Morgunblaðið - 29.06.2005, Side 40

Morgunblaðið - 29.06.2005, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÝNING Sólveigar í Suðsuðvestri hefur að geyma 13 ljósmyndir og tvo skúlptúra þar sem viðfangsefnið er „hús, rými þess og hlutföll, form, efni og litir“. Ljósmyndirnar sýna ákveðin sjónarhorn í húsi sem verið er að gera upp og breyta á þeim tímapunkti þegar hið gamla, óhent- uga eða úrelta hefur verið fjarlægt en veggir loft og gólf bera enn vitni um hvernig allt var þar sem alls- herjar yfirmálun hefur ekki enn átt sér stað. Skúlptúrarnir eru hluti af þeim veruleika sem fjarlægðir hafa verið í húsinu, leifar af gömlum skáp og strúktúr af gömlum rúllugard- ínum. Þótt verkin vísi til þeirrar teg- undar listar sem byggist á hlutlausri skráningu veruleikans með ljós- myndatækninni og því að sýna „fundna hluti“ eða „ready made“ þá eru það aðrar vísanir sem eru miklu sterkari í þessum verkum sem gerir það að verkum að hugmyndin um hlutleysi og hugtakið „ready made“ verða allt að því hjákátleg og ósann- færandi. Á sama tíma og hefðbundin fagurfræði er sniðgengin í útfærslu er hún leituð uppi í sjálfu myndefn- inu. Myndbygging, litir og form vísa ekki bara í húsið heldur líka í hefð- bundna fagurfræði „óhlutbundins“ málverks tuttugustu aldar og fag- urfræði tilfinninga, tilvísana, hins persónulega og sammannlega í senn. Í sjálfu sér er þessi sýning ekkert ósvipuð mörgum öðrum sýningum sem fjalla um hið gamla og nýja, eft- irsjá og umbreytingu eða skráningu á hversdagslegum en persónulegum veruleika listamanns. En á sama hátt og þó einu málverki svipi til annars þá geta þau verið misjöfn að gæðum og innihaldi jafnvel þótt erf- itt sé að skilgreina nákvæmlega muninn. Aðal þessar sýningar Sól- veigar er hárfínt jafnvægi milli þeirra mörgu þátta sem hún vinnur með þar sem hún nær að virkja áhugavert svæði milli þess gamla og nýja, eftirsjár og eftirvæntingar á tímapunkti í ferli niðurrifs og upp- byggingar þar sem ákveðin mála- miðlun á sér stað um stund, hlutirnir eru hvorki né og bæði og. Ekki er hægt að horfa framhjá hinum víðu skírskotunum í verkinu, bæði heim- spekilegum og sálfræðilegum og í því ljósi er afstaðan í verkinu áhuga- verð þar sem ákveðið hlutleysi, rök- festa og kalt mat útilokar ekki og verður ekki aðgreind frá ákafri til- finningasemi í ferli umbreytinga og framfara. Verkin eru kannski óþarf- lega látlaus í framsetningu og spurn- ing hvort hugmynd sýningarinnar hefði veikst ef myndunum væru gerð betri skil á forsendum hefðbundins málverks sem þær þó vísa til. Inn- setningin vinnur vel með rýminu í Suðsuðvestri sem er staðsett í gömlu en breyttu íbúðarhúsnæði í Keflavík, sýning sem óhætt er að mæla með. Í miðjum hamskiptum Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Skápaskúlptúr úr „Húsi“ Sólveigar Aðalsteinsdóttur sem sýnt er í sýning- arsalnum Suðsuðvestri í Reykjanesbæ. MYNDLIST Suðsuðvestur Verk eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur í sýningarsalnum Suðsuðvestur, Hafn- argötu 22, Reykjanesbæ. Sýningin stendur til 3. júlí, og er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 16–18, og laugardaga og sunnudaga frá 14–17. HÚS Þóra Þórisdóttir „Á LISTAHÁTÍÐINNI í Reykjavík sýna ís- lenskir listamenn fram á að Ísland hefur upp á meira að bjóða en eldfjöll og goshveri,“ segir í mjög ýtarlegri umfjöllun þýska blaðsins Rhein- ische Merkur um Listahátíðina í Reykjavík og Ísland almennt en fjölmörg þýsk blöð og ljós- vakamiðlar hafa gert hátíðinni og um leið Íslandi mjög góð skil að undanförnu. Skari af frægu fólki úr lista- heiminum mætir á hátíðina „Að minnsta kosti hvað varðar þá listamenn sem tóku þátt og þá gesti sem sóttu hátíðina eru horfurnar góðar á því að hún veki þá alþjóðlegu eftirtekt í listaheiminum sem sóst var eftir. Auk margra stórra sýninga á verkum Dieter Roths, sem gerðist Íslendingur um tíma, eru um þriggja vikna skeið, og sumpart lengur, meðal annars sýnd verk eftir Ólaf Elíasson, Gabríelu Friðriksdóttur, Elínu Hansdóttur, Carsten Höll- er og Jonathan Meese. Meira að segja Christoph Schlingensief tekur þátt í hátíðinni. [-] Við opn- unina er svo mikill skari af frægu fólki úr lista- heiminum mættur að slíkt sést ekki nema á listahátíðunum í Basel og Köln, á Documenta í Kassel eða á Biennale í Feneyjum. Áhrifamikil tímarit á borð við The Art Newspaper, frieze, Art Review og fleiri senda blaðamenn sína til Ís- lands og forstjórar Art Basel og Tate Modern í London eru einnig mættir.“ Greinilegt er að Rheinische Merkur þykir ekki lítið í hátíðina lagt af hálfu Íslendinga: „Ríkið og Reykjavíkurborg styrkja Listahátíð í Reykjavík með um 700 þúsunda evra fjár- framlagi [55 milljónir], sem gerir um 2,45 evrur á hvern Íslending. Ef þýskir menningar- pólitíkusar ákveddu að efna til svipaðrar listahá- tíðar með hlutfallslega sama fjárframlagi yrðu þeir að leggja fram um 200 milljónir evra [15,7 milljarða].“ Skynsemi og þráhyggja Rheinische Merkur fjallar m.a. um sýningu á verkum Christoph Schlingensief þar sem „and- stæðurnar skynsemi og þráhyggja“ takast á og segir Ísland eins og skapað fyrir þær: „Ísland er jafnskipulagt og hefur að minnsta kosti náð jafn- miklum efnahagslegum árangri eins og frænd- þjóðirnar í Skandinavíu og þjóðir Norður- Evrópu; miðað við verga landsframleiðslu á mann eru aðeins Norðmenn og Lúxemborgar- búar ríkari. En aftur á móti finnst hvergi sú þjóð þar sem hlutfallslega fleiri spila í hljóm- sveit, mála eða leggja stund á eitthvert listform en einmitt á Íslandi.“ Rheinische Merkur fjallar einnig um sýningu á verkum Ólafs Elíassonar, sem býr í Berlín. „Á Íslandi er skuggsýnt í fjóra til fimm tíma, lands- lagið og hlutirnir eru því miklu lengur í hlið- arljósi sólarinnar og af þeim stafa lengri skugg- ar en til að mynda á Sikiley og þetta hefur áhrif á skynjunina,“ hefur blaðið eftir Ólafi Elíassyni sem segist standa á sama hvort hann sé Íslend- ingur eða Dani, hann sé fyrst og fremst Norður- Evrópubúi. Blaðið segir engan vafa leika á að sá alþjóðlegi árangur sem Ólafur hafi náð hafi beint sviðsljós- inu að Íslandi á sama hátt og velgengni Bjarkar Guðmundsdóttur á erlendri grundu. Þá segir í umfjöllun Rheinsiche Merkur að hið frjálslega andrúmsloft í Reykjavík sé augljós kostur, sem bæði ferðamenn og þeir sem sæki Listahátíð heim, kunni vel að meta. „Ég tel að meðal annars þess vegna sé Ísland hentugur staður fyrir gallerí þrátt fyrir að heimamark- aðurinn sé lítill,“ er haft eftir Christian Schoen, sem nýlega flutti frá München til Reykjavíkur til þess að stýra Centre for Icelandic Art (CIA.IS). Schoen bendir í þessu sambandi á að í Berlín séu t.d. tvö til þrjú hundruð gallerí þrátt fyrir að listaverkasafnarar séu þar fremur fáir. Skýr- ingin á þessu felst að sögn Schoen ekki bara í að listamenn séu sveigjanlegir og ferðist mikið heldur einnig í borginni sjálfri, þar sé mikið um að vera og margir millilendi þar og dvelji í nokkra daga. Þetta eigi einmitt líka við um Reykjavík, næturlífið þar sé mjög líflegt og borgin liggi beint við flugleiðinni frá Evrópu til Ameríku. Þannig að þótt fáa listaverkasafnara sé að finna á Íslandi er engu að síður grundvöll- ur fyrir alþjóðlegum galleríum í Reykjavík að mati Schoens. Mikið fjallað um Listahátíð í þýskum fjölmiðlum Vekur alþjóðlega eftirtekt „Ísland eins og skapað fyrir verk Schlingenschiefs,“ segir meðal annars í umfjöllun þýsku blaðanna. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Á LAUGARDAG kl. 14 verður opn- uð sýning í Norska húsinu í Stykkishólmi, til- einkuð sam- felldum veð- urathugunum á Íslandi í 160 ár. Magnús Jónsson veðurstofustjóri opnar sýninguna og þá verða einnig vígðir útihitamælir og úrkomumælir sem Veðurstofa Íslands hefur sett upp við Norska húsið. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla setur sýninguna upp í samvinnu við Veðurstofu Íslands í tilefni af því að 160 ár eru liðin síðan veðurathuganir hófust þar. Hafa veðurmælingar verið gerðar þar óslitið síðan og því er Stykkishólmur vera elsta veðurstöð á Íslandi. Árið 1845 urðu þáttaskil í sögu veðurathugana á Íslandi þegar Árni Thorlacius kaupmaður og útgerð- armaður í Stykkishólmi, hóf að skrá veðurmælingar sínar. Árni sinnti veðurathugunum sínum af mikilli nákvæmni og alúð og eru mælingar hans óvenju þéttar og er mögulegt að bera saman fleiri en eina loftvog og hitamæli. Auk þess sinnti Árni öðrum fræðistörfum, rannsakaði meðal annars tímatal og örnefni í Ís- lendingasögunum, gerði ættartölur, skrifaði kennslubók í sjómannafræð- um og aðra bók um skyldur hús- bænda gagnvart vinnuhjúum sínum. Þá tók hann virkan þátt í sjálfstæð- isbaráttunni og skrifaðist á við Jón Sigurðsson og Jónas Hallgrímsson. Sýningin verður opin daglega frá kl. 11 til 17 og stendur til 1. ágúst. Morgunblaðið/Ómar Norska húsið í Stykkishólmi. Veðurathuganir í Norska húsinu Árni Thorlacius Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 30. júní kl. 12.00: Marteinn H. Friðriksson, orgel 2. júlí kl. 12.00: Mattias Wager, orgel 3. júlí kl. 20.00: Sænski spunasnillingurinn Mattias Wager leikur verk m.a. eftir Bach, Pärt og Mozart og af fingrum fram

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.