Morgunblaðið - 29.06.2005, Side 18

Morgunblaðið - 29.06.2005, Side 18
Blönduós | Íbúar Blönduóss eru kátir í blíðviðrinu þessa dagana. Margir voru úti við síðdegis í fyrradag en þá var nítján stiga hiti og bullandi gróðrartíð. Jónas Skaftason var að leggja grunninn að sumarhúsi og Lárus B. Jónsson, forstjóri Kráks, lét heldur ekki sitt eftir liggja með hamarinn. Gæsirnar setja ekki síður svip sinn á bæjarlífið þessa dagana. Þeim hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Ungarnir tútna út í grasinu og foreldrarnir sýna hinum tvífættu samborgurunum sínum á Blönduósi enga virð- ingu þegar þeir ganga yfir götur og þjóðvegi. Svona er lífið á Blönduósi Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Byltan og Brattahlíð | Kosningu um nöfn á íþróttahúsin á Bíldudal og á Patreksfirði er lokið en hún fór fram á miðlunum Tíði og á vef Arnfirðingafélagsins. Nafnið Brattahlíð hlaut mest fylgi á Patreks- firði eða ríflega 36% at- kvæða en 653 tóku þátt í kosningunni. Valið stóð á milli nafnanna Brattahlíð, Íþróttamiðstöð Patreks- fjarðar, Klif og Miðvangur. Byltan varð fyrir valinu hjá Bílddælingum, var með sléttan helming at- kvæða en 128 tóku þátt í kosningunni á vef Arnfirðingafélagsins. Nafnatillögur þar voru Byltan, Uppsalir, Kistan og Deiglan. Bæjarstjórn fær niðurstöður kosninganna til athugunar en niðurstöðurnar verða hafð- ar til hliðsjónar við endanlegt val á nöfnum fyrir íþróttamiðstöðvarnar.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Gunnar í Frost | Gunnar Larsen, sem verið hefur sölu- og markaðsstjóri Brims hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts hf. á Akureyri. Gunnar hefur starfað hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og síðar Brimi hf. í hálfan annan áratug; var tæknistjóri ÚA 1990 til 1997 og framleiðslustjóri eftir það þar til hann varð framkvæmdastjóri félagsins. Því starfi gegndi hann 2003–2004, en síðasta hálfa annað árið hefur hann verið sölu- og markaðsstjóri Brims hf.    Selkjötssmakk í boði | Á Reykhóladeg- inum sem haldinn verður hátíðlegur næst- komandi laugardag verður hlunnindasýn- ing. Þar mun Steindór Haraldsson mat- reiðslumeistari kynna nú- tímalega matseld hlunn- indaafurða milli kl. 14 og 16. Fólki gefst kostur á að smakka, meðal annars sel- kjöt í nýstárlegum bún- ingi. Margt annað verður um vera, leiktæki fyrir börnin og kökubasar. Boðið verður upp á göngu- ferð með leiðsögn um fuglaskoðunarstíginn um Langavatn og Reykhólaþorp. Klukkan sex síðdegis verður grillað í Hvanngarðabrekku. Þar mæta íbúar hreppsins og gestir og skemmta sér fram eftir kvöldi. veiðar í Laxá í Aðaldal þegar húnn veiddi sinn fyrsta lax, 12 punda hæng. Laxinn tók flug- una Black Sheep númer 10 og var hún svo djúpt í laxinum að honum varð ekki sleppt aftur í ána. Það er alltaf sér-stök upplifunþegar veiðimaður fær sinn fyrsta lax, svo- kallaðan maríulax, en það fékk hún Sigrún Rós Elmers að reyna um síðustu helgi. Sigrún var þá við Birgir Steingrímsson á Húsavík var leið- sögumaður Sigrúnar og að hans sögn gekk bar- átta hennar við laxinn vel. Hann tók fluguna í Mjósundinu og það tók Sigrúnu Rós um 25 mín- útur að landa laxinum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fékk maríulax í Mjósundi Davíð Hjálmar Har-aldsson veltir fyr-ir sér fram- kvæmdum. Fyrst austan: Lítið fyrir landið mitt leggst, því börnin erfa firna stóran forarpytt en fjalladalir hverfa. Bleikir strá og blómahnoss brúngrátt stíflulónið. Þakinn auri þegir foss. Þannig verður Frónið Svo norðan: Norn ég sá á norðurleið í nístings kuldabáli. Kústi sínum kerla reið með kjaftamél úr áli. Frá Húnaflóa að Húsavík hímir byggð í fjötrum og Fjallkonan sem liðið lík í leigðum álverstötrum. Magnús Ólafsson heyrði konu skipa manni sínum út með hundinn: Með hundinn labba úti í því þarf að drífa. Krýpur síðan kné sín kúkinn upp að þrífa. Sigrún Haraldsdóttir: Sá er varla sæll og glaður, sveininn ég í huga lít. Kúgaður og kvalinn maður krýpur yfir hundaskít. Um fjallkonuna pebl@mbl.is Grýtubakkahreppur | Kaupfélag Eyfirð- inga og Grýtubakkahreppur hafa stofnað samstarfshópinn „Kaldbakur kallar“, sem hefur það að markmiði að auðvelda útivist- arfólki aðgengi að fjallinu Kaldbaki við austanverðan Eyjafjörð – t.d. skíðafólki, göngufólki og vélsleðafólki. KEA leggur fram hálfa milljón króna og Grýtubakkahreppur aðra hálfa milljón til að fjármagna starfsemi starfshópsins. Fyrsta skrefið er að hvetja til og undirbúa gerð vegar frá Grenivík upp í Grenjárdal í sunnanverðum Kaldbaki, sem myndi bæta til muna aðstöðu þeirra sem nú þegar stunda útiveru í Kaldbaki, einkum yfir vetrarmánuðina. Strax á þessu ári verður hugað að legu nýs vegar og tilskilanna leyfa aflað til vegagerðar. Sem kunnugt er hefur verið boðið upp á ferðir á Kaldbak í snjótroðara undanfarna vetur og hafa vinsældir þeirra aukist ár frá ári, enda hefur því verið haldið fram að af- líðandi hlíð Kaldbaks sé lengsta og jafnvel skemmtilegasta skíðabrekka landsins. Hyggjast leggja nýjan veg að Kaldbak Skagafjörður | Afmælishátíð Sölva Helga- sonar verður haldin að Lónkoti í Skagafirði dagana 1. til 3. júlí næstkomandi, á Veit- ingahúsinu Sölva-Bar. Kokkar staðarins munu kitla bragðlauka gestanna með dýr- indis krásum úr matarkistu Skagafjarðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Liðin eru tíu ár frá opnun Veitingahúss- ins Sölva-Bars og frá því Sölva Helgasyni var reistur minnisvarði við ferðamanna- staðinn Lónkot. Sýning á verkum Sölva hefur verið opnuð í galleríi staðarins. Haldið upp á afmæli Sölva Helgasonar ♦♦♦ Með kveðju. Grétar, sími 696 1126. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli BREIÐHOLT - TVEGGJA- ÍBÚÐA HÚS Mér hefur verið falið að leita eftir tveggja íbúða raðhúsi eða einbýli í Breiðholti fyrir ákveðinn kaupanda. Verð allt að 38,0 millj. Önnur svæði koma einnig til greina. Um ríf- legan afhendingartíma getur verið að ræða. Áhugasamir vinsamlegast hafi sam- band og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Mannlíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.