Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 91 02 08 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil FRESHMINT 105 STK. 2 MG FRESHMINT 105 STK. 4 MG Nicorette Ágústtilboð 10% afsláttur FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklings- bundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. GÍSLI Marteinn Baldursson vara- borgarfulltrúi lýsti því yfir á fundi með stuðningsmönnum sínum í Iðnó í gær að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í efsta sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri vegna borgar- stjórnarkosninganna næsta vor. Áð- ur hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, gefið kost á sér í efsta sætið. Gísli Marteinn sagði í samtali við blaðamann eftir fundinn að hann liti svo á að hann væri ekki að bjóða sig fram á móti einum né neinum; enginn ætti nein sæti. Björn Bjarnason hefði verið í fyrsta sæti framboðslista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum og væri enn í því sæti. „Við Vilhjálmur er- um því báðir að bjóða okkur fram í efsta sæti listans,“ sagði hann. „Ég býð mig einfaldlega fram vegna þess að ég hef fundið fyrir því að ég geti aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins um þau prósent sem við þurfum að fá til þess að komast aftur í meiri- hluta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glæsilega sögu í borginni sem fjöldahreyfing, sem flokkur sem all- ir geta kosið jafnvel þó þeir upplifi sig ekki sem harða sjálfstæðis- menn. Við þurfum að ná þeirri stemmningu upp aftur – með mál- efnunum sem við höfum verið að vinna að síðustu fjögur ár, en líka með mönnunum.“ Spurður um helstu áherslumál sín segir hann: „Mín helstu áherslu- atriði eru áhersluatriði sem borg- arstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hefur lagt áherslu á og mun áfram leggja áherslu á. Við erum samhentur flokkur sem er búinn að koma sér upp þéttri málefnaskrá og ég ætla ekki að róa í neina aðra átt. Ég ætla að reyna að vera í stafni í okkar bát, þar sem við öll róum í sömu átt, og byggjum á þeim mál- efnagrunni sem við erum búin að koma okkur upp á undanförnum ár- um. Og við munum fara með hann til sigurs.“ Inntur eftir því hvort hann hafi forystu flokksins á bakvið sig, seg- ist hann telja að hún gefi ekki upp hverja hún styðji. Þegar hann er áfram spurður út í þetta segir hann: „Ég vona að ég sé ekki að gera þetta að minnsta kosti í neinni óþökk flokksforystunnar.“ „Lagast með aldrinum“ Gísli sagði í ræðu, sem hann flutti í Iðnó í gær, að komandi próf- kjör sjálfstæðismanna snerist að sínu viti ekki fyrst og fremst um málefni. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins væri samhent- ur hópur; ekki væri ágreiningur um nein grundvallaratriði. „Við erum öll sjálfstæðismenn og sú stefna sem við höfum unnið eftir undan- farin fjögur ár er stefna okkar allra; sameiginleg stefna sem hvert og eitt okkar í borgarstjórnar- flokknum hefur lagt sitt af mörkum við að móta undir góðri forystu Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar. Í próf- kjöri hljóta kjósendur þess vegna að gera upp hug sinn fyrst og fremst með hliðsjón af því hvaða einstaklingur sé líklegastur til að afla flokknum fylgist út fyrir raðir hörðustu sjálfstæðismanna. Það þarf að gera upp við sig hvaða ein- staklingur sé líklegastur til að tryggja Sjálfstæðisflokknum sigur í komandi kosningum.“ Gísli gerði það síðar að umtals- efni að hann væri „frekar ungur að árum“ eins og hann orðaði það, eða aðeins 33 ára. Hann sagði að ungur aldur hefði oft verið notaður gegn stjórnmálamönnum, t.d. Ásgeiri Ás- geirssyni, þegar hann hefði farið í framboð 29 ára. Ásgeir hefði hins vegar svarað því til á kosningafundi að menn gætu huggað sig við það að „þetta lagaðist með aldrinum“. Gísli sagði ennfremur að þótt hann hefði umtalsverða reynslu af stjórnmálum, m.a. í gegnum há- skólapólitíkina, ungliðastarf Sjálf- stæðisflokksins og nú síðast í gegn- um borgarstjórnarflokkinn, þá væri það vissulega rétt að margir hefðu enn meiri reynslu. „En án þess að gera lítið úr reynslu annarra, þá er það samt þannig að enginn er kos- inn út á það eitt að eiga langa fortíð í stjórnmálum. Menn eru ekki síður og jafnvel fyrst og fremst kosnir vegna þeirrar framtíðar sem þeir bjóða upp á. Með því er ég ekki að segja að reynslan skipti ekki máli; reynsla kjósenda af R-listanum skiptir t.d. höfuðmáli í næstu kosn- ingum.“ Gísli Marteinn Baldursson býður sig fram í fyrsta sætið Telur sig geta aukið fylgi flokksins Morgunblaðið/Kristinn Gísli Marteinn Baldursson ávarpar fjölmennan fund stuðningsmanna sinna í Iðnó síðdegis í gær. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is „ÉG BÝÐ Gísla Martein velkominn í kosningabaráttuna sem fram- undan er,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, en Vilhjálmur gefur eins og Gísli Marteinn Baldursson kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæð- ismanna vegna komandi borg- arstjórnarkosninga. „Í prófkjöri okkar sjálfstæð- ismanna legg ég verk mín og reynslu af borgarmálum undir dóm þátttakenda í prófkjörinu en í öllum mínum störfum í þágu borg- arinnar á und- anförnum árum hef ég lagt áherslu á að vinna fyrir fólk- ið og vinna með fólkinu í borg- inni,“ segir Vil- hjálmur. Hann tekur fram að sjálf- stæðismenn stefni að því að ná meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur „og hrinda í framkvæmd nauðsyn- legum hagsmunamálum borgarbúa og koma betri skipan á stjórn borgarinnar á svo mörgum svið- um,“ segir hann. Gísli Marteinn sagði í ræðu sinni á fundinum í Iðnó í gær að hann hefði þegar rætt við Vilhjálm um þá ákvörðun sína að stefna á fyrsta sætið. Vilhjálmur hefðu tek- ið erindinu sem heiðursmaður. „Við vorum sammála um að hvernig sem prófkjörið færi væru það kosningarnar í vor sem augu okkar ættu að beinast að,“ sagði Gísli. Mun leggja fram verk mín og reynslu í væntanlegu prófkjöri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson STEINUNN V. Óskarsdóttir borg- arstjóri segist ekki kippa sér upp við skrif Össurar Skarphéð- inssonar, þingmanns og fyrrver- andi formanns Samfylkingarinnar, á vefsíðu sinni, en þar átelur hann Steinunni fyrir ummæli hennar um framboð Stefáns Jóns Hafsteins borgarfulltrúa í fyrsta sætið á framboðslista flokksins í Reykja- vík. „Össur hefur í gegnum tíðina haft skoðanir á mönnum og mál- efnum, bæði utan og innan Sam- fylkingarinnar. Ég kippi mér ekk- ert upp við það þótt hann hafi þessar skoðanir á því sem ég sagði.“ Steinunn gefur kost á sér í efsta sætið á fram- boðslista Sam- fylkingarinnar í komandi borg- arstjórnarkosn- ingum, en Stefán Jón sækist einnig eftir því sæti. Innt eftir því hvernig henni lítist á framboð Stefáns segir hún þetta eitt. „Það er búið að liggja lengi í loftinu.“ Kippir sér ekkert upp við skrif Össurar Steinunn Valdís Óskarsdóttir SAMKVÆMT nýrri raforkuspá Orkuspánefndar mun almenn raf- orkunotkun heimila koma til með að aukast á næstu árum sökum fleiri tækja á heimilum og fleiri heimila almennt. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram á allra næstu árum en síðan fari að hægja á henni. En spáin er gerð til næstu 25 ára. Raforkunotkun hefur verið að aukast mikið á undanförnum árum sökum aukinnar stóriðju og enn meiri aukning sé framundan á því sviði. Á næstu árum vex notkun stóriðju um 7.300 GWh og verður komin í 80% af allri raforkunotkun á landinu árið 2009. Almenn heimilisnotkun utan raf- hitunar hefur vaxið hraðar en ráð var fyrir gert en á síðasta áratug hefur hún aukist úr 3,5 MWh/heim- ili í 4,4 MWh/heimili. Helstu orsakir hækkunarinnar eru að tækjum hef- ur fjölgað mikið á heimilum á þessu tímabili svo sem sjónvörpum og tölvum og algengt er að þau séu höfð í biðstöðu fremur en að slökkt sé á þeim, en það kallar á nokkra raforkunotkun. Einnig hefur vægi raforku í útgjöldum heimila minnk- að og af þeim sökum minni hvati til að spara orkuna en áður. Áfram er gert ráð fyrir aukningu í notkun heimila og að hún verði komin í 5,0 MWh/á heimili eftir áratug en standi í stað eftir það. Á spátíma- bilinu er búist við verulegri fjölgun fólks eldra en 40 ára sem gerir það að verkum að heimilum fjölgar hlutfallslega meira en landsmönn- um sem kallar á aukna raforku- notkun. Raforkunotkun hefur vaxið hratt í þjónustu Í atvinnustarfsemi utan stóriðju hefur raforkunotkun vaxið hraðast í þjónustu svo sem í smásöluverslun en í opinberri þjónustu hefur orðið mest aukning í skólum og íþrótta- mannvirkjum sem rekja má til upp- byggingar heilsdagsskóla. Rafskautakötlum hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum í fiskimjölsverksmiðjum og á þann hátt hefur raforka komið í stað olíu og gert er ráð fyrir nokkurri aukn- ingu á því sviði á næstu árum. Mikil aukning hefur verið í raforkunotk- un við byggingastarfsemi á síðasta ári sökum virkjana og stóriðjufram- kvæmda á Austurlandi en sú notk- un nær hámarki árið 2006. Heild- arnotkunin við þær framkvæmdir er áætluð 310 GWh en það er álíka mikil orka og 70.000 heimili nota á einu ári. Raforkunotkun heimila eykst enn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.