Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Page 10

Mánudagsblaðið - 24.12.1962, Page 10
10 Mámidagur 24. desember 1962 Mánudagsblaðið Rona Randall: HELEN Framhaldssaga ,Það er ekkert eftir nema að 0© Hún fleyg'ði sér í þilfarsstólínn við hliðina á honum og sagði: ,Eg á frí í klukkutima, cg mér datt í hug að kbma og drekka með þér te. Eg pantaði það á leiðinni hingað. Það hlýt ur að koma á hverju augna- bliki.“ Paul greip um hönd hennar. Hún lét það gott heita, en húm þrýsti ekki hönd hans á móti. 1 stað þess hallaði húm sér aft- ur á bak og lygndi augunum. Hún fann hlýja hitabeltisgol- una strjúkast um vangann og hún var þakklát, því það gaf hennd átyllu til að snúa sér upp í goluna, frá Paul. „Pú, það er heitt undir þilj- um núna!“ sagði hún „Þessi gola er eins og send af himn- um.“ „Snúðu þér að mér, Helen — mig langar til að kyssa þig.“ „Ekki frammi fyrir öllum,“ sagði hún léttilega. „Langar þig til, að fólk fari að elúðra um okkur?“ TliTTUGASTI OG ÞRIÐJI KAPÍTULI Á skipinu var loftið þrungið tilhlökkun og eftirvæntimgu, því að Buenos Aires var komin í augsýn. Fólk skiptist á kveðj- um og loforðum um að hittast aftur, og nokkrir tárfelldu „Og eftir nokkrar klukku- stundir,“ sagði Paul, „verður hver horfinn í sína áttina og búinm að gleyma hinum. Það er alltaf svona, Helen — eins og lokadagurinn í skóla. Menn heita hver öðrum eilífri vin- áttu og þar fram eftir göt- unum. Einn eða tveir skiptast á bréfum eöa jólakortum, svo er Carioca gleymd. Það er ó- raunhæft líf. þetta sjávarlíf, og sjálfur ætla ég að reyna að komast hjá öllum kveðjum með því að fela mig einhvers stað- ar á sport-þilfarinu. Það verð- ur áreiðanlega enginn þar síð- asta daginn.“ Það var eins og Paul sagði. Menn voru önnum kafnir við að taka saman pjönkur sínar og að drekka skilnaðarskálina og skiptast á kveðjuorðum. Enginn var í skapi til að leika borðtenn is eða kasta krimglum í mark. Það var eins og sjónlei'kur væri að taka enda og menn biðu eftir því, að tjaldið félli. Paul sat og las í bðk og var hinn ánægðasti. Honum fór dag batnandi, en samt vildi Helen ekki heyra það nefnt, að hanm hjálpaði til í lækningastofun- taka til, og það getum við Wil- kyns gert Allir sjúklingar hafa verið útskrifaðir, svo þú þarft ekki að koma aftur til vixmu fyrr en við leggjum af stað heim“. Og Paul samsinnti þessu, hann naut góða veðursins, í raun og veru var það aðeims ein manneskja, sem hann vildi kveðja, og það var Belita Cort- ez, en það var eins og hún mætti ekki vera að því að sinna honum nú orðið. Það þótti hon- um leitt, því hann kunni veru- lega vel við stúlkuna og hélt, að það væri gagnkvæmt, en upp á síðkastið hafði hún bara kastað á hann kveðju á mjög vingjamlegan. en kæruleysisleg an hátt. Meira var þá ekki að marka þá fullyrðingu Helenar, hugsaði hann, að Belita hefði verið á- hyggjufull út af veikindum hans! Hann var rétt farinn að láta fara vel um sig í stólnum, þeg- ar hann heyrði glaðlegan hlát- ur barna, og þegar hann leit upp, sá hann fjörugan dreng í eltingaleik við jafn-fjöruga telpu. Og hún hafði í fullu tré við hann, drengurinn átti fullt í fangi með að hafa við henni. Það var Carol Hún var rjóð í kinnum eftir hlaupin, og hann gat ekki stillt sig um að bera hana saman við það, sem hún var áður. Helen hafði sagt satt, þegar hún sagði, að Carol væri breytt. Bros hennar var vint- gjamlegt og ekki eins stork- andi og fyrr. „Halló!“ kallaði hún. „Mikið er ég fegin, að ég fann þig. Helen sagði mér. að þú værir einhvers staðar hér á þilfarinu. Eg fór niður til að kveðja hana, em þá hitti ég Tony og gleymdi mér —“ Paul brosti. „ Jæja, þetta kalla ég hrein skilni. Og raunar var það fall egt a£ þér að hugsa til mín yfirleitt.“ Hann rétti henni höndina og hún hristi hana með hátíðar- svip. „Þér batnaði ekki eins fljótt og mér, var það,?“ sagði hún með samúð. „Veiztu, að það varst þú, sem smitaðir mig?“ „Eg?“ tðk hanm upp eftir henni. „Og hvemig þá. með leyfi að spyrja?" ,„Eg var að hjúkra þér,“ sagði hún og flissaði. „Það er að I segja, ég var- að þykjaet hjókra >þér, og Helen kom inn rétt, þeg ar ég var að mæla í þér hitann, og hún rauk með mig imn í lækningastofuna, og svo stakk Davíð frændi í mig nál, en mér batnaði samt ekki.“ „Nú jæja, mér þykir fyrir því að hafa smitað þig Carol, en ég get ekki anmaö sagt en það er ekki að sjá á þér, að þú hafir verið veik.“ „En þér tókst ekki að smita Belitu, og það er nú skrítið, finnst þér ekki? Helem segir, að hún hljóti að hajfa verið ónæm á veikina, hvað svo sem hún meinar með því. En það var að minnsta kosti gott, því hún sat hjá þér allan tímann." ,,„Þar skjátlast þér, ungfrú. Belita hjálpaði mörgum sjúkl- ingum, það veit ég“ En Carol hristi ákaft höfuð- uðið. „Nei, nei, hún gerði það ekki. Spurðu bara Wilkins. Hann sagði, að hún væri þín — þín,“ Carol hnyklaði brýmar hugsi, „— þín sjálfskipaða hjúkrunar kona — já, það sagði hann!“ Paul horfði á hana um stund eins og hann ætti bágt með að átta sig. „Sagði Wilkins það?“ Svo bætti hann snöggt við: „Kannske Wilkins hafi skjátl azt“ jrNei — nei, Wilkins skjátlast aldrei! Það hefur hann sagt mér oft og mörgum sinraum," Paul hló. ,.Eg þeklki Wilkins, kerling." Það var líka satt. Wilkins var skrafskjóða, en ekki lyg- ari .... Allt í einu stakk Carol hend inni í vasann og dró fram smá- grip. „Eg ætia að gefa þér þetta — ég fann það hjá rúminu þínu um daginn. Það er fínn vasa- klútur, hann getur ekki verið þinn, þó að stafurinn þinn sé á honum“ ? Hún rétti honum klútinn, Hann var með kndplingum og ilmaði. Paul virti hann fyrir sér forvitnislega og sá stafinn B fínsaumaðan í einu hominu. „Auðvitað gæti B þýtt Bremt, en ég held það þýði Belíta!" skríkti Carol. „Ætli hún hafði ekki misst hann ein hvem daginn. þegar hún sat hjá þér ....“ En fyrr en varði var hún stokkin á burt eftir drengn- um Tony og skildi Paul eftir. sem starði á vasaklútinn í höndum sér. „Eg er komin að kveðja,“ var sagt léttum rómi með út- lendingsbreim. Og þama stóð Belíta frammi fyrir honum, í hvítum léreftskjól með skar- latsrauðan klút um hálsinn og skarlatsrauða ilstkó. Varalitur inn og naglalakkið var í sam- ræmi við hitt. En Paul var ekki með hugann við smáat- riðira. Allt sem hann sá, var ávalt andlit og stór. dökk augu og feimnislegt bros. Hann stóð þegar upp. Allt í einu vissi hann, að honum þótti miður að sjá hana fara. ,„Við verðum að drekka skiln aðanskál," sagði hann. „Eg skal ná í þjóninn. Farið þér ekki burt á meðara —“ En hún hristi höfuðið. „Eg má ekki smakka vín í dag — pabbi kemur að taka á móti mér„ og honum mundi ekki líka það. Og það þýddi ekki fyrir mig að látast — hann tæki strax eftir þvi.“ „Hann hlýtur að halda mik ið upp á dóttur sína — og það get ég vel skilið.“ Léttur roði færðist um vanga hennar, og hún leit undan. Og raú sá hún vasaklútinn í hönd- um hans. „Þér eigið þennan vasaklút, er þáð ekki?“ spurði hann blíðlega. „Já, hvar funduð þér hann?“ „Hann fannst í káetunni minnd, hjá rúminu mínu. Hvað kc-m til, að þér vilduð ekki viðurkenna, að þér lituð eftir mér. Belíta ?“ Roðinn í vöngum hennar dýpkaði enn. „Eg hefði alveg eins getað týnt honum í káetu einhvera annars sjúklirags.“ „Ekki skemma fyrir mér, Belíta, Eg hefði viljað kalla, að þér væruð mín sjálfskipaða hjúkrunarkona.“ Hún svaraði ekki, heldur rétti út höndina. „Má ég fá klútinn, ef þér viljið gera svo vel?“ „Nei,“ svaraði hann og stakk klútnum í vasa sinn. „Eg ætla að geyma hanra — sem minja- grip.“ „Hún leit upp og sá, að hann brosti til hennar, blíðlega. Allt í einu sagði hún með grátstafinn í kverkunum. . ■FIMM Í Ú.TI1.IGU ' ' ■ íslenzkt mannlíf Nýtt bindi af hinum listrænu frásögnum Jóns Helgasonar myndskreytt af Halldóri Péturssyni. Sjötíu og níu af stöðinni Þriðja útgáfa af hinni rómuðu skáldsögu Indriða G. Þor- steinssonar, prýdd fjölcLa mynda úr kvikmyndinni. Ódysseifur — skip hans hátignar Ný æsispennandi bók eftir Alistair MacLean, hölund bók- anna Byssurnar í Navarone og Nóttin langa. BEN HÚR Ný útgáfa af hinni sígildu sögu Lewis Wallace, Sigurbjöm Einarsson, biskup þýddi, prýdd sextán myndasíðum úr kvikmyndinni. — Fyrsta bók í bókaflokknum Sígildar sögur IÐUNNAR. Fimm í útilegu. Ný bók i bókaflokknum um félagana fimm eftir Enid Blyton, höfund Ævintýrabókamia. Bráð- skemmtileg og spennandi eins og allar bækur þessa vin- sæla höfundar. Sunddrottningin. Hugþekk og skemmtileg saga um korn- unga og snjalla sundstúlku, baráttu hennar og sigra. Einkar heppileg bók handa 12—15 ára stúlkum. Tói í borginni við flóann, Hörkuspennandi saga um ný ævintýri Tóa, sem áður er frá sagt í bókinni Tói strýkur með varðskipi. Höfundur er Eysteinn ungi. ÓIi Alexander fær skyrtu. Ný saga um Óla Alexander og vini hans, ídu og Moras. Bækumar um Óla Alexander em kjörið lestrarefni handa yngri börnunum, enda uppá- haldsbækur þeirra. I Ð U N N — Skeggjagötu 1 — Sími 12923. . :v ' AMNÉ-CATfl. VE$TLY / ’ m

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.