá að sjálfsögðu að fylgja ferli hinna giftulausu þjóða, sem Stalín JÓLAGJÖF HEIMILISINS *“*■ -wí: } \ ö 11? ( wamzííím&á HEIMILISTRYGGINGAR BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS LAUGAVEGI 105 SÍMI 2442S Tryggingin miðar við að verðmæti innbúsins sé 100.000 kr.: í steinhúsi ............................ kr. 300,00 í timburhúsi ............................ kr. 500,00 ARÐUR ÁRSINS VIÐ ENDURNÝJUN Óska hér með að kaupa heimilistryggingu. Verðmæti innbús tel ég vera krónur ................ 'lafn • •KH*l*l*K*l(*5*l*X*J.*I*3*X*l»Z»i:*s*l*Z*£*Zal •*•!•-• • • ; •r#T«T*'?*T*~T*Tr»T* r Sími Heimilisfang Sendið beiðnina til aðalskrifstofunnar eða næsta umboðsmanns. hafði innlimað. Ólafur vildi hvorki móðga bolsivika eða láta alt að þeirra vilja. Hann hikaði í hálft ár að skilja til fulls viö Lenlnistann, sem hann rómaði fyrr og síðar fyrir gott samstarf í landsmálum. Hin langa og náma sambúð Ólafs við komúnista hafði veikt flokk hans gagnvart Baldvinslínunni. Tveir af helztu liðsforingjum hans, Gunnar Thoroddsen og Sigurður Bjarnasom höfðu tekið þátt í heitum umræðum á opin berum vettvangi móti verndar- boði Vestmanna. Ólafur og Em- il Jónsson mótuðu að lokum miðlunartillögu sem hélt opinni lítilli smugu í vesturátt en gekk annars inn á megimstefnu kommúnista. Bandaríkin skyldu hverfa frá Islandi með lið sitt. Smugan sem miðlunarmennirnir héldu opinni var á þá leið að heimila að Bandaríkim gætu í 5 ár látið flugvélar sem héldu uppi sambandi við her þeirra á meginlandi Evrópu koma við á Keflavlkurflugvelli sem kost að hafði Vestmenn 150 milljón ir króna. Megin orustan í atkvæða- greiðslu á þingi út af svari til Trumans var þessi till.: Heim- ild fyrir Vestmenn til viðkomu í Keflavlk í 5 ár. Ólafur hélt vel saman liði símu um miðlun- ina. Þeir voru 20 eindregnir samherjar Kratar höfðu sex vaska menn við hliö Mbl.- manna höfðu misst áður þrjá lausingja yfir á Lenínslínuna. Einn áf 'þéini vár' Gylfi sem átti þá eftir ófæddar raunir í sambandi við stórríkið. Síðan fylktu Brynjólfur cg Hermann öllu þingliði bolsivika og Fram sóknarmanna móti Ólafi og liðs kosti hans. En þá voru sveitir jafnar 26 á hvora hlið. Eg var þá enn einn eftir með fullt frelsi með samvinnumemn fyrir norðan á aðra hönd en kaup- menn í Reykjavík til hinnar. Eg gekk léttum fetum yfir til Ólafs og Emils. Grunaði mig að allir þessi ósamstæðu flokk ar mundu innan tíðar nálgast Baldvimslínuna þar sem spurt var um þaö eitt hvað Islending- um yrði bezt og affarasælast í bráð og lengd. Ólafur og Emil unnu nú fræg an sigur yfir sameinðum liðs- afla Brynjólfs og Hermanns. Flugvélar Vestmanna komu við í Keflavík. Borgaraflokkamir mynduðu nýja stjórn. Lenín- istarnir virtust hafa slitið öll lífræn tengsli vió Vesturlönd. Hins vegar hallaði undan fæti í austurátt. Kom brátt í Ijós af leiðingar hins margþætta sam- starfs borgaraflokkanna við bolsivika. Hver óvænt nýung rak aðra. Landið var peningalaust. Bank arnir nutu lítils traust utan- lands. Búðir og vöruhús voru nálega tóm. I frægri álnavöru- búð í Reykjavík var hvorki hægt að fá efni í skímarkjóla eða líkklæði. Stalín lokaði fyrir alla markaði hjá bolsivikum. Framhald á 4. síðu. GleSileg jól! G0TT 0F FARSÆLT NÝÁR! L I D 0 ■>f>f)f)f)f)f>f)f)f>f)f)f)f)f)f)f)f)f)f>f>f>f>f>t>t)f>f)f>f>f>f)f>f)4->f>»>4->f>()fX><-*>M-><->♦->» HAPPDRÆTTI SJÁLFSBJARGAR Skattfrjáls vinningur að verðmæti krónur 175 þúsund. Dregið 24. desember næst komandi. — Styðjið fatlaða. SJÁLFSBJÖRG.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.