Mánudagsblaðið - 29.01.1973, Blaðsíða 4
4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 29. janúar 1973
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON
Sími ritstjómar: 13496 — Auglýsingasími: 13496
Verð I lausasölu kr. 30,00 — Áskriftir ekki teknar
Prentsmiðja Þjóðviljans
Hvar standa Reykvíkingar?
Hinn skjóti og snuðrulitli brottflutningur þúsunda frá Vest-
mannaeyjum hefur vakið mikla athygli á störfum Almanna-
varna. Til var áætlun um slíka aðgerð og var farið eftir henni
að miklu leyti. Hins vegar virtist nokkuð hafa skort á skipu-
lagið í Eyjum, en eðlilegt er að eitthvað fari úrskeiðis í svona
tilfellum. Mjög var misjafnt hvað margt fólk var um borð í
bátunum þegar þeir komu til Þorlákshafnar. Einn bátur kom
með 430 manns meðan aðrir voru með nokkra tugi þrátt
fyrir að um stærri báta væri að ræða.
Þessi atburður í Vestmannaeyjum hlýtur að verða til þess
að flýta fyrir skipulagningu almannavarna á höfuðborgar-
svæðinu. Mikið lán var að engin skildi hljóta alvarleg meiðsl
við þessar náttúruhamfarir. En hvernig hefðu sjúkrahúsin hér
verið undir það búin að taka á móti miklum fjölda af meira
eða minna slösuðu fólki? Yfirlæknir Borgarspítalans lét svo
um mælt að það hefði ekki verið þægilegt fyrir spítalann að
taka svo til fyrirvaralaust á móti 17 sjúklingum af sjúkrahús-
inu í Eyjum. öðrum sjúklingum úr Eyjum var komið fyrir á
öðrum sjúkrahúsum borgarinnar. Varð að senda nokkuð af
sjúklingum heim til að koma fólkinu úr Eyjum fyrir.
Þegar þetta er haft í huga er eðlilegt að margur spyrji
hvar við stöndum í þessum efnum ef stórslys yrði í Reykja-
vík. Ef yrði sprenging í stórri verksmiðju, flugvél færist á
Reykjavíkurflugvelli eða yfirfullur strætisvagn lenti í hörðum
árekstri, svo einhver dæmi séu nefnd. Á þeim stöðum sem
þegar hefur verið komið á skipulagningu almannavarna eru
einmitt tekin til meðferðar slík tilfelli.
Þar hafa trúnaðarmenn almannavarna undir höndum ná-
kvæmar áætlanir. Þar á meðal eru teikningar af sjúkrahúsum
viðkomandi staða og inn á þær eru merkt hvar í bygginguna
skúli flytja lítið slasaða, fólk sem þarfnast tafarlausrar lækn-
ishjálpar, fólk sem ekki er hugað líf og svo þá sem látnir
eru. Er bersýnilegt að slíkt skipulag getur ráðið úrslitum um
líf og limi fjölda fólks á örlagastund. Eftir síðustu atburði
mun ekki nokkur maður sjá eftir þeim peningum sem varið
ér til eflingar almannavarna.
BO'RÐPANTAA/IR.
í S/MA 17759
Germanskar þjóðir kalla þá
smaragða, en enskar og rómansk-
ar þjóðir halda að þetta séu em-
eraldar.
Það eru til margar tegundir af
smarögðum, sumir eru svo til
einskis virði, þegar steinvala eitt
grarnm að þyngd er seld til heild
sala í Ameríku fyrir 30 þús.
dollara eða meir. Það eru til,
held ég, 4 tegundir af reglulega
dýrum gimsteinum, demant, rúb-
ín, smaragð og safír. Allar aðrar
tegundir eru hálf-gimsteinar,
nefna má Tourmalin, Amethyst,
20—30 teg. af kvarzi í mörgum
litum, Aquamarin og ótal fleiri
fallegar tegundir, frábærlega fal-
legar þegar þær hafa verið slíp-
aðar af fagmönnum, en aðeins
brot af verðgildi hinna fyrr-
nefndu fjögurra tegunda. Það
má passa sig á eftirlíkingum af
öilum sortum.
SMARAGÐINN
Til þess að smaragðar séu ein-
hvers virði verða þeir að vera
gallalitlir og sem allra stærstir.
Stundum finnast emeraldar sem
eru um 50 kíló að þyngd en eru
svo til einski svirði. Steinarnir
eru þá fullir af Ioftbólum með
samþjöppuðu gasi, sem springur
og splundrar gimsteininum ef á
þeim er snert.
Smaragðar eru kristallar sem
hafa litazt af koparsýrum í ótölu-
legar árþúsundir. Berg-kristallar
eru sjaldan tærir, það eru í þeim
æðar og fletir eða sprungur. Þeg-
ar smaragðinn er grafinn úr
jörðu er hann grænn, hann harðn
ar í snertingu við andrúmsloftið
en hann er mjúkur og brothætt-
ur„ hvort sem hann er í skart-
gripurn eða óunninn.
STÆRÐIN
Sá sem finnur eða slípar smar-
agð á stærð við þrastaregg getur
krafizt hvaða verðs sem er, ef
kristallinn er tær og fagur, svo
fegurð steinsins lýtist ekki, sama
máli skiptir um rúbína; rós-rúbín
og blóð-rúbína. Ég efast um að
nokkru sinni hafi verið til sölu
alvön. rúbínar á íslandi. Aðeins
gerfi eða synthetic ruby, sumir
á stærð við sveskju og kosta
nokkur þúsund í ómerkilegum
gullhringum. Títuprjónshaus af
góðum rúbín og smaragð kosta
tugi þúsunda króna.
Ég hefi áður sagt í greinum
um eðalsteina og perlur í Mánu-
dagsbl., að Karat er 1/5 úr
grammi, og að Karat er fornt
fræ sem notað var til að mæla
þyngd verðmætra málma, steina
og perla.
FÁGÆTIR
DÝRGRIPIR
Eru smaragðar vissulega fágæt-
ari en demantar og rúbínar eða
safírar? Smaragðarnir eru vissu-
lega svo. Þessir steinar eru svo
fágætir af ýmsum ástæðum, til
dæmis er það fágætt að finna
svo litla steina með svo fágætum
litbrigðum, sem hæfa í skart-
gripi. Það er til heill frumskógur
af grænum litbrigðum fyrir smar
agða, en aðeins fáein afbrigði eru
nothæf. Hver steinn er ólíkur
öllum öðrum.
SLÍPUNIN
Andstætt demöntum eru smar-
agðar ekki slípaðir til að endur-
kasta ljósinu, heldur til að setja
á svið litfegurðina sem steinn-
inn hefur að geyma. Þetta þýðir
að yfirleitt eru færri fletir slípað-
ir, oftast ferhyrndir kassalaga
steinar með skarpan samsíða
halla á brúnum, auðvitað eru líka
til kringlóttir steinar í demants-
stíl.
Þessi ferkantaða slípun með
stórum flötum er til að fólk geti
horft niður í steininn eins og
maður væri að skyggnast ofan í
kyrra lind.
Ef við horfum á smaragð er
hægt að meta hann m. a. eftir
litnum. Sumir steinarnir eru ekki
einu sinni grænir. Góður steina-
fræðingur myndi lýsa smaragði
af beztu gerð sem: „votu vor-
grasi". Aðrir steinar geta verið
biágrænir eða gulgrænir eða grá-
leitir. Sumir eru dökkgrænir eða
ljósleitari og verðmætið sveiflast.
Með alit þetta í huga er engin
furða þótt arfsagnir um fegurstu
smaragða sögunnar hafi verið
raktar til kvenna eins og Kleó-
, pötru og konunga fornþjóða og
horfinna menninga með týnd
gimsteinaskrín og týndar námur
eins og hjá Salómon í Gyðinga-
landi.
NÁMURNAR
Talið er að smaragðar Kleó-
pötru hafi verið fremur verð-
litlir dökkir steinar úr N-Afríku
einhvers staðar, en mjög stórir.
Beztu smaragðar heims eru
unnir í Ródesíu, úr Sandawana-
námunum, áem fundust 1958.
Þéír' hafa þennan hreina skær-
græna lit sem er hvorki græn-
né gulleitur, jafnvel smáir steinar
hafa sterkan grænan Ijóma, sem
er fágætt úr öðrum námum.
Kunningi minn x Ródesíu fann
upp sýrur sem leystu upp grjótið
sem kristallarnir voru steyptir í
án þess að eyðileggja kristallana.
Þessi kunningi dó síðar úr of-
drykkju og drakk að sögn 1—2
flöskur af sterkum drykkjum á
dag og var sverari en tunna. —
Hann sagðist geta sannað að
hann seldi meira á kokkteilbör-
um í Salisbury en fyrirtækið seldi
þegar barinn var Iokaður. Hann
sagðist vera af sænskum ættum.
RÚSSLAND
hefur smaragðanámur sem orð er
að gerandi. Þeirra steinar eru yf-
irleitt Ijósari eða með Ijós-gul-
grænni slikju sem er auðþekkt
frá Ródesíusteinunum. Kólumbía
í Suður-Ameríku hefur einnig
námur sem eru frábrugðnar að
því leyti að steinarnir eru blá-
grænir. Námurnar í Muzo bjóða
upp á suma af stærstu smarögð-
unum, en litirnir í þessum þrem
námum falla ekki saman. Nokkr-
ar fleiri námur í öðrum löndum
má nefna en skipta litlu máli á
skartgripamarkaðinum. Þorska-
stríð Breta og SÞ við Ródesíu
hefur ekki verið kvenþjóðinni í
hag, því viðskiptabönn eru á
Ródesíu. Helzt er að fá smaragða
af beztu gerð smyglaða frá Ród-
esíu, eða unna í S-Afríku og
selda á ofvirði á heimsmarkaðin-
'um.
Viggó Oddsson
WCTEL LOFTÍEIÐIfí
SÐNEKÐNflN
MflRÍfl LLERENfl
PRfl KÚBU SKEMMTIR
BORÐPANTANIR I SÍMUM 22321 22322.
f
X