Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.12.1962, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 17.12.1962, Blaðsíða 6
AAánudagsblaðið Mánudagur 17. deseraber 1962 ,.Fólk hefur verið að slúðra alla leíðina — það veiztu þó?“ „Nei, víst vissi ég það ekki! Um okkur, meinarðu ?“ „Okkur og aðra. Lolu og Henderson, til dæmis Og slúðr- ið hefur aukizt að mun; síðan maðurinn hennar kom um borð. Hann er geðþekkur náunigi, finnfet þér ekki, þrátt fyrir alla peningana ?“ „Mjög geðugur. Og það er auðséð, að Carol tilbiður hann. Hún hefur breytzt mikið .... “ En Helen var ekki að hugsa um Carol. Hún var að hugsa um það, sem Paul hafði sagt: „Okkur og aðra .... Lolu og Henderson, til dæmis .... “ „Hvað segir það um Lolu og Davíð?“ spurði hún allt í einu. „Og hitt og annað. Að koma mannsins hennar hafi eklii breytt neinu, nema fyrir Carol. Þú ættir að vera farin að þekkja, hvernig sögurnar ganga á svona skipi. Svo við tökum dæmi, þá er sjálfsagt búið að segja miklu meira um okkur em sannleikanum er samkvæmt. Ekki svo áð skilja að ég hafi á móti því. Eg vildi óska að það væri satt .... “ „Jæja, en ég hef á móti því!“ „En hvers vegna, eskan min? Lofum þeim að blaðra! Hvað gerir það til? Þegar skipið kem ur í höfn eftir nokkra daga, fara blaðursskjóðurnar hver í sína áttina og gleyma ökkur. Þannig er það alltaf. Því miður. verð ég að segja, ég hefði vilj- að láta þau vera viðstödd þeg- ar við giftum okkur ....“ „Þarna kemur tei'ð okkar,“ sagði Helen fegin og tók við bakkanum, sem þjónninn kom með handa þeim. „Og þarna kemur Carol cg pabbi henniar. Hann leikur sér t'ímunum samani við bamið, og það er meira en hægt er að segja um mömmu hennar.“ „Samt sem áður hefur Lola I skánað. Hefurðu ekki tekið eft- ir því ?“ „Ekki get ég sagt það. 1 mín um augum er hún ekki annað en gangandi fatagrind.“ „Þetta er Ijótt af þér, Paul. Lola hefur margt fleira sér til ágætis en fegurðina eina.“ „Satt er það. Hún hefur skæða tungu. Heldurðu, að það hafi ekki farið lengra, sem hún sagði um þig? Heldurðu, að ég hafi ekki heyrt það? Heldurðu, að ég viti ekki, að hún kennir hrifinn af honum fyrst í stað, en það var bara af því. að ég hafði hlægilegan og ástæðulaus an grun um, að honum geðjað- ist að þér og þér að honum.“ Helen lét tvo sykurmola í tekið hjá honum og hrærði í og rétti honum svo bollan var- lega. „Mér geðjast að honum, Paul. Mér geðjast mjög vel að ljósri ánægju. „Þetta er gott te,“ sagði hann, „og það bragðast jafnvel betur vegna þess, að þú ert hérna, og drekkur það með mér.“ Haran saup aftur á cg hélt áfram. „Það sem ég vildi sagt hafa, er, að samverkafólk hefur ekki tíma til að sinna til- finningum slnum. og venjulega ekki heldur löngun til þess.“ Rona Randall: HELEN O0 Framha/dssaga lækni skipsins og starfsliði um þennan hvimleiða faraldur, sem hefði getað skollið yfir, hvar sem er í hitabeltinu? Hún hefði ekki verið að fjargviðrast út af þessu, ef hennar barn hefði ekki sýkzt — og líttu á bamið niúna — hún er rjóðari í vöng- um og kátari en þegar við lét- um úr höfn!“ Þetta var satt, en það var einvörðungu pabba hennar að þakka. „Vissirðu, að Davíð 'sendi skeyti eftir pabba hennar ?“ spurði Helen. ,.Nei, það vissi ég ekki, en það var skynsamlega gert. Og mjög líkt honum, það verð ég að játa.“ „Þú segir þetta með nokkurri tregðu." „Eiginlega ekki. Eg var ekki honuih.“ „Já, rétt eins og honum geðj ast að þér, ég veit það. En ég er ekki afbrýðisamur lemgur.“ Hún vissi ekki, hvort hún átti heldur að hlæja eða gráta, þetta var svo grátbroslegt. Og ,.að geðjast að“ náði svo skammt til að lýsa tilfinning- um hennar í garð- Davíðs. „Hvers vegna ertu ekki af- brýðisamur lengur?“ spurði hún. „Vegna þess að ég veit, að á milli ykkar er ekki nema vin- átta. Þið hafið unnið saman, síðan ég varð veikur, og fólk verður aldrei rómantískt hrifið. sem vinnur saman — ef þú skil ur, hvað ég meina.“ ,Nei, það geri ég eiginlega ekki.“ Paul dreypti á teinu með aug PASSÍU^ÁLMAR Hallgríms Péturssonar Viðhafnarútgáfa í stóru brotl, skreytt 50 heilsíðumyndum eftir Barböru Árnason. Formála ritar Sigurbjörn Einarsson, biskup. — Varanleg eign. — Vegleg jólagjöf. Verð: í gráu strigabandi kr. 320,00. í svörtu og hvítu skinnlíki á forláta pappír kr. 500,00. BOKACTGÁFA MENNINGARSJÖÐS „En við unnum saman,“ tók hún fram i. „Að vísu,“ sagði hann, „en við vorum miklu meira en sam- verkamenn, áður en við fórum að vinna hér um borð. Við vor- um jafnvel trúlofuð, minnstu þess. Og ég útvegaði þér stöð- una hér á skipinu, aðeins til þess að við getum verið saman en ekki sem viranufélagar. Það var bráðabirgða úrræði, og er j það enn, því þegar við erum gift, fer ég að praktisera heima. Lífið á sjónum er ekki fyrir giftan mann? Hana langaði til að grípa tækifærið og segja honum sann leikanm: ,,Paul, ég get ekki j gifzt þér, og þú verður að vita ástæðuna . .. . “ | Orðin voru komin fram á var ir henni, en í þesum svifum kom Carol hlaupandi til þeirra: Hún hljóp upp í fangið á Hel- en og var nærri búin áð fella tebakkann um leið. „Farðu varlega, telpa mín,“ hrópaði Paul, „langar þig til að hella teinu niður á fallega kjól- inn hennar Helenar.“ Carol strauk kjólinn með að- dáun. Það var eins og Helen hafði sagt, að hún var einsog anmað og miklu hamingjusam- ara bam. Faðir hennar.stór og traust- ur og að venju lýtalaust klædd ur kóm og lyfti heni á háhest, og það ískraði í henmi af á- nægju. Helen horfði á þau með ó- dulinni ánægju. Svona var það, em börn áttu að vera með for- eldrum sínum — örugg, ó- hrædd og hamingjusöm. Carol hafði aldrei verið slík hjá móð- ur sinni, þrátt fyrir ofsahræðslu Lolu á meðan telpan var veik, En eftir það var enginn efi á, að Lola elskaði barnið sitt, þótt sú ást væri ekki alls kostar óeigingjörn. því að Helen var ekki grunlaus um, að hræðslan í Lolu hefði stafað af ótta við að verða ein og hafa engan til að annast, engan sem þurfti hennar við. Ef hún bara vildi taka mann simi' í sátt aft- ur, hugsaði Helen, þá yrðu þau miklu hamingjusamari. En það var opinbert leyndarmál á skip- inu,að Steve og Lola Montgo- mery voru ekki tekin saman aft ur og sýndust ekki hafa neinn áhuga á því. Þau umgengust hvort annað kurteislega, voru vingjarnleg á yfirborðinu, bæði eyddu þau miklum tíma hjá barninu sínu, Steve reyndar öll- um sínum tíma. En Lola var tekin til við leikæfingar, strax og Carol fór að batna, og var farin að sýna sig á barnum og í borðsalnum og öllum þeim vel sóttu stöðum á skipinu, þar sem Mike Sanders vildi, að stjöm- urnar hans sýndu sig. Þau Murray Peterson voru aftur sátt að kalla — vingjarnlegir óvinir nánar tiltekið — og skreyttu sundlaugina með ná- vist sinni á hverjum morgni. Eigi áð síður mátti merkja á henni breytingu, hún var hæg- látari og rólegri og hafði meira taumhald á sér. Hún drakk líka minna, og var orðin öll ein3 og stilltari. En hafi Helen halÆð, að þetta væri komu Steve að þakka, þá brást henni sú von. — Því þegar hún var að vinna I læknisstofunni daginni eftir, fékk hún óvænta heim- sókn. Það var Steve sjálfur. „Mig hefur langað til að þakka yður fyrir allt það, sem þér hafið gert fyrir Carol. Þér hafið verið henni ákaflega góð — þér og Davíð Henderson. . .i*? " *' * ” : - v' i *** Það hefur hún sagt mér.“ Helen vildi gera sem minmst úr þvi, en hann hélt'áfram: „Eg sá, að ég mundi ekki fá tækifæri til að þakka yður áð- ur en við kæmum upp að á morgun, svo ég kom hingað til að ná fundi yðar. Orðin tóm ná skammt, en hamingja Carol- ar liggur mér á hjarta. og ég vona. að þér viljið þiggja þetta sem vott um þakklæti mitt —“ Hann rétti henni smápakka, sem vafin var í pappír, aem seldur var í gjafabúð skipsins. Þegar Helen opnaði pakkann, greip hún andann á lofti, því inn í honum var dýrindis Dres- denpostulínsstytta af því tagi, sem hún hafði oft dáðst að, en aldrei haft efni á. „Carol sagði mér, að þér vær uð hrifin af þessu,“ sagði Steve Montgomery og brosti. „Hún sagði, að þér störðuð á það í gjafabúðarglugganum í hvert skipti sem þér ættuð leið fram hjá. Þetta er bara smáræði, en mér væri það sönn ánægja. ef þér vilduð þiggja þáð.“ „Mín er ánægjan að þiggja það, sagði Helen einlæglega. Hún var mjög hrærð, og hún sá þennan stóra, rika mann í nýju ljósi. Hapn kom henni nú fyrir sjónir sem einmana og kærleiksþurfi, af þeiri manm- gerð, sem á erfitt með að láta tilfinningar sínar I Ijós. Hún sagði hreinskilnislega: „Carol á bata sinn einvörð- ungu yður að þakka — en hvorki mér né Davið. Hún sakn aði yðar svo mikið — Davíð vissi þaö.“ „Já, hann er skilningsgóður, mér er óhætt að segja það. Svo ég ætti ekki að kvíða þvi eins og málum er komið, að hann taki við af mér í lífi henn ar, eða hvað finnst yður?“! j Hellen varð allt í eiau þungt um hjartað. ,,Eg — skil skil ekki —“ 1 „Það er ofur einfalt. Doktor Henderson á að verða stjúp- faðir Carolar, en ef þáð væri einhver annar eni hann, mundi ég berjast hnúum og hnefum fyrir að fá hana aftur. En fyrst svona er, þarf ég ekki að hafa . svo miklar áhyggjur, þvl hon- um þykir bersýnilega vænt um barnið og skilur hana vel. Eg er viss um, að hann skilur það líka vel, að ég vilji hafa meira af henni að segja, svo líklega komumst við að einhverju sam- komulagi þrátt fyrir allt.“ Helen reyndi að svara en kom éngu orði upp. Steve Montgo- mery rétti henni höndina. „Ef svo færi, að við hittumst ekki áður en við komum að, þá vildi ég mega kveðja yður núna og þakka yður enn einiu sinni. Eg vona að þér hafið samband við Carol — hún er vo hrifin af yður. Helen fékk málið aftur. „Eg er viss um. að hún sakn ar mín ekki, ef hún nýtur ástar og umhyggju — og ég held ekki heldur, að Lola kæri sig um, að ég hafi samband við hana.“ „Þér megið ekki hafa áhyggj ur af Lolu eða hinum ómerki- legu ásökunum hennar. Já, ég er búinn að frétta allt um það! Hún sá líka eftir því, strax og bamið var úr hættu. Lola hef- ur alltaf misst stjóm á sér ef eitthvað hefur blásið á móti. Hún þarf alltaf að hafa ein- hvem til að styðja sig við.“ „En hvað þér þekkið hana vel.“ „Það ætti ég líka að gera. Eg var giftur hennii þó nokkum tíma. En ég býst við, að doktor Henderson skilji hana eins vel.“ „Emð þér vissir um þetta?,“ hvíslaði Helen, „að þau ætli áð giftast, meina ég?“ „Alveg viss. Lola sagði mér það sjálf. Eg hef sætt mig við orðinn hlut.“ Og það verð ég líka að gera, hugsaði Helen vonleysislega, þegar hún var orðin ein. Og ég verð að gera meira en það. Eg verð að gleyma að Davíð hafi nokkurn tíma tekið mig í faðm sér, að hann kyssti mig eins og hann elskaði mig. Eg verð að gleyma honum að fullu og öllu og þeim áram, þegar ég elskaði hann. Eg verð að sleppa allri hugsun um hann úr hug mér og allri þrá til hans úr hjarta mér. En, guð minn góður, hvernig get ég það, þegar ég elska hann af öllum mínum hug og hjarta? Auglýsið

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.