Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Blaðsíða 4
I Mánudagsblaðið WíánudagTir 22. janóar 1968 Fyrsta bréfið kom á þriðju- degi. Og það hafði áhrif. Myron Hettinger fékk venjulega lítinn póst á skrifstofuna á þriðjudög- um. Bréf, sem voru póstlögð á föstudögum komu á mánudags- morgnum,- og bréf, sem voru póstlögð á mánudögum komu mjög snemma, en þá komu þau í versta falli um eftirmiðdaginn á þriðjudögum. En þetta bréf kom á þriðjudagsmorgni. John Palmer kom með það inn á skrifstofuna til Myron Hetting- er klukkan nokkrar minútur yf- ir 10. Þetta var lokað bréf, og póstur til Myron Hettinger var venjulega ekki oþnaður af öðr- um en honum sjálfum. Fyrir ut- an þetta bréf var pósturinn ekk- ert annað en auglýsingar og því um líkt. Myron Hettinger opnaði þau, leit snöggvast yfir þau og henti þeim síðan í bréfa- körfuna. En þegar röðin kom að þessu sérstaka bréfi, hélt hann á því um stund og virti það fyr- ir sér. Hann rannsakaði bréfið vand- lega. Það var stílað til hans. Utanáskriftin var vélrituð, og bréfið hreinlegt. E>að hafði ver- ið póststimplað . é sunnudags- kvöldi. >að var ekki nokkurt merki á því sem gaf til kynna, hvaðan það var eða hvað það kynni að innihalda. Myron Hettinger opnaði um- slagið. Það var ekki bréf í því heldur eingöngu ljósmynd af tveimur persónum. Önnur var maður, sem var rúmlega fimm- tugur, nokkuð þunnhærður og alla vega 10 kílóum of þungur, með lítið neí og þunnar varir. Hann var með konu sem leit út fyTÍr að vera 25 ára eða svo. Hún var lítil og brosandi, ó- venjulega aðlaðandi. Maðurinn var Myron Hettinger og konan Sheila Bix. í hálfa mínútu sat Myron Hettinger og starði á Ijósmynd- ina. Svo lagði hann hana á skrif- borðið, stóð upp og læsti skrif- stofudyrúnum. Þegar það var búið sneri hann sér við, settist svo aftur niður í hægindastól- inn og fullvissaði sig um að um- slágið innihéldi ekkert annað en ljósmyndina. Þegar hann var viss um það reif hann umslagið og myndina þversum, lagði það á- samt meira bréfarusli í ösku- bakkann og kveikti í. Maður, sem ekki var eins sjálfsöruggur og Myron Hett- 'inger hefði kannski rifið um- slagið og myndina í smátætlur, hent ögnunum og setið skjálf- andi af reiði á bak við skrif- borðið. En Myron Hettinger var mikill persónuleiki. Ljósmyndin var engin hótun, aðeins viðvör- un um hótun í framtiðinni. Hræðslan gat beðið þangað til hótunin kæmi. Gamansamari maður hefði kannskj tekið ljósmyndina, sett hana í úrklifepubók og geymt hana til minnis. En Myron Hettinger var ekki gamansamur. Hann átti ekki úrklippubók og hann hélt ekki upp á minningar. Bálið í öskubakkanum lyktaði illa. Þegar það var brunnið út opnaði Myron Hettinger glugg- ann, og eftir 10 mínútur var öll lykt horfin. Næsta bréf kom tveimur dög- um seinna, með morgunpóstin- um. Myron Hettinger hafði beð- ið eftir því, ekki með neinni sérstakri gleði, en heldur ekki Jafnvægi í uppgjöri Smásaga úr safni HITCHCOCKS með því sem kallað er skelf- ing. Hann fann það í stórum bréfabunka, — nákvæmlega eins og það síðasta. Utanáskriftin var eins, vélritunin var eins og jafnvel frímerkin. Póststimpill- inn var að vísu öðruvísi, en honum var sama um það. Það var engin ljósmynd í þessu bréfi. Þar var aftur á móti þessi boðskapur, vélritaður á ódýran pappír: Útvegið 1000 dollara í tíu og tuttugu dollara seðlum. Pakk- ið þeim inn og leggið pakkann hjá geymslunni við Times Squ- are stöðina. Leggið lykilinn í umslag við grindina fyrir utan Hótel Slockum og hafið þetta stilað til herra Jórdans. Gerið þetta í dag, annars verður Ijós- myndin send til konu yðar. Far- ið ekki til lögreglunnar. Leitið ekki til einkaspæjara. Gerið ekkert heimskulegt." Síðustu þrjár setningarnar í bréfinu voru ómótstæðilegar. Myron Hettinger gat ekkj hugs- að sér að fara til lögreglunnar og heldur ekki að leigja einka- spæjara. Og síðast en ekki sízt vildi hann ekki gera neitt heimskulegt. Þegar búið var að brenna bréf- ið og umslagið og búið að opna gluggann svo lyktin var horfin, stóð Myron Hettinger lengi við gluggann og horfði niður á 43. stræti og hugsaði. Bréfið var óneitanlega áhrifameira en mynd- in hafði verið. Það var hótun. Það var hugsanlegt að þetta kynni að grípa inn í hið full- komna einkalíf hans. Og það gat hann ekki látið viðgangast. Áður en bréfið kom, hafði ekkert verið hægt að finna að einkalífi Myron Hettinger. f fyrsta lagi vann hann vinnu sína gallalaust. Hann var endur- skoðandi hjá fyrirtæki einu og hafði miklar árstekjur, einnig af því að hjálpa hinum og þess- um við að laga skattaskýrslum- ar, svo að skattur þeirra lækk- aði sem hann hefði ekki gert án hjálpar hans. í öðru lagi var hjónaband hans mjög farsælt. Kona hans, Elannóra, sem var tveimur árum yngri en hann, hélt húsi þeirra í stakasta lagi, bjó til góðan mat, hélt honum félagsskap þegar hann óskaði þess en skipti sér annars ekki af einkamálum hans. Og síðast en ekki sizt fékk hún 25000 doll- ara í tekjur á ári vegna arfs. f þriðja lagi var ekkert hægt að finna að hjákonu Myron Hettinger. Þetta var að sjálf- sögðu konan á myndinni, sem nú setti hann í vanda. Hún hét Sheila Bix. Hún gaf honum allt. það eina sem hún krafðist að launum var húsaleigan, og ein- staka sinnum svolitlar fjárupp- hæðir til smáútgjalda. Fullkomin vinna, fullkomin eiginkona, fullkomin hjákona. Og þessi fjárkúgari, Jórdan, ógn- aði þessu fullkomna lífi! Kæm- ist þessi bölvaða mynd í hend- ur Elannóru myndi hún krefj- ast skilnaðar. Það var hann viss um. Yrði þetta opinbert hneyksli hefði það áhrif á fyrirtækið. Og þegar allt þetta væri komið mjmdi hann áreiðanlega einnig missa Sheilu Bix. Myron Hettinger lokaði aug- unum og barði með fingurgóm- unum í borðplötuna. Hann kærði sig ekki um að missa vinnu sína, og hann kærði sig ekki um að missa eiginkonu sína og hjá- konu. Vinna hans átti vel við hann, og sama er að segja um Elannóru og Sheilu, sem hann elskaði svo sem eins og vinnu sína. Ást er nefnilega alls ekki það fullkomnasta, og það er heldur ekki hatur. Myron Hett- inger hatar ekki herra Jórdan, þótt hann vilji gjaman drepa hann. En hvað gat hann gert? Það var aðeins um einn hlut að ræða. Klukkan 12 yfirgaf hann skrifstofuna, fór í bank- ann, tók út 1000 dollara í tíu og tuttugu dollara seðlum, rað- aði þeim snyrtilega niður í vindlakassa og settj í geymslu- hólfið við Times Square stöðina. Hann setti lykilinn i umslag, skyldi það eftir á tilteknum stað, áritað til herra Jórdans. Kannski var það vegna herra Jórdans eða kannski var það vegna matarins, sem Myron Hettinger borðaði, að hann fékk hjartveikikast seinna um dag- inn. En þá tók hann bara töfl- um ... Þriðja bréfið kom viku seinna. Sfðan fékk Myron Hettinger sams konar bréf á hverjum fimmtudegi í fjórar vikur. f hverju bréfi var beðið um 1000 dollara, og í hverju bréfi var hann beðinn að nota sömu að- ferð við að skila þeim til herra Jórdans. Eftir hverja ferð á stöðina fékk hann sér hádegis- mat og eftir hverja ferð fékk hann hjartatilfelli. En hann fékk sér bara töflur ... En þetta var fjárkúgun. Fjárkúgun var í sjálfu sér ekki óviðfeldin. Og Myron Hett- inger kaus þetta heldur. Hann hafði opnað sérstakan reikning sem hann tók út af, þegar herra Jórdan vantaði peninga. Það voru tvær ástæður til þessa. f fyrsta lagi lét Myron Hettinger útgjaldsliði aldrei standa lengi óborgaða. í öðru lagi hafði hann veika von um. að þessi útgjöld til herra Jórdan yrðu til þess að lækka skatta hans. Þrátt fyrir þessa fimmtudags- erfiðleika var engin breyting á lífi Myron Hettinger. Hann vann af samvizkusemi, eyddi fimm kvöldum vikunnar heima hjá konu sinni og tveimur heima hjá hjákonunni. Vissulega nefndi hann ekki erfiðleika sína við konu sína. Það hefði verið hreinn asnaskap- ur. Hapn sagði Sheilu Bix held ur ekki frá því. Myron Hetting- er stóð fast á þeirri skoðun sinni, að pprsónuleg vandamál ætti ekki að ræða við aðra. Hann vissi um þetta og herra Jórdan vissi um þetta og það var samt einum og mikið. Hann vildi ekki ræða þetta við neinn svo framarlega sem hann gat borið þetta sjálfur. En svo var það þegar sjötta bréfið kom, að Myron Hettinger læsti skrifstofunni og sökkti sér niður í djúpar hugsanir, þegar hann hafði brennt bréfinu. Þann- ig sat hann í næstum klukku- stund og gerði ekki handtak. Myron Hettinger hugsaði. Þessar fjárkúganir gátu ekki haldið áfram. það sagði sig sjálft. Það var nóg fyrir hann að þjást af hjartabilun einu sinni í viku, þótt hann þyrfti ekki líka að borga 1900 dollara í þokkabót. Það var að vísu ekki mikið fé fyrir Myron Hettinger, en 52000 dollarar voru það um árið. Og á tveimur árum. Guð minn góður... Þessi útgjöld varð hann því að láta hætta. Það voru tvær leiðir út úr þessum vanda. Frú Elannóra sér myndina, eða herra Jórdan verður þvingaður til að hætta fjárkúgunum. Fyrri möguleikinn var ekki nógu góður, og seinni nær óframkvæmanlegur. Hann gat ef til vill höfðað til siðferðiskenndar glæpamanns- ins með því að leggja bréf með næsta peningaböggli. En það hljómaðí heldur máttlaust. Myr- on Hettinger var sjálfur ekki stöðugur á siðferðissvellinu, svo það var engin furða, þótt hann teldi það ekki sigurstranglegt gagnvart hinum óþekkta herra Jórdan. En hvað annað? Ja, hann hlaut þá að geta drepið herra Jórdan! Þetta leit út fyrir að vera ein- asta lausnin til að geta stöðv- að þessj fjarstæðukenndu fjár- útlát. En það virtist máske held- ur erfitt í framkvæmd. Það var ekki auðvelt að drepa mann, sem maður veit ekki hver er, og Myron Hettinger eygði enga leið til þess að kynnast herra Jórdan. Hann gat ekki staðið á vakt þar sem herra Jórdan tók lyklana. Herra Jórdan þekkti hann, og hann gengi ekki svo auðveldlega upp í fangið á honum. Hvernig í ósköpunum átti hann að koma manni til annars heims án þess að vita nokkurn skap- aðan hlut um hann og án þess að hitta hann? Myron Hettinger hugsaði nán- ar um það íyrsta sem honum hafði dottið í hug, — að reyna með hréfi. Skyndilega virtist hafa kviknað á perunni. Hann brosti, eins og hann gerði venju- lega, þegar hann hafði leyst erfitt vandamál með traustri og rökréttri hugsun. Þennan sama dag yfirgaf Myron Hettinger skrifstofuna klukkan tólf. En hann fór ekki í bankann. Hann kom við á ýmsum stöðum: Efnaverzlunum, leikfangaverzlunum og svo fram- vegis. Hann athugaði að kaupa aðeins einn hlut á hverjum stað. Það er engin ástæða til að telja nákvæmlega upp hvað hann keypti, en áður en lauk hafði hann útvegað sér efni í heljarmikla sprengju. En auð- vitað mega lesendur ekki vita hvernig á að búa til sprengju. Hann lagði sprengjuna í vindla- kassa af sömu tegund sem hann var vanur að leggja peningana í. Áætlun sú, sem hann hafði í huga, var einstök í sinni röð. Efnið, sem hann notaði í sprengj- una var nitroglyserin, sem springur við minnsta högg. Þótt kassinn væri ekki opnaður, heldur misstur í gólfið eða lagð- ur harkalega á borðið mundi sprengjan einnig springa. Og það var einmitt það, sem átti að verða, ef herra Jónatan grun- aði á síðustu stundu. að um sprengju væri að ræða, og vildi bjarga sér á flótta. En um aðra leið var ekki að ræða, þó Myron Hettinger hefði gjarnan kosið hreinlegri aðferð. Þegar sprengjan' var tilbúin gerði Myron Hettinger það ná- kvæmlega sama og hann gerði á hverjum fimmtudegi. Hann gekk til Times Square stöðvar- innar, setti pakkann í geymslu- hólfið. Síðan tók hann lykilinn, setti hann í umslag með utaná- skrift herra Jónatans og setti hann á hinn tiltekna stað. Svo sneri hann aftur til skrifstof- unnar, — hann kom 20 minút- um seinna en venjulega. Það var erfitt fyrir hann að halda sér að vinnunni þennan eftirmiðdag. Hann dundaði við að útbúa reikning yfir efnið sem farið haíði í sprengjuna, og setja það á reikning herra Jórdans. En hann gerði ekki öllu meira þann daginn. Hann sat við skrifborðið, og hugsaði tim hversu auðveldlega hann hefði leyst vandamálið. Sprengjan gat ekki brugðizt. Það var nóg nitroglyserin í kass- anum til að sprengja herra Jórd- an í loft upp, og ekki nóg með það, heldur allt sem var í 10 metra radíus frá honum. Fjár- kúgarinn hafði ekki minnstu von um að sleppa. Það var jafn- vel hætta á að fleiri mundu fylgja honum yfir um. Væri maðurinn svo heimskur, að hann opnaði pakkann á stöðinni, eða væri hann svo klaufskur að missa hann þar, þá væri voðinn vís. En hefði hann vit á að fara með pakkann heim, þá var von um, að þetta hefði ekki of mikið í för með sér. En fyrir Myron Hettinger skipti það engu máli hversu marga herra Jórdan tók með sér í gröfina. Hvort sem það yrðu konur eða börn, þá var hann viss um, að það kæmi ekki til með að hvíla þungt á hon- um. Ef herra Jórdan aðeins dæi, þá gæti Myron Hettinger lifað lífi sínu sem fyrr. Svo einfalt var það. Framhald á 5. síðu. Krossgátan / i r83 5 6 » 1 • j t0 ** /2 /J ts 15 /6 /l' 'Cr 3 m < 0, ■ÍSjU 20 \ N. r*.2 22 f n / tor 25 ié % BT 21 LARETT: 1. Stjama 8 Ágóffi 10 Upphafsstafir 12 Elska 13 Upphafsstafir 14 Viffbót 16 Hiti 18 Bit 19 Amboff 20 Gælunafn 22 Skelin 23 Alþjóffasamtök 24 Upphrópun 26 Guff 27 Ástundunarsamur 29 Rannsakaði LÓÐRÉTT 2 Ósamstæffir 3 Höfuffborg 4 Fag 5 Akri 6 Sagnorff 7 Hungraffir 9 Týndar 11 Yfirhöfn 13 Peningar 15 Beita 17 Fiskilína 21 Gróffurleysi 22 Kjána 25 Taug 27 íþróttafélag 28 Ósamstæðir

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.