Mánudagsblaðið - 10.06.1968, Blaðsíða 2
Mánudagsblaðið
I***5 Manudagur 10. júní 1968
í eigru lslendinga fyrir
flugstöðina á Keflavíkurvelli.
Tæpt 30 miiljón krónu tap
á rekstri Flugfélags íslands
Samkvæmt upplýsingum formanns stjómar F. í. var tekju-
aukning félagsins kr. 39 millj., en tapið á rekstrinum var alls
tæpar 30 milljónir. Hér fer á eftir úrdráttur úr skýrslu F.í. á að-
alfundi félagsins.
fyrir miklar tilraoinir tekizt
að selja tvaer eldri flugvélar
félagsins. — Þá sagði Birgir
Kjaran að tap Flugfélagsins
vegna gengisfellingarinnar
næmi rúmlega 104 milj. króna.
Frá i þessu var skýrt á að-
alfundi Flugfélags fslainds í
fyrradag.
Áður en gemgið var til dag-
sferár minntist Öm Ó. Johnson
forstjóri, Jóhanms Gíslasonar
deildarstjóra sem lézt 9. þ.m.
Öm kvað mikið skarð fyrir
skildi við fráfall hans. Fundar-
menn vottuðu hinum láfcna
• evirðingu og fjölskyldu hans
samúð.
Orð Arnar
Formaður stjómar Flugfé-
lags íslands, Birgir Kjaran,
tók því næst til máls. Hann
sagði liðna árið hafa borið í
skauti sínu bæði skin og
skugga fyrir einstaklimga og fé-
lög og væri Flugfélag íslainds
þar emgiin undantekning. Á sl.
ári hefði félagið upplifað eitt
sitt stoltasta 'augnablik þegar
fyrsta þota lamdsmanma kom
himgað og hóf flug á áætlunar-
leiðum mokkrum dögum síðar.
Farþegafjöldi með flugvélum
félagsims árið 1967 hefði verið
182.668 og hefði aukizt um
9%. Vöruflutningar hefðu num-
ið 3410 lestum og hefði aukn-
ing þeirra flutninga orðið
34% og póstflutningar hefðu
numið 614 lestum og aukizt um
23%. Heildarsætanýting á flug-
leiðum félagsins hefði verið
57% á árinu. í>á vék Birgir
Kjaran að rekstrarfyrirkomu-
lagi félagsdns.
Vegalengd sem flugvélar fé-
lagsins flugu á árinu nam 4,2
milj. km.
Þá ræddi stjómarformaður
hina miklu fjárfestinigu sem fé-
lagið hefði lagt í við endur-
nýjun flugflotans til flugs á
innanlands- og millilandaleið-
<$>—
segja, að brúttótekjur af rekstri
hans þá sex mánuðá, sem hann
var starfræktur, námu 100,6
milj. króna, en reksturskostn-
aður, án afskrifta. varð 85.6
milj. króna. Varð þvi 15 milj.
króna hagnaður á rekstri flug-
vélarinmar áðux en afskrift,
sem nam 19 milj. króna, er tek-
in til greina. Með afskriftinni
varð halli á rekstri „Gullfaxa"
er nam 4 milj. króna, eða tæp-
lega þeirri upphæð, sem útgerð
hans frá (KeflavíkMrflugvelli
kostaði okkur aukalega.
Hleðslunýting Gullfaxa varð
49,9% og mun láta nærri að
rekstur hans hefði orðið halla-
laus ef hleðslunýting hefði orð-
ið 52%.
Heildartekjur Flugfélags ís-
lamds árið 1967 voru 314,5 milj.
kr. Reksturskostnaður varð
337.3 milj. króna. Tap á rekstr-
inum varð því 22.8 milj. kr.
eftir að afskrifaðar höfðu ver-
ið 41.8 milj. króna, eins og að
framan greinir.
Þá greindi Örn Ó. Johnson
frá þvi að á sl. ári hefðu runn-
ið út samningar um iskönnun-
arflug félagsins í Grænlandi
og þar sem flugvél sú sem
notuð var til þess starfs hefði
þarfnazt gagngerðrar ' endur-
byggingar hefði félagið ekki
óskað eftir að endurnýja samn-
' iniginn-. Flugvélin hefði síðan
verið seld. Þá ræddi forstjór-
iinn nokkuð samnin.ga þá sem
gerðir hafa verið við SAS um
Færeyjaflug. Einnig um sam-
eiginlega fragtafgreiðslu sem
Flugfélagið og Loftleiðir starf- '
ræktu í sameiningu og sern^
gefið hefði góða raun. Þá- ræddi
Öm hið mikla átak sem Flug-
félagið hefur að undanförnu ,
gert í landkynningu, en á sl.
ári bauð félagið himgað til
lands sex hópum, ferðaskrif-
stofumanna og blaðamanna
auk einstaklinga í þessu skyni.
Um sl. áramót störfuðu 378
* örn O. Johnsbn
fastráðnir starfsmenn hjá
Flugfélagi íslands, en í fyrra-
sunvar var starfsm'annafjöldi
um 450. Beinar kaupgreiðslur
á árinu námu 95,2 milj. króna.
Forstjórinn þakkaði starfsfólk-
inu gott samstarf, svo og stjóm
félagsins og hluthöfum.
Fjömgar umræður urðu á
fundinum og var samþykkt til-
laga sem borin var fram af
Geir Zoega forstjóra, þar sem
fundurimn skorar á ríkisstjóro
að leyfa rekstur þotunnar Gull-
faxa írá Reykj avkurflugvelli.
í stjóro Flugfélags íslands
fyrir næsta ár voru kosnir:
Bergur G. Gslason, Birgir
Kjaran, Bjöm Ólafssom, Jakob
Frimannsson og Óttar MöUer.
í varastjóm voru kosnir Eyj-
ólfur Konráð Jónsson, Sig-
tryggur Klemenzson og Thor
R. Thors.
Birgir Kjaran
um. Hún næmi 500 milj. króna.
Afborganir og vextir væru um
80 milj. króna á ári. Félagið
hefði orðið fyrir fjárhagslegu
áfalli við gengislækkunina þar
sem mikill meirihluti skulda
þess væri í dollurum. Einnig
væri það félaginu fjötur um
fót, að ekki hefði enn, þrátt
Hleðslunýting
Óm O. Johnson forstjóri
flutti skýrslu um staxfsemi fé-
lagsins siðastliðið ár.
Árið 1967, sem var þrítug-
asta starfsár Flu.gfélags ís-
lands mótaðist mjög af megin
viðburði ársins — upphafi ís-
lenzks þotuflu,gs. Árið hefði
skipzt í tvo jafna helminga,
sagðj Öm. Fyrri helminginn án
þotuflugs, sem þó hefði ein-
kennzt af því mikla starfi sem
fylgdi unidirbúninigi þessa stóra
skrefs, og siðari helmingur
ársins með sínu þotuflugi og
öllum þeim nýmælum og
breyttum viðhorfum sem það
hafði í för með sér.
Öm sagði það mikið gleði-
efni hve mikinn og einlægan
þátt þjóðin í heild hefði tek-
ið í þessum merka áfanga í
þróun íslenzkra flugmála og þá
einnig hve vel farþegum hefði
líkað hinn nýi farkostur.
Öm sagðist álíta að sumt
hefði sæmilegia til tekizt í
starfinu, en annað miður.
Flutninigar jukust að mun, nýr
farkostur sem við bindum mikl-
ar vomir við var tekinn í
notkun, ýmsum smærri áföng-
um var náð og ekki urðu slys
á farþegum eða áhöfnum fé-
• lagsins. Allt eru þetta jákvæð
atriði, sagðd öm Ó. Johnson.
Á hinn bóginn hlýtur að teljast
neikvætt þegar ekki befur tek-
izt að láta starfsemina bera sig
hvað þá heldur skila eðlileg-
um arði.
Meginástæðumar fyrir tap-
inu taldi forstjórinn þessar:
1. LaumahækkanLr inn'anlands,
sem ekki varð mætt með
hækkun fargj alda. -
2. Hækkun ýmissa kostnaðar-
liða erlendis, svo sem lend-
ingar- og afgreiðslugjalda.
3.
Gengistap af
um, 1,1 milj.
rekstrarskuld-
króna.
4. Afskrift á gengistapi
skulda. 1,5 milj. króna.
5. Tap á Færeyjaflugi.
veð-
Fokker Friendship véiamar í eigu F.I. hafa reynzt mjög vel.
. Ca. 4,5 milj. króna auka-
kostnaður vegna þeirrar
kvaðar, að rekstur „Gull-
faxa“ fari fram fr>á Kefla-
víkurflugvelli.
49,9% hleðslunýting
Um „Gullfaxa" er það að
Jónas Jónsson frá Hriflu:
Frjálsir menn
Fyrsta ttthugun
Lan4námsfólkið sem fann og
byggði ísland voru frjálshuga
menn. Frelsi var lífsskilyrði þeirra.
Síðan hafa nálega allir afkomendur
þessara Iandnámsmanna erft þessa
gáfu og aldrei óneyddir skilið við
ísland, og allra sízt metið önnur
lönd meira. Á síðustu árum hefir
myndast í þesu tilliti fámennur og
að mörgu leyti ófullkominn og fá-
mennur 'tætingslýður. Þetta fólk
hefur viljað sýna landinu þrjózku,
ruddaskap og menningarleysi. Tæt-
ingslýðurinn kom um nótt til Þing-
valla og málaði með rauðum Iit
þjóðartákn framandi stórveldis.
Um sama leyti kom á Reykjavík-
urhöfn þýzkt skemmtiferðaskip..
Þá réðu nazistar Þýzkalandi. Stjórn
þeirra var ekki vinsæl á íslandi, en
hlutleysi ríkti milli Iandanna. Þar
að auki höfðu um aldaraðir verið
bæði menningar- og viðskiptatengsl
milli íslands og Þýzkalands. Ef
stjórnmálum Þjóðverja var áfátt í
einhverjum efnum, þá var þeirra en
ekki okkar að bæta úr ágöllum. En
nóttina áður en þýzka skipið með
fjölda farþega kom inn fyrir Eng-
ey kom tætingslýður á hafnargarð-
inn og málaði með sterkum litum
verztu illyrði oð ókvæðisorð um
Þýzkaland og þýzku þjóðina á hafn
arvegginn utanverðan. Snemma
morguns urðu vel menntir og heið-
arlegir borgarbúar varir við þetta
ódæðisverk og tókst að safna liði
til að afmá í skyndi bölbænir tæt-
ingslýðsins um fólk sem kom hing-
að eingöngu til að kynnast fegurð
og ágæti landsins.
Síðan líða áratugir. Tætingslýð-
urinn hélt sér að mestu frá óhappa
verkum gagnvart öðrum þjóðum.
En fyrir fáum dögum komu til
Reykjavíkur nokkur varðskip frá
bandalagsþjóðum íslendinga. Þá
greip tætingslýðurinn tækifærið og
reyndi að ldístra rauðri húsamáln-
ingu á skiphliðarnar. Sumir erlendu
sjóliðarnir veittti köldum sjó yfir
siðleysingjana. Sumir lentu í hönd-
um íslenzku Iögreglunnar og hurfu
af leiksviðiriu sem betur fór.
Þó að árásir af þessu tagi beri
vott um siðieysi og vöntun á al-
mennri menningu, þá standa jafn-
vel þessi ómerkilegu strákapör
dýpri rótum, Ef málið er krufið til
mergjar er ætíð bak við stráksskap-
inn löngun hinna ótömdu manna til
að óska eftir að ísland hætti að vera
frjálst land.
Hér skal bætt við raunalegum
þætti úr sögu íslands veturinn
1946. Ó. Th. var forsætis- og utan-
ríkisráðherra. Bryljólfur Bjarnason
viar uppefldism'álaráöherra og réð
mestu í flokki sínum. Þá hafði Stal-
ín með lævísi og ofsa náð undir sig
12 sjáifstæðum þjóðum í Evrópu
austan verðri. Nú hugðist Stalín,
með því að vaða fram í Berlín geta
afmáð vesturríki álfunnar. Rauf
hann þó öll grið og sáttmála. Banda
ríkin stöðvuðu nú för hans og
fylktu nálega öllum ríkjum inn í
Atlantshafsbandalagið. íslandi var
boðið í bandalagið, og Iítils krafizt
af okkur nema að vestræn flugskip
mættu koma við í Keflavík á leið
til Þýzkalands og fá þar vatn og
olíu. Brynjólfur beitti sér með sjúk-
legum dugnaði gegn því að íslands
þægi nokkra vestræna hervernd.
Ólafur og menn hans fóru varlega
í málið og var nú varnarmálið teygt
togað síðustu mánuði árs 1945, allt
árið 1946 og fram eftir ári 1947,
þegar Ólafur lét Brynjólf að lokum
fara úr stjórninni. Þá setti Ólafur
Stefán Jóhann í hans tað um stund.
Mun Ólafur með þeim tiltektum
viljað typta Brynjólf með nokkrum
hætti fyrir frekjuna.
Fyrir jól 1946 hélt Ólafur flokks
fund í Sigtúnum. Fundurinn var í
góðu skipulagi. Urti síðir óð tæt-
ingslýður Brynjólfs inn í saiinn,
fyllti húsið og gerði allt fundarhald
óframkvæmanlegt. Tætingsmenn
vildu hleypa fundinum upp. Ólafur
bað lið sitt forðast allar óspektir.
Liðu svo nokkrir klukkutímar. Þá
leiddist tætingslýðnum athafnaleys-
ið og hvarf úr húsinu.
Nokkrum mánuðum síðar leysti
Ólafur upp stjórn sína, sem fyrr
segir. Brynjólfur fór og hafði þó
dvalizt óþarflega lengi. En þráseta
Brynjólfs hafði borið þann árangur
að allir flokkar samþykktu um síð-
ir á mjög óskörulegan hátt að Al-
þingi og stjórn skýldi óska eftir við
stjórnina í Washington að hún
skyldi kveðja heim varnarlið sitt.
Nú var ísland eini kunni bletturinn
í menningarlöndum, þar sem engri
tegund landvarna var við komið.
Brynjólfur einn og hið óskörulega
lið hans hafði komið meiru til veg
ar fyrir húsbóndann í Moskvu held
ur en hinar mörgu hersveitir hans
sem höfðu með vopnum og vél-
ráðum lagt undir hann tólf menn-
ingarríki.
/
(