Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 22.01.1968, Blaðsíða 5
Mánndagnr 22. janúar 1968 Mánudagsblaðið 5 Kvikmyndir Framhald af 6. síðu. gengið að finna út um innrásar- áætlanir bandamanna í Frakk- land. Ekki tekst þó betur til, en svefnlyfjum er bruggað í drykk hans og síðan er hann sprautaður öðrum lyfjum og fluttur til Þýzkalands, þar sem nazistar hafa byggt fullkominn amerískan herspítala, fyllt hann af „Ame- ríkönum" sem tala, lifa, leika sér, og hugsa eins og Ameríkumenn, málið hreimlaust og atferli þeirra nákvæm og óumdeilanleg kopia. Meðan hann liggur í dáinu breyta læknar honum þannig, að hann virðist hafa elzt talsvert, en áður hafði lækni og hjúkrunarkonu verið falið að læra svo og þekkja allt líf hans frá barnæsku, að furðu sætir. „Spítalasaga“ hans í sex ár er samin, ráð gert fyrir hverju smáatriði. Innan 24 stunda vaknar hann svo í þessu um- hverfi, nær ráðvilltur, enda bend ir allt til að það sé sex árum síðar. Með lægni og ýmsum lævís um en hárfínum brögðum tekst að véla út úr honum „vísinda- lega“ öll leyndarmál Normandie- innrásaririnar. Þetta snilldarverk er unnið undir stjóm þýzka lækn isins Gerber (Rod Taylor), sem brúkaði þessa aðferð til að lækna „hálftryllta“ þýzka hermenn, sem h<jim komu stjarfir af aust- urvígstöðvunum. Til eftirlits og endanlegra pyndingaaðferða til að .ná hinum veigamiklu leyndar málum frá Pike er svo SS-foring iim Ottó, ómenntað þjösnamenni, framgjamt, íllskeytt og öfund- sjúkt. Hjúkrunarkonan, Anna (Eva Marie Saint), sem hjúkrar Pike er fyrrverandi fangi í ill- ræmdum fangabúðum, þar sem henni var nauðgað af öllum frá fangabúðayfirmanni niður í verði, og gekkst glöð undir þetta hlutverk til að sleppa við píslir sínar. George Seaton, leikstjóri, nær þegar í upphafi hinu smekk- lega, rólega yfirborði myndarinn- ar og hinum þunga nið sem efn- inu fylgir. Hann forðast ofleik, lætur sjaldan ánetjast fáránleg- um bíóhugmyndum Bandaríkja- manna um Þjóðverja, en skapar skemmtilegan þríhyrning, lækn- inn, njósnarann og SS-manninn (Werner Peters). Hjúkrunarkon- an er hinsvegar hvergi nærri eins vel unnin, en þó mjög góð. Kvik- myndavélina notar hann af snilld, nærmyndir eðlilegar og hávaða- ' laust rifrildi án hælaskella og heil-hrópa. Eg vil ekki ræna fólkið ánægj- imni með þvi að rekja efnið til enda— en það gerir reyndar leik skráin auðvitað — en flestir munu játa að endirinn tekst fram ar vonum, þótt hann sé heldur teáterískur. Þetta er ein af fáum tilraunum, sem sézt hafa þar sem heil þjóð er ekki gerð að marsér- andi, heilhrópandi idiótum. Eink- um ber að taka eftir framúrskar- andi leik Rod Taylors, Gamers og Werner Peters, og ekki svo litlu tillagi hinnar fögru Evu Marie Saint. Leikurinn er allur fágaður hjá öðrum, laus við ösk- ur og svívirðingar, slagorð og fullyrðingar. Mynd þessi er ein sú athyglisverðasta sem hingað hefur komið og fjallað um heims Þegar kölski fannst Framhald af 1. síðu. hefði náðst einn mánudagsanorg- un við Hammans-kraal,“ hefði þetta verið Kölski og hafði hann misstigið sig er hann stökk niður úr himninum. Því er trúað að lík lega hafi þessi saga byrjað þegar svertingjar sáu halastjörnuna sem þá sást árla morguns á þess- um slóðum, hvarf hún þá niður í átt að jörðu, á bak við hæðar- drag þar sem Hammans-kraal stendur, en þegar halastjarnan hætti að sjást, álitu svertingjarn ir náttúrlega að ,nú hefði Kölski náðst.“ Svínapestin Ári áður, 1964, greip annað svertingja-múgæði um sig í hinu nýfrjálsa svertingjaríki í S. Af- ríku, Tratnskei, sem er á stærð við Danmörku að flatarmáli og mannfjöláa, en þar býr sá svert- ingjaættflokkur sem þróaðastur þykir í S.-Afríku. Þar óð um ein galdrakerling sem spáði því að mikil ógæfa myndi dynja yfir ef öllum svínum í landinu yrði ekki slátrað. Svertingjarnir urðu dauð hræddir og drápu öll svín sem fundust, en höfðu síðan ekkert að borða í langan tíma og varð S.-Afrika að koma þeim til bjarg ar og forða þeim frá hungurs- neyð. Eldingin Á jólpnum var mér boðið í mat til bónda skammt frá Salisbury. Auðvitað var hauga rigning og hvítur bíllinn varð eirbrúnn af aurslettum, en bóndinn var í sjö unda himni, því ekkert hafði rignt að gagni fyrir jól. Á bæ hans hafast við margar svert- ingjafjölskyldur sem hann borg ar smákaup til að létta undir þeg ar með þarf. Eitt sinn kom einn svertinginn og bað um frí, því hann þyrfti að skreppa og hitta galdramann, því eldingu hefði lostið niður í strákofa hans og nú þyrfti hann endilega að finna út hver hefði sent þessa eldingu til að drepa hann og fjölskylduna. Ekki man ég hvernig undirtektir bóndans urðu. Hálfpartinn minna þessar sög- ur á ísl. þjóðsögur af Bakka- bræðrum og galdrasögur frá Vest fjörðum, svo það er kannski ekki ástæða fyrir okkur til að hlæja mjög hátt. Biblía og beinakast í óteljandi aldir hefur beina- kast verið aðferð svertingja til að spá í framtíðina. Þá er ákveðnum beinum kastað upp í loft svo þau falli á skinn sem breitt er á jörð- ina, síðan spáir galdramaður í afstöðu beinanna, einnig spá þeir í ösku en það er nú önnur saga. í aldir hefur staðið yfir harð- vítug barátta milli galdramanna og trúboða sem nú hefur náð há- marki í Botswana (Betsjuana- landi). Beinakast blómstrar þar í spádómslist, allt frá framtíðar- spám til trúmennsku kvenna, þrátt fyrir baráttu trúboða til að hindra þetta kukl. Einkennilegt nokk, er beina- galdur og trúboðsstarf mjög ná- tengt þótt gamall sé, „beinin“ eru talin komin frá arabiskum sið og talin vera sambandsþráður við Guð. Beinin voru aðferð til að túlka afstöðu Guðs til verald- arinnar sem fólk með „náðargáf- una“ gat túlkað afstöðu Hans Sjónvarp Reykjavík Framhald af 6. síðu. áramótin“, þá er þess að vænta, að við setjum okkur sjálfir tak- mörk í því hverju er hent í okk- ur, svo léleg hafa kynni okkar til þessa verið af þessari „Sam- vinnu milli sjónvarpa“ eins og það var orðað. Af ísleHzku efni í heild má telja, að umræðuþættimir beri af, þótt þeir að,vísu, og skiljan- lega, séu stundum mjög viðvan- ingslegir, sem þó er hverfandi. Nýbreytni verður alltaf við og við í sjónvarpinu, ný tilhögun í flutningi og kynningu efnis, og er einkennilegt og dálítið skemmtilegt, ag þar er fyrir- myndin Keflavíkursjónvarpið heitið. Skrítið að viðvaningarn- ir hér skuli taka viðvaningana syðra, og þeir eru sannarlega við- vaningar í „lifandi“ efni suður þar, sér til fyrirmyndar. Þó er eitt sem flesta undrar: hvernig dettur sjónvarpinu í hug, að sýna þátt eins og „Töfraefnið kisill“ á bezta sjónvarpstímanum. Enginn er að efa vizku, þekkingu og efni flytjandans, en hve margir bíða í ofvæni eða mefe pínulitlum áhuga eftir slíku efni. Sannarlega að- eins 0,1% hlustendum, og á því að velja slíku efni annan tíma og tilkynna löngu áður, svo á- hugamenn geti ráðstafað tíma sín um til að hlýða á það og skoða. Enn eru sömu vandræðin með þýðingarnar. Utan allra smágalla, sem oftast er óþarfi að eltast við gengur út yfir öll takmörk þegar þýðendur með takmarkaða þekk ingu á málinu eru að reyna að þýða slagara, ameríska eða aðra, jafnvel í teiknimyndunum. Þeir taka sig ekki lítið alvarlega slík ir boðberar menningarinnar, eða eru þetta máské afleiðingar hinn ar miklu gagnrýni í lesbók Mogg- ans um „ádeiluna" í Flintstone- gríninu? Svo væri bezt að sleppa alveg titilþýðingum á myndum eins og Sunday out of season, sem gerði sjónvarpið að athlægi og óleik annars ágætlega gerðri mynd. með að ráða í beinin. Beinakast- arar í Botswana eru mjög virtir fyrir hæfileika sína og allir ætt- arhöfðingjar eru sagði ráða spá- mann. Beinin Beinagaldur krefst engrar á- kveðinnar beinatölu, en það verða að vera fjögur sérstök bein sem eru „fulltrúar“ fyrir fjöl- skylduna í þjóðfélaginu, þau eru m.a. hægri og vinstri framlappir af bolakálfi ásamt tveim flötum beinum skornum úr sköflungi á kven-fíl. Utan Botswana er beina valið öðruvísi, frá einum ætt- flokki til annars. Sumir t.d. nota apafót, hné úr kind eða geithafri, úr hind og karl-bavían. Til samans tákna bein fjöl- skyldu eða þjóð, hvert bein hef- ur sitt nafn og kyn, bein úr meiraætu er kallað „Modimo“ (guð) en hægri löpp af kálfi er kölluð „Moromogolo" eða gamli maðurinn. Ekkert bein getur táknað neitt nema í afstöðu við öll hin. Beinagaldur er ekkert leyndarmál í Botswana og marg- ir geta spáð hjálparlaust en út- lærður galdramaður þarf tveggja ára nám til að útskrifast sem full kominn galdramaður, að aflok- inni hreinsunarmessu. Hjartað og svertingjarnir Nú, þegar hjartatilfærslur eru framkvæmdar í S.-Afríku og Ameríku af kappi sem telja má tæknilegt kalt stríð, þá eru svert- ingjar í S.-Afríku ekki mjög hrifnir af tilfærslu hjartans úr einni persónu í aðra. Sumir eru mjög í uppnámi: „Hvernig á maður með nýtt hjarta að muna fortíðina?,“ hafa sumir spurt. „Guð gaf manninum hjarta til að slá á meðan Hann áleit það æskilegt." „Hvi að gefa manni hjarta sem er ekki hans eigið,“ spyrja aðrir. Sumir svert- ingjar spyrja hvort maður með nýtt hjarta muni elska konu sína á sama hátt og fyrr, áður en hjartaskiptin áttu sér stað. Þeir halda að hið nýja hjarta muni hugsa öðruvísi. Einn læknir reyndi að útskýra hjarta-aðgerð- ina fyrir svertingjum. Einn áheyr andinn sagði: „Sjáðu nú til, við höfum líka verið í skóla, ég man mjög vel, að kennarinn sagði, að við skyldum læra Ijóðinn okkar með hjartanum (By Heart), hvað ertu síðan að þvæla um að hjart- að framkvæmi ekki ncina hugs- un???“. „Með því að setja nýtt hjarta í mann ertu að breyta hon um í allt aðra persónu." Kanski. V.O. Jafnvægi í uppgjörí styrjöld númer tvö A.B. Auglýsið í Mánudagsblaiinu Framhald af 4. síðu. Klukkan fimm stóð enduxskoð- andinn upp frá skrifborði sínu með alla erfiðleika dagsins að baki sér Hann gekk út frá skrifstofunni stóð nokkra stund á gangstéttinni fyrir utan, and- aði að sér hreinu loftinu og í- hugaði aðstæðumar. Hann hafði engan löngun til þess að fara heim. Hann hafði unnið afrek, hann hafði leyst óleysanlegt vandamál... Það kynni að vera þægilegt að eyða kvöldinu heima hjá El- annóru, en ekki að sama skapi hátíðlegt. Það sem hann hafði þörf fyrir var kvöldstund á heimili Sheilu Bix. En hann kærði sig varla um að breyta út af venjunni: Mánudagar og föstudagar hjá Sheilu, annars heima. Á hinn bóginn hafði hann svo sem breytt út> af venju í dag, — útborgunarvenjunni. Hvers vegna þá ekki að bylta deginum al- gerlega? Hann gekk inn í símaklefa og hringdi til konu sinnar. — Ég verð nokkrar klukku- stundir í bænum, sagði hann. — Ég hafði ekki tíma til þess fyrr. — En þú ert vanur að vera heima á fimmtudögum. sagði hún. — Ég vei't það, En þetta er áríðandi. Konan hans var ekki að spyrja.' Hún spurði ekki hvað væri á seyði. Hún' var hin full- komna eiginkona. Hann sá, að hún elskaði hann, sem auðvitað var satt, og hann sá að hann elskaði hana, sem auðvitað var haugalýgi. Svo lagði hann tólið á, gekk út á gangstéttina og náði sér í leigubíl. Hann bað bílstjórann að keyra í 36. stræti, nokkrar húslengdir frá Central Park. Byggingin var gamalt múr- steinshús með fjórum íbúðum, einni á hverri hæð. íbúð Sheilu var á þriðju hæð. Hún kostaði 120 dollara á mánuði, honum lík- aði verðið vel. Myron Hettinger gekk upp tröppumar og stanzaði til þess að blása mæðinni fyrir utan dyrnar hjá hjákonunni. Síðan bankaði hann, en það var ekki opnað. Þá hringdi hann, sem hann þó gerði venjulega ekki, en það var heldur ekki opnað þá. Hefði þetta verið á mánudegi eða föstudegi hefði Myron Hetinger með fullum rétti get- að orðið ergilegur. En hann var rólegur. Sheila Bix átti auðvit- að ekki von á honum. svo hann gat ekki vænt þess að hún væri heima. Að sjálfsögðu hafði hann lyk- il að íbúðinni. Þegar maður hef- ur fullkomna hjákonu liggur það augum uppi, að maður verð- ur að hafa lykil að íbúðinni hennar. Enda fór hann inn og lokaði á eftir sér. Hann fann wiskíflösku og blandaði sér drykk, sem Sheila Bix var vön að blanda handa honum á mánu- dögum og föstudögum. Hann kom sér vel fyrir í góðum stól og dreypti á veigunum, meðan hann beið eftir hjákonunni, og hann hugsaði bæð; um þær ynd- islegu stundir, sem hann ætlaði að eiga með henni, og um örlög þorparans herra Jórdans. Klukkuna vantaði 20 rriínút- ur í 6 þegar Myron Hettinger læsti sig inni í íbúðinni og blandaði sér drykk. Og klukk- an var 20 mínútur yfir 6, þeg- ar hann heyrði umgang í stig- anum. Hann opnaði munninn og ætlaði að segja „halló“. En hann sá að sér og þagði. Hann ætlaði að gera hana hissa. Og það gerði hann. Dymar opnuðyst. Sheila Bix gekk frjálsleg inn í herbergið, ljóshærð og falleg. Handleggir hennar stóðu beint út í loftið, og Myron Hettinger var einmitt að furða sig á því, þegar hann svo greindi ástæðuna. Á höfð- inu bar hún böggul á stærð við bók, og var hún að leika sér að halda jafnvægi með hann. Myr Hettinger var fljótari að þekkja pakkann heldur en hjákonan að þekkja Myron Hett- inger. Og þæði skildu þau að- stæðumar og báðum varð þeim bilf við. Myron Hettinger lagði saman tvo og tvo með sama árangri og venjulega, og það gerði Sheila Bix líka. en ekki með eins góðum árangri. Myron Hettinger gerði tilraun til að komast út úr herberginu. Hann reyndi að láta kassann vera kyrran þar sem hann var á hinu síiðandi höfði ungfrúar- innar. Og að lokum gerði hann úrslitatilraun til að grípa kass- ann, þegar hann datt af höfði hjákonunnar niður á gólf. Myron Hettinger kassanum. náði ekki Ti/kynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu ' viðskiptamálaráðuneyt- isins dags. 9. janúar 1968, sem birtist í 4. tbl. Lög- birtingablaðsins 1968 fer fyrsta úthlutun gjald- eyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1968 fyrir þeim innflutningskvótum sem taldir eru í aug- lýsingunni. fram í febrúar 1968. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Lands- banka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 10 febrúar næstkomandi. LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS. Það heyrðist mikill hávaði en Myron Hettinger endurskoðandi og hjákona hans, Sheila Bix, heyrðu aðeins byrjunina ... Bæjarútgerðiíi Framhald af 1. síðu. skyni, þótt sú óhæfa sýni að hún bæði er og verður óþarfur og glæpsamlegur kostnaðarbaggi. Gæti borgarstjórnarmeirihlut- inn gjarnan svipazt um í þorp- um kringum landið og litið á bæj arútgerðir þar og þau töp og fjárhagsglapræði sem þau hafa valdið. Það er skýlaus krafa Reykv[k- inga að nú þegar verði gerðar ráð stafanir til að losa okkur við þann klafa og þá hít sem svoköll- uð bæjarútgerð hefur lagt reyk- vískum borgurum á herðar. • <

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.