Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.06.1968, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 17.06.1968, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 17. júní 1968. MYSTICUS: UM LOFTIfó BLÁ i>a<5 eru víst ekki ýkja margir hér í Reykjavík. sem eiga sér vínkjallara. Okkur fslendingum er annað betur gefið en gömul og gróin vínmenning. Flestum héma er nokkurn veginn sama, hvað þeir drekka, bara ef þeir finna á sér af því. Og við erum ekki að velta litlum sopum fram og aftur i munninum og láta þá rúlla um tunguna, eins og Fransmenn gera: Hinn þjóðlegi siður okkar fslendinga er að svolgra í sig af stút. En það eru þó til fslending- ar, sem eru öðruvisi. Einn þeirra er bann Sigtryggur kunningá minn. Hann hefur í áratugi átt sér litinn vínkjallara. Reyndar er þetta ekki nema svolítil skonsa í kjallaranum hjá hon- um. En hann hefur látið af- þilja hana og passar vel upp á hana. Hánn hefur hitamæli þarna niðri til að hann geti fylgzt með hinu rétta hitastigi, sem fin vín vilja hafa í kringum sig. Og þarna i kompunni svigna hillur undir dýrum vínum. Sumt af þessu fiefur hann keypt er- lendis, sumt af því hefúr hann náð í hér á landi. Og Sigtrygg- ur var stoltur af vínkj allaran- ,um sín.um. Honum fannst hann vera einn af fáum mönnum hér á landi, sem hefði einhvem vín- Jcúltúr til að bera. Stundum fannst mér þetta bera keim af sýndarmennsku eins og þegar hann var að smjatta á dýrum útlendum vínum eins ©g sófistis- keraður connoisseur. Þetta verk- aði eimhvem veginn ekki ekta hjá honum. En hann hafði ánsegju af þessu, og það var aðalatriðið. Það eru ekkd nema góðir vin- ir Sigtryggs, sem fá að koma í vínidallarann, þessd staður er eins og hið allrahelgasta í musteri. Honum er meira að ’ segja ekkert um að kona hans komi þangað inn. Eh þegar hann býður góðvinum sínum þangað er sú athöfn eins og ritúal. Hann fer sér að en-gu óðslega, en dregur tappann úr flöskunni hægt og virðulega. héllir i glös- in og bragðar drykkinn á franska visu. Ég þekki allt þetta ritual hans út og inn, og satt að segja er ég orðinm hálfleið- ur á þvi. Ég kom til hans í kjallar- ann ednu sinni snemnia i vor. Hann fór að bauka við flöskum- ar á einni hillunni, færa þær til og raða þeim að nýju. Þá var allt í einu eins og hann sæi þama eitthvað, sem hann átti ekki von á. „Hvað er nú þetta?“ tautaði hann og dró fram liöa grænleita flösku, sem hafði staðið einhvers staðar á bak við hinar flöskumar. „Ég man ekkert hvar ég hef fengið þessa flösku“, sagði hann. — Flaskan var eitthvað svo ellileg á að sjá, rétt eins og hún hefði staðið óbreyfð í margar aldir. Tappinn virtist naerri því skorpnaður af elli. Á flöskunni var gamall og gulmaður miði. Letrið á honum var orðið svo máð, að það var erfitt að lesa það. Og skrítið var það, að áLetrunin var ekki premtuð, heldur handskrifuð með fomeskjulegri stafagerð. Þó mátti kornast fram úr henni. Þama stóðu tvö orð: Vinuin levitans. Ég minntist þess ekki að hafa séð þetta nafn á neinni víntegund fyrr. Og'það var lík- ast því, að Sigryggur kannað- ist ekki við það heldur. „Ég skil ekkert í þessu“ endurtók hann margsinnis. „Ég hélt að ég þekkti allar mínar vínteguiidir, en ég kem þessari alls ekki fyr- ir mig. Þetta hlýtur að hafa slæðst með í sendingunni, sem ég smyglaði inn frá karlinum í Bordeaux í hittifyrra. En Vin- um levitans? Hvaða sort er þetta eiginlega?“ f fyrsta skipti virtist Sigtryggu-r standa á gati í sínuim vínfræðum. Svo lét hann flöskuna skrítnu aftur í hilluna, en hann virtist vera í þungum þönkum. Ég var næstum því búinn að gleyma þessu atviki þremur vik- um seinn-a, þegar ^igtryggur hringdi í mig um kvöldmatar- leytið. Úti v-ar yndislegt vor- kvöld eins og það getur fegurst orðið. „Það er svo gott véður núna“, sagði hann í símann, „að mi-g hálflangar eitthvað út fyrir bæ. Nennirðu að koma í bílnum þínum og keyra mig í einhvem smátúr?" Og ég lofaði honum að gera þetta, miig lang- aði sjálfan eitthvað út úr bæn- um í góða veðrinu. Rétt fyrir klukkan h-álfníu ók ég í bíln- um hei-m til Sigtryggs og við keyrðum af stað eitthvað út í buskann án þess að hafa neina ákveðna áætlun um það, hvert við ætluðum að halda. Einhvem veginn atvik-aðist það svo, að við keyrðum suður Hafnarfj arð- arveginn. Þegar við vorum komnir í Fjörðinn varð það úr, að við ókum veginn upp að Ka-ldárseli. Þetta er róleg og fá- farin leið, og þetta kvöld virt- ust engir vera þama á ferð nema við. Þegar við vorum komnir á móts við Kaldársel stöðvaði ég bílinn. Við fórum út úr honum og nutum veður- blíðunnar. Allt í einu var eins og Si-gtryggur myndi eftir ein- hverju: „Hey-rðu, já“ sagði hann og þreifaði í frakkavasa sinn. „Ég er hérn-a með litlu skrítnu flöskuna. sem við fundu-m í kjallaranum hjá mér um daginn. Ég ætl-a að opna hana og sjá, hvemig þetta er á bragðið. Svo dró bann ,upp tappatogara og fór að glíma við að ná tappan- mn úr flöskunni. Það ætlaði ekki að g-an-ga þrautalaust. Tapp- inn sat blýfastur í flöskunni. og það tók hann einar tvaer eða þrjár mínútur að ná hon- um úr. En að lokum gekk það bó. Og nú skeði það, sem ég hafði víst aldrei séð áður. Sig- tryggur, hinn fíni heimsborgari og vínþelfkjari, drakk af stút. Hann tók sér vænan teyg úr flöskunni. Hann smjattaði að vísu dálítið á drykknu-m áður en hann renndi honum niður. ..Þetta er skrítið vín“, sagði hann svo. „Ég hef aldrei fundið neitt bragð þes-su líkt. Þú skalt nú bráðum fá að prófa það líka“. Og ég bjóst við að bann færi að rétta mér flöskuna, og sa-tt að segja var ég dálítið for- vitinn að vita, hvemig þetta dularfulla vín væri á bragðið. En rétt í þessu varð mér lit- ið á Sigtrygg Andlitsdrættirnir voru eins og stirðnaðir af ósegj- anlegri undrun og jafnvel skelf- in-gu. „Hvað er þetta. Hvað er að gerast?“ stamaði hann svo út úr sér. Svo var eins og hann ræki upp lágt angistaróp. Ég skild-i í fyrst-u alls ekki, h-vað olli þessu undarlega háttemi Sigtryggs. Það var einn-a svip- aðast þvi, að hann væri allt í einu orðinn eitthvað geðbilað- ur. Svo sá ég það allt í einu. Og þetta er í eina skiptið á ævi mimni, sem ég hef ekki trú- að mín-um eigin augum í alger- lega bókstaflegri merki-nígu. Nú hélt ég, að það væri ég sjálfur, sem væri að verða brjálaður. Ann-a-rs þýðir ekki neitt að reyn-a að lýsa þessu fyrir öðrum. Þeg- ar sjálf undirstöðunáttúmlög- rnálin gan-g-a úr skorðum er eins og allur hinn venjulegi hversdagslegi heimur hrynji um- hverfis rmann. Ég sá, að Sig- tryggur var íarinn að lyftast upp frá jörðunni, fætur bans snertu han-a ekki lengur. Bilið var lítið, kannski tíu til tuttugu sentimetrar, en þessd sjón var nóg til þess, að blóðið fraus í æðum mér. Ég stóð eins og steinn og ba.ra glápti á undrið. Siigtryggur virfist lík-a vera al- gerlega lamiaður. Allt í einu sleppti hann flöskunni, sem hann hafði baldið á í hendinni. Hún skall á steini og fór í þúsund mola. Grágrænn vökvi rann yf- ir steininn. Þegar ég leit á Sig- trygg aftur sá óg að h-am nvar komimn hscrr-a upp. Bilið frá jörðumni var nú meira en eirm metri og hamn virtist lyftast upp með sívaxiandi hraða. Hann stefndi þráðbeint ijpp. Fyrr en varði sveif h-ann tiu tólf motna uppi í loftinu. Þá virtist löm- umin a-f undrun og skelfimgu, sem hafði heltekið hann, hverfa skymdilega. Hamn rak upp hvert amgistarópið öðru hræðilegrá, og sífellt fór ha-nn hærra. Ópin berigmáluðu í kvöldkyrrðinni, en en-ginn m-aður amnar en ég vi-rt- ist vera neins staðar n-álægt. Ópin urðu æ fjarlægari og da-uf- ari. Maðu-rimn var nú kominn hátt í loft og virtist ekki stærri en fugl á flugi. Og enn hækkaði hann og var nú eins og örsm-ár depill uppi í himinhvolfinu. Loksims hvarf harnm alveg. Mér fanmst þetta taka órtíma, heila eilífð. f rauminni mumu va-rla h-afa liðið meira em tíu mínút- ur frá því að ég sá, að fætur Sigryggs snertu ekki lenigur jörðina og þar til hamn var horf- inm út í heiðrikjuna. Ég vissi með sjálfum mér, að ég mundi aldrei sjá hanm framar, og sá grumur hefur rætrt. Emginn mað- ur hefur síðam séð Sigtrygg hér á jörðu, og ég er viss um að líkami hane er enn að svífa ein- hvers . staðar um óendanlegan himin-geiminn. Það var ekki eftir neinu að bíða fyrir mi-g þama suður frá. Ég fór upp í bílimn og ók heim á leið. Á leiðinni var ég að hugsa um hvað ég ætti að segja þegar heim kæmi. Ef ég segði blákáldan sannleiikan mundi eng- inn trú-a mér pg allir halda, að ég væri orðinn kolbrjálaður. Ég yrði að finna upp einhverja aðra sögu um það, hvað skeð hefðd. Og þegar heim kom bafði ég söguma tilbúma. Ég saigði, að Sig- tryggur hefði allt í einu fundið upp á því, að' viljia ganga ofan í Hafnarfjörð sér til hressinig- ar. Hans var leitað af stórum hópum næstu daga, en auðvitað fannst h-ann ekki. Og þá fór ég að verða var við það, að saga mín þótti torf-ryggileg. Menn fóru að halda, að ég ætti ein- hvem þátt í hvarfi Sigtryggs. Sumir fóru að líta svo skritilega á mig, og gamlir kunnin-gjar 'hættu að heils-a mér á götunni eða tóku á sig króka tii að mæta mér ekki. Og lögreglan yf- irheyrði mig mörgum sinnum og lét í það sfcíne, að ég hlyti að vi-ta meira um þetta en ég vildi vera láta. Og auðvitað er það rétt á síma vísu. Jæja, af tvennu iitu er skárra að vera grumaður um manndráp en að vera iok- aður inni á Kleppi. En oft er ég að hugsa um vínið hans Siigtryggs og það fer hrollur um mig, þegar ég hugsa um, hvað þá m-unaði mjóu, að ég drykki það lík-a. Þvi að ég efast ekki eitt augna-bllk um sambandið milli vínsins og und- u-rsins, sem skeði með Sig- trygg. Hvers komar vín v-ar jætta? Hvernig komst það í kjallarann -hans? Núma um dag- inn spurði ég hamn séra Bene- dikt, gamlan uppgjafaprest og grúskara,. hvað Vinum levitans þýddi. „Það þýðir vín, sem lyft- ir mönnum upp í loftið", sa-gði hann. „Hvar he-furðu heyrt þetta?“ spurði hanm svo. „Það er sagt, að franskir gal-dramenn á miðöldum hafi kunnað að búa til vín, sem gerði það að verk- um, að þeir, sem drukku það, gátu flogið. En þetta var. hættu- legur leikur, því að ef menn kunnu eikki nóg fyrir sér í galdrafræðum, komust þeir ekki niður á jörðin-a aftur og svifu bara út í geiminn í það óend- anlega“. Það er víst eins gott, að Vinum levitans er ekki til sölu á hverju strái. Mysticus. KROSSGÁTAN LÁRÉTT: LÓÐRÉTT: ; 1 Málminum ‘" ’’ i tn.rr$ ^ Málmur 8 Byr 3 111 10 Öfugröð 4 Lljót í Egyptalandi 12 Verma 5 Hreyfist 13 Kall 6 Ósamstæðir 14 Klafinn 7 Kassi 16 Kvenmannsnafn 9 Eyddi Iitlu 18 Grænmeti 11 Hús 19 Dropi 13 Lygí 20 Fiskaeldi 15 Sama og 12 22 Spil 17 Hratt 23 Ósamstæðir 21 Hestur 24 Lít í blað 22 Heimsálfa 26 Ósamstæðir 25 Stafur 27 Eldurinn 27 Ósamstæðir 29 Brautsmátt 28 Eins Farkosturinn Framhald af 1. síðu. og minni-r þjónusta félagsins á það bezta, sem fæst hjá þeim félögum erlemdum, sem skipta ferðum sínum í „klassa" og sln-k- ar ferðir, sem nú eru flognar til Norðurlandanna, eru vissu- lega í fyrsta ldassa. Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi fé- lagsins, v-ar fararstjóri, af al- ikunmri sniild, og var helgimni varið í að ferðast um Sjáland á sunnudeginum, skoðað bað- strandiarhóttel, fornir ' kastalar, m.a. Kronborg, en þar rakti Hamliet hettinn naunár srnar. Voru mairgir sammála um, að varf skorti annað en Gunnar Eyjólfsson til að menn væru kornnir aftur í daga Hamlets. Þái voru skoðuð nokkur mjög glæsileg sumarhótel en þennan dag var veður hið bezta, og danskir stigu á sjóskiði með ströndum fram dregnir af létt- um véllbátum. f Kauprma/nnahöfn var borgin skoðuð og jafman furðulegt hve margt er að sjá í þeirri höfuð- borg sem flestir íslendingar hafa mangoft skoðað — en stundúm efcki séð. f Danmörfcu var ein af sta-rfsstúlkum Loftieiða, Erna Rubjerg, sem þar hefur verið búsett í nokkur ár, Sigurði til aðstoðar og blaðamönnum til hjálpar, aiuik tveggja starfsmann-a félaigsíns, erlendra. Haldið var heim að helgi lok- inni, fcomið við í Osló, en þar bittu blaðamenn fyrir kátan hóp leikara Þjóðleikhússins, sem voru að koma úr mikilli Sigur- för um Norðurlönd, þar sem þeiir sýndu eitt af verkum Jó- hanns Sigurjónssonar. Létu leik- arar vel yfir ferðinni, eins og fram hefur komið í fréttum. Blaðamenn, sem flestir eru víðförlir, voru á einu miáli um, að vart gæti betri ferði-r en slík- a-r sem þessar bæði í þjónustu, aðbúnaði og þægindum öllum, og er vel, að íslenzkt flugfélag skuli hafa framtak til að bjóða, farþegum upp á slíka þjónustu í samkeppni við erlend félög, ríkari og voldugri. Er full á- stæða til að hvetja menn, að nýta ferðir islenzku féláganna meðan þau veita sam-bærilega og betri þjónustu en þeir er- lendu „ri.sar“ sem nú veita þeim samkeppnti

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.