Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Blaðsíða 3
Mánudagur 22. janúar 1968 Mánudagsblaðið 3 Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Askrifenda- gjald kr. 325,00. Simi ritstjómar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgSarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Glæpur og refsing Framhald af 1. síðu. Fullyrða má að það er ham- ingja þessara kvenna en ekki tilstilli þess eða þeirra sem gerðu, sem reði að ekki varð verra af. Geta menn séð áð höf uðhögg með barefli er ekki gamanmál veikbyggðum kon- um og getur vel bani af hlotizt. Á öllum þessum málum er alltof létt tekið. Víst má ætla, að menn sem bana konum sín um eða kærustum í hita af- brýðinnar eða álíka ástandi, séu ekki í raun „fæddir“ morð ingjar, en þeir eru, engu að síður hættulegir þjóðfélaginu. Við íslendingar erum of gjarn- ir á að afsaka slagsmál, meið- ingar og árásir, sem einhverja gloppu í fari drukkins manns. Áfengi er engin afsökun hvorki til árása né ránsferða. Hvernig sem á er litið er þetta aðeins stigsmunur á hreinum glæp, þótt ekki dugi heldur sá veimiltítuskapur að dæma menn harkalega þó þeir sláist heiðarlega út af stelpu eða öðru. Hér er stigsmunur, sem." dómarar verða að gera upp við sig samkvæmt lögum. En nauðgun; ránsárás á gangandi gamalmenni, innbrot með höggvopn ef að er komið og önnur slík glæparáð fyrirfrám ákveðin, er hvergi nærri refs- að nógu hart hér heima. Menn hafa íhugað mjög síð- an bifreiðastjórinn var myrt- ur hvort möguleikar séu á, að í borginni leiki geðsjúkur morðingi lausum hala. Þrír menn horfnir sporlaust, skýr- ingarlaust, að því almenning- ur bezt veit. Hvað koin fyrir? Áreiðanlegt má kalla, að ekki sé um samband áð ræða en — svo gæti verið. Aðrir geta sér til, að finna megi glæpamanninn í hópi út- lends skríls, sem hingað hefur sótt vegna fáfræði og barns- legrar cinfeldni fólksins gagn- vart þessum lýð. Sumir geta sér til að menn úr varnarlið- inu kynni að eiga sökina, en það er með ólikindum, því menn þessir bera ekki stríðs- þjónustuvopn sín í borgar. leyfi. En allt er þetta til og glæpir og árásir taka á sig sí- fellt meiri heimsborgarblæ. Refsing er svo lítil, að menn hætta á það. . Það er á allra vitorði, að morðingjar ganga hér lausir innan nokkurra ára frá því þeir frömdu ódæði sitt. Nauðg arar sleppa eins og ekki hefði i skorizt. Einkanlega eru það tiltölulega hættulausir þjófar og drykkjuræflar, sem álpast í innbrot, sí og æ, sem sitja af sér til fulls dóms. Það er mik- ill munur á meinlausum inn- brotsþjóf, sem leggur á flótta ef hann heyrir hávaða, en þeim sem gengur með högg- vopn og rotar þann sem að kemur. Það er munur á tveim piltum sem láta hendur skipta út af stúlku á dansleik og töffaranum, sem rotar gamal- menni í Austurstræti og rænir þáð. Það er munur á barsmíð á opinberum stað, þótt það sé viöbjóður, en þeim sem rotta sig saman þrír, og berja mann svoleiðis að hann nær aldrei fullri heilsu. Þessi dæmi eru slíkur reginmunur að jöfn refs ing kemur ekki til greina. — Og enn síður sem „gamlir vinir lögreglunnar.“ Hér verður að vera stefnu- breyting af hendi hins opin- bera. Glæpamenn, innlendir sem erlendir — verða að finna það, að engrar miskunnar er að vænta þegar upp kemst ®n ofbéldisglæpf að yfirlögðu ráði. Þeir verða að sjá, að dæmdir verða þeir og út fara þeir ekki fyrr en aö hafa áð fullu afplánað sektir sínar. Dómsmálaráðherra er skyldur «1 þess gagnvart landsmönn- um, að sjá svo til að glæpa- menn, hættulegir morðingjar, nauðgarar, árásarmenn og önnur hættumenni öryggi borgaranna fái ekki, nokkra linkind af liendi dómara. Þeir verða að afplána refsingu sína og síðan vera undir ströngu eftirliti. Það verður aldrei nógu vel brýnt fyrir almenn- ingi að þá aðeins er hægt að draga úr glæpum. Kerlinga- samtök cins og fáranleg bönn við kvikmyndum, sjónvarpi eða jafnvel blöðum, eru gagns Iaus og verðandi glæpamanni ekki til annars en aðhláturs. Nú væri gott ef sú tillaga hér í blaðinu um að taka fingraför allra íslendinga, sem við bárum fram fyrir fimmtán árum, hefði náð fram að ganga. En þá, eins og jafn- vel nú, var talið að slík ráð- stöfun myndi „móðga“ hina merku menn og konur hér heima. Ætli þeir glæpamenn sem hér ganga lausir og aldrei hefur upp um komizt hlakki ekki yfir því hve „fína“ fólkið á íslandi hefur bjargað þeim. Og íslendingar, vegna fámenn is síns og sma>ðar eru meðal fárra þjóða sem hrint geta þcssu í framkvæmd, og flest- ar, ef ekki allar þjóðir, öfunda okkur af þeirri staðreynd. KAKALI SKRÍFAR: I hreinskilni sagt Gufubað og nudd — Vakning — Ömurleg saga hreinlætis — Gömlu góðu dagarnir — Ný viðhorf — Hreinlæti og heilsa — Glæsileg tækifæri — Söguöld og Sturlungaöld — Eymdarárin — Unga fólkið — Lagt í bleyti — Nýríkir — Nýr malarvöllur — Knattspyma í afturför — Hver borgar — Árangur enginn Það er mikill sómi að því og almenn þrif hversu mjög hefur aukizt, að íslendingar, a.m.k. Reykvíkingar, eru farn ir að sækja nudd og gufubað, stunda litillega æfingar um leið á þar til gerðum æfinga- tækjum. Á Sturlungaöld, jafn- vel söguöld, var það almennt að a.m.k betra fólkið stundaði böð. Fremstur og þekktastur mun vera Snorri í Reykholti vegna Snorralaugar sem enn er til, en víða er þess getið, að menn hittust í laugum, sátu þar og röbbuðu, jafnvel köll- uðu til sín konur og létu vel að. Eflaust hafa mörg ráð Snorra bónda verið ráðin meðan hann sat í laug ásamt nánustu styrktarmönnum sin um, og í öllu virðist sem böð í einhverri mynd væru algeng á Sturlungaöld. íslendingar munu að mestu hafa lagt niður böð og aðrar almennar hreinlætisvenjur strax eftir að eymdarárin gengu í garð, sem var skömmu eftir, að landið , endanlega missti sjálfstæði sitt og gerð- ist skatt- og yfirráðaland er- lendra höfðingja. Þegar hörm- ungarárin voru í algleymingi, var sóðaskapur íslendinga svo stórkostlegur og viðbjóðsleg- ur, að með fádæmum varð, jafnvel maturinn, smjörið okk ar, þótti vel ætt, þótt það væri þakið hárum og jafnvel stór- skemmt. Svo illa getur ör- birgðin leikið fólk. Úr þessu tók að rofa, en þó mun hin góðkunna styrjöld al mennings gegn sápu og vatni hafa verið algjörlega ráðandi unz kemur fram undir 1920— 1930. Bændur böðuðu sig á jól um, og eldri kynslóðin þá taldi baðið í senn meinsemd og tild- urmennsku. Á fæstum bæjum voru nokkrar aðstæður til hreinlætis og hið næsta gos- hverum okkar þar sem auð- velt. var til alls hreinlætis, fara engar sögur af að slíkt væri að nokkru nýtt. Með aukinni velsæld fer strax að rofa betur til. Þó gekk breytingin hægt í garð, og enn er til mikill fjöldi fólks, sem beinlínis hatar bað og hreinlæti nema það sem minnst verður komizt af með. Strax og stríðsgróðinn árið 1940 fór að gera vart við sig, birti að ráði til í þessum efn- um. Og þegar stríði lýkur og íslendingar fara að byggja yfir sig almennileg hús, og þeim fylgdi, öllum að óvörum, mikil og hentug snyrtiherbergi, með gríðarstórum keröldum, sem flestir þekktu lítt og kölluðust baðker. Var það þá haft að gamanmálum hjá pípulagn. ingamönnum, sem komu til viðgerða hjá þeim nýríku, að kerlingar þeirra ættu engin orð yfir hvílík indælisílát þetta væru til að leggja þvott í bleyti. Mun þetta, að vísu vera ofsagt, en víða var þá pottur brotinn. í rauninni tók þjóðin að snyrtast strax eftir seinna stríðið, karlmenn klæddust betur og litríkar og þá sérlega unga fólkið, stúlkurnar, tóku upp nöja og djarflegri siði en þekkzt höfðu í þeim efnum. Þó brann óhreinlætið alltaf við, og einn læknir sem árlega hafði skoðun í skóla einum lét'svo um fnæít, að sorglegt væri, að sjá þessar fallegu stúlkúr okkár, í'finásta skárti ytri klæða, en innri föt öll ó- hrein og storkin svita og skít. Nú er hreinlæti víðast í al- gleymingi á íslandi. Fólk met- ur hina miklu vellíðan baðs- ins, hreinlætisiris og þá and- legu og líkamlegu hressingu, sem því fylgir. Þessi breyttu viðhorf til hreinlætisins hafa ekki átt svo lítinn þátt í að móta fas fólksins, gera það djarf- og frjálsmannlegra í allri framkomu og vinna þar saman vellíðan og vissan um, að vera hrein og til sóma. Síðustu árin hefur svo kom- ið til enn annarra og mikil- vægari breytinga. Sund, sem ungmennafélögin stóðu fyrir frá um aldamót er nú talið sjálfsagt hjá flestum, sólböð á sumrum, sjóböð og sturtur, hlaup í sandfjörum, og er þar æskan fjölmenn. Og nú síðustu árin hafa kom ið til ýmsar aðrar æfingar, sem einnig lúta undir líkams- mennt og hreinlætL Það eru nuddin og gufuböðin, sauna o. s. frv. Hreyfingarleysi nútímans hefur í för með sér ýmsa kvilla, sem losna má við ef stundað er nudd og gufa, eða jafnvel aðeins heit böð og nudd. Nuddið hvílir og hressir um leið, karlar og konur slappa af. Nudd megrar ef það er tekið vísindalega og læknar þegar sú tegund þess er notuð undir leiðsögn sérlærðra kunn áttumanna. Jafnvel „aktív- ustu“ menn í veröldinni, sem stunda hið víðfræga golf sér til uppbyggingar nota sér nudd daglega og kappinn Bob Hope tekur sér hvern dag nudd í 45 mínútur til að vera í toppformi í umsvifamiklu starfi og erfiðum ferðum. Að vísu er dálítið öðru máli að gegna um menn eins og Hope, en það breytir þó engu um á- gæti nudds og gufunnar, ef slíkt er notað í hófi og undir leiðsögn lærðra. Hér hafa á fáum árum til- tölulega risið upp margar og ágætar nuddstofur, sem karlar og konur hafa verið smátt og smátt að venjast og læra að nota sér. Til er fjöldi sem reglulega fer í nudd, ljós og gufu eða bað, sumir tvisvar í viku, aðrir oftar og fjöldinn einu sinni til að byggja sig upp. slappa af og njóta þeirrar vellíðanar sem þessu fylgir. Kvenfólkið er orðið „tryllt" í*nuddið, og þær stunda það í sífellt auknum mæli, að því er slíkar stofnanir hafa tjáð mér. íþróttamenn þurfa flestir á því að halda og þreyttir business- menn, og stjómmálamenn ættu beinlínis að vera skildað- ir til þess arna og kemur margt til. Ölmenn og brenni- víns telja þetta allra meina bót, taka fram hinum venju- lega og oft hættulega stramm- ara daginn eftir erfitt kvöld eða nótt, sitja gjarnan og svitna vel, láta gufuna hreinsa gjálífan kroppinn en nuddar- ann berja og strjúka úr hon- um alla linkind, falla svo í klukkutíma svefn örþreyttir og vakna nýir og betri menn. í dag hafa íslendingar meiri og betri tækifæri til að við- halda stæltum líkama, án þess að vera íþróttamenn eða slíkt. Þeir geta haldið sér í topp- formi, án áreynslu, sem er ó- þörf og oft óheppileg fyrir þá sem eldri eru. Á nuddstofum fá menn flest það, sem náttúr- an býður upp á nema helzt hreyfinguna, og þó eru ýms tæki bæði létt og erfið, sem þar eru til boða. í dag getum við synt, nuddast, gufast og æft léttar æfingar við tiltölu- lega lágá greiðslu, endurnærst og notið þeirrar vellíðanar, sem skrifstofustarfið og inni- setan rænir okkur. Hér á undan er fjallað dálit ið um áhuga almennings á ýmsu varðandi líkamsrækt. í sambandi við það datt mér í hug smáfrétt í sjónvarpinu þar sem skýrt er frá því, að KR hafi nú tekið í notkun nýjan malarvöll og hafi hug á stórvirkjum á næstunni eink um í fjárútlátum. Engum ke.m ur vig hvernig eitt einkafélag eyðir fé sínu, sé það ekki á almenningsframfæri. Nú er það, að knattspyrnan hefur vart verið okkur til sóma og sízt til heimsfrægðar, en verið þó sæmileg tekjulind að því er bezt verður séð. Félögin eru vel efnum búin, flest, auk þess styrkjar sem þau njóta. Manni kemur það spánskt fyrir sjónir, eftir þær ein- dæma og hlálegu ófarir sem þau hafa farið, að árið 1968 skuli enn vera fullkomnaður malarvöllur á íslandi með ærn um kostnaði og kastljósum til kvöldleika. íþróttafréttaritar- ar láta þetta óátalið, en hlæja í laumi að „sigrum“ okkar saman ber Dani. íslenzku hetj urnar, sem öllu heldur eru í innkaupaferðum en keppnis- ferðum erlendis, grípa flestir tækifæri til að benda á ófarir I annarra landa í keppnum, sem veikt afsökunarstrá fyrir eig- in útreið. Vera mætti, að ef íslendingar hefðu a.m.k. sams konar velli og aðrar þjóðir, að leikmenn okkar sýndu lit á leikvelli, en þegar forráða- menn KR sýna af stolti nýjan malarvöll til frambúðar þá er það bara enn eitt dæmi um hugarfarið í þessari keppnis- grein. Nú skal ekki sagt hvort það er heldur Reykjavíkurborg eða félagið sjálft sem eys fé í þetta „nýmeti“ fótamenntar innar á íslandi, en á hitt mætti benda, að eins þreyttur og al- meriningur er orðinn á ósigr- um knattspyrnumanna okkar, þá er hitt þó víst, að hann er enn þreyttari á útgjöldum í hannar garð, einkum ef þeim er varið á jafn þarfpríkan hátt og nú virðist. Mætti Geir þar kippa að sér hendinni og ekki styrkja fyrr en árangur fæst, né byggja velli, sem gengu úr gildi fyrir áratugum og lagðir eru niður. Það er vissulega vonast til að einhver hugarfarsbreyting fari að eiga sér stað í knatt- spyrnunni. Eins og nú er ástatt ættu allir leikmennirnir að vera „fyrir aftan mark“.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.