Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.01.1973, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 29.01.1973, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 29. janúar 1973 Séra Eiríkur í Vogsósum í Biskupstungum var eitt sinn kotkarl nokkur gamall og forn í skapi; lítt siðblendi hafði hann við alþýðu. Hann átti tvo hluti, er honum þótm beztir af eign- um sínum; það var bók er ekki vissu aðrir menn, hvers inni- halds var, og kvíga, er hann kappól. Karl tók sótt mikla og sendi orð Skálholtsbiskupi og bað hann koma á sinn fund. Biskup brá við skjótt og hugði gott til að tala um fyrir karli og fer til fundar við hann. Karl mælti: „Svo er mál með vexti, herra, að ég mun skjótt deyja, og vil ég áður biðja yður lítillar bónar." Biskup játti því. Karl mælti: „Bók á ég hér og kvígu, er ég ann mjög, og vil ég fá hvort tveggja í gröf með mér, ella mun verr fara." Biskup seg- ir, að svo skuli vera, því honum þótti eigi örvænt, að karl gengi afmr að öðrum kosti. Síðan dó karl, og lét biskup grafa með honum bókina og kvíguna. Það var löngu síðar, að þrír skólasveinar í Skálholti tóku fyrir að læra fjölkynngi. Hét einn þeirra Bogi, annar Magnús, þriðji hét Eiríkur. Sagt hafði þeim verið af karli og bók hans, og vildu þeir gjarnan eiga þá bók, fóru því til á einni nótm og vekja upp karlinn, en enginn kunni að segja, hvar gröf hans var. Því tóku þeir það ráð að ganga á röðina og vekja upp hvern af öðrum. Fylla þeir nú kirkjuna af draugum, og kom karl ekki. Þeir koma þeim niður afmr og fylla kirkjuna í annað sinn og hið þriðja, og voru þá fá leiði eftir og karl ókominn. Þegar þeir höfðu komið öllu fyrir afmr, vekja þeir þessa upp, og kom karl þá síðasmr og hafði bók sína undir hendi og leiddi kvíguna. Þeir ráða allir á karl og vilja ná til bókarinnar, en karl brást við hart, og áttu þeir eig annað gjöra en verjast. Þá náðu þeir af bókinni fram- anverðri nokkrum hluta, yfir- gáfu svo það eftir var og vildu koma fyrir þeim, er þá voru á kreiki, og tókst þeim það við alla nema karlinn. Við hann réðu þeir engu, og sótti hann eftir parti bókar sinnar. En þeir vörðust og átm ærið að vinna. Gekk svo til dags. En er dagaði, hvarf karl í gröf sína, en þeir Spakmæli Margir menn senda eftir lækni, þegar þá langar til, að einhver taki þátt í mæðu þeirra. C. Price. Listin að tala við aðra er miklu frekar í því fólgin, að fá þá til að „opna hjarta sitt", held ur en að gera það sjálfur. Sá, sem er ánægður með sjálfan sig og gleðst yfir gáfum sínum, er hann hefir átt tal við þig, mun bera þér vel söguna. La Bruyére. þuldu yfir henni fræði sín, og hefur karl ekki gjört vart við sig síðan. En blöðin færðu þeir félagar sér í nyt og sömdu eftir þeim fjölkynngisbók þá er Grá- skinna er nefnd og lengi lá á skólahússborði í Skálholti. Vann Bogi þar mest að, því hann lærði miklu mest. Þeir félagar vígðust síðan til prestskapar; varð Eiríkur prest- ur á Vogsósum í Selvogi, en ekki eru nefndir aðrir hinna. En það er frá þeim sagt, að Magnús gekk að eiga heitmey Boga. En er hann spurði það, fer hann til fundar við Magnús, og vissi Magnús það fyrir og það með, að ef Bogi sæi hann fyrri, væri það sinn bani. Magnús gekk í kirkju og stóð á hurðarbaki og lét segja Boga, er hann reið í hlað, að hann væri í kór að gjöra bæn sína. Bogi gekk í kirkju og inn á gólf, og sér Magnús hann fyrri og fagnar honum nú vel. Hann tók því glaðlega, og er hann reið burt, fylgdi Magnús honum á veg. Að skilnaði'tekur Bogi upp pela og býður Magnúsi að súpa á. Hann tók við, tók úr tappann og skvettir í andlit Boga, en hann féll dauður niður. Fer Magnús síðan heim, og segir ekki fleira af honum. Þegar Ei- ríkur á Vogsósum frétti þenna atburð, brá honum við og mælti: „Já, já, heillin góð" (það var vana ávarp hans),* „allir vorum við þó börn hjá Boga." Þó þeir félagar hefðu farið dult með fjölkynngislærdóm sinn, leið ekki á löngu, áður það komst í orð, að Eiríkur á Vogsósum væri göldrótmr. Því boðaði biskup honum á sinn fund og sýndi honum Gráskinnu og bað hann gjöra grein fyrir, hvort hann kynni það, sem á henni væri. Eiríkur fletti upp bókinni og mælti: „Hér þekki ég ekki e i n n staf á," og það sór hann og fór heim síðan. Sagði hann svo síðan kunningja sínum, að hann þekkti alla stafi á bókinni nema einungis e i n n og bað hann segja frá því, þeg- ar hann væri dauður, en ekki fyrr. Margir yngissveinar fóru til Eiríks prests og báðu hann kenna sér. Hann reyndi þá með ýmsu móti og kenndi þeim, er honum sýndist. Meðal annarra var einn piltur, er falaði kennslu í galdri. Eiríkur mælti: „Vertu hjá mér til sunnudags, og fylg mér þá til Krýsuvíkur; síðan skal ég segja þér af eða á." Þeir ríða af stað á sunnu- daginn, en er þeir koma út á sand, mælti Eiríkur: „Eg hef þá gleymt handbókinni; hún er undir koddanum mínum; farðu og sæktu hana, en ljúktu henni * í sögunum, sem komnar eru úr Múlasýslu, er sagt, að séra Eiríkur hafi haft fyrir ávarps- orð:„barnið ekki upp." Pilturinn fer og sæk- ir bókina og ríður út á sand. Nú langar hann til að líta í bókina, og það gjörir hann. Þá koma að honum ótal púkar og spyrja: „Hvað á að gjöra, hvað á að gjöra?" Hann svarar skjótt: „Fléttið reipi úr sandin- inum." Þeir setjast við, en hann heldur áfram og nær presti úti í hrauni. Hann tók við bókinni og mælti: „Þú hefur lokið henni upp." Pilmrinn neitar því. Þeir fara nú sem ætlað var. En á heimleiðinni sá prestur, hvar púkar sátu á sandinum. Þá mælti hann: „Vissi ég það, að þú laukst upp bókinni, heillin góð, þó þú neitir; en snjallasta ráð tóksm, og væri vert að kenna þér nokkuð." Er svo sagt, að hann hafi kennt honum. Annan pilt, sem kennslu fal- aði, sendi presmr fram í Strand- arkirkjugarð og kvaðst hafa skilið þar eftir glófa sína. Pilt- urinn fer og finnur glófana; en er hann vill taka þá, kvika fing- urnir. Hann varð hræddur og fer aftur og segir presti. Hann mælti: „Farðu heim, heillin góð; þér get ég ekki kennt." Einu sinni kom piltur til Ei- ríks og bað hann að kenna sér galdur. „Eg kann engan gald- ur, heillin góð," segir Eiríkur, „en vera mátm í nótt." Mað- urinn þá það. Þetta var um vet- ur. A vökunni kemur prestur til piltsins og biður hann að festa tarfi sínum, sem hafi slitið sig upp. Pilmrinn játar því og fer út í fjósið. Þar var langur rangali inn að ganga, og lagði inn í hann daufa skímu. Hann heyrði, að tarfurinn lét illa og bölvaði í ákefð. Ei að síður fer pilmrinn inn. En þegar hann kemur inn í rangalann, sér hann tvo menn, og stóð sinn hvorum meginn við vegginn í rangalan- um. Þeir voru höfuðlausir og börðust með blóðugum lungun- um. Piltinum varð bilt við og hrökk út aftur. Hljóp hann inn til Eiríks og sagði, að fjandinn væri laus í fjósinu hans og gæfi hann ekki um að gang í greipar honum. „Jæja, heillin góð," seg- ir Eiríkur, „þá verður þú að fara burm afmr á morgun." Annar maður kom seinna í sömu erindum til Eiríks, sem hann lagði sömu þraut fyrir. Sá var ekki smeykur og sagði, þeg- ar hann sá draugna: „Þið megið vera að ykkar vinnu, piitar, þó ég gangi snöggvast á milli ykk- ar hann sá draugana: „Þið megið gekk vel. Þegar hann fór út afmr, sá hann hvergi draugana. En þar sá hann trédrumba tvo, sem draugarnir höfðu verið. Þegar hann kom inn aftur, sagði Eiríkur: „Batzm tarfinn, heillinn góð?" „Ojá, vist batt ég hann," segir hinn. „Sásm ekkert á Ieið þinni?" segir Ei- ríkur. „Ekki get ég talið það," segir hinn. Eiríki líkaði þetta svo vel, að hann tók manninn og kenndi honum. LÁRÉTT: 1 ís 5 Fugl 8 Málmur 9 Ránfugl 10 Reið 11 Barði 12 Mas 14 Brjáluð 15 Trassi 18 Samtenging 20 Hvíldi 21 Upphafsst. 22 Lykt 24 Fylgir vetri 26 Sumargesturinn 29 Lægð 30 Hrak LÓÐRÉTT: 1 Kosningastaður 2 Kvenmannsnafn 3 Hundur (grísk goðafræði) 4 Upphafsstafir 5 Gluggi 6 Eins 7 Veiðisvæði 9 Fötin 13 Berja 16 Söngs 17 Kaka 19 Firði 21 Hestsnafn 23 Tunga 25 Hátíð 27 Nudda Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskipta- ráðuneytisins, dags. 5. jan. 1973, sem birtist í 4. tbl. Lögbirtingablaðsins 1973, fer 1. ut- hlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1973 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni, fram í fe- brúar 1973. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka Íslands eða Útvegs- banka íslands fyrir 1. febrúar 1973. Landsbanki íslands. Útvegsbanki íslands. i 78 Schnitte Gr.36-52 Pieneue Friihlings Mode! : Ganz wichtig: ; Die níeuen Kleider Kostiime " litílil/IllllÍP ÍStiricken'vV^, ,4 Viel Mode íiir . ; Moliige bis Gr. 52 1 Wir suchen die ibeste Hobby . Schneiderin! i j. Wad«lpn(««5*-W»Hboworb1973 . I © ■&»v. /.. */•£. k-f ■ ðwnm v> a<m> ItSs & *>.. <■■■. ,. ,,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.