Morgunblaðið - 29.06.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 29.06.2005, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ War of the Worlds kl. 3.30 - 6 - 8.30 - 11 b.i. 14 Batman Begins kl. 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12 Inside Deep Throat kl. 10,15 Stranglega b.i. 16 ára Voksne Mennesker kl. 5.45 og 8 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 ÁLFABAKKI BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! Nýr og miklu betri leðurblökumaður. H.L. / Mbl. Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9  Kvikmyndir.is Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 Þórarinn Þ / FBL  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið i f t r t ll r i . . . l i H.B. / SIRKUS T O M C R U I S E THE WAR OF THE WORLDS kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. THE WAR OF THE WORLDS VIP kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 BATMAN BEGINS kl. 3.30 -4.30 -5 - 6.30 -7.30 -8 -9.30 -10.30 -10.50 B.i. 12 ára. A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.15 - 10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4     MYND EFTIR Steven spielberg I N N R Á S I N E R H A F I N MYND EFTIR Steven spielberg I N N R Á S I N E T O M C R Powersýning í Álfabakka kl. 10.30 SAMTÖK geðlækna í Bandaríkj- unum, APA, hafa gagnrýnt leikarann Tom Cruise fyrir harða gagnrýni hans á geðlækningar í sjónvarps- þætti. „Það er óábyrgt af hr. Cruise að nota kynningarherferð vegna kvikmyndar til að koma á framfæri sínum eigin hugmyndafræðilegu skoðunum,“ segir í yfirlýsingu sam- takanna, að því er fram kemur í frétt BBC, en Tom Cruise er þessa dagana að kynna nýjustu mynd sína War of the Worlds. Cruise sagði m.a. að geðlækningar væru „fölsk vísindi“ eftir að Matt Lauer, þáttastjórnandi á NBC- sjónvarpsstöðinni, spurði hann um skoðun hans á þunglyndislyfjum. Gagnrýndi hann leikkonuna Brooke Shields fyrir að taka lyf vegna alvar- legs fæðingarþunglyndis sem hún átti við að stríða. APA eru samtök meira en 36.000 bandarískra lækna sem sérhæfa sig í greiningu og meðferð geðsjúkdóma. Þau segja þær fullyrðingar Cruise um að geðlækningar séu ekki byggð- ar á vísindalegum grunni rangar. „Hárnákvæmar, yfirfarnar og birt- ar rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að meðferð [við geð- sjúkdómum] virkar,“ sagði í yfirlýs- ingunni. „Það er slæmt að þegar svo stór- kostlegum vísindalegum og lækn- isfræðilegum árangri hefur verið náð, þrjóskist lítill hópur einstaklinga við og dragi gildi þess í efa.“ Hafa samtökin áhyggjur af því að orð leikarans kunni að „hindra að fólk með geðraskanir sæki sér þá hjálp sem það þarf.“ Í þættinum umrædda sagðist Cruise vera talsvert betur að sér í sögu geðlækninga en Lauer auk þess sem hann sagði þáttastjórnandann ekki einu sinni vita hvað lyfið ritalin væri. Cruise er meðlimur í Vísindakirkj- unni í Bandaríkjunum en kirkjan tel- ur geðlækningar og geðlyf vera ,,nas- istavísindi“ til þess eins að stjórna hugum fólks. Unnusta Cruise, Kathie Holmes, gekk nýverið til liðs við kirkjuna. Cruise gekk til liðs við Vísinda- kirkjuna fyrir nokkrum árum en lengi vel tjáði hann sig ekki mikið um trú sína opinberlega frekar en önnur persónuleg málefni. Á því hefur hins vegar orðið nokkur breyting að und- anförnu og hefur mörgum orðið tíð- rætt um breytingar á háttalagi Cruise, sem virðist nota hvert tæki- færi til að básúna um trú sína sem og ást til unnustunnar. Reuters Tom Cruise rökræðir við Matt Lauer um geðlyf. Geðlæknar gagn- rýna Tom Cruise ÞAÐ er ljóst að þeir sem mættu á Nasa síðastliðið mánudagskvöld til að berja hljómsveitina Megadeth aug- um urðu vitni að einstæðum viðburði. Í fyrsta lagi er hér á ferðinni eitt stærsta nafn þungarokkssögunnar, goðsagnakennd hljómsveit sem átti þátt í að skapa þungarokkið eins og við þekkjum það. Þrátt fyrir það, m.a. vegna hinnar ótrúlegu stemmningar sem myndaðist, gleymdi maður því stöðugt að um heimsfræga hljóm- sveit væri að ræða, enda hljómsveit- armeðlimir með afbrigðum alþýðlegir í framkomu, lausir við öll merkileg- heit auk þess að greinilegt var að þeir skemmtu sér hið besta. Ótrúlegt að fá að upplifa alvöru rokkklúbbs- stemmningu af þessu kalíberi á Ís- landi. Í öðru lagi voru þetta síðustu tón- leikarnir á túrnum og hefur sá orð- rómur heyrst að hljómsveitin hyggist hætta að honum loknum. Hljómsveitin Megadeth er að lang- mestu leyti verk eins manns, Dave Mustaine. Einhvern veginn er sú til- hneiging almenn að ekki er hægt að nefna hann án þess að nefna hljóm- sveitina Metallica í sömu andrá. Dave Mustaine tók þátt í því á sínum tíma að stofna þá ágætu hljómsveit og gera hana að því sem hún seinna varð. Þáttur hans í þeirri hljómsveit er nú sennilega talsvert stærri en hinir málmkenndu fyrrum kollegar hans vilja viðurkenna, enda bara pláss fyrir tvö bólgin egó á þeim bæn- um. Mannabreytingar hafa verið mjög tíðar hjá Megadeth. Meðreið- arsveinar Mustaine nú eru bassaleik- arinn James MacDonough sem spil- aði áður með Iced Earth, og bræð- urnir Glen og Shawn Drover, en Glen var áður með King Diamond. Hin fornfræga hljómsveit Drýsill, með rokksöngvara Íslands, Erík Hauksson, fremstan í flokki hitaði upp og greinilegt er að þeir hafa engu gleymt. Það verður að teljast vel til fundið hjá tónleikahöldurum að kalla þá drýsla saman enda sveitin svo sannarlega fyrsta alvöru íslenska þungarokkshljómsveitin.Vonandi láta þeir félagar ekki staðar numið hér, enda löngu tímabært að end- urvekja þessa snilldarhljómsveit. Það var ótrúlegt að sjá hversu vel tónleikagestir þekktu lög sveit- arinnar, hvort sem um var að ræða eldra og klassískara efni, t.d. af plöt- unum Peace Sells…, So Far, So Good…So What! og Rust in Peace, eða nýrra efni sem heldur minna hef- ur farið fyrir, eins og af nýjustu plöt- unni The System Has Failed sem kom út í fyrra. Hljómsveitin var í fantaformi og ekki að sjá á Mustaine að aðeins fyrir örfáum árum hafi hann þurft að leggja gítarinn á hill- una vegna taugaskaða sem hann varð fyrir á hendi. Hvergi var slegið af, krafturinn í hljómsveitinni var aðdá- unarverður, bara talið í og rokkað nær sleitulaust í rúma tvo klukku- tíma. Fyrst eftir sjöunda lag ávarpaði Mustaine tónleikagesti, og sagðist þá ekki vera mikið fyrir það að tala, hann væri meira fyrir að spila, og ef fólk vildi hlusta á spjall þá væri það með rangan mann í höndunum. Hljómsveitin spilaði þverskurð af ferlinum, sem spannar orðið yfir 20 ár, þannig að af nógu er að taka. Í frægustu lögunum, eins og „Peace sells“, „Wake up dead“ og „My dark- est hour“, svo ekki sé talað um „Hangar18“, „Tornado of souls“, „Sweating bullets“ og „Symphony of destruction“ ætlaði allt um koll að keyra. Botninn var svo sleginn með snilldarverkinu „Holy wars“ við gríð- arlegan fögnuð viðstaddra. Einstæður þunga- rokksviðburður TÓNLIST Nasa Tónleikar bandarísku þungarokksveit- arinnar Megadeth á Nasa við Austurvöll mánudaginn 27. júní. Drýsill hitaði upp. Megadeth  Grétar Mar Hreggviðsson Morgunblaðið/Sverrir Upplifðu íslenskir þungarokksunnendur svanasöng Megadeth: Hinn alþýð- legi Mustaine á sviðinu á Nasa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.