Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 11

Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR ALÞJÓÐLEG samtök fólks með háa greindarvísitölu munu hefja prófahald í Reykjavík í sumar en samtökin, sem ganga undir nafn- inu Mensa, eru opin öllum þeim sem geta fært sönnur fyrir því að greindarvísitala þeirra sé í efstu tveim prósentum vísitöluskalans. Lennart Edenfjord, skipuleggj- andi verkefnisins, segir að tilgang- urinn sé sá að byggja upp Mensa- samtök á Íslandi en frá 20. ágúst næstkomandi geta áhugasamir Ís- lendingar gengist undir Mensa- próf, undir eftirliti, til þess að fá formlega staðfestingu á greindar- vísitölu sinni. Mælt er með við- urkenndum prófum en einnig er hægt að leggja fram gögn um eldri mælingar sem eru staðfestar af viðurkenndum sálfræðingi. Til- gangur samtakanna er að greina og hlúa að mannlegri greind, til hagsbóta fyrir mannkynið, styðja rannsóknir á eðli og notkun greindar og búa félögum sínum örvandi félagslegt umhverfi. „Íslendingar hafa ekki átt þess kost að taka Mensa-próf hér á landi og hafa einungis getað orðið alþjóðlegir meðlimir. Það stendur nú til bóta en ég held að það sé mikill áhugi fyrir þessu og margir eru forvitnir,“ segir Lennart. Aðspurður segist Lennart ekki vita til þess að umsækjendur hafi orðið vonsviknir ef þeir hafi ekki haft nægilega háa greindarvísitölu. „Maður veit samt aldrei og það hlýtur að vera einstaklingsbundið. Viðmiðið er ekki of hátt og ekki of lágt. Þannig er einn af hverjum fimmtíu í tveim efstu prósentum vísitöluskalans og því gætu hátt í sex þúsund Íslendingar verið gjaldgengir í samtökin,“ segir Lennart en félagar í Mensa eru yf- ir 100.000 talsins í um fjörutíu löndum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu samtakanna. Samtök fólks með háa greindarvísitölu vilja ná til Íslendinga Þúsundir Íslendinga gætu verið gjaldgengar TENGLAR .............................................. www.is.mensa.org JÓN Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins, segir í viðtali í nýjasta hefti Slökkviliðsmannsins að hann sjái ekk- ert því til fyrirstöðu að slökkviliðin á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Reykjanesi, Keflavíkurflugvelli og í Árnessýslu, sameinist í eitt eða auki að minnsta kosti samstarf sín á milli verulega. „Lið af þessari stærðargráðu getur haft afl til þess að takast á við verk- efni sem við erum ef til vill vanbúin til nú. Það nýtist betur til eftirlits og for- varna, það getur komið upp viðbúnaði við áföllum á borð við hryðjuverk og farsóttir, það getur haft betri viðbún- að vegna mengunarslysa. Síðast en ekki síst er það líklegt til að geta tekið við verkefnum á borð við eld í skipum á hafi úti, jafnvel stórum farþegaskip- um. Getum við það nú? Mikilvægast er að í slíku liði myndi felast mikil hagkvæmni fyrir sveitarfélögin við uppbyggingu búnaðar og menntun starfsmanna og gerir þeim kleift að mæta auknum kröfum um þjónustu,“ segir Jón Viðar. Hann segir einnig í viðtalinu, að hann telji að öflugt lið á Faxaflóa- svæðinu geti orðið hluti af viðbúnaði víðar á landinu ásamt til dæmis tveimur öðrum öflugum slökkviliðum á landsbyggðinni. Íslendingar taki að sér reksturinn Í Slökkviliðsmanninum segir Vern- harð Guðnason, formaður Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, að framtíð slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli sé best tryggð með því að Íslendingar taki að sér rekstur slökkviliðsins. Betri viðbúnaður með sameiningu LANDGRÆÐSLAN afhenti í gær Þrista- vinafélaginu DC-3 vélina Pál Sveinsson til umráða endurgjaldslaust. Tekur félagið að sér að sjá um að halda vélinni flughæfri og sinna áburðarflugi eftir nánara samkomulagi. Einnig verður vélin notuð til sýningahalds og mun hún t.d. taka þátt í flugsýningu í Dux- ford í Englandi um aðra helgi. Afhendingin fór fram í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli að viðstöddum fjölmörgum félögum í Þristavina- félaginu og gestum. Jafnframt var einnig gengið frá þátttöku vélarinnar í dagskrá á vegum Icelandair í Glasgow og Kaupmannahöfn þegar þess verður minnst að 60 ár eru liðin frá því að fyrst var flogið með farþega í millilandaflugi. Stórt skref að taka upp áburðarflug Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri sagði það hafa verið stórt skref að taka flugvél í notkun við landgræðslu og enn stærra þegar Þristurinn kom til árið 1973 en Flugfélag Ís- lands gaf Landgræðslunni vélina til verksins. Sagði Sveinn að þar hefði Örn Ó. Johnson, forstjóri félagsins, átt drjúgan hlut að máli og nafns hans yrði ávallt minnst í því sam- bandi. Um leið og Þristavinafélagið tók við rekstri Páls Sveinssonar afhenti Land- græðslan félaginu DC-3 vélina TF-ISB sem er óflughæf og hefur félagið tekið að sér að gera hana flughæfa á ný. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þakkaði þeim mörgu sem lagt hafa hönd á plóginn í landgræðslufluginu, þeim sem unnið hafa við verkið og þeim fyrirtækjum, sveit- arfélögum og bændum sem hafa stutt það. Tómas Dagur Helgason, flugstjóri og for- maður Þristavinafélagsins, sagði félaginu vera heiður að því að taka við vélinni og sagði mikið verkefni framundan að bjarga TF-ISB frá skemmdum og endursmíða hana. Sagði hann félagið nú leita að húsnæði til verksins og hvatti félagsmenn til að leggja fram vinnu þegar það hæfist. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sagði félagið stolt af því að vera tengt Páli Sveinssyni. Vélin hefði í áratugi verið í þjón- ustu forvera félagsins, Flugfélags Íslands, þar til hún var gefin Landgræðslunni. Hann sagði Icelandair og Þristavinafélagið hafa samið um að vélin tæki þátt í athöfnum í Glasgow og Kaupmannahöfn þegar þess verður minnst að 60 ár eru liðin síðan fyrst var flogið með farþega milli Íslands og þess- ara landa á vegum Flugfélags Íslands. Verð- ur athöfn í Glasgow 12. júlí. Þá verður vélin sýnd á viðamikilli flugsýningu í Duxford í Englandi helgina 9. og 10. júlí. Hefur vélin verið máluð í litum Icelandair í tilefni af þessari dagskrá. Páll Sveinsson leggur upp í þessa för 6. júlí ef veður leyfir og segir Tómas Dagur að fjöl- margir aðilar hafi gert hana mögulega með margháttuðum stuðningi. T.d. sjái Flugþjón- usta Sveins Björnssonar um allar flugáætl- anir vegna ferðarinnar og eina nútímatækið í vélinni sé Garmin-staðsetningartæki sem R. Sigmundsson styrki félagið með en að öðru leyti segir hann vélinni flogið upp á gamla mátann, þ.e. án sjálfstýringar og ýmissa þæginda sem gefast í flugi nútímans. Taka við rekstri Páls Sveinssonar Fjölmargir félagar Þristavinafélagsins og aðrir gestir voru viðstaddir þegar Páll Sveinsson var afhentur félaginu. Morgunblaðið/RAX Skrifað undir samninga Þristavinafélagsins, Landgræðslunnar og Icelandair. Frá vinstri: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra, Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.