Mánudagsblaðið - 04.11.1968, Page 1
20. árgangur
23. tölublað
Mánudagur 4. nóvember 1968
kötUfrnÍAkó
H E RRÁD EILD
Harðara eftirlit með útgerðinni
Skattsvikamálin í Eyjum tilefni frekari
rannsókna — Almenningur krefst tafar-
lausra aðgerða.
Þótt almenningur láti sér að nokkru skiljast þá örðugleika
í fjármálum sem skapazt hafa undanfarin misseri, þá eru nú
uppi þau svikamál, og á svo háu stigi, að krefjast verður gagn-
gerðrar rannsóknar. Undanfarið hafa dagblöðin birt fréttir af
tugmilljóna skattsvikum Fiskimjölsverksmiðju í Eyjum, og hafa
þau verið staðfest af/ opinberum aðilum. Almenningur, sem
mjög og óeðlilega er aðþrengdur spyr: er þetta svona víðar
hjá þeim er við fiskvinnslu og útgerð fást?
Það má heita furðulegt ef aðeins
einn af svo fjölmennum aðilum
skuli hafa farið út af braut heið-
arleikans í þessum málum. Menn
vilja fá á hreint hvort nógu mikið,
ef nokkurt, eftirlit er með fjármál-
um útvegsi'ns yfirleitt. Þjóðin eys
tugum og hundruðum milljóna í
þessa botnlausu hít en hvergi sér
högg á vatni. Sú afsökun er algeng-
ust að þessir styrkir afli gjaldeyr-
is. Rétt er það, en sýnilegt er að
útgerðarmenn flestir bera þess Jítil
merki að við slík vandræði í fjár-
málum sé að ræða og þeir vilja vera
láta.
Margir telja líklegt, að þessi
„uppgötvun" í sambandi við Eyja-
málið sé aðallega í sambandi við
það, að viSs aðili í þeim málum hafi
svo kyrfilega brotið af sér á öðrrnn
vettvangi að ekki skaði þótt þetta
sé tekið með.
Vafasamur skortur
Það verður að krefjast þess, að
hið opinbera láti rannsaka og meta
öll fjármál útvegsins. Hér eiga í
hlut menn, sem, þrátt fyrir góð-
ærin, hafa hlotið geysifjárhæðir af
almannafé, en koma saman ár hvert
og krefjast aukinna styrkja. Lúxus-
villur og íburður allur hjá þessum
aðilum, eignir í Reykjavík, lang-
dvalir úti í heimi, sýna, að per-
sónulega eru engar þrengingar fyr-
ir hendi. Bankar eru píndir til að
láta stórfé af höndum og þeim
eða hinu opinbera á að vera skylt
að hafa strangt eftirlit með hversu
þessu fé er varið og í hvað því er
eytt.
Reiði almennins
Það er með öllu óhæft að soa og
kasta fé í hvern aðila með bátkríli
eða verksmiðju, sem þess krefst,
nema eftirlit og endurskoðun sé
með hverjum eyri. Hið opinbera
verður að gera sér ljóst, að þegar
skórinn kreppir að, sem nú, þá er
reiði almennings í garð þeirrar
stéttar sem svo leikur' sér með
framlög sem hún hlýtur úr vasa
hans, enn meiri en á velmegunar-
tímum. Þess vegna verður að krefj-
ast að OLL stéttin sé rannsökuð, en
ekki aðeins einn aðili, sem þegar
er kominn í „súpuna".
Saltfiskmálin:
Leikfélagi Mánudafsblsðsins nr. 22
Morgunleikfimi.
Kirkjuþing við sama heygarðshornið — Samkeppni
klerka.
Mikil eru umsvif biskupsins okkar. Nú hefur hann náð því
fram, að á landinu skuli ríkja þrír biskupar og hann væntan-
lega einskonar yfirbiskup, en hinir sitja í Skálholti og fyrir
norðan. Austfirðingar, væntanlega trúlaus hjörð eða villutrú-
armenn, skulu ekki njóta biskups. en sækja lausn sína til
næsta biskupsstóls.
Það er hér við lýði einhver slepja
og undirlægjuháttur þegar rætt er
um biskupa. Þessar mannlegu verur
eiga víst ekki, í nútímaþjóðfélagi,
að geta gert nokkuð rangt, né
skjátlast. Synd væri að segja, og
Miðar teknir af
frumsýninga-
gestum?
Heyrzt hefur að í ráði sé
að taka frumsýningarmiða
af ýmsum gestum, sem
L ekki mæta á sýningar nema
L þegar þeim sýnist. Þetta er
i þjóðráð, og ætti fyrr að hafa
í verið tekið upp, ef þá Þjóð-
(leikhúsið hefur kjark í sér
til þess að gera það.
Það er óhæfa að haga
sér svona, en marga langar
til að fá fasta miða. Fastir
frumsýningargestir sækja
ekki miðana fyrr en í
lengstu lög, en erfitt og ó-
þægilegt er fyrir aðra, sem
gætu fengið miða tveim
dögum fyrir sýningu að
sinna því, einkum kvenfólk.
SÞjóðleikhúsið á fullan rétt
til að taka miðana af þessu
fólki, því ennþá virðast nóg-
ir um boðið.
jafnvel guðlast, að telja þá skeikula
eða annað á veraldlega sviðinu.
Sannleikurinn er sá, að biskupinn
okkar nú er æði veraldlegur og það
svo geypilega, að kostnaður við
embættisfærzlu hans eykst árlega
og er nú margfaldur á við fyrri
biskupa. Aukning er skiljanleg, en
þessi eyðsla er óþörf og til leiðinda.
Veldi — misklíð presta
Vegur biskups hefur mjög vaxið
síðan hann prédikaði gegn vest-
rænni menningu í barnaskólaport-
inu, taldi þjóðina á barmi glötunar
fyrir að vilja vernda sig frá kristni-
boðum kommúnismans. Nú er
hann æðstur okkar kirkjumanna,
umsvifamikill og klerkur góður
sagður, ber mítur á höfði og hefur
átt stóran þátt í að f jölga svo prest-
um, að í sumum sóknum ér ekki
betra ástand en svo að klerkar
standa í hnakkrifrildi um hver eigi
að skíra, gifta eða jarðsetja hvert
sóknarbarnið.
Óþörf fjölgun
Og nú skal fjölga biskupum.
Þetta er gert einmitt nú meðan
peningaflóðið er að aukast og vel-
megun öll þenst út. Þjóðin þarf á
öðru að halda en fleiri biskupum og
klerkum. Stéttin er nú ekki burð-
ugri en svo, að mörgum finnst, að
komist þeir ekki í himnaríki án
hjálpar sumra þeirra þá sé það ekki
þess virði.
Getur annaS starfinu einn
Biskupi væri miklu nær, að gera
svo úr garði þá klerka, sem nú
stunda prestsstörf eða sálusorgun
almennt, að þeir gætu kristnað al-
menning í stað þess að fylgja, flest-
ir hverjir, Sigvalda-kerfinu fyrir
altari og í stóli. Kirkjan er síður en
svo ofar gagnrýni. Og tillögur um
það að auka tölu biskupa er algjör-
Iega óþörf. Einn biskup ætti að
geta stjórnað 300 klerkum og visi-
terað skammlaust. Hann hefur bæði
bifreið og þau farartæki sem til
þarf, en prófastar gætu riðið í þau.
útkjálkaköll, sem bifreiðir ekki
komast. Það væri vonandi að ein-
hverjir prestar, sem hingað sækja
kirkjuþing, hefðu kjark til þess, að
sýna biskupi fram á, að þetta brölt
hans um f jölgun biskupsembætta og
presta er algjörlega óþarft, og rýrir
ekki aðeins tekjur prestanna sjálfra
heldur vekur óánægju almennings,
en hún getur þó vart orðið meiri
en er.
Er þaS satt, að auk 27 gjald-
þrotaauglýsinga i Lögbirtingi,
sé von á 30—40 í viðbót fyrir
áramót.
Hneykslið sem brást
Poanessa-menn taldir fara með blekkingar einar
og ósannindi — Svör SIF manna enn loðin — Ein-
örð yfirlýsing P. Ben. — ðhæft ástand.
»>.
Eins og spáð var hér í blaðinu urðu all-miklar sviftingar milli
saltfiskframleiðenda SÍF og SH annarsvegar og meistara
Poanessa hinsvegar, en hann kemur skoðunum sinum á fram-
færi í gegnum örn Clausen, lögmann, sem vgrið hefur skjól-
stæðing sinn af miklum dugnaði. SÍF-fundurinn fyrir skömmu
virðist lítið meta málflutning Arnar og nokkurra félaga hans,
telja það allt rangfærslur og kunnáttuleysi, sem gagnrýnt er
í starfsemi SÍF. Því er þó ekki að neita, að nokkurs þunna-
hljóð gætir í frásögn Morgunbl. um fundinn, er blaðið birtir um-
sögn ýmissa manna, allt frá ágætum og raunhæfum rökum
niður í tittlingaskít eins og er Finnbogi Guðmundsson tók til
máls og kvað stjórn SÍF hafa unnið mjög gott starf.
Það má heita undarlegt, að jafn
alvarleg mál og þessi skuli nú vera
heiftarmál milli fiskútflytjenda og
því verra, sem um er að ræða al-
gjörar andstæður í skoðunum. ís-
lendingar hafa allt annað að gera
í útflutningsmálum sínum en skipt
ast í flokka.
Gera hreint
Hvort sem deilur þessar af hálfu
Poanessa-málsins eru réttmætar eða
ekki, þá er það óheyrt, að ekki
skuli forráðamenn stærsm sam-
bandanna, sem annast fisksölu,
gera nokkra viðhlítandi grein fyrir
kjarna málsins. íslendingar eru
orðnir harla þreyttir á einræði og
einokun í þessum málum og'krefj-
ast þess, að þau félög eða samtök,
sem næst þessum þjóðarhagsmun-
um standa geri nú þegar hreint
fyrir sínum dyrum og annaðhvort
hreki algjörlega ásakanir í sinn
garð eða játi þau mistök, sem hinir
hafa fullyrt að átt hafi sér stað.
Því verður sannarlega ekki neit-
að að andstæðingar SÍF hafa flutt
mál sitt meira af æsingi og uþp-
slætti en rökvísi og vissulega, eins
og ýmsir talsmenn SÍF hafa bent
á, er hér um mjög mikil alvörumál
að ræða, sem í senn kref jast háttvísi
í sölumálum og kaupmennskubragð
vísi.
Pétur Ben.
Þá verður ekki framhjá því geng
ið, að yfirlýsing Péturs Benedikts-
sonar á fundinum, sem rakin er
ýtarlega í frásögn Morgunblaðsins,
gefur mjög mikið tilefni til þanka
um það, hvort Poanessa og hans
menn hafi vísvitandi farið með lyg
ar einar og fáfræði og lúti henti-
stefnu í sölumálum, sem gætu kom
ið í koll allri fisksölu okkar, eyðilagt
ýmsa möguleika. Pétur mun ein-
mitt vera sá maður. sem vel þekkir
til mála ytra, en störf hans áður en
hann hvarf heim voru m.a. mjög
tengd þessum málum og veitm hon
um mikla innsýn í ástand og horf-
ur þar.
Spurningar /
Skömmu fyrir fundinn birti Vís-
ir tólf spurningar frá þremenning-
unum, Jóni Gunnarssyni, Halldóri
Snorrasyni og Árna Halldórssyni.
Það vakti nokkra furðu, að á fund-
inum hafði þesum spurningum
ekki verið svarað lið fyrir lið heldur
á almenna vísu, en vissulega ber
ekki að hunza spurningar þessar
né afgreiða þær sem álygar einar
og hugaróra. Olli talsverðum von-
brigðum að fyrirsvarsmenn SÍF
skyldu ekki hafa svör á reiðum
höndum, þar sem þessi mál hafa
svo lengi verið í deiglunni. Hitt
var og áberandi að þeir þremenn-
ingar skyldu ekki fyrir all-löngu
hafa beint þessum spurningum að
stjórn SÍF í stað þess að nota þær
sem vafasama „sensasjón", því allt-
af mátti koma þeim á opinberan
vettvang án slíkrar æsimennsku.
Æsimennska
Þessi mál eru of alvarlegs efnis
til þess, að þau skuli gerð að æsi-
málum, ákærum og skætingi og
stjórn SÍF hlýtur að skilja, að það
er hennar að skýra mjög náið frá
hversu málin liggja raunverulega
fyrir, en alls ekki, eins og sumir
gerðu, reyna að sleppa frá þeim
með samúðaryfirlýsingum og ó-
þarfri hrifningu af, störfum for-
ustumanna SÍF.
(Varfærinn útgerðarmaður).