Mánudagsblaðið - 08.04.1968, Síða 2

Mánudagsblaðið - 08.04.1968, Síða 2
2 Mánudagsblaðið Máiradagur 8. apríl 1968 JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu: Laugarvatn á sumardegi í fornöld var Laugarvatn byggt sem farsælt baendabýli, en 1930 var jörðinni breytt í mennta- heimili og nú eru þar á staðnum fimm skólar og nemendur skipta hundruðum. Á sumrin fyllast nemendaherbergi og kennslustof. ur af sumargestum, sem leita þangað til hvildar og hressingar. Þar að auki voru þar um þrjár hátíðir í óleyfi samkomur, helzt um hvítasunnuna. Þar voru gest- ir sem slógu mörgum tjöldum hér og þar um skógarhlíðarnar. Það var of mikil gestkoma, en hún sýnir aðdráttarafl staðarins, þar sem ekki má annað gera en að horfa á fögrum degi yfir vatn ið, byggðina og á Heklu í fjarsýn. Nú er allmikill vandi með slíkt aðstreymi. Menn verða að finna ráð til að skipuleggja gestarúmin að Laugarvatni um alla sumar- mánuðina. Þessi ábyrgð kemur á forráðamenn staðarins, tvo ráð- herra og einn sýslumann. Laug- arvatnshjónin Ingunn og Böðvar afhentu Árnessýslu eign sem var milljóna virði til menntaseturs á Suðurlandi. Þá komu tvær ríkis- skrifstofur, mennta. og búnaðar- deild. Þær hafa varið af ríkisfé mörgum milljónum til að reisa skólabyggingar • á Laugarvatni. Nú er þar reisulegur kvenna- skóli, einn hinn bezt gerði hér á landi. Hann mun kosta 40 millj- ónir. Að vetrarlagi stýra skóla- nefndir, skólastjórar og nemend- ur þessum mikla skólastað. Á sumrin yfirgefa nemendur stað- inn, en nú finna nokkrir forráða menn mannfélagsins að þeim kemur málið við. Annars getur staðurinn grotnað niður og orðið einskonar bæli. Þrem sinnum hafa nokkur hundruð landsprófs fyllibyttur, dauðadrukknar og að nokkru klæðavana talið sig eiga í umhverfi skólans óumbeðinn helgistað um 'hvítasunnuhátíðina. Þessar samkosnur eru öllum leið- ar og mikill ófarnaður. En nú er von um að þrír valda. menn taki að sér ábyrgð á sum- arstjórn Laugarvatns um nokkra stund. Þar er um að ræða Pál Hallgrímsson sýslumann Árnes- inga, Gunnlaug Briem, ráða- mann í landbúnaðarráðuneytinu og Birgi Thorlacius, forráðamann í menntamáladeildinni. Þó að hér verði um aukaverk að ræða má mikils vænta af þessum mönnum eftir ætt og valdaaðstöðu. Þegar ég fasddist upp á Norðurlandi um aldamótin þótti mest kveða að tveim trúnaðarmönnum almenn. ings, þeim Páli Briem amtmanni og Hallgrími Kristinssyni oddvita kaupfélaganna. Þá hefur Birgir Thorlacius unnið sér sjaldgæfa viðurkenningu fyrir að standa fyrir umbótum við Geysi. Nú er að segja frá upphafi Laugarvatns. Guðjón Samúelsson fann staðinn í kynnisferð á veg- um Jóns ráðherra Magnússonar. Síðan skip:ulagði G. S. staðinn og stóð með Bjama Bjarnasyni skólastjóra fyrir að reisa þar þær byggingar sem setja svip á staðinn. Það er hús héraðsskól- ans og kennara- og nemendabú- staðir. Sundlaugin, gufubaðið eldri húsmæðraskólinn, mennta- skólabyggingin nema víxlspor eftir viðvaning í Reykjavík. Þá stóð Bjarni fyrir mest allri rækt un á jörðinni. Það er til mikillar fegurðar þó að tæplega verði bú- skapur þar á jörðinni héðan af. Síðan hefur verið bætt við húsin á Laugarvatni, og það gert af við vaningum. Má þó síðar bæta þar úr mistökum ef greindarmenn ráða. Guðjón húsameistari setti allan svip á stofnframkvæmdirnar. Enn eru í fórum mínum nokkuð af fyrirmælum húsameistara og mun ég geta þeirra hér í fáum orðum. Nú er vandinn sá að láta eignirnar gefa tekjur til skyn- samlegra umbóta. Fyrst markaði G. S. gang. og skemmtiveg 2 km. langan með- fram vatninu norðvestan við skól ann og alla leið móts við hólma þá við vatnið norðvestanvert. Sá vegur yrði að vera veggur hlað- inn úr steyptum steinum. Báta- bryggja skyldi lögð frá gufuhús- inu, miðuð við báta og sund- menn, sem vildu kasta sér í vatn ið. Bátahöfn skyldi gera frá bryggjunni og móts við lóð nýja kvennaskólans. Gróðurhúsin yrðu fjarlægð og þar sem þau eru nú koma bátahús fyrir íþróttabáta skólans og vegna gisti húss sumargesta, Þrjár bað- og sundlaugar þurfa að rísa til að bæta úr þörf margra. Þær liggja í röð frá hverauppsprettunni. Hin stærsta 50 metrar á lengd og ákveðinni dýpt. Yrði hún næst hvernum, keppnislaug. Þá kæmi 20 metra löng laug miðuð við æfingar vel sundfærra manna. Næst kæmi lítil baðlaug fyrir börn og eldra fólk bæði konur og karla, sem vildu leika sér þar í góðu veðri. Inni í hinum fagra garði í gamla kvennaskólanum ætti að vera Snorralaug, eftirlíking frá Reykholti. Eingöngu ætluð sem setulaug aldraðra kvenna. Lítið eitt nær vatninu og bátahöfninni er hin víðfræga laug Jóns Ara- sonar. Hún er helgistaður. Nú er eftir stærsti baðstaður- inn, en það er ströndin meðfram Aldamótaveginn. Sú mikla gangbraut ætti að minna á þá kynslóð sem friðaði Þingvöll og byggði Laugarvatn, sundhallir margar og íþróttahús. Ströndin öll yrði landbaðstaður frá gufu- húsinu og framhjá hvernum mikla eftir því sem með þarf. Myndast hlé við sundlaugarnar. Þar yrði mest hressingarganga og sólböð. Við gangbrautina þyrftu auk hvíldarstaða í grasi að vera hitaður sandbyngur fyrir gesti. Þar koma lækningaböð. Frá hitauppsprettunum, sam- hliða sundlaugum þarf röð bað- húsa, fyrir allar íslenzkar og út- lendar baðtegundir. Gegnum sandbynginn þurfa að liggja hitapípur og haga svo til að hver baðgestur geti haft að- gang að sandbaði eftir vild. Þessi sandböð voru oft tíðkuð við vatn ið á fyrstu árum skólans. Hitalaugin á Laugarvatni er mikil náttúrugjöf en oft lítils virt. Á Laugarvatni hefur Bjarni skólastjóri þurrkað mikið land frá vatninu norðan skólabyggð- ar. Þar verða mikil og fullkomin ir að aðhafast í blíðviðrinu. tjaldstæði, golfvöllur og nokkrir tennisvellir. Eitthvað verða gest- Island í hnotskurn Ferðahandbækur hafa nú sent á markað landkynningarrit á ensku, sem heitir ICELAND IN A NUTSHELL — ísland í hnot- skurn. Undirtitill bókarinnar er Guide and reference book, eða leiðsögn og uppslátarbók. Bókin er 216 bls. að stærð auk heillar arkar með 30 litmyndum frá Sól arfilmu, sem er að finna fremst í bókinni. ICELAND IN A NUT- SHELL, sem hefir hlotið með- mæli Ferðamálaráðs, er gefin út í 25 þúsund eintökum og mun hér vera um eitt stærsta upplag af bók prentaðri hérlendis. Áður höfðu sömu útgefendur sent frá sér bókina Iceland — A Travell- er’s Guide, sem hlaut hinar beztu viðtökur. Á forsíðu bókarinnar, sem prýdd er mynd af Heklugosinu 1947 og tekin var af Pálma Hann. essyni rektor, kemur það fram að henni er ekki einungis ætlað að vera ferðamannahandbók fyr- ir þá sem leggja leið sína um landir, heldur einnig og ekki síð- ur uppsláttarrit um land og þjóð. Ástæðan fyrir nafnbreytingunni er sú, að fjöldi þeirra manna, sem notað höfðu bókina, marg- bentu á að hér væri um að ræða yfirgripsmikig og samþjappað uppsláttarrit, eða eins og hið kunna brezka blað TRAVEL TRADE GAZETTE komst. að orði: „A miniature encyclopáed- ia of information". Fyrri útgáfan var í 6 þúsund eintökum. Rúmur helmingur upp lagsins er þegar seldur. Kaupend ur eru Loftleiðir h.f., Flugfélag íslands h.f og Utanríkisráðuneyt. ið. Sérstök ástæða er til þess að banda fyrirtækjum og félagssam- tökum á að hér er mjög hentug bók handa þeim einstaklingum eða hópum, sem hingað eru vænt anlegir. ICELAND IN A NUTSHELL er prentuð í Prentsmiðjunni Edduh.f. nema litmyndaörkin, hún er prentuð í Grafik h.f. Myndamót gerði Litróf. Útliti og umbroti réði auglýsingastofa- Gísla B. Björnssonar, sem einnig teiknaði ýmsa uppdrætti, t.d. af Reykjavík og Akureyri. Uppdrátt af hálendinu gerði Sigurjón R'ist, vatnamælingamaður. í bókinni er fjöldi smáteikninga gerðar af Ragnari Lárussyni. r Frffl:: Höskuldar Dalakollssonar dóttir Irakonungs Var álitin mállaus — Heitir Melkorka og hefur aliS Höskuldi barn — Nýstárlegar fréttir vestan ur Dölum Þau tíðindi haía nú borizt vestur írá Höskulds stöðum, að írilla sú, sem Höskuldur Dala-Kollsson, hafði með sér út hingað heitir Melkorka og dóttir Mýrkjartans konungs á írlandi. Hefur Höskuldur og aðrir menn jafnan haldið að ambáttin væri mál- laus en nú er upp komið, að hún er hvorki dauf né mállaus, og betur ættuð en margur hugði. Hún hefur fóstrað son sinn og Höskuldar og fékk Hösk- uldur henni bú eitt lítið því þær máttu ekki lynda saman ambáttin og kona Höskuldar, Jórunn. Sonur þeirra Höskuldar og Melkorku er nú tveggja vetra og hinn efnilegasti maður, skírður Clafur í höfuð Ólafs feilans móðurbróður Höskuldar. Utanför Höskuldar Það var fyrir tveiim árum, að Höskuldur lét í haf og sigldi tíl Noregs að affla sór húsaviðar, Dvaldist hann lengi með frænd- um símim en um sumarið önd- vert fór hann ttl Brennieyja, en þar á fund Hákonar konungs, sem þar var með öðrum kon- ungum og skipuðu þeir málum sínum. Það þótti skemmitanarför að sækja þann fund, því að þantgað kornu rnenn nær af öll- um lönducm serni vér höfum tíð- indi af. Voru þar drykkjur og gleði og allskyns leikar, og hitti Höskuldur þar marga frændur sína, þá sem í Danmörku voru. Höskuldur kaupir ambátt Og einm dag er Höskuldur gekk aö skemmta sér með nokkrá menn kom hanm að tjaldi einu skrautlegu, fjarri öðrum búðum. Þar sat maður með gerzkan hatt á höfði og nefndist Gilli hinn gerzki. Höskuldur hafði oft heyrt mannsins getið, kallaði bann þeirra manma auöugastan, sem verið höfðu í kaupmannalögum. „Þú rnunt hafa þá hluti að selja oss, er vér viljum kaupa“. Gilli spyr hvað þeir vólji kaupa föru- nautar. Höskuldur segir, að hann vill kaupa aimbáibt nokkura, ef þú hefiur að selja. Höskuldur sé, að um þvera búðina var fortjald. og er Gilli lyfti tjaldinu. sétu þar irrni tólf konu.r. Gilli bauð, að Höskuldur skyldi þangað ganga og líta á, ef hann vildi kaupa nokkra af konum þessuim. Höskuldur hyggur vandlega að þeim, og sá að kona sat út við tjaldskörina, illa Wlædd. Hösk- uldd leizt kona fríð og spurði: Dýrkeypt en þó mállaus „Hversu dýr skal kona sú, ef ég vil kaupa“. Gi'lli svarar: „Þu skalt redða fyrir hana þrjár merkur silfurs." Höskuldur svar- ar: „Svo virði ég, að þú munir þessa ambátt gera heldur dýr- lagða, því þetta er þriggja verð“. Tókust þá kaupin. Þá maelti GiIIi. „Þetta mál skal fara ó- vélað af minni hendi, því að á er Ijóður mdkill um ráð konunn- ar.“ Höskuldur spyr, hvað það væri. Giflili sivairair: „Kona þessi er ómála. Hefii ég marga vega leitað máls við hana, og hefi ég aldrei fengið orð af henni." Höskuldur greiddi þá féð, og mælti: „Svo hiefur nú til tekizt að þetta mun verða kaup okkar. Tak þú fé þetta til þin, en ég rauin taka við konunni. Kalla ég aö þú hafir drenigilega af máli þessu haft, því að vísu vildir þú eigi mig falsa í þessu“. Tók hann síðan aimbáttina og fekk henni góð klæði. Fæddur Ólafur Bfittr að Höskuldur hafðd drval- ið með konungi um hríð, lét hann í haf. Þeim byrjaði vel og komu fyrir Reykjanes og svo fyrir Snæfellsnes, inn Breiða- fjörð og lenitu í Laxárós, en skip- ið var sett upp fýrir innan Laxó. Þar tjaldaði hann búðir og heit- ir þar Búðardalur. Jórunin spyr Hösfculd hvaða kona væri i för með honum. Höskuldur svarar. „Svo mun þér þykja, sem ég svari skætingi, en eigi veit ég nafn hennar“. Jórunri segir, að hanm muni við hana talað hafa jaifln margt og spurt hana að nafni. Höskuldur svaf hjá'hús- freyju sinni hverja nótt síðan hann kom heirn, en var fár við frilluwa. Á ofanverðum vetri fæddi frillan bann, bæði vænt og stórmamnlegt. Var það svein- bam kaliaður Olaifiur. Ættgöfgi Mefkorku Það bar til tíðinda einn morg- un, að Höskuldur gekk út er sól var lítt á loft komin. Heyrði hann þá mannamál. Voru þar Ölaf ur sonur hans og móðir hams. Fær hann þá skilið, að hún var eigi mállaus, þvi hún talaði margt við sveininn. Gekk Hösk- uldur þá að henni og kvað ekíd stoða að dyljast lengur, og spyr hana að nafni. Þá mœltí hún: „Ef þú vilt nafin mdtt vita, þá heiti ég Melkorka, en Mýrkjart- ann heitir faðir mimm. Hann er konungur á Irlandi. Ég var það- an hertekin fimmtán vetra göm- ur.“ Höskuidur kvað hana helzt til lengi hafa þagað yfir svo góðri ætt og gékk inn að segja Jórummi. Var Jórumin hvergi bet- ur við Melkorku en áður. Og litlu siiðan er Jórunn gekk að sofa togaði MeTkorka af henni og lagði skóklæðin á gólfið. Jór- unn tók sokkana og keyrði um höfuð henni. Melkorka reiddist og setti bnefann á nasir hennar svo blóð varð laust. Höskuldur kom og skildi þær, en síðan fékk hann ambáttiruni bústað á Mel- korkustöðum og býr hún þar á- samt Ólafi synd sínum. Þykja þetta hiin rnestu tíðindi um ætt hennar og göfgi.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.