Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 39

Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 39 MENNING Félagsstarf Aflagrandi 40 | Skógar miðvikud. 6. júlí kl. 9.30. Íslensk kjötsúpa, heima- bakað brauð og kaffi. Söfnin í Skóg- um skoðuð. Leiðsögumaður Jón R. Hjálmarsson. Verð 3.800 kr. Skrán- ing í Aflagranda og í síma 562 2571. Hár- og fótsnyrting, ath. baðstofan opnuð kl. 13 á miðvikudögum. Vinnu- stofa alla daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–12. Heilsugæsla kl. 10– 11.30. Smíði/útskurður kl. 13–16.30. Spil kl. 13.30. Púttvöllur kl. 10–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fótaaðgerð, almenn handavinna, brids og vist kl. 13. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16,45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13 gönguferð um hverfið með Rósu, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 14.30–15.30 kaffi. Ferðaklúbbur eldri borgara | 5. júlí Fjallabaksleið syðri, Hvanngil, Emstr- ur, Fljótshlíð / 7. júlí Þórsmörk. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í dag kl. 13 í Gjábakka. Hraunbær 105 | Kl. 9 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11. Pílukast kl 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Jóga kl. 9–11. Böðun virka daga fyrir hádegi. Há- degisverður. Rabbfundur FAAS kl. 14. Fótaaðgerðir 588 2320. Hár- snyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Skráning í hópa og nám- skeið fyrir haustönn stendur yfir. Betri stofa og Listasmiðja 9–16. Handverk og postulín. Skráning haf- in í sumargrillið kl. 12 í Lönguhlíð 30. júní. Fótaaðgerðarstofa, s. 897 9801. Hárgreiðslustofa 568 3139. Dagblöðin liggja frammi. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Kíktu við einhvern daginn. Sími: 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Vinnustofur verða lokaðar í júli fram í ágúst. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 10–12 sund. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 12.15– 14 verslunarferð í Bónus, Holtagörð- um. Kl. 13–14 videó/ Spurt og spjall- að. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt kl. 9.30, hár- greiðsla, fótaaðgerðir og böðun, verslunarferð kl. 12.30. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12:00. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Léttur málsverður eftir stundina. Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10 alla miðvikudaga. Léttur hádegis- verður á kirkjuloftinu að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag í sumar, kl. 10 til 12.30. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomn- ir, pabbar og mömmur, afar og ömm- ur. Alltaf heitt á könnuni. Hallgrímskirkja | Morgunmessa miðvikudag kl. 8 árdegis. Hugleiðing, altarisganga. Einfaldur morg- unverður í safnaðarsal eftir stund- ina. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Sum- ardagskrá: Miðvikudag kl. 12 bæn. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastundir miðvikudagskvöld kl. 20. Allir velkomnir. Morgunbæna- stundirnar falla niður í júli hefjast aftur 4. ágúst. www.gospel.is. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60 miðvikudagskvöld kl. 20. „Í skugga vængja þinna.“ Ræðumaður er Kristín Bjarnadóttir. Helgi Hró- bjartsson flytur kveðju. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 mömmu- morgunn í umsjá Aðalbjargar Helga- dóttur. Allar mömmur og ömmur velkomnar með börnin sín. Kl. 10.30 gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum alla miðviku- dagsmorgna. Allt fólk velkomið að slást í hópinn. Gengið er á þægileg- um hraða í rúma klukkustund. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos ÞÓR HF | Reykjav ík: Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Akureyr i : Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is GÓÐAR VÉLAR Í GARÐINN OG SUMARBÚSTAÐINN Garðsláttuvélar Enskur eðalgripur Sláttutraktorar 12,5 - 18 hö Verð frá 148.000 Garðsláttuvélar Þýskar gæðasláttuvélar Rafm.sláttuvélar 1000W - 1200W Garðsláttuvélar 3,5 hö - 6 hö Vandaðar vélar og öflugir mótorar Sú vinsælasta á góðu verði Fyrir þá sem gera kröfur um gæði Fyrir þá sem gera kröfur um gæði Um er að ræða glæsilegt nýtt einbýli á einni hæð með innb. bílskúr, skráð 186,4 fm. Húsið er ekki alveg fullbúið, eftir er að velja gólfefni á allt húsið og sólbekki. Gengið er inn í rúmgóða forstofu með skáp. Hol, glæsilegt opið eld- hús með fallegri eikarinnréttingu, stór og vönduð eldavél með gashelluborði. Rúmgott herbergi sem er haft opið í dag en auðvelt að loka af ef vill. Frá holi er gengið í þvottahús sem er með útgangi í bakgarð, einnig er innangeingt í góðan bílskúr. Á svefnherbergisgangi er gott skot fyrir skrifborð. Gott her- bergi með skáp og rúmgott svefnherbergi með skáp. Baðherbergi er flísalagt með skemmtilegu baðkari og flísalögðum sturtuklefa sem er reyndar ekki al- veg fullkláraður. Eftir er að múra húsið að utan, búið er að ganga frá baklóð sem er mjög skemmtileg með mosavöxnum hraunbollum. Allar útihurðir eru sérlega vandaðar gegnheilar fulningahurðir. Eignin er sérlega vel staðsett á einni albestu lóð hverfisins, í enda botnlanga í jaðri byggðar. Glæsileg eign sem vert er að skoða. Burknavellir - Hf. - glæsilegt HITT húsið hefur yfirumsjón með verkefninu Skapandi sumarstörf. Þar gefst ungu fólki kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi sumarverkefnum sem þau fá síðan tækifæri til að vinna að í 6–8 vikur. Margrét Kaaber hefur umsjón með hópunum í sumar. „Það bárust 48 umsóknir og 15 hópar fengu tækifæri. Í ár er óvenjumikið af fólki sem komið er í framhaldsnám í listnámi og verk- efnin eru því mjög metnaðarfull. Suma hópana skipar örlítið yngra fólk sem ekki er síður metnaðarfullt, en það er fyrst og fremst sköpunargleði og kraftur sem einkennir alla hóp- ana,“ segir Margrét. Á dagskrá skapandi sumarhópa eru til dæmis þrjú föstudagsflipp. Tvö hafa þegar farið fram en næsta föstu- dagsflipp verður 8. júlí frá kl. 13–15 í Kvosinni í Reykjavík. Að sögn Mar- grétar hafa þessi föstudagsflipp vakið mikla athygli hjá til dæmis ferða- mönnum og hafa hóparnir lífgað mjög upp á miðbæinn þessa daga. Í boði er fönk, klassík, dans, ljóðalestur, ang- urvær strengjakvartett, gjörningar, dansveislur, hreyfimyndagerð, ljós- myndasýning og Götuleikhúsið, sem er einnig hluti af verkefninu. Hóparnir koma fram við ýmis önn- ur tækifæri og á ýmsum stöðum. Margrét segir að óvenjumargir hópar séu í klassískri tónlist en fjölbreytnin er mikil hjá sumarhópunum. „Fönk- hljómsveitin Llama hefur svo dæmi sé tekið spilað í miðbænum og fengið góðar viðtökur hjá almenningi.“ Hóparnir skiluðu nákvæmri verk- efnalýsingu með umsóknunum og vinnutíminn er frá kl. 9 til 17. Hluti af vinnunni er að koma fram opin- berlega og hafa borgarbúar fengið að njóta afrakstursins víðs vegar. Ein af hljómsveitunum spilaði í vikunni fyrir dvalarfólk á hjúkrunarheimilinu Skjóli á þremur hæðum hússins og fékk frábærar undirtektir að sögn Margrétar. Verkefnin eru mismun- andi en Margrét segir að eitt verk- efnið hafi vakið sérstaka athygli hjá tónlistarfólki úr öllum áttum. „Einn hópurinn stefnir á að búa til stærstu hljómsveit Íslands 7. júlí kl. 20 í íþróttamiðstöðinni Austurbergi. Hóp- urinn hefur búið til einfalt merkja- kerfi og mun stjórna tónlistarfólki, lúðrasveitum og kórum sem koma saman þennan dag með þessu kerfi.“ Margrét nefnir einnig skemmtilega nýjung sem danshópurinn Svið Group er að vinna að í samvinnu við ÍTR. „Hópurinn tekur á móti krökk- um á leikjanámskeiðum ÍTR og kynnir dansinn fyrir þeim á nýjan hátt.“ Margrét leggur áherslu á hversu mikilvæg þessi störf eru fólki í list- námi og það, að svona stór hluti af hópnum sé í framhaldsnámi í listum, sanni það. „Þau fá tækifæri til að spreyta sig og vinna við listir og und- irbúa sig þannig enn frekar fyrir framtíðina.“ Lokahátíð sumarhópanna verður í Iðnó 16. júlí, en þeir taka einnig þátt í Menningarnótt síðar í ágúst. Mögu- legt er að panta hópa hjá Hinu húsinu og fá þá til að koma fram við ýmis tækifæri. Metnaður, kraftur og sköpunargleði allsráðandi Ljósmynd/Jorri Að sögn Margrétar Kaaber hafa tón- leikar í miðbænum vakið mikla lukku. Ljósmynd/Jorri Götuleikhúsið er einstaklega skapandi sumarhópur. Upplýsingar um hópana og viðburði er að finna á www.hitthusid.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.