Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.11.1963, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 25.11.1963, Blaðsíða 5
M&nndagur 25. nóvember 1963 Mánudagsblaðið 5 Philip leið verr en honum hafði liðið í langan tíma. Hon- rim fannst hann hafa verið miskunnarlaus við vamarlaust bam, sem hafði þá einu synd á samvizkunni að elska hann. Á þessari stund var hann reiðu- búinn að verða við hverri þeirri bón, sem hún bæði hann og hann gæti veitt, en þó vissi hann, að hann var vanmegnug- ur að uppfyila hið eina, sem hún þráði Þau fengu sér te, og gengu svo út á Bondgötu, en ekki þorði Philip að minnast aftur á töskuna — það mikið hafði Buddy kennt honum þessa dag stund. 11. K APlTULI Næstu daga mátti heita, 'að litið vantaði á, að Buddy væri hamingjusöm. Philip lagði sig allan fram við að gera yfirbót, en á ein- verustimdum var Buddy sér þess meðvitandi, þótt hana tæki það sárt, að ef hún hefði ekki brostið í grát, þá hefði engin breyting orðið á hinu ó- nærgætna, kæruleysilega við- móti hans, og að það var að- eins iðrun og skyldurækni, sem þrýsti honmn til að senda henni bréfaboð, þegar hann gat ekki hitt hana. Stundum Hringdi hann hana líka upp til að spyrja, hvemig henni liði eða sendi henni dýrindis blóm og konfektkassa, en það kall- aði móðir hennar að eyða pen- ingum í óþarfa. „E)g vona aðeins, að sá dag- ur renni aldrei upp, að hann vanti peninga,“ sagði hún. Sn Buddy hló bara. Henni þótti vænt um, æ* foreldrar hennar héldu, að Philip væri svona ástfanginn af henni, jafnvel þó hún með sjálfri sér vissi, að það var ekki satt. Glen Bradshaw hafði oft og mörgum sinnum hringt og boð- ið henni að koma út með sér, en hún hafði alltaf borið ein- hverju við. Tilfinningar hennar vom í uppnámi, svo að henni fannst það óhugsandi að fara út með nokkrum manni öðrum en Phil- ip. Og þegar Glen Bradshaw hreinskilnislega spurði hana, hvort Philip hefði á móti sér, þá fór Buddy undan í flæm- ingi, svo að skiljast mátti sem samþykki. Þetta tal fór fram í gegnum sfana, og það varð stutt þögn, en svo sagði Glen á sinn opin skáa hátt. „Ja, honum ferst, sem sjálfur fer út með öðrum konum.“ Buddy fékk hjartslátt. „Hvað meinarðu með því?“ „Aðeins það, að ég sá hann í bíl um kvöldið með alltöfr- andi konu í hvítri kápu.“ Buddy reyndi að hlæja. „Systir hans, sjálfsagt.“ „Nei, það var ekki hún. Eg þe&ki systur hans.“ „Jæja, hvað sem þvi líður. Eg get ekki komið.“ „Þú meinar, að þú viljir það ekki. Jæja, ég skil. En láttu mig vita, ef nokkur hugarfars- breyting verður." „Það er ekki mjög líklegt." Hann sagði henni, að ólík- legri hlutir hefðu skeð, og að jhann yæri henni alle ekki reið- ur, en áður en hann hringdi af, sagði hann: „Eg elska þig, og guð blessi þig.“ Buddy tók ekki þessi orð hans alvarlega — mundi ekki hafa tekið neitt alvarlega á þesari stundu, nema þá stað- reynd, að Philip hafði verið í bíltúr með töfrandi konu í hvitri kápu. Auðvitað Jean Seyler. Um stund stóð heimur- inn kyrr. öll hin ímyndaða hamingja síðustu daga hrundi til grunna eins og spilaborg. Enn einu sinni fannst henni hún standa ein, og kuldahrollur fór um hana. Philip hafði verið með Jean Seyler. Buddy starði á myndina af Philip á snyrtiborði hennar. Hann leit ekki út eins og sá, sem af ásettu ráði dró á tálar konu, sem elskaði hann, en samt .... ástin var svo óút- reiknanleg, jafnvel heiðarleg- ustu menn gleymdu, hvað drengskapur var, þegar þeir stóðu andspænis ástinni. Buddy vissi, að hún sjálf mundi ekki vera nein undantekning. Hún vissi, að ef nokkuð yrði til að aðskilja þau nú, hana og Phil- ip, og hún giftist öðrum, þá þyrfti Philip ekki annars en segja henni að koma og þá færi hún til hans. Ef til vill var það á þennan hátt, sem Philip hugsaði um Jean Seyler. Ef til vill kallaði hann sjálfan sig heimskingja fyrir að láta trú- lofun þeirra standa honum í vegL Ef til vill rynni upp sá dagur, að Jean Seyler sjálf fengi hann til að slíta þeirri trúlofuh. Og hvað get ég þá sagt, hvað get ég þá gert? hugsaði Buddy í örvæntingu. Hún heyrði að síminn hringdi niðri. Móðir hennar kallaði upp til hennar: „Mary vill tala við þig, Buddy.“ Buddy hafði ekki hitt Mary um nokkurt skeið, og hún flýtti sér niður til að tala við hana. „Eg var eixunitt að hugsa, hvort þú hefði gleymt mér.“ sagði hún. Mary svaraði á sinn alvar- lega hátt, að hún mundi aldrei gleyma Buddy. „Eg er alltaf að hugsa um þig — hugsa um, hvort þú sért hamingjusöm.“ „Auðvitað er ég það.“ „Það gleður mig,“ sagði Mary. „Kannske kærirðu þig þá ekki um, að ég komi og heimsæki þig?“ „Auðvitað kæri ég mig um það -— blessuð komdu. „Eg sá Philip í gærkvöld,“ sagði Mary, „en hann sá mig ekki.‘ ‘ „Jæja!“ Það kostaði Buddy áreynslu að stilla sig um að spyrja: „Hvar var hann?“ og „Var hann einn?“ En hún sagði bara: „Eg býst við þér í hádeginu. Þú borðar með okkur“ — og hringdi af. Mary kom í stóra Daimlern- um hennar móður sinnar. Einka blístjórinn þeirra ók. Buddy var alltaf hálftaugaóstyrk þegar hún bauð þessum einkabílstjóra þeirra að borða í eldhúsinu. Hann var eitthvað svo fyrir- mannlegur, svo henni létti stór lega, þegar hún fór fram í eld- hús að hádegisverði loknum og kom að honum þar, sem hann sat á borðsendanum og gerði að gamni sínu við einu þjón- ustustúlkuna, sem móðir henn- ar hafði. Hún fór inn til Mary og var innanbrjósts eins og einhver hefði sagt henni, að hún þyrfti ekki lengur að kalla konunginn „Yðar hátign.“ Mary hafði ekki minnzt á Philip. Það leit næstum út eins og hún forðaðist að tala um hann, en þegar þær stöllumar voru orðnar einar, spurði Buddy: „Hvar sástu Philip í gær- kvöld?“ hana, ef ég væri karlmaður. Eg er ekki viss um nema ég mundi dást meira að henni, ef ég þekkti hana.“ „Jæja!“ sagði Mary aftur. Þetta var auðsjáanlega skilningi hennar ofvaxið. Hún starði undrandi og vantrúuð á Buddy, eins og hana grunaði, að hún væri ekki með réttu ráði. En Buddy lét engan bilbug á sér finna og byrjaði að lýsa fötunum, sem Jean hefði verið í á Savoy og manninum, sem hún hefði verið með, þar til Mary löksins spurði: „En er þér alveg sama?“ „Sama.“ Buddy hló. „Hvers vegna skyldi mér ekki standa á sama. Þó að Philip hafi einu í Glen Bradshaw og taka boði hans um að fara út með hon- um. Það var möguleiki, að Phil- ip hringdi til hennar, og ef hann gerði það, ætlaði hún að njóta þess að geta sagt, að hún hefði farið út með öðrum manni. Hún titraði af taugaóstyrk, þegar hún tók upp heymartól- ið, en létti strax og Glen svar- aði. „Halló — veiztu, að ég fann það á mér, að þú mundir samt sem áður hringja mig upp,“ sagði hann. „Er það? Jæja, ég hef hugs- að mig um, og mundi gjarnan vilja koma með þér út í kvöld, ef þú vilt.“ „Eg held nú það! En þú framhaldssaga FRAMHALDSSAGA FRAKFRA "IALDSSAGA framhaedssaga fra» ■í C5 R. M. AYRES: BUDDY o@ FRAMHALDSSAGA FRAMHALDSSAGA FRAKFRAMHALDSSAGA FRAMHALDSSAGA FRA» Auðséð var, að hik kom á Mary. „Á hóteli,“ sagði hún að lok- um. „Hann var að borða.“ „Ekki þó einn?“ sagði Buddy léttilega. Mary hristi höfuðið. Það varð stundarþögn. „Jæja, ver var með hon- um “ spurði Buddy. Mary átti bágt með að skrökva. Buddy sá, að hún reyndi að finna upp á ein- hverju, en gafst svo upp og sagði: -„Eg veit þér er ekki vel við að heyra þetta, Buddy, en hann var með Jean Seyler.“ 12. KAPlTULI Jean Seyler einu sinni enn! — En Buddy lét sem ekkert væri og sagði: „Já, ég vissi, að hann ætlaði að hitta hana. Við sáum hana um daginn, þegar við borðuðum á Savoyhótelinu." Mary varð undrandi. „Sástu hana? Talaðirðu við hana ?“ „Nei, við töluðum ekki við hana. Hún var með manni, sem Philip þekkti ekki. En Philip ætlar að bjóða okkur báðum út að borða einhvern daginn.“ Mary rak upp stór augu. „Hvað segirðu — þú og Jean.“ Hún saup hveljur. „Já, þyí ekki það? Eg veit «m samband þeirra, en það er búið að vera nú, og mig langar til að kynnast henni. Mér fipnst hún ákaflega falleg." „Jæja!“ sagði Mary dolfallin. Buddy hélt áfram; „Eg er ekkert hissa á því, að Philip skyldi verða ástfang- inn af henni. Eg mimdi tilbiðja sinni verið hrifinn af henni þá er hann það ekki núna. Enginn maður elskar tvær konur á sama tíma, Philip elskar mig.“ „Jæja!“ sagði Mary í þriðja sinn. „Eg vildi óska, að þú segðir eitthvað annað til tilbreyting- ar,“ sagði Buddy dálítið hvasst. „Það hljómar eins og þú haldir, að Fhilip elski mig ekki.“ „Ef hann elskar þig ekki, hlýtur hann að vera brjálað- ur,“ sagði Mary. „Ó, segðu ekki svona vit- leysu.“ „Það er engin vitleysa. Jean er ekki lengur ung, og hún hlýtur að vera mörgum, mörg um árum reyndari. Eg geri ekki ráð fyrir, að Philip sé eini karlmaðurinn, sem hún hefur átt vingott við.“ Þetta var meira en Buddy gat skilið. Hún gat ekki ímynd að sér, að nokkur kona, sem hefði orðið hrifin af Philip, gæti svo mikið sem litið á ann- an mann. Hún sneri talinu að öðrum efnum, en þegar Mary var far- in, sótti þunglyndið á hana að nýju. Hvað stoðaði það að láta sem hún væri ekki afbrýðisöm? Hvað stoðaði það að láta sem Philip elskaði hana? Hún vissi fullvel, að það gerði hann ekki, því ef svo væri. þá hefði hann aldrei farið á bak við hana eing og hann nú gerði. „Mér er sama,“ sagði hún upphátt eins og hún væri að tala í sig kjark. ,,Að minnsta kosti skal hann aldrei fá að vita, að mér standi ekkj á sama.“ Svo datt henni allt í einu ráð í hug. Hún ætlað; að hringja hringdir alveg mátulega. Ef þú hefðir beðið lengur, þá hefði ég boðið annarri stúlku.“ „Láttu mig ekki aftra þér —“ „Kjáni — hvenær á ég að sækja þig?“ „Hvenær sem þú vilt.“ Hún fann, að hún viljandi var að brenna allar brýr að baki sér. „Hvað eigum við að gera? Fara aftur í leikhúsið?" spurði hún. „Mér datt í hug, að við döns uðum.“ „Hvar? I Ding-Dong ?“ „Ef þér finst það nógu fínt.“ „Já, já -— mér líkar það á- gætlega." „Jæja, þá gerum við það.‘ * Buddy lagði frá sér heyrnar- tólið og andvarpaði. Sízt af öllu langaði hana í Ding-Dongklúbb inn. Hún mundi, hve heitt og loftlaust þar var, svo henni hafði verið illt í höfðinu lengi á eftir. Samt sem áður — allt var betca en sitja heima og bíða eftir, að Philip þóknaðist að hringja til hennar. Og svo — einmitt þegar Buddy var ferðbúin og beið eftir að Glen Bradshaw kæmi — þá hringdi Philip. „Ert það þú Buddy?“ „Já.“ Það var erfitt að tala eðlilega og alveg ómögulegt að láta hanp ekki heyra gleði- hreiminn í röddinni. „Eg yar að hugsa um að koma og heimsækja þig, ef þú værir heima.“ „Philip, mér þykir fyrir því, en ég er að fara út.“ „Geturðu ekki frestað því. Þetta er varla svo áríðandi." Buddy roðnaði. Philip vissi vel, að hún hafði sjaldan þýð- ingarmikil stefnumót. „Jú, það er fremur áríðandi, aldrei þessu vant. Eg ætla að fara út að dansa með Glen Bradshaw.“ „Glen — ó, nú hann — hvers vegna í ósköpunum?“ „Mér þykir gaman að dansa.“ Stundarþögn. Svo: „Mér finnst þú hefðir getað spurt mig fyrst," sagði Philip hálfgremjulega. Buddy hló. Henni fannst eins og hún hefði allt í einu fengið tromp á höndina. „En hvers vegna? Þú ert ekki vanur að spyrja mig, þó þú ætlir eitthvað.“ „Hvað áttu við með því?“ „Bara það sem ég sagði. Ef þú getur farið út með öðru fólki, þá finnst mér, að ég geti það líka." Hún heyrði, að hann hló vandræðalega. „Buddy, þú ert ekki að, leika hina bráðþroskuðu nútíma- stúlku aftur, vona ég.“ ,,Ja, mér finnst ég hafá þroskazt mikið undanfarið.“ „Hvaða lest kemurðu með? Eg ætla að tala á móti þér.“ ,Eg ætla í bíl. Glen sækir mig.“ „Einmitt það. Eg vona, að þú skemtir þér,“ sagði Philip þurrlega. „Það er nú meiningin," svar- aði Buddy. „Er þér sama þótt ég hringi af núna, því ég á eftir að búa mig.“ „Eg skal ekki tefja þig,“ sagði hann og hringdi af. Buddy sneri sér við. Móðir hennar stóð á bak við hana. „Var þetta Philip?“ sagði hún áhygjufull. „Já, elskan." „Buddy, heldur þú, að það sé rétt gert af þér að fara út með Glen Bradshaw, fyrst þú ert trúlofuð öðrum manni?“ Nei, það fannst Buddy raun- ar ekki. Ást hennar til Philips og hollusta stríddu á móti þessu, en Philip skildi ekki þess háttar tryggð og hollustu. Hon um leiddist slíkt, og hún mátti ekki láta hann verða leiðan á sér. „Philip er alveg sama,“ sagði Buddy. „Eg er viss um, að hann fer út með öðrum. stúlk- um, þegar ég er ekki með hon- um.“ „Meinarðu þetta í alvöru?“ „Auðvitað. Vertu ekki svona hrelld. Glen er að koma.“ „Buddy! Kallarðu hann skím- amafni?“ „Allir kalla alla með skim- arnafni nú á dögum,“ sagði Buddy með léttúð. „Þú vilt þó ekki, að ég sé gamaldags, elsk- an, er það?“ „Eg vil, að þú sért ham- ingjusöm, og ég er ekki viss um, að þú sért það,“ sagði móð ir hennar. Buddy lagði hendumar um hálsinn á móður sinni. „En það er ég, það er ég áreiðanlega.“

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.