Morgunblaðið - 29.06.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 29.06.2005, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞEIR sem spyrja hvar lögreglan sé þegar talað er um að eftirlit með óhömdum þjóðvegaakstri vanti ættu að geta fundið svarið í nýjum samningi milli Umferðarstofu og ríkislögreglustjóra. Hann felur í sér að lögreglueftirlit úti á vegum verður aukið um 100% fram til 1. október og er stefnt að því að með þessu megi bæta umferðarmenn- inguna í landinu. Samningurinn var undirritaður í gær og kveður hann á um að veitt skuli 40 milljónum kr. til auk- ins eftirlits næstu 3 mánuðina. Þetta þýðir að eft- irlit verður aukið með hraðakstri, bílbeltanotkun, akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk ann- arra þátta. Við skipulagningu eftirlitsins verður mest áhersla lögð á fjölförnustu vegi landsins og þá einkum vegarkafla þar sem flest alvarleg slys hafa orðið á undanförnum árum og einnig þann tíma sólarhringsins þegar flest slysanna verða. Verið er að vinna slysakort með verstu stöðunum en Umferðarstofa rekur gagnagrunn með upplýs- ingum um öll umferðarslys hér á landi og er byggt á grundvelli þeirra gagna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði á blaðamannafundi í gær þegar samning- urinn var undirritaður að tólf lögreglulið á land- inu tækju þátt í verkefninu og að eftirlitið yrði aukið um 100%. Ríkislögreglustjóri hefði keypt 16 m t v m o e Þ l s v á þ y u v svonefnd Eyewitness-myndupptökutæki í lög- reglubíla en þau gefa vitnisburð um samskipti lögreglumanna og þeirra ökumanna sem stöðv- aðir eru fyrir umferðarlagabrot. Er búnaðurinn notaður til sönnunar við meðferð mála fyrir dómi ef þörf krefur. Í samningnum er gert ráð fyrir kaupum á sex nýjum tækjum. Umferðarlagabrot 70% af verkefnum lögreglu „Umferðarlagabrot eru um 70% af öllum verk- efnum lögreglunnar í landinu sem ég held að hljóti að vera með mesta móti a.m.k. á Norður- löndunum,“ sagði Haraldur. Hann sagði að samningurinn gerði ráð fyrir viðbótarlöggæslu og samið hefði verið við lögregluliðin tólf um að útvega mannafla til að sinna verkefninu. Hefðu lögreglustjórar tekið Nýr samningur undirritaður um stórherta lög Löggæslan auk 100% á þjóðvegum Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, Sturla Böðv hannessen ríkislögreglustjóri handsala samning um son vegamálastjóri og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðu Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Veita á 40 milljónum til aukins lögreglueftirlits á þjóðvegum á næstu þremur mánuðum skv. samkomulagi Ríkislögreglu- stjóra og Umferðarstofu, sem gengið var frá í gær. HIÐ svonefnda Eyewitness- myndupptökutæki er í sextán lögreglubílum og gegnir marg- þættu hlutverki. Það er staðsett eins og myndbandsupptökuvél inni í lögreglubíl og er hægt að taka upp hljóð og mynd, bæði af umferðarlagabrotum og sam- skiptum lögreglumanna og öku- manna. Lögreglumaður getur tekið með sér þráðlausan hljóðnema á meðan hann bregður sér út til að tala við ökumann undir stýri. Fé- lagi hans heyrir samskiptin inni í lögreglubílnum í gegnum hátal- ara og útisamskiptin eru tekin upp á vídeó. Gera skal ökumanni grein fyrir því að allt er tekið upp áður en samtalið hefst. Myndavélarnar geta tekið þrjú sjónarhorn út frá lögreglubíl og allt efnið er varðveitt á dvd- diskum sem eru innsiglaðir til að fyrirbyggja möguleikann á að lögreglumenn geti átt við efni þeirra. Á skjá inni í lögreglubíl sést hvað er í upptöku hverju sinni og búnaðurinn gerir lög- reglumönnum betur kleift að eru sett af stað til að stö mann á rauðu ljósi hefur þegar byrjað upptöku ein útu áður en það var ræst reglumanni. sinna málum einir síns liðs í stað þess að hafa annan lögreglu- mann með til vitnis. Þá tekur tækið eina mínútu aftur í tímann sem þýðir að ef t.d. forgangsljós Morgunblað Lögreglumennirnir Stefán Vagn Stefánsson og Arnar Þór Egilss Eyewitness-búnaðinn í bílnum hjá sér. Myndavélar í lögreglubílana ÓPERA Í KÓPAVOGI Íslenska óperan hefur tryggt sérsess í íslensku listalífi þótt ofthafi henni verið þröngur stakkur sniðinn. Deilt hefur verið um verk- efnaval Óperunnar, en í raun má segja að sá metnaður, sem að baki henni liggur, hafi gert það að verkum að ætla mætti að mun meira fé og bol- magn væri að baki starfseminni en raun ber vitni og hafa margir upplifað eftirminnilegar stundir á sýningum hennar. Hins vegar fer ekki milli mála að þröngt er um Óperuna í Gamla bíói og aðstaðan þar ófullnægjandi. Mikl- ar umræður hafa verið um það hvort aðstaða til óperuflutnings eigi að vera í tónlistarhúsinu, sem rísa á í Reykja- vík, og er ráðgert að koma til móts við þau sjónarmið með því að hafa þar bæði hljómsveitargryfju og hring- svið. Nú er hins vegar komið fram nýtt og óvænt útspil í óperumálum á Ís- landi. Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri Kópavogs, hefur látið gera frumteikningu að 2.500 fermetra óperuhúsi, sem tekið gæti 600 til 700 manns í sæti, og gerir ráð fyrir því að það verði reist fullbúið við Borgarholt í Kópavogi. Menningarmiðstöðin í Kópavogi hefur gætt bæinn nýju lífi og ber vitni framkvæmdagleði yfirvalda þar. Hugmyndin að henni var Gunnars. Hann segir í samtali við Morgunblað- ið í gær að hann sjái fyrir sér að með tímanum verði hægt að tengja Óperu- húsið, Gerðarsafn, Salinn, Bókasafnið og Náttúrugripasafnið með glerhýsi. Bjarni Daníelsson óperustjóri segir í Morgunblaðinu í dag að sér lítist vel á hugmyndirnar um óperuhús í Kópa- vogi. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir aðstöðu fyrir Íslensku óperuna í nýju tónlistarhúsi í Reykjavík þótt Óperan hafi lagt til að andvirði Gamla bíós gengi upp í byggingarkostnað, en það gæti orðið framlag Óperunnar til óperuhúss í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson segir að mikið sé rætt um nýtt óperuhús en lítið framkvæmt. „Mér finnst allt ganga frekar hægt þarna hinum megin við lækinn svo ég ákvað bara að koma þessari hugmynd af stað. Nú þarf að ræða hvort hún er góð eða slæm,“ segir Gunnar. Óðagot borgar sig ef til vill ekki, en það getur líka tekið of langan tíma að hrinda hlutunum í framkvæmd. Hug- myndin um óperuhús í Kópavogi er vissulega á frumstigi, en miðað við gang framkvæmda þar undanfarið kæmi ekki á óvart þótt hlutirnir gerð- ust hratt og fyrr en varir yrði risin ópera í Kópavogi. VERÐLAUNASJÓÐUR GUÐMUNDAR P. BJARNASONAR Í Morgunblaðinu í gær var frá þvísagt, að tveir ungir menn hefðu hlotið 750 þúsund króna styrki hvor um sig úr Verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar. Fram kom, að þessi verðlaun eru meðal hinna veglegustu, sem veitt eru nemendum við háskóla hér á landi. Jafnframt kom fram, að Guðmundur P. Bjarnason hefur einnig stofnað sjóði til stuðnings við efnilega nemendur úr Brekkjubæjarskóla, Grundarskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Sjóður þessi var stofnaður árið 2000 og er tilgangur hans að verðlauna efnilega útskriftarnema í eðlis- og efnafræði við Háskóla Íslands. Síðan segir í frétt Morgunblaðsins í gær: „Guðmundur (P. Bjarnason) dvelst nú á Höfða, sem er dvalarheimili aldr- aðra á Akranesi. Hann átti þess ekki kost að stunda háskólanám en starfaði sem netagerðarmaður og fiskmats- maður á Akranesi auk þess að stunda útgerð í félagi við bróður sinn.“ Þetta er Ísland eins og það verður bezt. Guðmundur P. Bjarnason er af þeirri kynslóð, sem átti þess ekki kost að ganga menntaveginn. Þeir Íslend- ingar eru margir af hans kynslóð, sem kynntust því sama. Þeir vildu mennt- ast. Þá langaði til að menntast. En það voru ekki til peningar. Eða þeir þurftu eins fljótt og kostur var að byrja að vinna og taka þátt í því að framfleyta heimilinu. Þessi kynslóð á virðingu okkar allra. Og Guðmundur P. Bjarnason á virðingu okkar allra fyrir það að hjálpa öðrum til að láta þá drauma rætast, sem hann átti sjálfur en gat ekki leyft sér að láta rætast. Í þess stað lætur hann þá rætast hjá fulltrúum nýrrar kynslóðar Íslend- inga. Þetta er Ísland eins og það verður bezt. HEIMAFÆÐINGAR Aðeins eitt barn fæðist í heimahúsiaf hverjum hundrað, sem fæðast á Íslandi. Í Tímariti Morgunblaðsins á sunnudag var fylgst með fæðingu í heimahúsi. Í blaðinu var einnig greint frá rannsókn, sem birtist í tímaritinu British Medical Journal, þar sem fylgst var með konum í Bandaríkjunum og Kanada, sem átt höfðu eðlilega meðgöngu þannig að búist var við áhættulausri fæðingu og eignuðust börn sín heima. Könnunin sýndi að mun minna var um inngrip þegar fæðingin átti sér stað í heima- húsi heldur en gengur og gerist á sjúkrahúsum, en tíðni burðarmáls- og nýburadauða var svipuð. Til dæm- is enduðu 3,7% fæðinganna í heima- húsi með keisaraskurði, en 19% áhættulítilla fæðinga á sjúkrahúsum. Sigurður Guðmundsson landlæknir bendir á í fréttinni að þessi rannsókn sýni greinilega að útkoman sé sú sama ef ekki er hætta á fylgikvillum fæðinga hvort sem fætt er heima eða á sjúkrahúsi. Fæðing barns er stór viðburður í lífi hverrar fjölskyldu og það gleður án vafa margar verðandi mæður og feður að þegar búist er við áhættulausri fæðingu standi ekkert í vegi fyrir því að barnið fæðist heima hjá sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.