Morgunblaðið - 11.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.2005, Blaðsíða 11
H ermt er að heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein (1889– 1951) hafi sagt seint á ævi sinni að hann hafi alltaf dreymt um að skrifa heimspekiritgerð sem samanstæði eingöngu af bröndurum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði aldrei gert það, sagðist hann skorta nægilega kímni- gáfu til verksins. Svarið var sem sagt ekki að það væri ekki hægt, heldur var hann bara ekki rétti maðurinn. Þetta bendir til þess viðhorfs að í húmor leynist heimspekilegt inntak, að húmor byggist jafn- vel á sömu grunngildum og rökræða eða heimspeki. Dr. Tony Veale, við Háskólann í Dyflinni, hefur sett fram þá kenningu að húmor eigi líf sitt undir öfugsnúningi á al- mennu kerfi myndhverfinga, sem fólk þekkir. Hér verður ekki farið út í krufningu á því hvað er húmor, eða hvers vegna við hlæjum, en einungis bent á að húmor sem nær vin- sældum vísar gjarnan í reynslu sem margir eiga sameiginlega, hluti sem margir þekkja, viðburði sem ekki þarf að útskýra. Þess vegna er í flestum löndum hægt að segja brand- ara um flugvélarnar sem flugu á Tvíburaturnana hinn 11. september 2001; ekki þarf að útskýra fyrir hlustandanum hversu margar flugvélar flugu á hvers konar hús og hvort eða hversu margir fórust. Brandari sem hljómar þannig: „United Airlines – skutlar þér alla leið á skrifstofuna“ skýrir sig þannig sjálfur. Hins vegar er eilíft álitamál að hverju megi gera grín og hverju ekki. „Náriðlum,“ svaraði bandaríski handritshöfundurinn Gabe Abelson fyrir fáeinum árum, þegar hann var spurður að hverjum væri útilokað að henda grín. Á ráðstefnu í Finnlandi fyrir jafnmörgum árum sagði finnski höfundurinn og leikstjórinn Pirkko Saiso að barnaníð- inga væri ekki hægt að hafa í flimtingum, það væri síðasta tabúið. Hægt væri að gera grín að Guði, kynlífi, hryðjuverkum, samkynhneigð og offitu, auk annars, en ekkert yrði nokkurn tíma fyndið við barnaníðinga. Þessu hefur að sumu leyti verið hnekkt í kringum réttarhöldin yfir Michael Jackson. Hann var ákærður fyrir kynferðislega áreitni gagnvart dreng, og í sjónvarpsþáttum vestra gengu brandarar á borð við þennan sem Conan O’Brien sagði í skemmtispjallþætti sínum: „Michael Jackson var handtek- inn í gær. Samkvæmt heimildum lögreglunnar í Santa Barbara er hann 180 sm hæð og vegur aðeins 54 kíló. Hann heldur þyngdinni niðri því hann pantar eingöngu af barna- BRANDARAR ERU GOTT TÆKI TIL SAM- FÉLAGSSKOÐUNAR, ÞEIR GETA TJÁÐ FOR- DÓMA, KVÍÐA, REIÐI, PÓLITÍSKA AFSTÖÐU, AÐDÁUN OG FLEST ANNAÐ. OFT ER AFSTÖÐ- UNNI MIÐLAÐ ÓMEÐVITAÐ EN SUMIR ERU VILJANDI BEITTIR – JAFNVEL MEIÐANDI. HÉR ER SKOÐAÐ HVAÐ VARÐ UM HÚMOR Í BANDA- RÍKJUNUM EFTIR HRYÐJUVERKAÁRÁSIRNAR 11. SEPTEMBER 2001 OG HVERS KONAR BRANDARAR HAFA VERIÐ SAGÐIR UM ÁKVEÐNA ÞJÓÐFÉLAGSHÓPA OG ATBURÐI. HVENÆR VERÐUR T.D. Í LAGI AÐ GRÍNAST MEÐ HÖRMUNGARNAR Í NEW ORLEANS? Mon Dieu! Holy shit! – Nafn Guðs var töluvert lagt við hégóma þennan dag. Úr bókinni In The Shadow Of No Towers eftir Art Spiegelman. „Lof sé Allah! Með því að ráðast á Ameríku er okkur tryggð vist á himn... heyrðu, augnablik...“ © Don Landgren Jr., The Landmark. Hinir „dánu og krúttuðu“ Turntvíburar, byggðir á þekktum teiknimyndapersónum, hlaupa um með logandi turna á höfðinu í bók Art Spiegelmans. HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ R eu te rs Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur 11.9.2005 | 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.