Morgunblaðið - 29.08.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.08.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 29 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Innritun í síma 561 5620 frá kl. 14.00–18.00. Íbúar í Grafarvogi og nágrenni, kennt verður í Hamraskóla. Kennsla hefst 12. september Allir aldurshópar frá 4ra ára Síðastliðinn vetur kom upp sú hugmynd aðhrinda af stað heilsueflingu og byltu-forvörnum hjá öldruðum á vegumHeilsugæslustöðvarinnar á Akranesi. Verkefnið er unnið í samvinnu iðjuþjálfa og heimahjúkrunar, en rannsóknir sýna að byltur eru þó nokkuð algengar hjá öldruðum í heima- húsum. Þessar byltur hafa oft slæmar afleiðingar svo sem lærbrot, mjaðmabrot og úlnliðsbrot svo eitthvað sé nefnt. Sigurður Sigursteinsson iðjuþjálfi hefur að- allega unnið með börnum á Akranesi. „Hug- myndin um að vinna með öldruðum kom upp með- al annars til að nýta mig betur sem iðjuþjálfa,“ sagði hann. „Fyrst í stað höfum við aðallega sinnt eldra fólki sem notar þjónustu heilsugæslunnar. Ég hef unnið í samráði við heimahjúkrun, en þær hafa valið úr þá skjólstæðinga sem þær telja þurfa mest á þessari þjónustu að halda. Nú langar mig að prófa að senda öllum íbúum Akraness, 80 ára og eldri, bréf og heimsækja síðan þá sem þess óska. Í þessum hópi eru margir sem ekki koma mikið á heilsugæslustöðina og tel ég nauðsynlegt að ná til þess hóps líka.“ Þjónustan felst í því að Sigurður heimsækir eldra fólk og fer yfir sögu þess. Farið er yfir þörf fyrir ýmis hjálpartæki, en margir vilja ekki heyra minnst á þau. Oft breytist afstaða til þeirra þegar þeir sjá tækin, t.d. handföng og fleira sem létta mörgum lífið. „Við skoðum hvað er erfiðast í dag- lega lífinu, hvernig fólkið kemst í gegnum daginn og fleira. Ég kenni þeim heimaæfingar, sem eru styrktaræfingar, mest gerðar með hjálp stóla. Þá fer ég yfir hættur á heimilinu. Eldra fólk dettur oft um mottur, snúrur eða þröskulda. Ég bendi á að þeir sem hafa góða sjón geta oft komið í veg fyrir fall um slíka hluti ef þeir horfa niður fyrir sig þegar þeir ganga um. Það er töluvert algengt að eldra fólk upplifi að allt í einu gefi fóturinn sig. Ég hef líka komist að því að margir hafa lent í byltum en hafa verið svo heppnir að komast heilir út úr þeim. Hins vegar geta þær haft mjög slæmar af- leiðingar og ég reyni að gera fólki grein fyrir hættunum. Tilgangurinn er alls ekki að hræða fólk, en beinbrot á efri árum getur tekið langan tíma að jafna sig og í verstu tilfellum komið í veg fyrir að fólk geti búið áfram heima, sem flestir vilja þó gera.“ Oft er alls ekki auðvelt að fá fólk til að breyta að mati Sigurðar. Sumir hafa haft mottuna sína á sama stað í 50 ár og eru ekki tilbúnir að breyta því. En margt má gera til að draga úr hættum og oft þarf ekki að breyta miklu. Stundum eru hús- gögn í gangveginum og auðvelt er að færa þau til. „Ekki er óalgengt að 80–85 ára gamlar konur séu að príla upp á stól eða í stiga til að ná í hluti sem eru uppi í efstu hillu í eldhússkápnum. Ég bendi á að best sé að raða þeim hlutum sem mest eru not- aðir neðst í skápana. Ég fer yfir gátlista með fólk- inu og fer yfir þær hættur sem kynnu að leynast í eldhúsinu, baðherberginu og svefnherberginu. Ég skil einnig eftir blað með upplýsingum um hvað eru algengar orsakir byltu. Þær eru til dæm- is beinþynning, skortur á hreyfingu, skert sjón og aukaverkanir vegna lyfja, til dæmis svimi.“ Sigurður heimsækir fólkið einu sinni til tvisvar og hvetur það til að gera æfingarnar heima þrisv- ar sinnum í viku. „Mér finnst þetta skemmtileg leið að koma iðju- þjálfuninni inn í heilsugæsluna og nota hana til forvarna. Þetta er góð leið til að gera fólki kleift að búa lengur heima.“ Iðjuþjálfun | Heilsuefling og byltuforvarnir hjá öldruðum á Akranesi Aldraðir búi lengur heima  Sigurður Þór Sigur- steinsson fæddist á Akranesi 1971. Hann hefur stundað knatt- spyrnu með ýmsum fé- lögum alla tíð, fyrst auðvitað með ÍA. Nú segist hann vera hætt- ur í boltanum. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi, en árið 1995 hélt hann til Árósa í Danmörku til að stunda nám í iðjuþjálfun. Eftir að hafa lokið prófi hóf hann störf á Reykjalundi árið 1998 og starfaði þar í þrjú ár. Þá var stofnuð til- raunastaða í iðjuþjálfun barna við Heilsu- gæslustöðina á Akranesi sem Sigurður tók við. Nú er þetta orðin 100% staða. Sigurður er kvæntur og á tvo syni. Taktu tímann. Norður ♠64 ♥ÁK74 ♦KG98 ♣954 Vestur Austur ♠DG1097 ♠532 ♥D3 ♥G1098 ♦Á32 ♦765 ♣K102 ♣763 Suður ♠ÁK8 ♥652 ♦D104 ♣ÁDG8 Þetta er tímaþraut á opnu borði, svo lesandinn ætti að líta á úrið áður en lagt er til atlögu. Fimm mínútur telst eðlilegur tími, en allt þar undir er frá- bært. Viðbúinn, tilbúinn og …nú: Getur suður unnið þrjú grönd með spaðadrottningu út? Já eða nei. Þrautin birtist í The Bridge World árið 1954 og höfundur hennar var ung- ur maður, Edwin B. Kantar (f. 1932) að nafni. Þetta var fyrsta grein Kantars í tímaritinu, en hann er enn með fastan dálk í blaðinu röskri hálfri öld síðar. Kantar gaf upp fimm mínútur sem eðlilegan tíma, en taldi þó að sannir sérfræðingar ættu að geta leyst þraut- ina á þremur mínútum. Aðeins heims- meistarar eða heimsmeistaraefni gætu leyst hana á styttri tíma. Nú er að sjá hvar lesandinn er staddur á mæli- kvarða Kantars. Lausn: Áætlun sagnhafa er að brjóta út tígulásinn, toppa hjartað og senda vestur inn á þriðja spaðann til að fá sendingu upp í laufgaffalinn. Suður drepur því á spaðaás og spilar tígli, sem vestur má ekki dúkka nema einu sinni. Vestur spilar spaða aftur, suður tekur, leggur niður ÁK í hjarta, spilar tígli heim og sendir vestur inn á spaða. Vestur tekur þrjá slagi á spaða og spil- ar sér síðan út á lauftíu! Það gefur sagnhafa aukaslag á lauf, en þar eð innkomu vantar á fjórða tígul blinds fer samningurinn samt einn niður. Svarið er því: Nei, suður vinnur ekki þrjú grönd með bestu vörn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. e3 e6 4. Bd3 Rbd7 5. c4 c6 6. b3 Bd6 7. Bb2 b6 8. Rbd2 Bb7 9. Hc1 Hc8 10. O-O O-O 11. Re5 c5 12. f4 Re4 13. Rdf3 f6 14. Rxd7 Dxd7 15. Dc2 Hfd8 16. Rd2 Dc6 17. dxc5 Bxc5 18. Bd4 Bxd4 19. exd4 Dd6 20. Hcd1 f5 21. Rxe4 dxe4 22. Be2 De7 23. Dc3 Df6 24. Hd2 Hd6 25. De3 Hcd8 26. Hfd1 Ba6 27. b4 h6 28. b5 Bb7 29. c5 bxc5 30. dxc5 Hxd2 31. Hxd2 Bd5 32. c6 g5 33. c7 Hf8 34. Dxa7 gxf4 35. Db8 Da1+ 36. Hd1 Dc3 37. Db6 f3 38. gxf3 exf3 39. Hxd5 Staðan kom upp í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í Háskólanum í Reykjavík. Hjörvar Steinn Grétarsson (1926) hafði hvítt gegn Haraldi Baldurssyni (2033). 39... Dg7+! Hvíti kóngurinn lendir nú í óvenjulegri klemmu. 40. Kf2 Dg2+ 41. Ke3 Dxe2+ 42. Kf4 De4+ 43. Kg3 Dg4+ 44. Kf2 Dg2+ 45. Ke3 Dg1+ og hvítur gafst upp enda er drottningin hans að falla í valinn. Hjörvar Steinn stóð sig mjög vel á mótinu en hann er tólf ára. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Hvenær kemur grasið? ÍBÚAR í Stekkjahverfi í Breiðholti þurftu að umbera mikið umrót og umferðartruflanir meðan yfir stóðu framkvæmdir við nýjar brýr og gatnagerð á Reykjanesbraut á mót- um Reykjavíkur og Kópavogs. Íbúarnir í nágrenninu hlökkuðu því til þegar þessum framkvæmdum loksins lauk í fyrra og farið var að snyrta til og jafna út mold þar sem stórvirkar vinnuvélar höfðu rótast um áður. T.d. var grasfræjum sáð í grasflatirnar, þó ekki fyrr en í sum- arlok. Rétt í þann mund þegar gras- ið fór að gægjast upp úr moldinni, rétt áður en næturfrostin skullu á, birtust stórvirku vinnuvélarnar óvænt aftur, ösluðu yfir nýræktina svo að djúp beltaförin stóðu ein eftir. Þau voru vel sjáanleg allan síðasta vetur og í allt sumar fram í lok júlí. Þá var moldin loksins sléttuð, en hvenær verður sáð og hvenær kem- ur grasið? Íbúarnir í nágrenninu eru orðnir afar óþolinmóðir og biðja þá sem þessu stjórna að svara ofan- greindum spurningum á þessum vettvangi sem allra fyrst, áður en vetrarmyrkrið skellur á. Nokkrir íbúar við Stekkina. Kveðja til Þórhalls miðils ÞÓRHALLUR minn, ég sendi þér þakklætiskveðju fyrir þinn góða og gefandi þátt á þriðjudagskvöldum í útvarpinu. Hugleiðslan og góðu orð- in í lok þáttarins eru mjög svo til góðs. Það vantar meira af þess hátt- ar í fjölmiðlana. Með guðs blessun til þín. Laufey. Biðstöð á Sæbraut ÆTLA þeir hjá Strætó bs. að breyta biðstöðinni við Sæbrautina, en þarna er mjög erfitt að komast um og er þarna ófremdarástand. Það þarf að komast yfir mikla umferðargötu og ekkert biðskýli er þarna. Mæli ég með því að þessu verði breytt sem fyrst. Eldri borgari. Leyfum túnunum að vera Á LANDAKOTSTÚNI blasir við grænt túnið og er svo fallegt. Nú er verið að skera það í sundur og búa til blómabeð og það finnst mér ekki fal- legt. Það er alltaf verið að búa til blómabeð á öllum túnum í borginni og fylla beðin af blómum. En það er ekki alltaf nægilega vel hugsað um beðin og kostar mikla vinnu og virð- ist hreinsunardeildin ekki komast yfir að hreinsa þau. Það getur verið gott að leyfa börn- um að hlaupa um og leika sér á tún- unum en nú er það ekki hægt fyrir blómabeðum og trjágróðri. Ein ósátt. Blágræn flíspeysa týndist BLÁGRÆN flíspeysa frá 66°N tapaðist í Vesturbæ Reykjavíkur í annarri viku ágústmánaðar, líklega á leiðinni úr Þjóðarbókhlöðu vestur á Seljaveg. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 848 1735. Fundarlaun. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.