Morgunblaðið - 29.06.2005, Side 26

Morgunblaðið - 29.06.2005, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E r ekki óvenjulega komið í menningar- lífinu þegar einu rit- höfundarnir (það er að segja, fólk sem vinnur fyrir sér með skrifum) sem raunverulega eru umdeildir og fá harkaleg viðbrögð eru hægrisinn- aður háskólaprófessor og gam- alreyndur slúðurblaðamaður? Sú var tíðin að það var partur af hlut- verki skáldsagnahöfunda, ljóð- skálda og annarra listamanna að vekja umtal og jafnvel reiði. Ætli Megas hafi ekki verið síðasta skáldið í þeim skilningi – sem með skáldskap sínum vakti með sumum hrylling og jafnvel ótta um að ung- dómurinn eða (það sem verra væri) tungumálið myndi spillast varanlega af áhrifunum? En svo voru Megasi gefin verð- laun og allt féll í ljúfa löð. Árum saman hefur engin skáldsaga eða ljóðabók sem út hefur komið á Ís- landi vakið deilur sem nokkurt bit hefur verið í. Menn „skrifa skammtinn sinn og skila honum á markaðinn“, svo lítillega sé breytt ljóðlínum Þórarins Eldjárns. Jóla- vertíðin gengur yfir og þá er þetta búið þar til næsta haust. Einu bókatíðindin milli jólavertíða eru sölutölur af Arnaldi Indriða í Þýskalandi. Ekki svo að skilja að þetta sé endilega eitthvað slæmt. Bara breyttir tímar. Að vísu mætti, ef maður vildi það við hafa, telja þetta til marks um breytt hlutverk skáldskapar og lista í samfélaginu. Skáldsögur og ljóðabækur eru orðnar að skreytilist og markmið höfunda er einfaldlega ekki lengur þjóðfélagslegt, heldur miða þeir að því að ná hverjum og einum les- anda á vald sögunnar. Það er líka greinilega það sem lesendur sækj- ast eftir og má þeirri fullyrðingu til stuðnings aftur nefna sölutölur af Arnaldi Indriða – nema að þessu sinni innanlands. (Sama mætti reyndar segja um listmálara, sem núorðið virðast helst miða að sölu í banka). Með því rithöfundar hætta að hugsa um þjóðfélagið og einbeita sér að lesendum verður líka önnur breyting sem eðlileg má teljast, og hún er sú, að skáldsagnahöfundar og skáldsögurnar sem þeir skrifa verða sjálfhverfari. Einar Kára skrifaði um hvernig rithöfundur er búinn til; Hallgrímur Helga skrif- aði um Halldór Laxness og ef marka má það sem frést hefur af væntanlegri skáldsögu Stefáns Mána er framangreindur Hall- grímur persóna í henni. Spurning hvort þessi saga Stefáns verður einhvers konar krýningardjásn sjálfhverfunnar í íslenskum skáld- skap, og skal því hér spáð að hann hljóti bókmenntaverðlaunin fyrir hana. Þessi aukna sjálfhverfa er sennilega eðlileg afleiðing þess að rithöfundar hugsi meira um les- endur sína (verði lesendavænni) vegna þess að lesendur þeirra eru líklega fyrst og fremst aðrir rithöf- undar að athuga hvort minnst sé á sig. Aðrir lesendur eru allir farnir að lesa Arnald Indriða. (Og svo skal ég ekki minnast oftar á hann í þessum pistli.) Nú má velta því fyrir sér hvort þessi þróun sé séríslensk eða al- þjóðleg, og þá er loksins komið að kjarna málsins: Hún er ekki al- þjóðleg. Eða kannski öllu heldur: Hérlendis er þróunin einu skrefi á eftir til dæmis Frakklandi, þar sem eini rithöfundurinn sem eitthvað kveður að og hefur náð alþjóðlegri metsölu, Michel Houellebecq, er umdeildari og vekur sterkari tilfinningar meðal lesenda en háskólaprófessorinn og slúðurblaðamaðurinn til samans gera á Íslandi. Hann hefur verið sakaður um kynþáttahatur, kvenhatur, klám, fordóma gegn samkynhneigðum, tómhyggju og viðbjóð, að ekki sé nú minnst á að fyrir nokkrum ár- um var hann, líkt og sumir á Ís- landi, lögsóttur, nema það var fyrir níð um múslíma. Hann hafði í við- tali sagt um íslam hluti sem ekki eru hafandi eftir. En líkt og gerst hefur á Íslandi var hann sýknaður. Í umfjöllun um Houellebecq í tímaritinu LA Weekly nýverið var haft eftir útsendara bókaforlagsins Knopf í París: „Maður getur ekki gert sér í hugarlund hversu mikil áhrif Houellebecq hefur haft á franskar bókmenntir. Núna eru allir að herma eftir honum. Áður en Houellebecq kom til sögunnar skrifuðu franskir rithöfundar um sjálfa sig.“ Af greininni í LA Weekly má ráða að Houellebecq sé kannski dálítið illa haldinn af sjálfshatri, og þess vegna er ef til vill ekki und- arlegt að hann hafi engan áhuga á að skrifa um sjálfan sig. Nema þá óbeint með því að hann leggur eld að eigin rótum – kynslóð foreldra sinna og þeirri firringu sem tækni- væðingarlífshættir hennar hafa leitt yfir samfélagið. Greinarhöf- undur segir Houellebecq hafa orð- ið málsvara „firrtra skrif- stofuþræla“ sem skáldsagna- höfundar hafi fram að því virt að vettugi. Og þessi svæsna þjóð- félagsádeila selst eins og heitar lummur. (Á Íslandi kemst enginn í hlutfallslegan hálfkvisti við Houellebecq nema sá sem hér að ofan var lofað að minnast ekki oft- ar á). Höfundur greinarinnar í LA Weekly leiðir reyndar að því get- um að það sem reki Houellebecq áfram sé ef til vill fyrst og fremst djúpstæð tortryggni og hefnd- arhugur. Þegar hann hafi verið barn hafi móðir hans, sem var hippi, yfirgefið hann og gerst múslími. Hann hafi alist upp hjá ömmu sinni. Þessi bitra reynsla hafi innprentað Houellebecq van- traust og jafnvel hatur í garð fólks yfirleitt. Nú nýti hann bitru æðina í sálinni á skapandi hátt með því að skrifa þjóðfélagsádeilur. Nú er það spurningin hvort þró- unin verði eins í íslenskum bók- menntum. Hverfa íslenskir höf- undar frá sjálfhverfu skreyti- listinni og taka upp grimma þjóðfélagsrýni sem selst í metupp- lögum? Kannski eru þeir ekki nógu bitrir. Eða er bara ekki yfir neinu að kvarta? Sjálf- hverfa Hann hefur verið sakaður um kynþátta- hatur, kvenhatur, klám, fordóma gegn samkynhneigðum, tómhyggju og við- bjóð, að ekki sé nú minnst á að fyrir nokkrum árum var hann lögsóttur. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ÁKVÖRÐUN sjávarútvegs- ráðherra að fara nú eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar eru mikil afglöp! Ráðherrann var – og er enn – skyldugur til þess að leiða faglega umræðu um þau líffræðilegu ágreiningsefni sem fyrir liggja! Staðan hjá þorsk- stofninum á Íslands- miðum er sú í dag, að það virðist mikið til af hungruðum og tvístr- uðum þorski víða um landgrunnið. Sönnun fyrir þessu er Íslands- met í línuveiði – nán- ast allt í kring um landið! Meðalvigt pr. bala (420 króka) er sú hæsta sem nokkru sinni hefur verið sl. 5 ár – þrátt fyrir lækk- andi meðalvigt þorsks og að minna sé um stórþorsk! Skv. „línu- ralli“ er því þorskstofninn í há- marki! Rökrétt skýringin á mældri minnkandi stofnstærð skv. mæl- ingum í togararalli virðist því m.a., að þorskurinn hafi tvístrast um landgrunnið í ætisleit (breytilegur veiðanleiki), hluti stofnsins hafi drepist úr hungri og/eða sjálfát stóraukist. Þetta virðast – líffræðilega séð – beinar afleiðingar af of lítilli þorsk- veiði undanfarin ár og vitað að fæðuskilyrði voru léleg. Fallandi vaxtarhraði þorsks rökstyður þetta enn frekar. Náttúran virðist hvað eftir annað gefa til kynna, að þorskstofninn bregðist við auknu veiðiálagi með því að fjölga fiskum og bæta nýliðun. (Dæmi: 1973, 1983, 1984 og 1993.) Á sama hátt eru fyrirliggjandi end- urtekin dæmi um að náttúran bregðist við minnkandi veiðiálagi með því að afföll hækki (dánarstuðull) og/eða ungþorski fækkar – „léleg nýlið- un“ eins og gerðist 1999–2002 og hefur enn endurtekið sig, skv. síðustu ástand- sskýrslu. Yfirhylming um fyrirliggjandi mis- tök í veiðiráðgjöf get- ur orðið refsivert at- hæfi, verði ekki breytt um stefnu! Versta dæmið í N- Atlantshafi um minnk- un þorskstofns við lækkað veiðiálag er frá Labrador þar sem beitt var 20% veiði- álagi frá 1978–1990. Allan þann tíma – 12 ár – var ár- lega beitt fölsunum á fyrri stofn- stærðarmælingum – aftur í tímann – til að fela árleg mistök eins og gert hefur verið hérlendis sl. ár. Fölsun á fyrri stofnstærðarmæl- ingum – hérlendis og erlendis – í stað umræðu um að afföll vaxi við aukna friðun er kjarni þess ágrein- ings sem verður að ræða opinskátt og án frekari yfirhylmingar um stórfelld mistök veiðiráðgjafa! Náttúruleg afföll í þorskstofnum virðast hafa tvöfaldast í sumum til- vikum eins og t.d. hérlendis frá 1999–2002, þegar náttúruleg afföll virðast hafa verið 40–50%, en ráð- gjafar hafa svo falsað öll þessi auknu afföll sem „ofmat“ á fyrri mælingum! Þessar falsanir (ofmat) leiða svo til áframhaldandi hnign- unar þorskstofnsins! Í pínulítið ýktri samlíkingu má líkja líffræðilegum mistökum veiði- ráðgjafa í þorskveiðiráðgjöf í N-Atlantshafi við það, að nokkrir grasafræðingar hefðu reiknað út „stærðfræðilega grasafræði“. Unnt væri að fá mun meiri uppskeru með því að „draga úr slætti til að byggja upp grasið“. Slá bara með 25% „sláttarálagi“ – slá „ofan af“ grasinu til að auka uppskeruna … síðar! Útbreiðsla kenningarinnar þætti svo merkileg „vísindi“ að þegar væri hafist handa – jafn- framt skipulagðri kennslu á dell- unni (heilaþvotti) í háskólum víða um heim sem vísindalegri „grasa- hagfræði“. Þegar kenningin myndi svo klúðrast endurtekið með minnk- andi heyforða og hnignun, væri „stærðfræðileg grasafræði“ látin reikna „ofmat“ á áður mældu magni af grasi. Þetta væri end- urtekið árlega – og alltaf minnkaði uppskeran! Ekki kæmi til greina að setja kusk á hvítflibbann með því að viðurkenna stórfelldan líf- fræðilegan misskilning í hinni „vís- indalega“ reiknuðu kenningu! Samlíking þessi er bara pínulítið ýkt og einfölduð – en stenst að öðru leyti vel rökfræðilega. Ég ætla enn að halda í vonina – að breytt verði um stefnu í veiðiráð- gjöf. „Grasahagfræðin“ Kristinn Pétursson fjallar um sjávarútvegsmál ’Ég ætla enn aðhalda í vonina – að breytt verði um stefnu í veiðiráðgjöf.‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Langanesi. Sturla Kristjánsson: Bráð- ger börn í búrum eða á af- girtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líf- fræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofn- ana, sem heyra undir sam- keppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggj- um þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrir- byggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyr- irmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmunds- son: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefn- ar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÉG VIL með þessu greinarkorni mínu styðja þá ákvörðun Bubba Morthens í að fara í mál við þá aðila sem bera ábyrgð skrifum sem birst hafa í því auma riti Hér og Nú og einnig DV. Það er heldur aumt ef menn hér á þessu fámenna landi sem býður uppá ýmsa möguleika til starfa skuli þurfa að hafa af því at- vinnu að níða niður fjölskyldur manna og kvenna sem starfa sinna vegna eru mikið í sviðsljósi fjöl- miðla Ég hef orðið þess heiðurs aðnjót- andi að starfa með Bubba um stund og verð ég að segja að hvorki fyrr né síðar hef ég starfað með manni sem er jafn mikill atvinnumaður í sínu starfi og nálgast sína vinnu af mikilli reynslu, kunnáttu og áhuga á viðfangsefninu og hann. Það er sjálfsagt fyrir fjölmiðla að flytja fregnir af fólki en er þetta ekki orð- ið frekar einelti og glæpamennska þegar blaðamenn eru að draga fjöl- skyldur og aðstandendur manna og kvenna niður í svaðið og skeyta engu um börn né tilfinningar þeirra er að þessu fólki standa? Mín fjölskylda á og rekur lítið fyrirtæki sem jafnframt ýmsu öðru hefur þessi blöð til sölu. Við höfum tekið þá ákvörðun að hætta að selja þessi blöð og skorum á alla þá sem eru í þeirri aðstöðu að gera slíkt hið sama. Skorum á þjóðina að kaupa ekki þessi rit eða blöð fyrr en breyting hefur orðið á ritstjórn þeirra. Með vinsemd og virðingu fyrir Bubba og hans fjölskyldu og öðrum þeim er hafa orðið fyrir áreiti þess- ara manna. GUNNAR SIGURÐSSON, Hólmgarði 54, 108 Reykjavík. Áfram Bubbi Frá Gunnari Sigurðssyni leikstjóra BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MÁ ÉG undirritaður – í allri hóg- værð – vekja athygli á þeim and- styggilega og frekjulega ósið, sem mjög er í tísku um þessar mundir, að troða inn á heimili fólks pappírs- drasli undir nafni hinna og þessara „ókeypis dagblaða“. Yfirleitt er þetta að mestu auglýs- ingaskran og ekki til annars fallið en að íþyngja fólki við að bera þennan óumbeðna „póst“ út í sorptunnuna sem fyrst. Sem handhafi blaðamanna- skírteinis númer 40 (fjörutíu) í hinu gamla og virðulega „Blaðamanna- félagi Íslands“ (sem nú hefur um 550 manns innan vébanda sinna) tel ég mig í færum til að láta í ljósi van- þóknun mína. Ég geng þess ekki dulinn að of- anritaðar línur kunna að verða túlk- aðar sem elli og geðvonska – eða þá annað enn verra! Það má virðast óstarfbróðurlegt – ekki gott „kollegalitet“ – að hripa upp pistil sem þennan, því útgáfa þessara blaða er vitaskuld viðleitni starfsbræðra minna, prýðilegra blaðamanna – hverja hamingjan blessi og eru að jafnaði mikið hæfi- leikafólk – til að halda atvinnu sinni. Bið ég þá vel að virða og líta ekki á orð þessi sem neins konar óvirðingu við störf þeirra. En í guðanna bænum hættið þess- ari óþolandi ágengni við þolinmæði fólks. ATLI MAGNÚSSON, Hverfisgötu 68A, 101 Reykjavík. Í guðanna bænum …! Frá Atla Magnússyni rithöfundi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.