Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 9

Morgunblaðið - 26.08.2005, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 B 9 bílar Toyota Rav 4, 1.8 vvti, 4x2, ný- skráður 5/2002, ekinn 81 þús. km, grár, 5 gíra, krókur. Verð 1.550.000. Einn eigandi. Toppbíll. Toyota Land Cruiser VX 3.0, dies- el, nýskráður 7/2000, ekinn 139 þús. km, sjálfsk., grár, krókur, leður, 33" breyttur. Verð 2.790.000. 421 4888 REYKJANESBÆ Toyotasalurinn - Njarðarbraut 19 - Reykjanesbæ 421 4888 Toyota Land Cruiser VX 100, nýskr. 5/2000, ekinn 195 þús. km, sjálfsk., grár, krókur, thems kastaragrind, topplúga, 7 manna. Verð 3.900.000. Ath. skipti. Toyota Rav 4, nýskráður, 2/2003, ekinn 56 þús. km, sjálfsk., blár, húddhlíf, krókur, stuðaragrind. Verð 2.370.000. Ath. skipti. Glæsilegur bíll. Hyundai Santa Fee V6, nýskr. 7/2003, ekinn 49 þús. km, sjálfsk., svartur, krókur, vind- skeið, húddhlíf, 30" dekk, stig- bretti. Verð 2.490.000. Toppbíll. Toyota Rav 4, nýskr. 7/2001, ek- inn 97 þús. km, sjálfskiptur, hvít- ur, krókur. Einn eigandi. Verð 1.650.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser GX, árg. 1997, ekinn 215 þús. km, sjálf- skiptur, blár, krókur, nýleg dekk, 35" breyttur. Verð 1.590.000. Engin skipti. Toyota Land Cruiser VX, árg. 1997, ekinn 201 þús. km, sjálfsk., hvítur, átta manna. Góður bíll. Verð 1.790.000. Toyota Rav 4, nýskráður, 1/2004, ekinn 20 þús. km, sjálfsk., grár, vindskeið, krókur, sílsarör, stuð- aragrind, filmur. Verð 2.750.000. Ath. skipti. Nissan Patrol 2,8 diesel, ný- skráður, 3/1998, ekinn 173 þús. km, grænn, 5 gíra, krókur, 33" breyttur, topplúga, leður. Verð 1.990.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser LX 3.0 diesel, Common rail, nýskr. 12/2000, ekinn 155 þ. km, svart- ur, sjálfsk., krókur, vindskeið, 35" breittur, toppbíll, Verð 3.050.000. Toyota Rav 4, nýskr. 10/2003, ekinn 32 þús. km, blár, sjálfsk., krókur, topplúga. Verð 2.590.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 90 VX NEW, 3.0 diesel, sjálfskiptur, nýskráður 3/2003, ekinn 68 þús. km, vínrauður, 8 manna, leður, krókur og tengdamömmubox. Verð 4.450.000. Toyota Land Cruiser 90 LX NEW 3.0 diesel, sjálfskiptur, nýskr. 12/2004, ek. 7 þús. km. grár, 35" breyttur, er á 36" dekkjum, krókur, kastaragrind og vindskeið. Verð 5.200.000. Ath. skipti. Eins og nýr. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.bilhraun.is og í síma 565 2727. Rússarnir komnir Gazella 4x4 Með álpalli og sturtum. Sídrifnin með háu og lágu drifi og læstum millikassa. Soosan Jarðvirki ákvað að nota Soosan fleyg í sín verkefni. Soosan fleygar frá 102 kg upp í 3.991 kg. VÉLAVER, sem hefur m. a. umboð fyrir bíla frá Iveco, býð- ur nú Daily-sendibílinn með nýrri tegund gírskiptingar, svonefndri Agile-skiptingu sem er í raun bæði sjálfvirk og handvirk. Er það skipting með sama sniði og verið hefur í boði í stærri vörubílunum frá Iveco um nokkurt skeið. Iveco Daily var fyrst kynntur í núverandi mynd árið 2002 en síðan hafa verið ýmsar viðbætur, m.a. andlits- lyfting og meira val á vélum. Mesta nýjungin er hins vegar skiptingin, Agile, þar sem bílstjórinn hefur val um hvort hann notar hana sem sjálfskiptingu eða handskiptingu og var tekið stuttlega í bíl með þessari skiptingu í vikunni. Hún er sex gíra, hvort sem er handskipt eða sjálfskipt. Agile er frábrugðin öðrum sjálfskiptingum á þann veg að hún er í raun „venjuleg“ skipting án kúplingar, þ.e. öku- maður finnur að gírkassinn skiptir sér, sem er tölvustýrt, en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að kúpla eða hreyfa við gírstönginni, sjálfvirknin kemur hér til skjal- anna. Kjósi bílstjórinn hins vegar að skipta sjálfur er það minnsta mál, gírstöngin er þannig úr garði gerð að hann ýtir aðeins við henni og þá skiptir hún milli sjálfvirkni og handvirkni. Í handvirkninni þarf aðeins að ýta við stönginni fram eða aftur til að skipta milli gíra en eftir sem áður þarf ekki að hafa áhyggjur af kúplingu. Skiptir á hentugasta snúningi Þegar sjálfskiptingin er notuð fer skiptingin fram á hentugasta snúningi, þ.e. miðað er við að aksturinn fari sem sparlegast með eldsneytið og skipt upp þegar snún- ingur vélar er hagstæður. Þá telja framleiðendur að fyrir utan góða eldsneytisnýtingu sé skiptingin endingarbetri og eigi það ekki síður við handskiptimöguleikann, þar sé dregið úr hugsanlegum mistökum ökumanns og þar með geti skiptingin enst betur. Af búnaði í Iveco Daily má nefna hemlalæsivörn, olíu- miðstöð fyrir vél og hús, loftpúðasæti bílstjóra og fjaðr- andi með hitastillingu, samlæsingu með farstýringu og rafstillanlega spegla og rafmagnsrúður. Allt þetta gerir vinnuaðstöðuna nokkuð góða. Iveco með nýju sjálfskiptingunni er fáanlegur með þremur vélastærðum, 2,3 lítra vél sem getur annars vegar verið 96 eða 116 hestöfl ognýrri þriggja lítra vél sem er 16 hestöfl. Bíllinn er boðinn í þremur hæðum, þ.e. að innan- máli, 1,54 m, 1,90 eða 2,10 metrar. Fjórir möguleikar eru í lengd, þ.e. 5,07 m, 5,47 m. 5,99 m og 7,01 metri. Gólf og veggir í flutningarýminu eru tréklæddir og nær klæðningin einnig yfir hjólaskálarnar. Breiddin er samt sem áður næg til að mjaka vörubrettum inní bílinn. Í heild má segja að eftir stutta prófun sé Iveco Daily með þessari nýju skiptingu næsta þægilegur í snúningum í þéttbýlinu. Viðbragðið er nokkuð þokkalegt, að minnsta kosti á létthlöðnum bílnum, og segja má að ef bílnum er rykkt af stað með ríkulegri inngjöf sé fyrsta skiptingin nokkuð höst. Í heild er bíllinn snúningalipur og þægilegur í alllri umgengni. Verðið er 2,7 milljónir króna án virðisauka- skatts. Iveco Daily er nú fáanlegur með sjálfskiptingu sem einnig getur verið handvirk. Iveco-sendibílar með nýrri skiptingu Sæti ökumanns er með góðum stillingum. Hægt er að renna hefðbundnu vörubretti inn í bílinn þrátt fyrir að hjólaskálarnar hafi verið klæddar. joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.