Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 37 DAGBÓK Útvarp Saga frábært útvarp FLÓRA útvarpsstöðva á Íslandi í dag er fjölbreytt en upp úr stendur Útvarp Saga. Þar eru frábærir þættir, fræðandi, upplýsandi og mjög áhugaverðir. Það er mikil synd að hvergi sé hægt að líta á dagskrá Útvarps Sögu í prentmiðlum því að yfirleitt eru margir áhugaverðir þættir alla daga vikunnar. Ég sem hlustandi útvarps Sögu hvet fólk til að stilla á 99,4 og kanna hvað er í boði á hverjum degi. Útvarp Saga býður upp á frábært útvarpsefni kl. 8–10 á morgnana sem Arnþrúður Karls- dóttir, útvarpsstjóri, sér um og því næst samfellda dagskrá allan dag- inn þar sem m.a. síminn er opinn fyrir hlustendur í þættinum Blá- horninu. Rósa Ingólfsdóttir er allt- af með frábæra þætti hvern virkan dag kl. 10 og þá má nefna að eftir hádegi er mjög áhugaverður þáttur sem Kjartan Gunnar Kjartansson, heimspekingur og blaðamaður, sér um en í þeim þætti kafar hann mjög djúpt í bæjar- og borgarmál. Eina stöðin sem er með þáttinn Mín skoðun sem allir landsmenn hafa aðgang að og geta þar sagt sína skoðun, sem er skoðun dags- ins. Þar koma fram margir áhuga- verðir einstaklingar sem flytja pistla, m.a. ráðherrar, þingmenn og fólk úr öllum stéttum sam- félagsins. Útvarpshlustandi. Grein um greinar UNDIRRITUÐ hefur gaman af að sjá hvernig árstíðin og samborg- arar hafa lagst á eitt við að fegra borgina okkar. Þó mætti enn gera betur. Í því tilliti má benda garð- eigendum á að klippa greinar trjáa sinna, sem teygja sig út á nærliggj- andi gangstíga, og gera gangandi vegfarendum erfitt um vik að kom- ast leiðar sinnar. Þar sem verst lætur geta greinarnar hæglega valdið hjólreiðamönnum og gang- andi vegfarendum slysum, þar sem víkja þarf af gangstéttum og út á umferðargötur til að komast hjá því að fá greinar í andlit og augu. Vegfarandi. Hálsmen týndist í Salahverfi HÁLSMEN, sem er silfurlitt fiðr- ildi með bleikum steinum, týndist í Salahverfi 15. júní sl. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 567 4994. Högna vantar heimili MJÖG blíður, rauðbröndóttur högni óskar eftir ástríku heimili. Er geltur og eyrnamerktur. Mjög þrifinn. Upplýsingar í síma 699 3388. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Þær Sóldís Birta Reynisdóttir, Ólöf María Gunnarsdóttir og Dagbjört Silja Bjarna- dóttir söfnuðu kr. 3.561 til styrktar hjálparstarfi Rauða kross Íslands. Hlutavelta | Þær Heiðrún María Möller, Júlía Grétarsdóttir, Klara Grétarsdóttir, Melkorka Arnarsdóttir, Erika Dorielle, Helga Jóna Gylfadóttir Hansen og Svandís Dögg Þrastardóttir söfnuðu kr. 7.168 til styrktar hjálparstarfi Rauða kross Íslands. Þakkir Hjartans þakkir til barna okkar og fjölskyldna þeirra, sem héldu með okkkur höfðinglega af- mælisveislu á 50 ára brúðkaupsafmæli okkar þann 17. júní sl. Innilegar þakkir fær einnig frændfólk okkar og vinir sem sendu okkur hlýjar kveðjur með sím- tölum, blómum og gjöfum þennan dag. Blessunaróskir og kveðjur, Guðríður Sigurðardóttir og Jónas Ásmundsson. SÝNINGIN „Augnablik, the Blink of an Eye“ verður opnuð í dag í the Govett Kerr, 52 Hoxton Square, London. Augnablik er samsýning þriggja listamanna, Hildar Margrétar- dóttur, Ali Silverstein og Phoebe Unwin, en sýningarstjóri er rithöf- undurinn Mel Gooding. Sýning- arskrá verður gefin út samhliða sýningunni en hún er í umsjón Andrew Brown, ritstjóra hjá Thames and Hudson. Opnunin er í dag kl. 18–21. Sýn- ingin stendur yfir til 3. júlí. Opið daglega kl. 10–18. Austur eftir Hildi Margrétardóttur. Hildur sýnir í London Síðastliðinn mánudag hófst sumarskólinnSmáríki og Evrópusamruninn við Há-skóla Íslands, en hann er samvinnu-verkefni níu háskóla frá Evrópu og Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum. Á þriðja tug nemenda frá Evrópu og Bandaríkj- unum sækja skólann en þetta er þriðja árið sem hann er starfræktur. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði og formaður Rannsóknarset- urs um smáríki við Háskóla Íslands, hefur sér- hæft sig í rannsóknum á smáum ríkjum og sam- runaþróuninni í Evrópu. Hann segir mikilvægt að skoða smærri þjóðfélög sérstaklega þar sem smáríkjum fer stöðugt fjölgandi í heiminum og meirihluti ríkja heims teljist til smærri ríkja. „Rannsóknir í alþjóðamálum tóku hér áður fyrr að mestu leyti mið af stærri þjóðfélögum og smá- ríkjunum var þá haldið til hliðar. Þetta er sem betur fer að breytast og í dag einblínir fjöldi fræðimanna á stöðu smáríkja í alþjóðakerfinu,“ segir Baldur en aðild að Rannsóknarsetrinu eiga fræðimenn víðsvegar að úr Evrópu og Norður- Ameríku. „Hugmyndin var að mynda brú milli þessara fræðiheima og það hefur tekist nokkuð vel og sumarskólinn er gott dæmi um það. Þar koma tíu kennarar að kennslunni, bæði íslenskir og erlendir, og í ár eru mjög þekktir fræðimenn í þessum fræðum, þ.e. Evrópufræði, smáríkja- fræði og varnamálum, sem koma og halda erindi í skólanum. Námskeiðið samanstendur af fyrir- lestrum og málstofum frá níu á morgnana til fjögur á daginn og utanríkisráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Alþingi eru heimsótt en hug- myndin er að kynna fyrir nemendum íslenska stjórnsýslu, utanríkisþjónustu, atvinnulíf og störf á þinginu,“ segir Baldur og bætir við að í ár séu allir fyrirlestrarnir sendir beint út til Seattle með fjarfundabúnaði en það er tilraunaverkefni sem virðist ætla að gefa góða raun. „Allir fyrir- lestrar eru sendir beint til Washington-háskóla en þar sitja nemendur einnig og taka nám- skeiðið. Nemendur geta horft á fyrirlestrana í beinni útsendingu eða síðar um daginn þar sem þeir fá fyrirlestrana senda í gegnum Netið. Einn kennari, Christine Ingebritsen, er svo staðsettur í Seattle og heldur hún utan um nemendahópinn. Christine hélt svo fyrirlestur frá Seattle í gær sem horft var á í beinni útsendingu hér heima. Ef þessi fjarkennsla gengur vel á ég von á því að henni verði haldið áfram og með þessu má segja að okkur hafi tekist að mynda brú á milli Evrópu og Bandaríkjanna.“ Allir fyrirlestrar hafa verið teknir upp á myndbandstökuvél og verið er að þróa vefnám- skeið upp frá þeim sem allir skólarnir sem eiga aðild í sumarskólanum geta nýtt sér í framtíð- inni. Rannsóknir | Sumarskólinn Smáríki og Evrópusamruninn settur í þriðja skipti Brú mynduð yfir Atlantshafið  Baldur er fæddur á Selfossi 25. janúar 1968. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum að Laugar- vatni 1988, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991, meistaraprófi frá stjórnmálafræðideild háskólans í Essex í Englandi árið 1994 og doktorsprófi frá sama háskóla 1999. Frá árinu 2002 hefur Baldur verið dósent í stjórnmálafræði og formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar og Rannsókn- arseturs við Háskóla Íslands. EM á Tenerife. Norður ♠103 ♥102 ♦ÁG87 ♣ÁK973 Vestur Austur ♠875 ♠DG962 ♥G8643 ♥D75 ♦K10 ♦52 ♣D108 ♣642 Suður ♠ÁK4 ♥ÁK9 ♦D9643 ♣G5 Tor og Gunn Helness unnu gull- verðlaunin í fyrstu tveimur mótum bridsleikanna á Tenerife, sveitakeppni para og tvímenningi para. Sannarlega engin fýluferð hjá þeim hjónum. Það gekk á ýmsu í tvímenningnum og heppnin var ekki allaf á bandi sig- urvegaranna. Þau fengu til dæmis hreinan botn í spilinu að ofan gegn þýska parinu Nehmert og Waldow: Vestur Norður Austur Suður Tor Nehmert Gunn Waldow -- -- Pass 1 lauf * Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 6 grönd Pass 7 grönd Pass Pass Pass Suður opnar á sterku laufi (Prec- ision) og norður sýnir lauf og tígul. Hækkun Waldows í fjóra tígla var spurning um lykilspil, en Pony Nehm- ert vissi ekki hvernig skilja ætti fjögur grönd og ákvað að ljúka sögnum á hreinlegan hátt. En dr. Waldow hafði síðasta orðið. Alslemman er hreint út sagt hræði- leg, en svínliggur til vinnings – tígul- kóngur réttur annar og D10x í laufi í vestur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.