Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 41

Morgunblaðið - 29.06.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 41 MENNING Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO        F A B R I K A N            SUMARið OG GARÐURINN Haag, þar sem Heiða lauk meistaraprófi í fyrra. Dagskráin var fjölbreytileg og spannaði þúsaldarþriðjung með átta einsöngsatriðum og fimm dúettum. Sá fyrsti, Pur ti Miro frá Krýn- ingu Poppeu, var eftir Monteverdi, en sá síðasti, Bátssöngurinn úr Ævintýrum Hoffmanns, eftir Offenbach. Af tveim flúraríum úr „Alcinu“ Händ- els söng Noa E gelosia en Heiða hina kunnu Torna mi a vagheggiar, báðar af miklu tæknilegu öryggi, áður en þær sungu saman langa Händel- dúettinn Tanti Strali al sen mi scocchi. Hélzt allt létt og óþvingað þrátt fyrir hressileg tempó. Úr „Les Nuits d’eté“ eftir Berlioz söng Heiða hina þekktu Villanellu með ágætum þrátt fyrir smá- vott af tónsigi, en Noa hið rólega Sur les Lagunes af óvænt minna öryggi en annað, enda hélt það ekki sömu athygli. Sameiginlegt stjörnunúmer stallnanna var þó óhikað dúettinn frægi úr „Lakme“ Delibesar, enda smellpössuðu raddir þeirra saman, og var hann endurtekinn í tónleika- lok sem aukalag. Eftir Britten voru síðan sungnar þjóðlagaút- setningar. Tók Heiða fyrir The last rose of summer og The Sally Gardens, en Noa O Waly, Waly (sama lag og There is a ship) og hið smá- glettna Come you not from Newcastle? Mest ein- kennandi fyrir túlkun beggja í Britten-lögunum var heldur daufleg textatúlkun, er benti til að að- alorkan hefði hingað til farið í tónmyndunartækni á kostnað efnisinnlifunar. Slíkt er kannski ekki nema eðlilegt svo snemma á söngferli. Engu að síður hlaut það að koma nokkuð niður á listrænni miðlun, og því frekar þar sem fjarska fátt er hægt að skýla sér á bak við í tærum einfaldleika hins al- þýðlega þjóðlags. Að sama skapi var Vöggu- söngsdúett Brittens í daufara lagi. Hins vegar gustaði talsvert af lokaatriðinu, Bátssöngnum úr Hoffmannsævintýrum, er þær Heiða sungu af smitandi æskuþokka og glæsilegum þrótti. Ljóst var, að báðar höfðu söngkonurnar þegar náð markverðum undirstöðuáfanga í sérstaklega tækni og tónmyndun, er hrökkva mun þeim langt á komandi árum. Báðar voru þær komnar með atvinnumannslegan raddhljóm, þó svo að kröftug og þéttingsglampandi djúp altrödd Nou Frenkel hlyti að vekja mesta athygli, enda mun sú radd- gerð harla fágæt á almennum barkamarkaði. Meðferð þeirra á texta og inntaki hans virtist að vísu enn eiga nokkuð í land, en – koma tímar, koma ráð. Lipur en stundum svolítið vélrænn píanóleikur Kristu Vincent átti það sammerkt með söngnum að vera tæknilega öruggur, en varla nógu víð- feðmur að svo komnu til að styðja alltaf tilfinning- arlega þrívídd textaboðskaparins sem skyldi. TVÆR ungar söngkonur komu fram í Frí- kirkjunni á mánudagskvöld. Hvorug er enn ýkja kunn af hérlendum söngpöllum enda skammt lið- ið frá námslokum, þó að Heiða Árnadóttir hefði þegar haldið m.a. jóla- og ljóðatónleika í Reykja- vík. Skv. kynningu hennar kynntust þær Noa Frenkel og nýfundlenzki píanistinn Krista Vinc- ent á námsárum þeirra í Tónlistarháskólanum í Tilbúið undir túlkun TÓNLIST Fríkirkjan Verk eftir Monteverdi, Händel, Berlioz, Delibes, Britten og Offenbach. Heiða Árnadóttir sópran og Noa Frenkel alt. Píanóundirleikur: Krista Vincent. Mánudaginn 27. júní kl. 20. SÖNGTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.