Morgunblaðið - 22.06.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 22.06.2005, Síða 4
FORRÁÐAMENN Skandinav- íudeildarinnar, Royal League, í knattspyrnu hafa ákveðið að breyta keppnisfyrirkomulag- inu fyrir næsta haust er keppni fer fram að nýju en deildin var sett á laggirnar sl. haust. Alls eru 12 lið frá Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku í deildinni og þótti keppnin tak- ast með ágætum en mark- miðið var að búa til mót sem yrði krydd í tilveruna hjá knattspyrnumönnunum sjálf- um og stuðningsmönnum þeirra yfir veturinn. Á næsta ári komast tvö efstu liðin áfram úr þremur riðlum og þau lið sem eru með bestan árangur í þriðja sæti komast einnig áfram. En átta liða úrslit fara síðan fram en í fyrra var keppt í milliriðlum en það keppnisfyrirkomulag þótti ekki vera ákjósanlegt þar sem að margir leikir í þeim riðlum höfðu litla þýð- ingu. Breyting á Royal League Liðin sjö sem ekki mættu til ræs-ingar í keppninni eru öll á samn- ingi hjá Michelin-dekkjaframleið- andanum og það var þar á bæ sem tekin var ákvörðun um að keppa ekki þar sem dekk þau sem fyrirtækið var með til taks í Bandaríkjunum voru ekki nægilega traust, að mati tækni- manna fyrirtækisins. Sérstaklega höfðu menn áhyggjur af hallandi beygju, sem er sú síðasta á braut- inni, og óttuðust að illa færi enda töldu menn nær öruggt að dekkin gæfu sig þar eftir nokkra hringi. „Þetta er hörmung fyrir formúl- una í Bandaríkjunum,“ sagði Nick Heidfeld, ökumaður hjá Williams, og Frank Williams, liðsstjóri, segir íþróttina hafa skaðast mikið og jafn- vel svo að tjónið verði aldrei bætt. Jacques Villeneuve, fyrrverandi heimsmeistari og ökumaður hjá Sauber, segist vel skilja viðbrögð áhorfenda þegar aðeins mættu sex bílar af tuttugu á ráslínuna. Ville- neuve sagði líklegt að hann hefði brugðist eins við sem áhorfandi og hann er ekki bjartsýnn fyrir hönd íþróttarinnar í Bandaríkjunum. „Það tekst aldrei að endurreisa formúluna hérna,“ sagði hann. Forráðamenn keppninnar og eig- endur brautarinnar auk liðsstjóra liðanna sex reyndu allt sem hægt var til að finna lausn á málinu. Boðist var til að laga beygjuna þannig að hún yrði ekki eins slæm fyrir Michelin- dekkin. Einvaldurinn Bernie Eccle- stone féllst á þessa lausn, en fulltrú- ar FIA, Alþjóða akstursíþróttasam- bandsins, með Max Mosley forseta í broddi fylkingar, þvertóku fyrir þetta þannig að ekkert varð úr því að brautinni yrði breytt á síðustu stundu. Einnig fylgir sögunni að Ferrari hafi neitað að skrifa undir þessa hugmynd, en Ferrari-menn nota Bridgestone-dekk ásamt Jord- an og Minardi. Ecclestone reyndi allt Alráður formúlunnar, Bernie Ecclestone, var allt annað en kátur með niðurstöðuna og segir uppá- komuna rústa allri þeirri vinnu sem lagt hafi verið í til að afla íþróttinni vinsælda í Bandaríkjunum. „Sú vinna er öll fyrir bí,“ sagði hann. „Ég reyndi milljón leiðir til að fá liðin út á brautina en það gekk ekki. Í gamla daga hefði maður rekið liðin út á rás- línuna en það gengur ekki lengur. Ég hefði talið hálfan sigur unninn ef ég hefði náð liðunum út á ráslínuna, en liðin voru annarrar skoðunar. Mér sýnist staða bandaríska kapp- akstursins og Michelin ekki góð þessa dagana,“ sagði Ecclestone. Eigendur brautarinnar í Indina- polis segjast fórnarlömb deilna sem snerti þá ekkert. „Við fengum engu um ráðið og ef framhald verður á keppninni hér þá myndum við vilja ráða einhverju um framkvæmd hennar,“ sagði Joie Chitwood, for- maður brautarfélagsins. Þegar kauphöllin í París var opn- uð daginn eftir keppnina lækkuðu hlutabréfin í Michelin um 2,5%. Pierre Dupasquier, íþróttastjóri fyrirtækisins, segir það ábyrgt af hálfu fyrirtækisins að leggja til við liðin að taka ekki þátt í keppninni. „Dekkin voru ekki gölluð heldur gleymdist að taka einn þátt með í reikninginn. Við hefðum getað búist við óhöppum og fordómum í okkar garð í kjölfar þeirra hefðum við sýnt það ábyrgðarleysi að taka ekki þessa ákvörðun. Allir liðsstjórarnir studdu okkur og skildu ástæðuna fyrir ákvörðun okkar enda eru þeir tækni- menntaðir,“ sagði Dupasquier sér- fræðingur Michelin fyrirtækisins. Sniðgangan í Indianapolis mun skaða formúluna UPPÁKOMAN í Indianapolis-kappakstrinum um helgina, þar sem sjö af tíu keppnisliðum Formúlu 1 tóku ekki þátt, á að flestra mati eftir að skaða íþróttina. Alltént eru flestir sammála um að formúlan eigi sér vart viðreisnar von í Bandaríkjunum.  GUÐMUNDUR Steinarsson skor- aði tvö mörk þegar Keflavík sigraði Fjölni, 4:3, í bikarkeppni KSÍ í fyrra- kvöld, ekki þrjú eins og sagt var í blaðinu í gær. Stefán Örn Arnarson og Hólmar Örn Rúnarsson skoruðu hin tvö mörk bikarmeistaranna sem í gær drógust gegn öðru 1. deildarliði, HK, í 16-liða úrslitum keppninnar.  TRYGGVI Guðmundsson, leik- maður FH, er efstur í SMS kosningu sem Og Vodafone stendur fyrir á Manni leiksins að loknum fyrstu sex umferðunum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn maður leiksins en þeir Andri Fannar Ott- ósson, Fram, Matthías Guðmunds- son, Val, Grétar Hjartarson, KR og Pálmi Haraldsson, ÍA, hafa allir ver- ið valdir tvívegis.  VALUR hefur fengið flest heildar- atkvæði áhorfenda eftir þessar sex fyrstu umferðir. síðan kemur FH, þá Fram, KR, Þróttur, Fylkir, ÍA, Grindavík og ÍBV og Keflavík reka lestina.  BLAKSTÚLKUR í þriðja flokki Þróttar í Neskaupstað léku til úr- slita í sínum flokki í einu stærsta blakmóti heims, Power Cup, en það fór fram í Finnlandi. Í flokki stúlkn- anna var 61 lið sem mætti til leiks og vann Þróttur alla sína leiki nema úr- slitaleikinn við Finna.  SAMUEL Eto’o, kamerúnski framherjinn hjá Barcelona, hafnaði tilboði frá Chelsea og hefur þess í stað ákveðið að vera áfram í herbúð- um Börsunga.  ARSENAL er á höttunum á eftir Guti, leikmanni Real Madrid, en kappinn sá er metinn á 13 milljónir punda. Guti er 28 ára miðjumaður og hefur lýst yfir áhuga á að leika með Arsenal, en hann var nærri genginn til liðs við félagið fyrir tveimur árum en hætti við á síðustu stundu og samdi við Real.  WEST Ham gekk í gær frá tveggja ára samningi við tékkneska varnar- manninn Thomas Repka. Hann átti tæpt ár eftir af samningi sínum við félagið og var talið að hann væri á förum þaðan, en hinn 31 árs gamli varnarmaður skrifaði undir í gær og tók á sig við það tækifæri nokkra launalækkun frá fyrri samningi. FÓLKÉg ætla ekki að nota þessi meiðslisem einhverja afsökun en ég átti í erfiðleikum með að slá beint þar sem að ég gat ekki lokið við framsveifluna eins og ég er vanur og öll högg fóru í sveig til vinstri – 10 metrum meira til vinstri en ég er vanur að slá. En ég er mun betri í dag en á mánudaginn er ég fór í með- ferð hjá Gauta Grétarssyni sjúkra- þjálfara og ég verð orðinn góður á allra næstu dögum,“ sagði Birgir en hann mun halda til Lúxemborg á laugardag þar sem hann mun æfa fyrir næstu törn á Áskorendamóta- röðinni. „Flatirnar eru aðalmálið á þessum mótum og ég verð að ná betri árangri í púttunum en ég hef ekki verið nógu stöðugur í þeim þætti leiksins, stundum er það að ganga vel en stundum ekki. En ég er mjög ánægður með hvernig ég er að slá og hvernig til hefur tekist í þeim mótum sem ég hef leikið á til þessa. Það hefur alltaf gengið að komast í gegnum niðurskurðinn, var í efsta sæti eftir fyrsta daginn á Evrópu- móti en það hefur aldrei gerst áður hjá mér og ekki einu sinni á Áskor- endamótaröðinni. Ég er því mjög bjartsýnn á framhaldið og trúi því að þetta muni ganga vel í framhaldinu,“ sagði Birgir en hann lék með Frakk- anum Jean Van de Velde á þriðja keppnisdegi en hann er líklega þekktastur fyrir að vera „sá sem fór úr sokkunum“ á Carnoustie vellinum árið 1999 á Opna breska meistara- mótinu en hann var með þriggja högga forskot fyrir lokaholuna en sló í vatn fyrir framan flötina og í stað þess að taka víti reyndi hann að slá upp úr vatninu. Hann lék á þremur yfir pari á holunni og tapaði síðan í bráðabana gegn Paul Lawrie. „Pakkaði Frakkanum saman“ „Ég sé mest eftir því að hafa ekki lagt undir gegn Van de Velde því ég pakkaði honum saman,“ sagði Birgir í léttum tón. „En hann var mjög al- mennilegur og spurði mig um ým- islegt sem tengist landinu. En hann hefur átt við meiðsli að stríða undan- farin tvö ár og er að reyna að vinna sig úr þeim vanda. En það var mikil athygli á okkar ráshóp þegar hann var með mér. Sjónvarpið frá Frakk- landi fylgdist grannt með honum og það var mikið af áhorfendum sem fylgdu okkur eftir. Ég lék frábært golf fyrstu 10 holurnar og var fjóra undir pari og það gefur mér mikið sjálfstraust að hafa leikið vel undir þessum kringumstæðum.“ Íslands- meistarinn fylgdist ekkert með Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina enda í mörg horn að líta en hann segir að sigur Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi gefi kylfingum sem séu í „harkinu“ á Áskorendamótaröðinn von um árangur. „Ég var á Áskorendamóta- röðinni árið 1998 er Campbell var að ná sér á strik á ný eftir að hafa átt við meiðsli að stríða og sigur hans sýnir að það er allt hægt í þessu. Það þarf endalausa þolinmæði og það má aldrei gefast upp hvað sem á dynur,“ sagði Birgir Leifur. „Er mjög bjartsýnn á framhaldið“ BIRGIR Leifur Hafþórsson kylf- ingur úr GKG mun taka sér frí frá keppni næstu tvær vikurnar vegna meiðsla í hálsi en Birgir ætlaði að taka þátt á Áskor- endamótaröðinni í þessari viku en valdi þess í stað að fá sig góðan af meiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarin misseri. Birgir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöld að hann hefði fundið fyrir meiðslunum um helgina í Frakklandi á móti á evrópsku mótaröðinni undir lok þriðja keppnisdagsins og á lokakeppnisdeginum hafi hann vart getað snúið hálsinum í framsveiflunni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG ætlar sér stóra hluti á Áskorendamótaröðinni í sumar. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.