Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.11.1963, Side 6

Mánudagsblaðið - 25.11.1963, Side 6
\ UR EINU í ANNAÐ Ungpíur sóðar — 1. janúar dansleikir — Verk- stjórar og snjómokstur — Sjálfsafnreiðsla Lands- bankans — Kleppsmenn — Öldungar — Kappið um tízkusölu „Islenzkar ungpíur eru voðalegir sóðar“, — Þessi orð hrutu af vörum eins af vinsaelustu rökurum borgarinnar um daginn. Við brugðum okkur til þriggja rakara, og sjá, þeir höfðu sömu sögu að segja. Það er skán af skít á hálsinum á anarri hverri stúlku, sem við klippum sagði einn — ég var 25 mínútur að greiða ,,niður“ úr einni sagði annar, hárið var allt lakk, túberað, og hún sagðist greiða sér einu sinni í viku, lagfæra lausari hárin. Piltarnir eru miklu hreinlegri. Því miður, stúlkur, þetta er satt, og orðið nokkuð áberandi, þvi þessu fylgir oft heldur leiði- gjarn ,,ilmur“. Bezt væri fyrir smápíjumar að hætta þess- ari styrjöld gegn sápu og vatni. Jæja, oss er fortalið, að menn séu famir að hlakka til 1. janúar fagnaðarins, sem haldinn er á betri gin-búlum borgarinnar, því fæstir fara orðið út á gamlárskvöld. Leik húskjallarinn hóf þessi „hóf“ og nýtur enn mestu vin- sældanna og samvöldustu gestanna, enda er víst alltaf upp-pantað þar um áramót. Það er sannarlega þakkar- vert að svona skuli vera komið í stað djöfulgangsins á gamlárskvöld, því nú „eiga“ unglingamir og brennuraar þessar síðustu stundir ársins. A thugasemd vegna ambassadors Það var ansi smellið hjá umferðaryfirvöldunum og auð- vitað borgarverkstjórunum, að láta 2 eða fleiri bíla vera að hreinsa snjó af Laugaveginum milli kl. 4 og 5 e.h. þegar snjóar hér. Þetta virðist draga nokkuð úr umferð- arteppunni sérstaklega þegar strætisvagnarnir eru svo að flækjast milli snjóbílanna. Manni dettur í hug, hvort við búum við einhverja sérgáfu í þessum efnum, því engu er likara en hreinir hálfvitar séu ábyrgir fyrir svona framkvæmdum. Sl. fimmtudag mátti heita að öll umferð á fjölfömustu götum stöðvaðist vegna þessa brölts í verkstjómm höfuðstaðarins. Þegar blöðin rituðu sem mest um veitingamanninn okk- ar, sem vélaði milljónir úr Landsbankanum gegn ávísun- um, sem ekki stóðu fyrir sínu, varð mörgum tíðrætt um lipurð gjaldkera bankans er þeir afhentu slíkar summur umyrðalaust þrátt fyrir bann yfirgjaldkera. Morgun einn hittust þeir Pétur Benediktsson og Jón Axel Pétursson, bankastjórar, fyrir utan skrifstofur sínar á efri hæð bankans. Pétur vatt sér að Jóni og spyr: „Hvernig lízt þér á þetta sjálfsafgreiðslukerfi, sem þeir hafa fundið upp þarna niðri, Jón?" Tveir gestir á Kleppi voru á gangi um garðinn þar þeg- ar fugl flaug úr tré nálægt og dritaði um leið á höfuð annars sjúklingsins. Einn læknanna var þarna viðstaddur, og þar sem hann óttaðist, að þetta atvik myndi valda „kasti“ hjá sjúklingnum, sagði hann þegar í stað: „Báddu vinur héma augnablik, ég skal skreppa inn á spitala og ná í toilet-pappír". „Ertu orðin snar?“ spurði sjúklingurinn, „þegar þú kemur aftur verður fuglinn kominn fleiri kílómetra burtu“. Þrír öldungar, undir umsjá Gísla á Elliheimilinu, ræddu sín á milli hvemig þeir vildu deyja, ef þeir ættu kost á að velja sér dauðdaga. Sá yngsti, 75 ára, kvaðst vilja fara skyndilega úr heiminum, helzt deyja í bílslysi. Sá næsti, 85 ára, var honum sammála um að skjótur dauð- dagi væri ákjósanlegastur, en vildi heldur farast í þrýsti- loftsvél, en bílslysi. „Eg hef betri hugmynd“, sagði númer þrjú, 95 ára, „ég vildi helzt vera skotinn til bana — af afbrýðisömum eiginmanni“. Kapphlaupið milli kventízkuverzlana verður mikið í ár, að sögn þeirra, sem um þau mál vita. Bæði er það, að mikið er um slíkar verzlanir og svo hitt, að færri kaup- endur eru nú en ella. Þetta stafar af ferðalögum óvenju margra kvenna í næstu lönd til að kaupa fatnað, bæði kvöld- og dag fatnað. Hitt er svo, að hér kaupa fyrirtæk- in svo auialega inn, að margar konur lenda í „eins“ föt- um, en það er eitur í þeirra beinum. í þokkabót bætist svo við, að, ef að venju lætur, þá verður hægt að fá þetta tízkudót með allt að 50—60% afslætti eftir nýárið. Kæri vinur og gamli ferða- félagi. Þar sem ég held að grein þín í síðasta tölublaði Mánudags- blaðsins um ambassador okkar í París sé byggð á misskilningi og vegna þess að vel má vera að ég eigi þar þá eök, að hafa ekki skýrt þér skilmerkilega frá réttum forsendum, finnst mér skylt að lesendur blaðsins fái um þetta réttar upplýsing- ar, en þær eru, sem nú skal frá greint: Eg hafði ekki látið sendiráð okkar í París vita neitt um hina fyrirhuguðu Frakklandsför okk- ar, en nokkru fyrir hádegi — eða nánar til tekið eftir að þið blaðamennirnir vomð farnir út úr umboðsskrifstofu Loftleiða í París — var ég á ferð í ná- munda við sendiráðið í bifreið forstjóra okkar. Datt mér þá í hug að gaman væri að líta inn í sendiráðið. Eg hitti þar Birgi Möller og sagði honum frá ferð okkar félaga. Hann skýrði mér þá frá að ambassadorinn væri á fundi 1 Nato. Birgir sagðist vilja láta ambassadorinn vita af að við værum í borginni, en ég sagði að þarfleysa tóm va/ i að ónáða hann af þeim sökum. Birgir sagði að ambassadorinn myndi áreiðanlega vilja af okk- ur vita og vegna þess hringdi hann þangað, sem hann gerði ráð fyrir að ambassadorinn myndi vera.. Svörin, sem hann fékk vom annað hvort þau að hann væri, annars staðar eða þar, sem ekki var unnt að ná tali af honum. Við ákváðum því, að ef Birgir næði tali af honum siðar um daginn þá myndi hann skýra frá að við gerðum ráð fyrir að vera í hóteli okkar eftir klukkan 6, að lokinni ráðgerðri kynnisför okkar um borgina. Fór ég svo leiðar minnar, Eg mun hafa haft orð á því við ferðafélag- ana, að ef ambassadorinn hefði samband við okkur væri gaman ef hann gæti snætt með okkur kvöldverð og leizt öllum vel á þá hugmynd. Það er alveg rétt hjá þér, að Pétur Thorsteinsson hringdi aldrei til okkar, en skýring þess getur t.d. einfaldlega verið sú, að Birgir hafi aldrei í millitíð- inni náð tali af honum, auk þess sem ekki er ósennilegt að ambassadorinn hafi löngu fyrir fram verið búinn að ráðstafa tíma sínum þetta kvöld, nátt- urlega að því ógleymdu, að við áttum hreint enga siðferðilega heimtingu á að hann gerði sér far um að ná fundi okkar þetta eina kvöld, sem við ætluðum að vera í París. Við flugum svo, eins og þú manst, snemma næsta morgun til Luxemborgar og áttum við af þeim sökum þess ekki kost að hitta Pétur Thorsteinsson, sem þó hefði raunar verið kurt eisisskylda okkar. Sé um sök að ræða í þessu máli þá er hún áreiðanlega sú, að ég skyldi ekki hafa tryggt það fyrirfram að við gætum hitt að máli þennan ágæta fulltrúa okkar í Parísarborg, en þar sem ég vissi að við mynd- um vera á hraðferð og gerði ráð fyrir að hann hefði þýð- ingarmeiri störfum að sinna en þeim að skála við okkur þá fannst mér rétt að láta tilvilj- un ráða, hvort fundum okkar bæri saman eða ekki. Sé hér einhver sökudólgur, þá er það áreiðanlega ég, en sé einhver þar alveg vítalaus — þá er það áreiðanlega ambassadorinn. Sigurður Magnússon. Tollhrýr Framhald af 1. síðu. einn nemur tugum milljóna ár hvert. Þetta er ein hugmynd, sem okkar góðu þingmenn ættu samtaka að fallast á, hún er ekki bundin við nokkurn flokk, eða flokkshugsjónir, aðeins sparnað og þægindi okkur öllum til lianda. Hví ekki reyna þetta? BlaóJynr alla Mánudagur 25. nóvemher 1963 Grein Jónasar Framhald af 3. síðu. ingahatur hefur drottnað öld- um saman, en við hlið þessa vanrækta fólks koma til Gyð- ingalands margir hámenntaðir menn sem standa fyrir vísinda- legum rannsóknum á gæðum landsins og nýjum atvinnuskil- yrðum. Svo er mikil gróska í þessu landnámi Gyðinga að hið nýja ríki gat, samhliða forstöðu við nýbyggingu, lánað 1500 kunnáttumenn til vanþróaðra ríkja í öðmm heimsálfum. Er Gyðingalandi var skipt milli Araba og Júða að loknu síðara heimsstríði þótti Englendingum ekki tryggilegt að láta Gyðinga fá allt hið fyrirheitna land í einum áfanga. Komu þar til greina olíumálahagsmunir í Arabíu og við Persaflóa og sú staðreynd að hinn víðlendi og voldugi heimur Múhameðs- manna mundi ekki hafa sætt sig við að Gyðingar fengju öll yfirráð yfir landinu helga. Ar- Um þessar mundir syngur ung blökkustúlka með liljómsveit Hauks Morthens í Glamnbæ, og heitir hún Blondell Cooper. Ungfrú Cooper hefur vakið mikla hrifningu gesta, enda þaul- vön söngkona, sem víða liefur verið við ágætan orðstýr. Glaum- hafi bær „pakkar" inn gestum þessa dagana, enda ágætir skemmti- kraftar þar. abar hafa búið þar öldum sam- an og eiga í Jerúsalem marga helgistaði og trúariegar minn- ingar. Þar sem musteri Saló- mons stóð er nú eitt af ágæt- ustu og frægustu musterum Araba. Það er mikil bygging og glæsileg. Þar er hinn mikli hvíti steinn með söguhelgi frá preststörfum Abrahams. Þá telja Arabar að Múhameð hafi andazt í Jerúsalem og lyft sér til himna frá þessum steini. Þetta musteri varð fyrir skemmdum þegar barizt var um Jerúsalem í frelsisstríðinu 1948. Þurfti musterið við mikilla end- urbóta. Arabískur olíukóngur bauð að kosta alla viðgerðina ef nafn hans mætti standa og fóm hans tilgreind í hvelfing- unni miklu. Ekki þótti Aröbum þetta henta manndómi þeirra og metnaði og skipta til'kostn- aði við endurbyggingu musteris ins milli þeirra ríkja, þar sem fólkið hyllir hugsjónir spá- i mannsins. Nú er gæðum landsins helga skipt með þeim hætti að menn sem heimsækja hið endurreista Gyðingaríki geta fengið vega- bréf þangað en fá þá ekki inn- göngu í Arabalöndin, þar með talda Austur-Jerúsalem. Þessi tvískipting er að mörgu leyti táknræn. Þeir sem heimsækja Jerúsalem gegnum Jórdaníu sjá ótál tákn um forna frægð borg arinnar í aldagamalli kyrstöðu. Hinsvegar fá gestir sem heim sækja land Ben Gurions að sjá furðuverk hins nýja tima. Rík- ið er enn ekki tvítugt en þar má samt sjá merki um flest það sem kennt er við tækní atómaldar. Samt byggir vestur- ríkið á fornhelgum gmnnit Trúnni, sögunni, tungunni, bók- menntunum og allri hinni and- legu arfleifð þjóðarinnar. Hvergi á jörðinni leika jafnöfl ugir straumar um land og þjóð með þeim hætti að hvergi hall- ar á eftir því sem mannlegur máttur má við koma. Múrar og víggirðingar sundurskilja um stund hin sýnilegu tákn þesa- ara mótsetninga: Hina voldug- ustu fortíð og framsæknustu nútíð. Ægivald Gyðingdómsins bræðir í órjúfanlega heild allar andstæður og mótsetningar kyn stofns og sögu. Mönnum verður ef til vill ljósari kyngikraftur Gyðing- dómsins, þegar litið er yfir söguspjöldin frá Olíufjallinu og þess minnst að auk ótaldra ann arra afburðamanna eru fjórir synir Gyðingamæðra öðrum á- hrifameiri í andlegu lífi menn ingarlanda mannkynsins. Móses gaf þjóðunum siðalögin, Krist- ur fagnaðarerindið, Marx þá trú sem ræðirr, til ills eða góðs, rfkjum milli Eystrasalts og Kyrrahafs, en Einstein lagði á borð með sér atómmáttinn. Sízt er að furða þó að slík þjóð skapað eftirminnilega sögu, sem spennir yfir löndin öll og hin breiðu höf.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.