Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 8
8 B FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
HÁ
MA
RKS
GÆ
‹I
Á F
RÁ
BÆ
RU
VER
‹I!
REYKJAVÍK · HAFNARFIR‹I · AKUREYRI · REY‹ARFIR‹I · EGILSSTÖ‹UM
AUTOMAN LOFTPRESSUR
A
lþjóðarallinu Rally Reykja-
vík lauk síðasta laugardag
og þá höfðu ökuþórarnir
lagt að baki meira en 1000
km með mörgum sérleið-
um sem voru bæði erfiðar og krefj-
andi. Þessar sérleiðir lágu um allt
suðvesturhorn landsins.
Á fimmtudeginum var byrjað á
Djúpavatnsleið í suður og síðan var
Krísuvíkurleiðin ekin norður. Tvær
stuttar sérleiðir voru þessu næst ekn-
ar í Gufunesi. Á föstudeginum var ek-
ið um Hekluleið, Dómadal og Tungn-
árleið. Þessar leiðir voru síðan eknar
til baka og reyndust mörgum kepp-
andanum erfiðar. Þó þær séu fallegar
er ólíklegt að erlendu keppendurnir,
sem voru tíu, hafi mikið getað notið
þess því ökumaðurinn hefur átt fullt í
fangi með að halda bílnum á veginum
og aðstoðarökumaðurinn upptekinn
við að lesa leiðarlýsinguna fyrir hann.
Á laugardeginum var ekið fram og
til baka um Tröllháls, Kaldadal og
Uxahryggi. Stutt sérleið var við Geit-
háls og rallinu lauk svo með akstri um
Kleifarvatn og Djúpavatn.
Sprungin dekk örlagavaldar
Sigurður Bragi Guðmundsson og
Ísak Guðjónsson sigruðu í rallinu og
tryggðu sér með því Íslandsmeistara-
titilinn í Rally 2005. Forskot þeirra er
orðið slíkt að enginn annar keppandi
á möguleika á að ná þeim þó svo að
ein keppni, haustrallið, sé eftir. En
sigur Sigurðar Braga og Ísaks var
ekki fyrirhafnarlaus því að á fimmtu-
dag á stuttri sérleið í Gufunesi brutu
þeir hjöruliðskross í drifskafti og gátu
rétt hökt leiðina á enda.
„Við lentum skelfilega í því. Þetta
er alls ekki sú byrjun sem við vorum
að vonast eftir,“ sagði Sigurður Bragi
síðar. „Við náðum 43 sekúndna for-
skoti á tveimur fyrstu leiðunum en í
upphafi þeirrar þriðju brotnaði drif-
skaftið og við töpuðum 400 sekúndum
og höfum því dregist verulega aftur
úr. Staðan okkar á fimmtudagskvöld-
ið var eins og að vera 6–0 undir í fót-
boltaleik, ef svo má að orði komast.“
Sigurður Bragi og Ísak börðust
áfram og af miklu harðfylgi tókst
þeim að vinna sig aftur upp og taka
forystuna. Á Tungnárleið sprengdu
Sigurður Bragi og Ísak dekk en urðu
tiltölulega fljótlega varir við það og
með því að aka varlega og gæta þess
að taka ekki skarpar beygjur tókst
þeim að halda dekkinu á felgunni og
klára leiðina án þess að tapa miklum
tíma.
Það sama verður ekki sagt um
Guðmund Guðmundsson og Jón
Bergsson sem börðust við Sigurð
Braga og Ísak um sigurinn, en þeir
sprengdu einnig á Tungnaá.
Neyddust til að skipta um dekk
„Við reyndum að keyra á sprungnu
og komumst um 8 km,“ sagði Guð-
mundur. „Þá var bæði dekkið og felg-
an farin undan bílnum svo að við
neyddumst til að stoppa og setja
varadekkið undir. Við töpuðum fjór-
um til fimm mínútum á þessu. Ef við
hefðum getað klárað leiðina á
sprungnu hefðum við e.t.v. tapað
tveimur mínútum og það munar öllu í
svona slag. Það kostaði okkur of mik-
ið og svo bilaði aftur. Pústgreinin
brotnaði við túrbínuna svo að hún
varð óvirk og við höfðum ekki nema
nokkur hestöfl, svona rétt til að koma
okkur áfram.
Við erum ánægðir yfir að hafa get-
að klárað keppnina í dag. Í svona slag
má ekkert koma uppá en við vorum
þó með nokkuð öruggt forskot á
þriðju menn,“ bætti Guðmundur við.
Sigurður Bragi var himinlifandi yf-
ir að hafa landað Íslandsmeistaratitl-
inum og vonaðist til að kveða niður
gamlan draug með því.
„Ég var nálægt því að vinna titilinn
1998. Þá voru nokkrir kílómetrar eftir
þegar dekk sprakk hjá mér svo að ég
missti af titlinum. Ég hélt að ég yrði
svekktur yfir þessu í nokkra daga en
hef komist að því að ég er alltaf jafn
svekktur þótt árin hafi liðið. Eina
lækningin við þessu var að ná titlinum
og nú er það orðið staðreynd svo að ég
losna vonandi við þennan draug úr
kollinum á mér.“
Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson lögðu mikla áherslu á að vinna forskot á keppi-
nauta sína, strax á fyrstu sérleið Reykjavíkurrallsins sem lá um Djúpavatnsleið.
Sighvatur Sigurðsson og Andrés F. Gíslason mættu með glænýjan bíl í rallið, Land-Rover Tomcat, en
þeir lentu í bilunum strax á fyrstu sérleið og urðu að sætta sig við að detta úr keppni.
Sigurður Bragi og Ísak
orðnir Íslandsmeistarar
!"#
$
%#
&
'()
)*
%
!"
+
+
,"
+
-
. %/
0
# &&
1
,
2 ( 1 34"%
/
/ 5446
3
5
7
8
6
9
:
;
<
34
64
7;
54
38
<=6
<
:
9
6
6
..>-
?#6
@ 0AB
&;4 D) >?
> A>%
D) >
E
)
D) 3944
D) > 3944
Ljósmynd/JAK
Ísak Guðjónsson og Sigurður Bragi Guðmundsson fögnuðu sigri í Alþjóðarallinu
og nýlönduðum Íslandsmeistaratitli á viðeigandi hátt á Austurvelli.
Ísak Guðjónsson fylgist áhyggjufullur með aðstoðarmönnum sínum þegar þeir
keppast við að gera við Mishubishi Lancer Evo5 bílinn í tveggja klukkustunda
viðgerðarhléi sem keppnisliðin fengu í lok fyrsta keppnisdagsins.
JAK@ismennt.is