Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar                 !"    # $$$     %   &' ()'  * +   ',,- ',- VOLKSWAGEN Passat á sér langa sögu. Hann kom fyrst á markað 1973 og um leið urðu þau tímamót hjá VW að framleiðsla hófst á framhjóla- drifnum bílum. 1996 kom bíllinn í gerbreyttri mynd og setti nýjan stað- al hvað varðar stærð, útbúnað og aksturseiginleika í D-stærðarflokkn- um. Í sumar var síðan kynnt sjötta kynslóð bílsins og hann er stærri, breiðari og með meira hjólhafi en fyrri kynslóð og auk þess umtalsvert betur búinn. Og nú hefur sú fjöður bæst í hatt VW að Passat hefur feng- ið fimm stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP, og sérlega góða út- komu hvað varðar öryggi barna sem ferðast í bílnum. Óhætt er að segja eftir þó nokkur kynni af nýjum Passat að Volks- wagen hefur enn tekist að setja nýj- an staðal í búnaði og frágangi á bíl í D-stærðarflokki en jafnframt náð að gæða þennan áður fyrr virðulega bíl sportlegri ásýnd en áður. Þar kemur ekki síst til alveg nýr framendi (sem svipar óneitanlega til systurmerkis- ins Audi), mikill bogi á þakinu og óvenjulegur frágangur á afturenda, þ.e. ljósabúnaði. Þrjár gerðir af dísilvélum í boði Sem fyrr er Passat boðinn í fjórum búnaðarútfærslum, þ.e. Trendline, Comfortline, Sportline og Highline. Ólíkt flestum öðrum framleiðendum hefur VW ekki framleitt Passat nema í tveimur gerðum, þ.e.a.s. sem stallbak og langbak. Ekki hefur verið þróaður hlaðbakur eða þrennra dyra coupé-útfærsla. Passat af sjöttu kyn- slóðinni hefur frá því hann var kynnt- ur um mitt sumar eingöngu verið fá- anlegur sem stallbakur en innan tíðar sýnir Hekla langbaksgerð bíls- ins. Passat er boðinn með fjórum gerð- um bensínvéla hér á landi, 1,6 l, 115 hestafla, 2,0 l FSI, 150 hestafla og sömu vél með forþjöppu sem skilar þá 200 hestöflum, sem er sama vélin og í VW Golf GTI. Aflmesta gerðin er svo 3,2 lítra, V6 vél sem skilar 250 hestöflum. Þá eru í boði þrjár dísil- vélar; 1,9 l, 105 hestafla, 2,0 l, 140 hestafla (320 Nm) og 2,0 l, 170 hest- afla (350 Nm). Prófaður var á dögunum bíll í Comfortline-útfærslu með 140 hest- afla dísilvélinni og sex þrepa DSG- gírkassa (sjá rammagrein hér til hlið- ar). Óhætt er að segja að bíllinn hafi strax komið ánægjulega á óvart fyrir mikið vélarafl. 140 hestöfl eru svo sem engin stórtíðindi í bíl af þessari stærð en þegar haft er í huga að hér er á ferðinni dísilvél, og þó ekki nema 2ja lítra að rúmtaki, þá er þetta hest- aflatala sem vekur athygli. En það er auðvitað fyrst og fremst togið í vél- inni sem gerir þennan bíl að hálf- gerðri rakettu. Laðar fram ánægjubros Þetta er bíll sem laðar fram ánægjubros á þungbrýndustu mönn- um þegar þeir aka honum í fyrsta sinn. Það heyrist vissulega „dísil- glamur“ í vélinni í lausagangi en um leið og ekið er af stað dettur allt í dúnalogn, nema hvað ef menn gæta sín ekki á inngjöfinni er hætt við því að þeir spóli með látum í upptakinu, eða allt þar til ESP-kerfið tekur yfir. Millihröðunin er líka athyglisverð. Það er nánast ekkert þjöppuhik að finna og vinnslan er þétt og jöfn á breiðu snúningssviði, eða alveg frá um 1.800 snúningum upp í um og yfir 3.000 snúninga. DSG-skiptingin er lungamjúk og menn verða ekki varir við skiptingarmynstrið, nema þeir taki sjálfir af skarið og handskipti bílnum. Fyrir vikið er Passat 2.0 TDI líka þægilegur í þjóðvegaakstri þeg- ar þær aðstæður geta skyndilega komið upp að þörf er fyrir mikla millihröðun við framúrakstur. Sam- spilið milli þessarar 2ja lítra dísilvél- ar og DSG-gírkassans er líka eftir- tektarvert. Það er eins og sjálfskiptingin sé sífellt leitandi og þar af leiðandi hikandi í lágsnúningi eftir besta hlutfallinu allt þar til öku- maður tekur af skarið og gefur bíln- um inn. Með styttri gírskiptitíma og kjör- hlutfalli hverju sinni dregur úr eyðslu bílsins um leið og viðbragðið eykst. Aksturstölvan í bílnum sýndi reyndar vel yfir 9 lítra eyðslu á hundraðið en hafa ber í huga að mestanpart var ekið innan borgar- markanna og það var ekki stundaður sparakstur. Uppgefnar eyðslutölur frá VW eru reyndar sléttir 9 lítrar í borgarakstri en 6,6 lítrar í blönduð- um akstri. Þetta getur svo farið alveg niður í 5,3 lítra í þjóðvegaakstri ef menn vanda sig. Áður hefur verið fjallað um búnað, pláss og aksturseiginleika Passat á þessum vettvangi og nægir að segja hér að allar breytingar sem urðu á bílnum eru til batnaðar og miða að því að gera hann eigulegri en áður. Það sem kom hvað mest á óvart þeg- ar nýr og stærri Passat var kynntur var verðið. Bíllinn hækkaði óveru- lega í verði þrátt fyrir allar umbætur. Verðið rúmar 2,9 milljónir króna Af þeim vélum sem undirritaður hefur prófað hefur hann heillast mest af 2,0 lítra dísilvélinni, 140 hestafla. Þetta er togmikil vél og með DSG- gírkassanum skilar hún eftirtektar- verðri vinnslu á breiðu snúningssviði. Þess vegna er það ekkert nema til- hlökkunarefni að prófa 170 hestafla vélina, þegar hún býðst síðar á þessu ári hér á landi. Verðið á VW Passat 2.0 TDI í Comfortline er 2.915.000 kr. Talsvert ríkulegur staðalbúnaður fylgir þess- ari útfærslu, en þó ekki álfelgur. Þarna má nefna hluti eins og þoku- ljós, 6 öryggispúða, aftengjanlega spólvörn, ESP-stöðugleikastýringu, diskahemla á öllum hjólum, raf- magnshandbremsu, stiglausa hæðar- stillingu á ökumannssæti, loftkæl- ingu, aksturstölvu og fleira. Morgunblaðið/Jim Smart Ný kynslóð Passat er nú fáanleg með dísilvélum, þ.á m. 140 hestafla. Dísilvél sem kemur á óvart REYNSLUAKSTUR Volkswagen Passat Guðjón Guðmundsson 2ja lítra dísilvélin togar mest 320 Nm og skilar mikilli vinnslu. gugu@mbl.is Vél: Fjögurra strokka, 1.968 rúmsentimetrar, forþjappa, millikælir. Afl: 140 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 320 Nm við 1.800 snúninga á mínútu. Gírskipting: Sex þrepa DSG-skipting (Direct Shift Gearbox). Hröðun: 9,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 206 km/klst. Eyðsla: 9 lítrar innan- bæjar, 5,3 lítrar í þjóð- vegaakstri (skv. VW). Lengd: 4.765 mm. Breidd: 1.820 mm. Hæð: 1.472 mm. Eigin þyngd: 1.476 kg. Farangursrými: 565 lítrar. Hemlar: Diskahemlar, kældir að framan. Dekk og felgur: 205/55 R16 V. Olíuskipti: 30.000 km. Verð: 2.915.000 kr. Umboð: Hekla hf. Volkswagen Passat 2.0 TDI Comfortline VOLKSWAGEN býður upp á DSG- sjálfskiptingu í Golf og Passat, en þessi skipting er ólík öðrum skipt- ingum að því leyti að í henni er tvö- faldur kúplingardiskur. DSG- skiptingin býr yfir öllum kostum góðrar sjálfskiptingar, þar á meðal handskiptivali milli sex þrepa. Skiptingin er með tvöföldum kúp- lingardiski þannig að skipt er um gír án þess að bíllinn missi kraft. DSG- skiptingin kom fyrst fram í sportlegri útgáfu af Golf, en með henni var hægt að skipta mjög hratt og lip- urlega. Drifbúnaðarsérfræðingar Volkswagen hafa síðan lagað stig- lausu DSG-sjálfskiptinguna að öfl- ugum dísilvélum. Rafeindabúnaður er nýttur til þess að virkja vélina sem best og hámarka afköst hennar. Hún togar því kröftugar en venjulegar dísilvélar við lítinn snúningshraða og ekki þarf að auka hann til þess að bæta fyrir það skrik sem einkennir hefðbundna átaksbreyta. Verkfræðingunum hefur tekist að samræma TDI (forþjöppudísilvélar) og DSG til þess að skila hámarks- afköstum í Golf, Golf Plus, Touran og nýja Passatinum. DSG-skiptingin kom á markað í upphafi árs 2004 og þegar hafa rúmlega 150.000 viðskiptavinir valið hana í bíla sína hjá Volkswagen. Helsti kostur tvöföldu skipting- arinnar er sá að hún er jafn skilvirk og beinskipting vegna vélrænu afl- skiptingarinnar. Stiglausa DSG- sjálfskiptingin skiptir einnig á milli gíra án þess hnykks sem er óhjá- kvæmilegur í skiptingum með ein- földum kúplingardiski. Mjög auðvelt er að stjórna skiptingunni sem leiðir meðal annars til þess að viðbragð er ákjósanlegt þegar tekið er af stað til þess að koma í veg fyrir tap í tog- krafti af völdum forþjöppunnar. Stuttan tíma tekur að skipta um gír, eða aðeins 40 millisekúndur, auk þess sem hægt er að sleppa fleiri en einum gír þegar verið er að skipta niður. Hagstæðasti gírinn er valinn en það getur verið breytilegt þegar not- ast er við hefðbundna átaksbreyta. Besta val á gír dregur úr eldsneyt- iseyðslu öfugt við hefðbundna átaks- breyta sem auka eldsneytiseyðslu. Ökumenn dísilbifreiða þekkja kost- ina við notkun dísilvéla með tilliti til eldsneytiseyðslu þegar ekið er og skipt um gíra við lægsta mögulega snúningshraða. Stiglausa DSG- sjálfskiptingin nýtir sér þetta í TDI- vélinni, sem boðin er í Golf og Pas- sat. Togkraftur eykst við lágan snúningshraða en það tryggir að vél- in getur alltaf togað fullnægjandi. Rafeindabúnaðurinn sér um afgang- inn. Innspýtingunni er stýrt af svo- kölluðum „dynamic pilot control“ búnaði þannig að allt að 15% meiri togkraftur en annars er til staðar þegar snögglega þarf að skipta um gír. DSG-skipting með tvöföldum kúplingardiski

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.