Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 19

Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 19 MINNSTAÐUR Reykjavík | Fimm þjónustumiðstöðvar í hverf- um Reykjavíkur tóku til starfa í vikunni sem leið þegar skrifað var undir þjónustusamninga vegna þeirra verkefna sem flytjast frá svið- unum til þjónustumiðstöðvanna. Þar er um að ræða velferðarþjónustu, frístundaráðgjöf og verkefni á sviði menntamála. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir þjónustu ekki eingöngu snúast um þau efnislegu gæði sem verið er að útdeila, heldur ekki síður um aðgengi að þjónustunni og hvern- ig hún sé veitt. Sú krafa verður líka sífellt há- værari að fagfólk stilli saman strengi í við-  Vesturgarður, þjónustumiðstöð fyrir íbúa Vesturbæjar, er að Hjarðarhaga 45–47.  Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Miðborgar og Hlíða er að Skúlagötu 21.  Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Laugardals og Háaleitis er að Síðumúla 39.  Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Breiðholts er í Álfabakka 12.  Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Grafarvogs og Kjalarness er Miðgarður í Langarima 21 í Grafarvogi.  Útibú fyrir íbúa Árbæjar og Grafarholts er í Bæjarhálsi 1. félags- og þjónustumiðstöðvar, þjónustuíbúða- kjarna og dagdeildir fyrir aldraða og unglinga- smiðjur. Markmiðið með stofnun þjónustumiðstöðv- anna er að bæta þjónustu borgarinnar með því að gera hana aðgengilegri fyrir íbúa og með því að auka samstarf sérfræðinga í málefnum barna og fjölskyldna. Jafnframt munu þjónustu- miðstöðvarnar leggja mikla áherslu á að efla hvers kyns hverfastarf í samstarfi við íbúa, fé- lagasamtök og aðra þá sem vilja láta til sín taka. Þjónustumiðstöðvarnar fyrir hverfin eru á eftirfarandi stöðum í borginni: kvæmum og flóknum fjölskyldumálum þannig að foreldrar þurfi ekki að ganga manna á milli í leit að aðstoð fyrir börn sín. Á þjónustumiðstöðvunum er alhliða upplýs- ingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Á þeim er hægt er að sækja um ýmiss konar þjónustu svo sem leikskólapláss, fjárhagsaðstoð, húsa- leigubætur og heimaþjónustu. Á þeim er veitt félagsleg ráðgjöf, sálfræði- og kennsluráðgjöf vegna leikskóla- og skólabarna, ýmiss konar frí- tímaþjónusta og fleira. Þjónustumiðstöðvunum tilheyra ýmsar þjónustustofnanir sem áður heyrðu undir Félagsþjónustuna. Má þar nefna Fimm þjónustumiðstöðvar borgarinnar teknar til starfa Þjónustan verði aðgengilegri fyrir íbúa HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SKIPULAGS- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti einróma á fundi sínum í gærmorgun að veita kvikmyndafyrirtækjunum True- north og Malpasso leyfi til kvik- myndatöku á og við Arnarfell í sum- ar en þar á að taka atriði fyrir Clint Eastwood-myndina Flags of our fathers. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hafa hinar fyrirhuguðu tökur mætt mikilli and- stöðu en bent hefur verið á að þetta séu of umfangsmiklar fram- kvæmdir á þessu viðkvæma svæði. Þá hafa umsagnir umhverfis- nefndar Hafnarfjarðar og stjórnar Reykjanesfólkvangs verið neikvæð- ar. Ellý Erlingsdóttir, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafn- arfjarðar, segir að mikil áhersla sé lögð á að gengið verði vel um svæð- ið og það hljóti einnig að vera kappsmál fyrir viðkomandi fyr- irtæki. „Svæðinu á að skila í sama ástandi og helst betra. Allar lands- lagsmyndir eiga að halda sér og allt jarðrask verður lagfært en sam- kvæmt samningi við umsóknaraðila mun Landgræðslan fá tíu milljónir til þess að græða upp landið þar sem tökur fara fram,“ segir Ellý en óvíst er hvenær uppgræðslu svæð- isins verður lokið. Kvikmyndataka í stað kinda Tökur munu fara fram innan beitarhólfs fyrir sauðfé á svæðinu en að sögn Ellýjar hefur ágangur búfjár verið til vandræða í Krýsuvík í gegnum árin. „Kindurnar verða færðar annað á meðan en þetta er kapphlaup bæði við náttúruöflin og ferfætlingana að halda landinu góðu. Þannig er ekki einungis þörf á uppgræðslu vegna kvikmynda- gerðarinnar og þetta er því jafnvel til bóta og getur að auki skilað miklu fyrir þetta litla samfélag.“ Ellý segist ánægð með að sátt hafi verið um ákvörðunina innan ráðsins og að hún hafi verið byggð á jákvæðum umsögnum þeirra op- inberu stofnana sem fjalla um þessi mál. Fulltrúar Fornleifaverndar ríkisins, Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins kynntu um- sagnir viðkomandi stofnana á sér- stökum kynningarfundi á mánudag- inn og reyndust þær jákvæðar gagnvart verkefninu. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar veitir leyfi til kvikmyndatöku í Krýsuvík Meðal fornleifa sem hafa fundist á og við Arnarfell við Krýsuvík er varða sem að stofni til er talin vera frá um 1700, bæjarrúst, túngarðar og stekkir. Áhersla lögð á góða umgengni Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Hafnarfjörður | Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði standa fyrir dorg- veiðikeppni við Flensborgarbryggju í dag kl. 13.30. Keppnin er opin öll- um börnum á aldrinum 6 til 12 ára. Síðastliðin sumur hefur Hafnar- fjarðarbær haldið dorgveiðikeppni og í fyrra voru þátttakendur rúm- lega 300 börn. Þessi keppni hefur að sögn þótt takast vel og verið ungum keppendum til mikils sóma. Þeir sem ekki eiga veiðarfæri geta fengið lánuð færi á keppnisstað. Einnig verður hægt að fá beitu og leiðbein- ingar hjá starfsmönnum. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og þau sem veiða flestu fiskana fá einnig verðlaun. Styrktaraðili að keppninni er Veiðibúðin við Lækinn, sem gefur verðlaun, veiðarfæri og góð ráð. Leiðbeinendur íþrótta- og leikja- námskeiðanna verða með gæslu auk þess sem Siglingaklúbburinn Þytur verður með björgunarbát á svæðinu. Keppnin hefst, eins og áður segir, um kl. 13.30 og lýkur um kl. 15. Keppt í dorgveiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.