Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.06.1968, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 17.06.1968, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagar 17. júní 1068. Vikublað um helgar. Ritstjóri og ábyrgðarmáður: Agnar Bogason. Verð í lausasölu kr. 15,00. — Áskriftargjald kr. 600,00 á ári. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Flugvélakostur Islands og erlend samkeppni í síðasta tölublaði birti Mánudagsblaðið skýrslur írá aðalfundi Flugfélags íslands og Loftleiða. Margt athyglisvert kóm fram i skyrslum þessum, aukin nýting flugvélanna, hækkuð farþegatala, auknir póstflutningar og starfsemin aukin almennt, auk mikilla vélakaupa og endurbóta á rekstri beggja. Þetta er heillaþroun 1 íslenzkum flugmálum, þróun, sem skiptir þjoðina miklu mali. Það er staðreynd, að í framtíðinni, verða flugvélar hinn almenni far- kostur i flestum tilfellum. Skipin verða auðvitað þungaflutningatæki, skemmtiferðaskipin ná samt auknum vinsældum, en í öllu því, sem við kemur hinu vaxandi viðskiptalífi og samskiptum viðskipta- manna verður flugkostur aðaltengiliðurinn. Það er þess vegna, að' menn eru dálítið uggandi vegna aukinnar samkeppni erlendra risafyrirtækja við íslenzk flugfélög. Nú er ekki það, að amast sé við samkeppni í einu né neinu formi. Hún er heil- brigð og sjálfsögð, og vitanlega verðum við, sem aðrar þjóðir, að gegna hlutverki okkar þar og taka sjálfsagðan þátt í slíkri samkeppni. Okkur er heim- ilað að lenda okkar farkostum á erlendum flugvöll- um, reka áætlunarflug og njóta fyrirgreiðslu er- lendis, og verðum því, að sjálfsögðu, að veita slíka fyrirgreiðslu hér heiriia fyrir. Á hitt má benda, að þáttur okkar fslendinga í þessum málum verður líka að vera heilbrigður.. Eins og komið hefur fram, þá hefur t.d. annað flug- félagið okkar, Loftleiðir, nú aukið og endurbætt þjónustu sína á Norðurlandaleiðum sínum og vest- urferðum svo, að jafnast á við margt það bezta í sambærilegu flugi stóru félaganna. Einkum og sér í lagi er Norðurlandaflugið talið bera af keppinaut- um okkar eins og t.d. SAS. Þá e.r þess og að geta, að Flugfélag íslands hefur nýlega komið sér upp þotu, einum hraðfleygasta og fullkomnasta farkosti sem völ er á, og flýgur sú vél bæðLleiguflug og áætl- anir og býður upp á hið bezta í þeim efnum. Það er því ekki hægt að segja, að við höfum ekki beztu kosta völ. Miðaldra menn hafa fylgzt með þróun þessara flugfélaga síðan þau hófu göngu sína; þeir hafa orðið vitni sigra þeirra og mistaka, taps og gróða, velgengni og vandræða. Nú er svo komið, að ann- að félagið er, á okkar mælikvarða stórfyrirtæki, flugríkt og leikur allt í lyndi. Hitt félagið, sem átt hefur í nokkrum vanda, er nú risið á fætur og komið vel á veg velmegunar og hefur það þó jafnan orðið að sjá landsmönnum fyrir allri innlendri þjónustu, flogið í misjöfnum veðrum á fjarlæg hom landsins, sinnt dýrasta og jafnframt stopulasta flugi sem fyrir hendi er í víðri veröld, háð ósegjanlegum duttlung- um íslenzka veðurfarsins. Nú er bjart yfir báðum þessum fyrirtækjum og framtíðin brosir við þeim. Það er þess vegna nú, að það kemur til kasta Islendinga sjálfra. Þjóðin ferðast mikið og henni standa til boða fullkomnir íslenzkir farkostir, há- menntaðir og öruggir flugmenn og áhafnir almennt, öryggi og þjónusta á borð við allt það, sem þau önnur félög, sem sinna sömu áætlunum, bjóða. Það er þess vegna, sem það verður aldrei brýnt nægi- lega fyrir íslenzkum ferðamönnum, að láta félög landsmanna sjálfra njóta viðskipta, og, að öðru jöfnu, að styrkja þessi ungu og litlu félög, sem svo I I KAKAU SKR/FAR: I hreinskflni sagt Kláfflbókmenntir í Danmörku þjéöarplága — Kaupmannahöfn smituó af viðbjóðslegum „myndasögum" — Kynvillulitteratúr — Beztu bóka- búðir — Stillt út í búðarglugga — Á leið til íslands — Undanrásir byrjaðar — Skemmtanalífið samdauna — fslenzkir bókaútgefendur — Ekki alls fyrir Iöngu Ieyfðu dönsk yfirvöld, að útgefendur mættu prenta og mynda alla pornografi — klámmyndir og annað skylt efni — gefa það út í bókum, bæklingum, blöðum og öðru og flytja slíkar bókmennt- ir inn að vild og selja í búðum, blaðsöluturnum og öðrum álíka fyrirtækjum að vild og án alls eftirlits hins opinbera. Ýmsir aðilar í Danmörku tóku þessum tíðindum með áköfum fögnuði, og er nú þessi klósett-litteratúr og listaverk alls staðar á boðstól- um, í bókabúðum „Strausins". sem jöfnum höndum selja beztu andleg listaverk eldri og yngri meistara, æfisögur og klassískar bókmenntir ásamt og jafnframt þessum „nýtízku" bókum og fræðandi efní um kynstarfsemi alla, afbrigði hennar og ýmsar „nýjungar" allt frá dögum aust- uflenzkra pótentáta til nútíma athafna innan um úrkastslýðinn í þjóðfélaginu, eiturneytenda og kynvillinga beggja kynja. í dag geta jerðamenn í Kaup- nmaanhöfn brugðið sér í beztu verzlunargötur borgarinnar, en þar eru líka ágastustu bókabúð- ,ir og keypt sér ágcetustu eintök af úrvalsbókum, skoðað í glugga ýmis girnileg eintök fágcetra bóka. En við hlið þeirra getur og að líta myndír af ungu pari — innfluttur klósettlitteratúr — „Teenage-love" í samförum og engu leynt, en við hliðina er og önnur bók um eldra fólk, köll- uð erotiskar aðferðir miðaldra, eða einhverju álíka nafni. Ncest fáum við svo indverskar aðferð- ir, arabísk ástarörvunarmeðöl, langar upptalningar á hinu og þessu varðandi amorsleiki. En útgefendur þessa fróðleiks eru ekki af baki dottnir og engin skcd saka þá um hlutdrcegni. Ollu skal þjórtað er þeirra mottó, og við hlið hinna bókanna get- wr að líta vel myndskreyttar út- gáfur af kynvilltum stúlkum í atlotum og kynvilltum karl- mönnum í passion. Til þess að ekki alveg gleymist afbrigðin, þá er animalismi sýndur glöggt og skilvíslega og gefnar upp ýmsar ráðleggingar jafnframt. Er hér um að rceða slíkan litteratúr, að jafnvel harðsvíraðasta fólki blöskrar, því svo má stýra slíkri 'kaupmensnku í öfgar, að al- menningur, sem kalla má eðli- legan í tilhneigingum sínum, fyllist viðbjóði og telur hér virðingu sinni misboðið með ó- svífinni bersögli. Útlendingar, jafnvel Frakkar, hrökkva í kút, þegar þeir sjá þessar útstillingar í gluggum vel þekktra bókabúða á aðalgöt- unum, og spyrja undrandi, hvert eiginlega sé verið að stefna og hvað allt þetta eigi að þýða. Þroskað fólk ypptir að vísu öxl- um, en spyr þó gjarna, hvort Danir séu í rauninni það naiv, að þeir hafi ekki vitað um skolprcesið í þessum málum né heldur um það, að slíkur litera- túr gekk kaupum og sölum „neðanjarðar", en cddrei að ráði, fyrir augum barna eða unglinga á gelgjuskeiði. Kynvillan er jafngömul mannkyninu og ekki sérlega fréttncem, en myndasýn- ingar eru sjálfsagt fyrir nokkur afbrigðileg mannkerti, ákaflega upplýsandi og máske. cesandi. Ekki er vitað til, að dönsk vel- scemisyfirvöld hafi nokkuð við þetta að athuga, enda fá þau ef- laust ákaflega mikinn og merki- legum stuðningi frá Svíum, þessum kynhróki norðursins. Reikna má með því, að allur þorri Dana sé andvígur þessari auglýsingastarfsemi og hugsi ekki hlýtt til afleiðinganna. Kaupmannahöfn er orðin einn illræmdasti staður fyrir að tarna og þangað sóttur mestmegnis vegna forvitni manna á frjálsum ástum og algjöru afskiptaleysi um siðferði þar. Sem dæmi um, hversu höfuðstaðurinn er smit- aður af þessu, má benda á einn af „frægum" næturldúbbum þar, sem auglýsir heimsfræga „strip- tease" listakonu, en „strip-tease"* ef gert er af kunnáttu, getur ver- ið mjög áhugavert og listrænt. En þessi heimsfræga stúlka er nú ekki á þeim buxunum. Aðal- inntakið er bara það, að hún mætir á „senunni" í kufli, kast- ar honum af sér og er þá í að- skornum, síðum sokkabuxum og samfestum bol, tætingslegum og útslitnum. Þessu kastar hún næst af sér, ákaflega ólistrænt, og er þá berbrjósta, brjóstin mikil, og í einskonar skóreim um blygðunarblett sinn. Kúnstin er falin í því að skaka sig fyrir framan málverk af annarri stúlku, kýssa brjóst hennar og Iæri, reka upp fáránlegar losta- stunur og veltast eins og nýbor- inn kálfur framan við þessa mynd. Svo „heim$'íræg" var þessi stúlka, að ég efast um að guttarnir í Jómfrúbúrinu — tveim götum frá — hafi heyrt hennar getið og eflaust fengið betra „show" í búrinu og miklu eðlilegra. Það er síður en svo, að hér sé verið að moralisera yfir Dönum eða Svíjc.ii. Svíar eru orðnir al- heimsathlcegi fyrir sex-myndir og almenna afstöðu til þessara mála. Myndir eru bannaðar, til þeirra vitnað, þegar viðbjóður er rceddur. Danir eru vissulega afmennt ekki hrifnir af þessu, en viss element sjá í þessu mikinn hagnað. Sex sem slíkt er sölu- varningur. Oll stcerstu og mikil- virtustu blöð í V-Evrópu og jafnvel austantjaldsblöðin og viku- og tímaritin hafa fundið til aukinnar sölu, ef falleg stúlka prýðir forsíður þess. Við sjáum t.d. fjölda frcegustu og eftirsótt- ustu tímarita Evrópu, sem hér eru seld að öllu 'jöfnu með fal- lega stúlku á forsíðu. Það er ó- sköp eðlilegt, að þessari stefnu hafi aukizt nokkuð fylgi. Frá aldaöðli hafa listamenn okkar dáð konukroppinn, í riti, rceðum og þá ekki sízt í mynd- og högglist. Okkar frcegustu lista- menn í heimi eiga upprunalega frcegð sína að þakka fögrum fyr- irscetum. En, undantekningar- laust, hafa þessi listaverk verið aðeins hrein og bein aðdáun á líkamsfegurð, sköpunarlagi kvenkynsins. Karlmaðurinn fer heldur ekki varhluta af þessu í goðalikneskjum og öðru. Nokk- uð hefur út af brugðið, en þó ekki teljanlega. Spurningin er sú, hvar eru takmörkin? Þessu erfiða máli verður ekki svarað á augabragði, en hér hefur almennt velsæmi verið freklega brotið. Og t.d. á íslandi væri erfitt að fá nokk- urn ábyrgan mann til að leggja blessun sína yfir slíkan literatúr eða myndasögur. Hér heima eru þessar sjúldegu bókmenntir enn ekki komnar fram opinberlega nema að litlu leyti. En þeim vex fiskur um hrygg, og ég hefi sannfrétt, að innflutt blöð og tímarit dönsk hafi þegar fundið sér Ieið til unglinga hér og séu seld „á okri" líkt og hasarblöð- in hjá krökkum. Nokkur íslenzk I tímarit birta bersöglissögur, í rauninni ekki svo voðalegar, nema málfarið sem er algjörlega úr rennusteininum bæði klúrt og ruddalegt. En því verður að taka með hinu. Og hér gefst ein- mitt þessu blaði tækifæri til að svara gagnrýni út af Leikfélaga sínum. Hér er um myndir að ræða sem birtast á milljónum dagatala um allan heim og í einu víðlesnasta mánaðarriti Banda- ríkjanna, en Bandaríkjamenn ' eru allra manna kenjóttastir og pempíulegastir x öllu slíku. í það blað, „Playboy", rita nú hvorki meira né minna en allir helztu pennar heimsins og sækja fleiri um en fá, og fjallar efni Playboys ekki síður um alvarleg mál en skemmtimál ungra pip- arsveina. Þýzku stórblöðin birta nákvæmlega sömu myndir, sama gildir um sænsk, frönsk, ástr- ölsk og nær allra annarra þjóða blöð. Dagblöðin ern farin að smitast, en taka máli þessu á öðrum grundvelli. Ekkert af þessum blöðum leyfir birtingu viðbjóðs, kynfæra, samfara, óeðl- is eða annars 'góðmetis úr kló- settpressunni. Heita má, að hvergi sé lengra gengið en máske birting tvíræðs brandara og þá venjulega af einkar naive og saklausu tagi. Annað er hreinlega bannað. Á þeim for- sendum viljum við svara þeim fáu, sem gagnrýnt hafa birtingu þessara mynda og brandara. Um þessar mundir er komin út í Höfn bók á íslenzku, en sú bók slcer öll met í klámi og öðru náskyldu efni. íslenzkur óham- ingjumaður í kaupsýslu ku standa að baki hennar og vera að senda hana hingað. Nokkur ein- tök hafa slceðzt hingað nú þeg- ar, en von er á fleirum. Þessi bók verður eflaust lesin með á- fergju og veitir útgefanda ef- laust gnótt fjár, sem hann sár- lega þarfnast. En heldur þykvr manni slíkur innflutningur hvimleiður, og víst má lcera margt af dönskum vinum okkar annað en þessi mál, sem nú gera þjóðina í heild ódýra og simpla í almenningsaugum. Og skilja má kröfu útgefanda á íslandi um vcegari útgjöld fyrir pappír og annað, þegar þessi innflutn- ingur sleppur inn gjaldlaust að kalla. m geysilega hafa unnið til þess, að við gætum st^ðið jafnfætis öðrum í baráttunni um loftferðir. Væri þjónusta okkar á einhvern hátt verri en sú erlenda, mætti kannski líta öðrum augum á. Eins og málin horfa við í dag, getur enginn sannur íslendingur látið hjá liggja, að nota ferðir íslenzku félaganna.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.