Morgunblaðið - 11.09.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.2005, Blaðsíða 26
26 | 11.9.2005 É g byrjaði að leika sjö ára, þá í Galdrakarlinum í Oz sem var settur upp í Borgarleikhúsinu. Það var mjög spennandi þótt hlutverkið væri lítið, ég lék blóm og átti alveg eina setningu í stykkinu ef ég man rétt.“ Svona segist Arnmundi Ernst Björnssyni, tæplega sextán ára menntskælingi, frá upphafi leiklistarferils síns en hann hefur vakið athygli fyrir fagmannlega framgöngu í kvikmyndinni Strákarnir okkar, sem sýnd er í bíóhúsum um þessar mundir. Um frammistöðu Arnmundar sagði gagn- rýnandi Morgunblaðsins: „Bestur af öllum er Arnmundur Ernst, hans við- brögð eru þau eðlilegustu í myndinni og hann vinnur einkar trúverðuglega úr erfiðu hlutverki stráks á viðkvæmum aldri sem lendir í hverju áfallinu á fætur öðru. Það má eitthvað yfirnáttúrlegt gerast ef hann verður ekki orð- aður við Edduna í haust.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arnmundur leikið í ófáum leiksýningum í gegnum tíðina. „Eftir Galdrakarlinn í Oz lék ég í Pétri Pan og svo kom Beðið eftir Godot þar sem ég lék m.a. með pabba mínum. Síðan var það Mýrarljós, sem mamma leikstýrði, og loks Kalli á þakinu.“ Í ljós kemur að Arnmundur á ekki langt að sækja hæfileikana því foreldrar hans eru Edda Heiðrún Backman, leikkona og leikstjóri, og Björn Ingi Hilmarsson leik- ari. „Jújú, þetta er algerlega í blóðinu,“ samsinnir hann vasklega. Hann segir það hafa verið spennandi upplifun að leika í kvikmynd og hikar ekki hið minnsta þegar hann er spurður hvort hann hyggist leggja leiklistina fyrir sig. „Algerlega,“ segir hann, „og þá myndi ég vilja hafa kvikmyndir og leikhús í bland. Ég hef aldrei brugðist leikaranum í mér, nema á tímabili í fyrra þegar ég ætlaði að verða kokkur. Síðan kom bíómyndin og kokkurinn var drepinn á augna- blikinu.“ Hvað öðrum áhugamálum líður segir Arn- mundur þau helst tengjast eldhúsinu. „Ég hef mikinn áhuga á eldamennsku og nýt þess að gera góðan mat. Síðan kann maður á tölvur eins og flest- ir unglingar í dag og reynir bara að halda í við vinina með þær.“ Þar fyrir utan var Arnmundur að hefja nám við Mennta- skólann við Hamrahlíð og daginn sem samtalið á sér stað er einmitt verið að taka hann í tölu menntskælinga á hinum al- ræmda busadegi. Og þá hjálpar ekki að þekkjast af hvíta tjaldinu. „Það gerir bara illt verra ef eitt- hvað er,“ segir Arnmundur með áherslu. „Ég get a.m.k. ekki sagt annað en að ég sé búinn að lenda rækilega í því.“ | ben@mbl.is A R N M U N D U R E R N S T B JÖ R N S S O N LOFAR GÓÐU L jó sm yn d: Á rn i S æ be rg Ég hef aldrei b rugðist leikaran um í mé r … Á ður en Bandaríkjamaðurinn Edward Lowe upp-götvaði að nota mætti sérstakan rakadræganleir til að fanga afurðir heimiliskatta máttu kattareigendur þola sand- og öskuspor eftir heimilis- dýrin út um allt hús. Ein þeirra var Kay Draper sem skömmu eftir seinni heimsstyrjöld gafst upp á katt- arkassaöskunni sem kötturinn hennar dreifði um heim- ilið eftir að hafa gert þarfir sínar í kassann. Hún leitaði því til nágranna síns Lowe sem seldi rakadræg iðnaðar- efni, m.a. fyrrgreindan leir sem hann gaukaði að vin- konu sinni. Þar með var lausnin á vanda hennar fundin. Árið 1947 ákvað Lowe að pakka leirnum í rúmlega tveggja kílógramma söluumbúðir sem merktar voru „Kitty litter“ en hugmyndin var að selja vöruna í gælu- dýrabúð bæjarins. Eigandi búðarinnar fannst ósenni- legt að hægt væri að selja leirinn fyrir uppsett verð, sem var 65 sent pokinn eða um 40 krónur. Lowe fékk hann þá til að stilla pokunum upp í búðinni og gefa ein- tök til prufu. Ekki leið á löngu áður en kattareigendur bæjarins voru viljugir til að borga fyrir kattaleirinn. Lowe hélt áfram markaðssetningunni með því að aka um landið og selja leirinn úr bíl sínum. Hann gekk meira að segja svo langt að taka að sér að þrífa öll kattarbúr á kattarsýningu gegn því að hann fengi bás á sýningunni þar sem hann gæti kynnt þessa uppgötvun sína. Fyrr en varði náðu vörur merktar „Kitty litter“ veru- legum vinsældum í Bandaríkjunum og Lowe setti á fót fyrirtækið Edward Lowe Industries sem sérhæfði sig í fjöldaframleiðslu og markaðssetningu á kattarsandi og öðrum tengdum vörum. Árið 1984 náði svo efnafræð- ingurinn Thomas Nelson betrumbótum á framleiðslu Lowes þegar hann fann upp fyrsta kattarsandinn sem gerir kekki úr þeim afurðum sem í hann fer. Þrifnaðarátak á kattarklósettinu M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg SAGA HLUTANNA | KATTASANDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.