Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Blaðsíða 6
ÚR EINU í ANNAÐ , Otvarpsfréttirnar enn — Jarðvinnsluvélar, símastrengir og verkstjórar — Taugaveiklun í bíóum — Verðlaun fyrir upplýsingar — Af- rek Víkinga — Svar sýslumannsins „Sjaldan bregffur mær vana sínum“, segir máltækið og á það sannarlega við um fréttastofu útvarpsins. Sl. fimmtudag birti það ýtarlegar fréttir um þann hluta af ávarpi Johnsons Bandaríkjaforseta, sem fjallaði um Vietnam, en sleppti að kalla, mikilsverðasta hlutanum, þ.e. ummælum Johnsons um gullgengið og dollarann, þ.e. möguleikana að dollarinn byggði ekki lengur á gullgildinu. Síðan var minnst á nokkra stúd- entaræfla í Japan, sem mótmæltu skipskomu, mótmælum brezkra þingmarina og smáfrétt annarri. Það er undarlegt ef líða á svona fréttamennsku ‘hjá ópinberri fréttastofnun, sem byggir á hlutleysi. Er ekkert ag ske í heiminum nema Vietnam mál kommúnista, og aðrar neikvæðar fréttir um allt sem vestrænt er. Gerist ekkert hjá sultardropunum, húsbænd- um þeirra í austurátt? Margir spyrja: Hafa þeir menn eða verkstjórar, sem við jarðvinnuvélar starfa enga hugmynd um hvar símastrengir og álíka er lagt í jörðu. Það er ekki nýtt að þessar vélar rífi sundur vísa og aðrar lagnir, stórskemmi og valdi allskyns ó- þægindum, svo ekki sé talað um kostnað og mannafla, sem fer í það, að finna og gera við skemmdirnar. Vissulega má ætla, að þessir menn sem jarðvinnslu stjórna á svona vélum hafi a.m.k. þá lágmarksskyldu að vita hvar strengir liggja en þjösnist ekki áfram eins og molbúar. Hvað segir borgarstjóri um þessar skemmdir? Þag er hans að greiða ef opinberar vélar skemma en einkafyrirtækja ef þeirra vélar eyðileggja og trufla. Sennilega eru íslendingar allra þjóða taugaveiklaffastir, a.m.k. þegar til kvikmyndahúsa og umferffarljósa tekur. Strax og séð er hversu mynd endar byrjar bíólýðurinn að ræskja sig, kveikja í sígarettum, fara í úlpur sínar — ef þeir þá fara úr þeim, hálfstanda upp og ropa meðan enn er ekki kveikt. Þessi veiklun er einstætt þjóðarfyrirbrigði. Ef eitthvað stend- ur á við umferðarljós, þá er fjöldi manna sem byrjar að væla á flautur sínar, þótt þeim ætti að vera ljóst, að útilokað er að leysa suma umferðarhnúta á augnabliki. Eru þarna sam- sekir atvinnu- og einkabílstjórar. Skrítið hve víkingaþjóðin er slæm á þessu sviði, þó róleg sé á öðrum. ©---------------------------------- Af hverju auglýsir lögreglan 'eða H-nefndin ekki há verð- laun fyrir upplýsingar um þá, sem sagað hafa niður merkja- stengur þær, sem nota á þegar umferðinni verður breytt? Það er mörgum pening verr varið en svona, því vissulega væri gaman að sjá þessar hetjur, sem í heimskulegri bræði og von- lausri uppgjöf gera skemmdarverk til að ná sér niðri á eðli- legri þróun umferðarmála. Og mikið væri gaman, að sjá hversu kempulegir menn þetta eru, þegar blöðin birtu myndir af þessum voðalegu karlmennum. Eins og kunnugt er þá hefur knattspyrnufélagið Víkingur ekki verið hátt skrifað í kappleikjum hér, og varla dæmi til að það hafi unnið sigur í eldri deildum. Fyrir nokkrum árum þegar Víkingur átti að leika á móti öðru félagi hér í borginni stóð við miðasöluna smásnáði snaggaralegur á svip með Vík- ingsmerki í barmi. Jafnaldrar hans hentu mikið gaman að stráknum, stríddu honum óspart, enda átti hann fátt til varnar og óhægt að muna hvenær Víkingur hefði sigrað síðast en um mörg ár að ræða löngu fyrir minni snáða. Þegar strákarnir urðu sem ósvífnastir og hæddu hann sem mest, þandi stráksi litli brjóstið og sagði sigri hrósandi: „Jæja, þaff voru þó aff minnstakosti Víkingar sem fundu landiff." Júlíus heitin Hafstein sýslumaður var í senn gott yfirvald og vinsæll og oft manna orðheppnastur. Eitt sinn í embættis- tíð hans á Húsavík, kom stúlka mjög í öngum sínum á skrif- stofu sýslumanns. Þetta var alþekkt stúlka, léttlyndismann- eskja og öll upp á að skemmta sér. Bar hún sig aumlega, kvaðst hafa lent í raunum miklum eftir ball og verið m.a. nauðgað. Fór hún um þetta hinum verstu orðum, en sýslu- maður þóttist kenna að ekki væri allt með felldu um frásögn- ina. Þegar stúlkan hafði lokið harmkvælum sínum, orðið margsaga, og var reyndar enn hálf eftir ballið, segir Júlíus: „Eg hlusta ekki á þetta. Öllum þykir þetta svo gott“. James Garner og Eva Marie Saint. Mjög athyglisverð mynd í Gamla bíói Gamla bíó sýnir nú bandaríska stríðsmynd — eina af þeim fáu, sem byggir ekki á því, að þýzkir í síðasta stríði hafi verið annað- hvort hálfvitar, illmenni og fant ar eða hvorutveggja. Rammi myndar þessarar, „36 stundir“ fjallar um’íjósnir og gagnnjósn- ir, en sjálft efnið er nýstárlegt og spennandi. Pike major (James Garner), fer á vegum brezka og bandaríska herráðsins í London 1944 til Lissabon, þeirrar dásam- legu spíónakoloniu, til að finna út hversu þýzkum nazistum hafi Framhald á 5. síðu. Mánudagur 22. janúar 1968 Sjónvarp Reykjavík Afturför — Þriðjudagsþunginn — GóSir þættir og lélegir — Umræðuþættirnir — Tími og vinsældir — Enn um þýðingar Því miffur virðist svo, að sjón- varpið íslenzka — í heild sé í talsverðri afturför. Hin eindæma þrjózka þess í sambandi við t.d. þriðjudagsdagskrána, að flytja þá ekki annað en þunga „hugs- uffa“-þætti og klykkja út með á- gætum en heldur endurteknum þáttum úr fyrri styrjöldinni, veld ur því, að allur almenningur nennir ekki lengur að opna fyrir þau kvöldin en kýs heldur góða kvikmynd. Þættirnir þessi kvöld eru, út af fyrir sig ekki lélegir, síður en svo, en enginn nema fáráðlingur í vali sjónvarpsefnis þrengir slíkum þáttum á eitt kvöld. Val kvikmynda er hinsvegar oft ágætt, t.d. írsku einþáttung- arnir í s.l. viku — endurtekið efni, Dýrlingurinn, Bragffarefim ir, teiknimyndir etc., hafa allir sinn sjarma og vissa áhorfénda- hópa. Tilraun sjónvarpsins að hafa sinn eigin „commentator", þ.e. mann, sem velur alþjóðaefni og stýrir stuttum þætti um aðal- viðburði í heiminum fer mjög hrakandi og Jemen-þátturinn í sL viku var ekki aðeins einskonar sutt Nasses-propaganda um „lýð ræðisherinn" í Jemen — sem gæti verið ágætt efni, heldur var það og einstaklega hlutdrægt bar oft vitni þess aff alþjóða- mál verða ekki til hlítar skýrð meff viðtölum við nokkra menn framarlega á sviði heimsmálanna — ef svo mætti kalla heihmsmála afskipti skandinavisku þjóðanna. Ef finnski gamanþátturinn s.l. miðvikudagskvöld er dæmi þess, sem við eigum að vænta af „frændum okkar“ á Norð- urlöndum, þá má afskrifa al- veg þessa samvinnu sem áhuga- vert efni. Eftir forsmánina um sl. áramót í sambandi við „Norrænu * Framhald á 5. síðu. SJÓNVARP REYKJAVÍK í ÞESSARI VIKU Sunnudagur 21. janúar. 18.00 Helgistund. Séra Halldór Gunnarsson, Holti undir Eyjafjöllum. 18.15 Stundin okkar. Umsjón: Hinrik Bjarnasori. Efni: 1. Föndur — Gullveig Sæ- mundsdóttir. 2. „Valli víking- ur“, myndasaga eftir Ragnar Lár. 3. Dagstund með dýra- lækninum — kvikmynd frá danska sjónvarpinu. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.15 Myndsjá. í þættinum er meðal annars kynnt nýtt slökkviefni og rætt um ýmsar framtíðarhugmyndir rithöf. undarins Jules Verne, sem þóttu fráleitar á miðri síðustu öld, en eru nú orðnar að veruleika. Umsjón: Ólafur Ragnarsson. 20.40 Maverick. Þessi mynd nefnist: Fjársjóðurinn. Aðal- hjutverkið leikur James Garner. íslenzkur texti: Kristmann Eiðsson. 21.30 Vindur er veðra galli. (When the wind blows). Brezk kvikmynd gerð fyrir sjónvarp. Aðalhlutverk leika Alec McCowen, Eileen Atkins og Alison Leggatt. íslenzkur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 22.30 Einleikur á píanó. Sonata eftir Alban Berg. Alexander Jenner leikur. (Þýzka sjón- varpið). 22.35 Dagskrárlok. Mánudagur 22. janúar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónar úr lausu lofti. Hljómsveitin Orion skemmtir, Söngkona er Rósa Ingólfs- dóttir. Hljómsveitina skipa Stefán Jökulsson, Eysteinn Jónasson og Sigurður og Snorri Snorrasynir. 20.55 Pangnirtung. Myndin seg- ir frá lífi manna og starfi í dálitlu þorpi á Baffins-eyju norðan við heimskautsbaug, frá sambúð hvítra manna og Eskimóa og frá innreið sið- menningarinnar og áhrifum hennar. Þýðandi og þulur: Dóra Hafsteinsdóttir. 21.25 Úr fjölleikahúsunum. Þekktir fjöllistamenn skemmta á ýmsum fögrum stöðum. 21.50 Harðjaxlinn. Aðalhlut- verkið leikur Patrick Mc- Goohan. íslenzkur texti: Ell- ert Sigurbjörnsson. 22.40 Dagskrárlok. Þriffjudagur 23. janúar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erlend málefni. Umsjón: Markús Örn Antonsson. 20.50 Tölur og mengi. 76. þáttur Guðmundar Arnlaugssonar um nýju stærðfræðina, 21.10 Listamenn á ferð. Myndin lýsir ferðalagi leikflokks frá norska ríkisleikhúsinu langt norður í land. Þýðandi: Vil- borg Sigurðardóttir. Þulur: Guðbjartur Gunnarsson. — (Nordvision — Norska sjón- varpið). 21.40 Almennar leiðbeiningar' um skattaframtöl. Þáttur þessi er gerður í samvinnu við ríkisskattstjóra, en auk hans koma fram prófessor Guðlaugur Þorvaldsson, Ólaf- ur Nílsson og Ævar ísberg. Umsjónarmaður er Magnús Bjarnfreðsson. 22.05 Fyrri heimsstyrjöldin. (20. þáttur). Þessi kafli fjall- ar um áróðursaðferðir, kaf- bátahernað og skipulagðar loftárásir. Þýðandi og þulur: Þorsteinn Thorarensen. 22.30 Dagskrárlok. Miffvikudagur 24. janúar. 18.00 Grallaraspóarnir. Teikni- myndasyrpa gerð af Hanna og Barbera. íslenzkur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 18.25 Denni dæmalausi. Aðal- hlutverk leikur Jay North. íslenzkur texti: Ellert Sigur- björnsson. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.30 Steinaldarmennirnir. — Teiknimynd um Fred Flint- stone og granna hans. ísl. texti: Vilborg Sigurðardóttir. 20.55 Skaftafell í Öræfum. Rætt við ábúendur staðarins um sögu hans og framtíð. Um- sjón: Magnús Bjarnfreðsson, 21.20 Kathleen Joyce syngur. Brezka söngkonan Kathleen Joyce syngur þjóðlög frá Bretlandseyjum. Guðr. Krist- insd. leikur undir á píanó. 21.35 Vasaþjófur. (Pickpocket). Frönsk kvikmynd gerð árið 1959 af Robert Bresson með áhugaleikurum. Aðalhlut. verkin leika Martin Lassalle, Pierre Lemarié, Pierre Etaix, Jean Pelegri og Monika Green. íslenzkur texti:. Rafn Júlíusson. Myndin var áður sýnd 20. janúar. 22.50 Dagskrárlok. Föstudagur 26. janúar. 20.00 Fréttir. 20.30 Blaðamannafundur. Sig- urður Guðmundsson, skrif- stofustjóri húsnæðismála- stjórnar svarar spurningum blaðamanna. Umræðum stj. Eiður Guðnason. 21.00 Oliver á sjúkrasæng. Skopmynd með Stan Laurel og Oliver Hardy (Gög og Gokke) í aðajhlutverkum. fsl. texti: Andrés Indriðason. 21.15 Á ferð í Kurdistan. Mynd þessi greinir frá ferðalagi til byggða Kúrda í íran (Pers- íu). Kúrdar búa svo sem kunnugt er í Litlu-Asíu þar sem mætast Tyrkland, Sovét- ríkin, frak og íran, og hefur þar hver sinn skikann af því, sem Kúrdar kalla sjálfir Kúrdistan og ætla að verði einhvern tíma eitt rílti. Kúrd- ar eru orðlagðir hestamenn og sjást nokkrir leika listir sínar í myndinni, en einnig er lýst sérkennilegum siðum og háttum og fögru landslagi. Þýðandi. Eyvindur Eiríksson. Þulur: Guðbjartur Gunnars- son. 21.45 Dýrlingurinn. Aðalhlut- verk leikur Roger Moore. ísl. texti: Ottó Jónssonr 22.35 Söngvar á síðkvöldi. Söngvarar og hljómlistar- menn í Tékkóslóvakíu stilla saman strengi og flytja lög í léttum dúr. 23.35 Dagskrárlok. Laugardagur 27. janúar. 16.15 Leiðbeiningar um, skatta- framtöl. A. Alm. leiðbein- ingar áður fluttar s.l. þriðju- dag, gerðar í samvinnu við ríkisskattstjóra, en auk hans koma fram prófessor _ Guð- laugur Þorvaldsson, Ólafur Nílsson og Ævar ísberg, B. Skattaframtöl húsbyggjenda. Leiðbeinandi Sigurbjörn Þor- björnsson, ríkisskattstjóri. Umsjón: Magnús Bjarnfreðs- son. 17.00 Enskukennsla sjónvarps- ins. Walter and Connie. Leið- beinandi: Heimir Áskelsson. 10. kennslustund endurtekin. 11. kennslustund frumflutt. 17.40 Endurtekið efni. Kulingen og frændur hans. Myndin greinir frá teikningum sænska skopteiknarans Eng- ström og persónum þeim, sem hann skóp í teikningum sín- um. Þýðandi: Ólafur Jónsson. Þulur: Steindór Hjörleifsson. Áður flutt 10. jan. 1968. 18.10 íþróttir. Efni m.a.: Tott- enham Hotspur — Arsenal. 19.30 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.30 Riddarinn af Rauðsölum. Framhaldskvikmynd byggð á sögu Alexandre Dumas. 7. þáttur: Örlög ráða. íslenzkur texti: Sigurður Ingólfsson. 20.55 Blúndur og blásýra. Ar- senic and Old Lace). Banda- rísk' gamanmynd. Aðalhlut- verkin leika Josephine Hull, Jean Adair, Cary Grant, Ray- mond Massey og Peter Lorre. Menzkur texti: Dóra Haf- stemsdóttir. — Tvær indælar rosknar konur eru haldnar þeirri ástríðu að koma ein- mana, rosknum mönnum fyr- ir kattarnef. Þær lokka þá heim til sín undir því yfir- skini að leigja þeim herbergi. Fráfalli „leigjandanna" er komið um kring með vinalegu glasi af léttu vínu, sem frúrn- ar hafa blandað með rausnar- legum skammti af blásýru. Mynd þessi er gerð eftir leik- riti Joseph Kessdring, sem leikið var hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1947. 22.50 Dagskrárlok.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.