Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 21

Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 21 MINNSTAÐUR AKUREYRI Vilhjálmur sleppir þorskinum eftir aðgerðina. Fiskurinn var sprækur á eftir, var fyrst settur í kar um borð í bátnum og síðar sleppt í sjóinn. GPS-staðsetningartæki voru um síðustu helgi sett í nokkra þorska í Eyjafirði með lítilli skurðaðgerð, eins og greint var frá í blaðinu á sunnudaginn. Lítil senditæki sem verða um borð í smábátum ey- firskra sjómanna senda boð í stað- setningartækið og þegar fiskurinn veiðist og tækið verður skoðað á ný verður hægt að sjá nákvæm- lega hvar fiskurinn hefur haldið sig. „Í dag vitum við hvar merktum fiskum er sleppt og hvar þeir veið- ast, en lítið um hegðun þeirra þess á milli. Nú verður bætt úr því, við getum útskýrt ýmsa þætti sem ekki hefur verið hægt að skýra. Við getum því spáð betur í fram- tíðina; tækið á að geta hjálpað okkur að sjá hve mikið er í sjónum og hve mikið má veiða. Það ætti að geta minnkað óvissu í stofnmati,“ sagði Hreiðar Þór Valtýsson í samtali við Morgunblaðið, þegar blaðamaður brá sér á sjó með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og fylgdist með aðgerðunum. Hreiðar Þór er forstöðumaður Hafró á Akureyri og lektor við Háskólann á Akureyri. Tilhlökkun Það er fyrirtækið Stjörnu-Oddi í Reykjavík sem hefur þróað um- rætt staðsetningartæki í samvinnu við m.a. Simrad í Noregi og Hafró. „Við hlökkum mikið til að fá nið- urstöðu úr verkefninu. Að stað- setja fiska með svona mikilli ná- kvæmni er brautryðjendastarf; íslenskt hugvit og þekking gera það að verkum að þetta er verk- efni á heimsmælikvarða,“ sagði Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, í samtali við Morg- unblaðið. Fyrirtækið er leiðandi í heim- inum við hönnun og framleiðslu rafeindamerkja í fiska, að sögn Gunnars, og fyrirtækið er með einkaleyfi í heiminum á þessum nýju tækjum, þar sem GPS- staðsetningartækni hefur verið bætt við eldri gerð merkjanna, en þau nema t.a.m. einnig dýpi og sjávarhita. „Við seljum fiskmerki og rannsóknartæki til 50 landa, meðal annars til helstu hafrann- sóknarstofnana í heimi, t.d. þeirra bandarísku, norsku, bresku og jap- önsku. Við höfum þó ekki sérlega gott aðgengi að slíkum stofnunum og því er samstarfið við Hafró mjög mikilvægt,“ sagði Gunnar. Þeir Hreiðar Þór og Gunnar segja þátttöku smábátasjómanna í verkefninu mjög mikilvæga. Tækj- um sem nema sendingar úr GPS- tækjunum verður komið fyrir um borð í bátum þeirra, og þannig safnast saman upplýsingar um hegðun fisksins. „Við byrjum á því núna að rannsaka fisk við hvera- strýturnar í Eyjafirði, í því skyni m.a. að sjá hvort það er staðbund- inn fiskur. Næsta ár stefnum við að því að gera þessar rannsóknir í öllum firðinum og seinna á öllum Íslandsmiðum,“ sagði Hreiðar Þór við Morgunblaðið. Brautryðjendastarf að staðsetja fiska með svo mikilli nákvæmni Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður Hafró á Akureyri, kemur með fyrsta þorskinn sem veiddist í túrnum til „skurðaðgerðar“. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fagmannleg vinnubrögð. Vilhjálmur Þorsteinsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, ristir á kvið þess gula. Fingri stungið í gatið sem orðið er nógu stórt til að koma GPS-tækinu fyrir. Vilhjálmur með GPS-tækið, sem á eftir að segja til um ferðir fisksins. Tækið komið á sinn stað, og Vil- hjálmur saumar saman skurðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.