Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi BRANDUGLUUNGAR koma ekki daglega fyrir sjónir Íslendinga en frétta- ritari Morgunblaðsins rakst á þennan unga á ónefndum stað á Norðurlandi nýverið. Branduglan er önnur tveggja uglutegunda sem lifa á Íslandi en hin er snæuglan. Unginn er tveggja vikna gamall og var kominn um 15 metra frá hreiðrinu. Gera má ráð fyrir að hann verði fleygur eftir tæpar tvær vikur en verður þó háður foreldrum sínum lengur hvað fæðu varðar. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Brandugluungi skoðar sig um GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð þess efnis að greiðslumark mjólkurafurða fyrir næsta verðlagsár hækki í 111 milljón lítra. Breytingin tekur gildi 1. sept- ember næstkomandi. Greiðslumarkið er nú 106 milljón lítrar þann- ig að aukningin nemur 4,7% og samsvarar árs- framleiðslu hátt í 40 meðalbúa. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda, fagnar þessari ákvörðun ráðherra, enda hafi kúabændur hvatt til henn- ar. Hann segir mikla hagsmuni í húfi þar sem fimm milljónir lítra skili allt að fjögurra millj- arða króna framleiðsluverðmæti til bænda. Mun aukinn kvóti dreifast hlutfallslega jafnt til bænda, þar sem farið er eftir framleiðslu þessa verðlagsárs. Guðni Ágústsson segir við Morgunblaðið að gríðarleg aukning hafi orðið á mjólk og mjólk- urvörum eins og skyri, skyrdrykkjum og osti. „Markaðurinn kallar á meiri framleiðslu og bændur ættu þar af leiðandi að hafa meiri möguleika til tekjuöflunar og bættrar afkomu,“ segir Guðni, sem telur að kúabændur ættu að ráða vel við þessa viðbót, enda hafi þeir í raun verið að framleiða meira en 106 milljónir lítra. „Mjólkuriðnaðinum hefur tekist mjög vel að markaðssetja sína vöru og þetta er staðfesting á því að aðrir tímar eru uppi en áður. Þetta ætti að gefa kúabændum ástæðu til aukinnar bjartsýni,“ segir Guðni. Snorri Sigurðsson segir kúabændur vel geta ráðið við þessa framleiðsluaukningu. Markaðs- setning hafi gengið vel og horft sé til enn meiri vaxtar. Að sögn Snorra hafa kúabændur alvar- lega verið að íhuga útflutning á mjólkuraf- urðum, einkum á skyri, smjöri og séríslenskum ostategundum. Ákvörðun landbúnaðarráðherra nú styrki grundvöllinn fyrir útflutningi. Mjólkurframleiðslan hefur undanfarin ár ver- ið í kringum 105 milljónir lítra og hafa afurða- stöðvar verið að kaupa mikla umframmjólk af bændum. Snorri segir að með svo mikilli aukn- ingu geti þetta breyst. Hann bendir á að vegna nýs mjólkursamn- ings fyrir næsta verðlagsár muni kúabændur fá hlutfallslega minna í ríkisstuðning fyrir hvern framleiddan lítra en þeir hafa fengið. Hætt sé við að verð á mjólkurkvóta lækki og bændur þurfi að hagræða hjá sér í rekstri. Síðustu við- skipti með kvótann voru á rúmar 400 krónur fyrir lítrann en voru 263 krónur í upphafi síð- asta verðlagsárs. Meðalverð síðasta árs var um 350 krónur. Landbúnaðarráðherra eykur mjólkurkvóta um fimm milljónir lítra Fjögurra milljarða fram- leiðsluverðmæti til bænda Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Kúabændur áforma útflutning á skyri, smjöri og ostum JAMES Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í ræðu sem hann flutti á fundi Varðbergs, Samtaka um vestræna samvinnu, í gær, að varnarsamningurinn frá 1951 væri mikilvægur fyrir báða aðila og að Bandaríkjamenn litu svo á að ábyrgð þeirra á vörnum Íslands væri jafnmikil og áður. „Markmið okkar hlýtur að vera að tryggja íslenskum almenningi hámarksvernd án þess þó að það komi, á ósanngjarnan hátt, nið- ur á bandamönnum okkar eða skatt- borgurum,“ sagði hann. Gadsden sagði einnig að það myndi koma Íslendingum mjög til góða, í varnarmálum, ef þeir hefðu sína eigin rannsóknarstofnun í varnar- og ör- yggismálum. Hann lagði reyndar til að Íslendingar kæmu slíkri stofnun á fót. Það væri löngu tímabært. Slík stofnun gæti m.a. lagt áherslu á vand- aða umræðu um hlutverk Íslands í Atlantshafsbandalaginu og helstu strauma og stefnur í alþjóðaöryggis- málum. Sendiherrann fjallaði einnig um samskipti landanna í menntamálum, vísindum og viðskiptum. Hann sagði m.a. að einn helsti vísindamaður NASA, bandarísku geimvísindastofn- unarinnar, hefði komið til Íslands, síð- ustu átján ár, til að skoða Surtsey og aðra staði. NASA teldi að Ísland væri kjörinn vettvangur til jarðrannsókna. Gadsden sagði einnig að bandarískir fjárfestar leituðu í auknum mæli hingað til lands. Nefndi hann m.a. Al- coa og Norðurál í því sambandi. Hann sagði að íslenskir fjárfestar leituðu þó í meiri mæli til Bretlands og hinna Norðurlandanna en til Bandaríkj- anna. Með þeirri þróun gætu íslensk fyrirtæki og fjárfestar verið að missa af stórum tækifærum; bandarískur markaður væri kraftmikill og hag- vöxtur meiri en í Evrópusambandinu. Sendiherra Bandaríkjanna um varnarmál á fundi Varðbergs Hámarksvernd á sanngjarnan hátt Íslendingar setji á fót rannsóknar- stofnun í varnar- og öryggismálum Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Skilaboð hengd á 11 brýr í nótt BORÐAR með hvössum spurn- ingum og hvatningarorðum til öku- manna voru hengdir á 11 brýr á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. „Ertu fréttaefni morgun- dagsins?“ er m.a. spurt og vísað til þess að dagblöð flytja fréttir af ljót- um umferðarslysum og birta jafnan nöfn og myndir þeirra sem farast. Auk þess verða gámar með fyrr- nefndri spurningu settir upp á fjór- um stöðum á landinu. Ef þessi áróður skilar sér ekki eiga þeir sem aka of hratt í sumar enn frekar á hættu að verða teknir af lögreglu því í gær var undirrit- aður samningur milli Umferðar- stofu og ríkislögreglustjóra um að löggæsla á þjóðvegum verði aukin um 100% næstu þrjá mánuðina. 40 milljónum verður varið til þessa aukna eftirlits. | MiðopnaMorgunblaðið/Júlíus Samevrópskar reglur auka réttindi farþega Erfiðara að neita farþegum um far SAMEVRÓPSKAR reglur um skaðabætur til handa farþegum sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður tóku gildi þann 21. júní síðastliðinn með reglugerð nr. 574/2005 sem innleiðir í íslenskan rétt reglugerð Evrópusambandsins nr. 261/2004. Talsmenn íslensku flugfélaganna hafa sagt í Morgunblaðinu að hinar nýju reglur muni ekki hafa miklar breytingar í för með sér fyrir ís- lensku flugfélögin. Reglugerð Evrópuþingsins leysir af hólmi eldri reglugerð frá 1991 og eru helstu breytingarnar þær að reglugerðin nær til alls farþega- flugs en eldri reglugerðin náði ein- ungis til áætlunarflugs. Þá nær reglugerðin einnig til flugs frá ríkj- um utan EES til sambandsríkja að því gefnu að um flugrekanda með flugrekstrarleyfi innan Evrópu- sambandsins sé að ræða. Greiði skaðabætur Reglugerðin hefur það einnig í för með sér að flugfélögum er gert mun erfiðara um vik að neita far- þegum um far. Þannig þurfa flug- félög nú að ná samningum við aðra farþega um að gefa eftir sæti sín gegn greiðslu áður en nokkrum er vísað frá en ef flugfélög eða ferða- skrifstofur neyðast til að vísa frá farþegum eru þau skuldbundin til að greiða skaðabætur allt að 600 evrum, eftir lengd flugs. Þá ber flugfélögum og ferðaskrifstofum að lágmarka óþægindi flugfarþega þegar ferðum er aflýst eða þeim er neitað um far. Flugfélög skulu einnig greiða fyrir farþegum á meðan á töf stendur og á þetta við um fæði og hótelgistingu ef farþegi þarf að dvelja yfir nótt. Þegar seinkun varir meira en fimm stundir skal farþeginn eiga rétt á endurgreiðslu þurfi hann að hætta við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.