Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali Getum útvegað nokkrar FORD ESCAPE XLT 4X4 bifreiðar frá Hertz í USA. Bílarnir eru 2005 árgerð, í óaðfinnanlegu ástandi. Eknir 35 til 45 þús. km. Vel búnir þægindum s.s V6 3000cc vél, 200 hestöfl, loftkælingu, CD spil- ara, Cruise Control, ABS, sjálfskiptingu o.m.fl. Verðið er aðeins 2.299.000 kr. Fyrir 99 þúsund aukalega getum við boðið ábyrgð frá íslensku trygg- ingafélagi til 130.000 km eða til þriggja ára. Afgreiðslutími er um 6 vikur. FORD ESCAPE 2005 Á ÓTRÚLEGU VERÐI! Frekari uppl. veitir Magnús í síma 891 8277 ÞRÁTT fyrir að verðlag sé almennt mjög hátt hérlendis, ekki síst vegna þess hversu hátt gengi er á íslensku krónunni, koma ferðamenn til lands- ins eftir sem áður, og kannski í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Hátt verð- lag hefur þó haft sýnileg áhrif nú þeg- ar, því minna sést orðið af „bakpoka- ferðalöngum“ en þeim mun meira af ferðamönnum sem hafa meiri fjárráð. Erlendir ferðamenn hafa undan- farin ár, eða jafnvel áratugi, fyrst og fremst ferðast með hópferðabílum um landið í allt að tveggja vikna ferðalögum sem ýmist eru kringum landið s.s. um hringveginn, eða um hálendið. En einnig þetta ferða- mynstur er að taka á sig breytingar. Styttri ferðir og minni hópar Ólöf V. Bóasdóttir, framkvæmda- stjóri Hópferðamiðstöðvarinnar – Vestfjarðaleiða, segir að nokkuð erfitt sé að átta sig á því hvort breyting sé að verða á þessu ferðamynstri þar sem fyrirtækið sé fyrst og fremst að aka fyrir ferðaskrifstofur með hópa í löngu ákveðnar ferðir. Umfang í akstri sé svipað og undanfarin ár en athygli veki að hóparnir séu minni, þ.e. færri í hverjum hóp, og eins vilji erlendir ferðamenn ferðast í styttri ferðum en áður. „Fyrir áratug og lengur voru 10 og 12 daga hringferðir langalgengastar og farið var á 50 manna bílum, en þessar ferðir heyra nú til undantekn- inga. Í þessar 12 daga ferðir duga nú oftast 12 til 15 manna bílar. Vegakerf- ið hefur batnað, netnotkun hefur auk- ist og þar með er fólk orðið sjálfstæð- ara. Margir þessara erlendu ferðamanna vilja fara í 5 til 6 daga skipulagða ferð en eru hérlendis í a.m.k. tvær vikur og taka mjög oft bílaleigubíl á leigu hinn helming dval- artímans og ferðast á eigin vegum. Það er helsta breytingin sem er að verða á ferðamynstri erlendra ferða- manna að mínu mati. Þetta er auðvit- að gott fyrir einyrkja í ferðaþjónustu, s.s. bændur, sem bjóða upp á fá gisti- rúm, en aukning bílaleigubíla hefur aukið nýtinguna hjá þeim. Ef ég ber saman sumarið nú við síðasta sumar finnst mér að bílar með 40 sætum hafi ekki stoppað einn einasta dag en í dag hafa 9 og upp í 30 sæta bílar ekki stoppað einn einasta dag. Þeir hafi verið á snúningi allt sumarið í ár, og eru enn. Svo er það algjör undantekning að sjá gangandi ferðamann með bak- poka ferðast um landið. Ferðalangur- inn sem gekk um með bakpoka og gisti þar sem hann gat drepið niður fæti heyrir nánast sögunni til. Hann hefur ekki efni á að koma til Íslands vegna verðlagsins. Mér finnst líkleg- ast að því valdi m.a. aukning í reið- hjólum og svo koma margir með sína bíla eða húsbíla og svipuð farartæki með sér til Seyðisfjarðar með Nor- röna. Samsetning hefur breyst hægt og rólega,“ segir Ólöf V. Bóasdóttir. „Landið er orðið dýrara, bæði þjón- usta, matur og gisting, svo eðlilega hefur samsetning ferðamannahópa breyst. Hins vegar eru erlendir ferða- menn almennt mun skipulagðari en við Íslendingar, þeir ákveða kannski með þriggja ára fyrirvara að ferðast til Íslands, og láta ekki hækkandi verðlag breyta þeirri ákvörðun. Mér finnst að hlutfall Þjóðverja hér hafi minnkað í samburði við önnur þjóð- erni. Það er kannski vegna þess að þeir hugsi meira um verðlagið.“ Fleiri nýir hópferðabílar – Hefur rútuflotinn endurnýjast markvisst á síðustu árum? „Já, umtalsvert síðustu tvö ár. Því valda ákveðnir þættir, s.s. með eftir- gjöf í virðisaukaskatti en þá sáu menn ekki fyrir þessa gríðarlegu olíuverðs- hækkun og eins áttu menn ekki von á að það bættist virðisaukaskattur ofan á vörugjald. Svo hefur gengið verið hagstætt til innflutnings á hópferða- bílum síðasta ár, jafnvel síðustu 18 mánuði. Smíðaðir hafa verið bílar fyr- ir íslenska aðila t.d. í Portúgal og á Spáni jafnframt smíði hér heima, og svo hefur orðið gífurleg breyting á samsetningu flotans, ekki síst vegna aukinnar komu skemmtiferðaskipa til landsins, en ferðir með farþega þess- ara skipa austur að Gullfossi og Geysi eða eitthvað annað hafa kallað á sér- stakar gerðir hópferðabíla.“ „En því miður er of lítið um það að gamlir bílar detti út vegna þess að þegar t.d. hluthafi hjá Hópferðamið- stöðinni selur bíl og kaupir nýjan í staðinn þá fer gamli bílinn oftast í samkeppni við seljandann og fleiri. Fólk vill mjög góða þjónustu og mjög góða bíla en vill ekki borga lægra gjald fyrir eldri bíl, heldur lægra gjald fyrir nýju bílana! Það er því ekki við lýði neitt úreldingardæmi svipað og tíðkast við endurnýjun fiskiskipaflotans. Það er því miður allt of lítið um það að eldri bílarnir fái ein- hvers staðar „gröf“. Fólk byrjar að leita að lægsta verðinu, síðan kemur góð þjónusta en vill fyrir lægsta verð fá nýrri bíla. Það helst hins vegar alls ekki alltaf í hendur.“ – Hefur dregið úr fjölda erlendra ferðamanna hingað til lands í sumar að þínu mati? „Nei, ég held ekki þrátt fyrir allt. Sumarið hefur verið býsna gott og svo fagnar maður því að það hefur verið til þessa slysalaust hjá okkur. Það eru ekki færri ferðamenn, aukningin er í útleigu á bílaleigubílum en ferðamenn skila sér í minna mæli í rúturnar,“ segir Ólöf V. Bóasdóttir. Aldrei fleiri bílaleigubílar með útlendinga Örn Magnússon, bílstjóri hjá Hóp- ferðabílum Jónatans í Mosfellsbæ, segist hafa grun um að hlutfall ferða- manna sem velji frekar að leigja bíl en fara með rútu sé að aukast jafnt og þétt. Einnig sé erfitt að gera sér grein fyrir þróuninni vegna þess að rútun- um hafi fjölgað umtalsvert. En í sum- ar hafi verið miklu meira um bíla- leigubíla á þjóðvegunum og inni á hálendinu en undanfarin sumur. „Ég hef aldrei séð eins mikið af bílaleigubílum með útlendinga á hefð- bundum ferðamannastöðum eins og t.d. við Gullfoss, Akureyri, Hljóða- kletta, Víðimýrarkirkju, Skaftafelli og víðar. Þegar ég er að aka um há- lendið mæti ég stundum útlendingum á fólksbílum á leiðum sem ekki eru taldar færar fólksbílum auk þess sem akstur þar fer mjög illa með bílana. Ég hef lent í því að fá fólk sem er á leið inn í Þórsmörk á litlum bílum til þess að snúa við, sumir hafa tekið því vel en aðrir hlusta ekki á neinar for- tölur. Enda er mér í raun alveg sama þó þeir standi fastir í einhverri sprænunni!“ segir Örn Magnússon. Bergþór Karlsson, framkvæmda- stjóri Reykjavíkurdeildar Bílaleigu Akureyrar, segir að kröfur ferða- manna séu að breytast. Þeir séu fyrst og fremst í smærri hópum og taki oft- ar saman á leigu bíl. Það hljóti að koma niður á umfangi rútuferða. Lægra verð á bílaleigubílum „Það er áþreifanleg aukning hjá okkur sem og öðrum bílaleigum frá í fyrra þó heildarfjöldi ferðamanna hafi ekki aukist að neinu marki. Ferðalög inn á hálendið hafa þó ekki aukist neitt en það er hins vegar mjög slæmt hversu margir reyna að fara um há- lendið á smærri bílum, eins og t.d. Toyota Yaris, og lenda oft í vandræð- um þegar þeir eru komnir inn á Sprengisand. Okkur finnst einnig það hið versta mál að ferðamenn skuli aka um Kjöl á litlum bílum en Vegagerðin á þar nokkra sök á. Hún breytti merkingu vegarins frá fjallvegi til sveitavegar vegna þess að þar er ekki lengur nein óbrúuð á, og það sjá út- lendingarnir og telja óhætt að fara þá leið þótt vegurinn sé fjarri því að vera góður. Við bönnum okkar leigutökum að aka Kjöl á fólksbílum. Aukninguna í leigu bíla má kannski að hluta til rekja til þess að verð á bílaleigubílum hjá okkur hefur farið lækkandi sem og hjá öðrum bílaleig- um. Á sama tíma er verð á sæti í rútu að hækka og ég veit að mörgum hugn- ast þessi ferðamáti ekki eins vel og oft áður,“ segir Bergþór Karlsson. Þrjár stærstu bílaleigurnar, Bíla- leiga Akureyrar, Hertz og Avis/Bud- get, eru með svipaðan bílafjölda, eða um 1.000 bíla hver fyrir sig. Ferðamynstur erlendra ferðamanna um landið hefur smám saman tekið breytingum Morgunblaðið/Hilmar Bragi Löngum hefur tíðkast að erlendir ferðamenn hópist í rútuferðir sem nú eru á undanhaldi þegar þeir kjósa í auknum mæli að ferðast á eigin vegum í bílaleigubíl. Morgunblaðið/RAX Taka í auknum mæli bílaleigubíl í stað rútu Erlendir ferðamenn hafa löngum farið um landið í rútum. Geir A. Guðsteinsson kannað breytingar á þessari tilhögun þeirra en nú aka ferðalangarnir sífellt meira um landið í bílaleigubílum KROYMANS Hummer Europe er nafn á hollensku fyrirtæki sem mun í framtíðinni selja Hummer í Evr- ópulöndum. Verða bílarnir framleiddir í verksmiðju í Suður-Afríku og á fram- leiðslan að hefjast þar seint á næsta ári. Kemur þetta fram í bílatímaritinu Automotive News Europe. Hollenska sölufyrirtækið verður eina Hummer-umboðið fyrir 22 Evr- ópulönd innan ESB auk Íslands, Nor- egs og Sviss. Kroymans fyrirtækið stofnaði Evrópudeildina eftir að hafa skrifað undir samning um dreifinguna í Evrópu við GM. Kroymans annast einnig sölu á Cadillac í 32 Evr- ópulöndum. Fyrirtækið byrjar raunar sölu á Hummer í Belgíu, Þýskalandi, Lúxemborg og Hollandi. Þeir bílar eru framleiddir í Bandaríkjunum og hafa ekki gerðarviðurkenningu fyrir Evr- ópu, en hver og einn bíll er tekinn út. Fyrirtækið hefur ekki gefið út vænt- anlegar sölutölur en blaðið telur að á milli 5 og 10 þúsund Hummer bílar geti selst í Evrópu á ári hverju. Hummer frá Suður- Afríku til Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.