Mánudagsblaðið - 29.01.1973, Blaðsíða 8
Leikfang Mánudagsblaðsins
80 Júgóslavar
syngja og dansa
í Þjóðleikhúsinu
7 I byrjun næsta mánaðar,
J kemur 80 manna flokkur
\ dansara og söngvara frá
J Júgóslavíu fram á sviði Þjóð-
\ lcikhússins og sýnir slavn-
í cska þjóðdansa og flytur
1 þjóðlög frá Slóveníu, Serbíu,
i Makedóníu og Króatíu. Er
l þctta fjölmennasti höpur út-
lcndra listamanna, sem sýnt
hcfur til þessa í Þjóðleikhús-
inu, en Júgóslavarnir hafa
tveggja sólarhriiiga viðdvöl
hór á landi á leið sinni vest-
i ur um haf í sýningarferð um
i gervöll Bandaríkin.
Listamennirnir eru frá
borginni Ljubljana í Slóven-
íu, dansararnir úr hinum víð-
fræga France Marolt þjóð-
dansaflokki, en söngvararnir
fólagar í Tone Tomsic þjóð-
lagakórnum. , Ðansflokkur
jocssi er stofnaður fyrir ald-
arfjórðungi og er kenndur
við stofnanda hans og helzta
forgöngumann, Frances Mar-
olt, sem var á sínum tíma
kunnur fræðimaður á sviöi
jijóðlegrar slavneskrar dans-
og tónmenntar, og vann mik-
ið brautryðjendastarf við
söfnun og skráningu þjóð-
laga og dansa. Hefur dans-
flokkurinn og starf hans
hlotið mikla viðurkenningu,
ekki aðeins í heimalandinu,
heldur og víða um lönd, því
að hann hefur sýnt í flestum
löndum Evrópu og nokkrum
Afríkuríkjum, en er nú að
leggja upp í fyrstu sýningar-
ferðina til Bandaríkjanna.
Þó að listafólkið sé frá
Ljubljana er efnisskrá dans-
sýninganna mjög fjölbreytt;
skiptast á dansar og þjóðlög
frá ýmsum héruðum Júgó-
slavíu, m.a. fjörmiklir dans-
ar frá Gorenjsko (Slóveníu)
og Sumadija (Serbíu), dans-
arnir „Sopsko Oro“ og „Vel-
iko Kolo“ úr Króatíu o.fl.
Milli dansatriða syngur kór-
inn þjóðlög, stjórnandi er J
Marko Munih. \
Fyrir réttum 5 árum sýndi J
annar söng- og dansflokkur J
frá J úgóslavíu, Frúla, tvíveg- \
is í Þjóðleikhúsinu við mikla ^
aðsókn og hrifningu. Sýning- í
ar Franc Marolt flokksins i
nú verða einnig tvær, báðar t
föstudaginn 2. febrúar kl. 8 í
og 11. ?
Hversdagsdraumur og Ósigur
frumsýnd í Þjóðleikhúsinu sl. fimmtudag
Sl. fimmtudag, þann 25. þ.m.
var frumsýning í Þjóðleikhús-
inu á tveimur einþáttungum
eftir Birgi Engilberts, en ein-
þáttungarnir heita Hversdags-
/ /
draumur og Osigur. A liðnu
vori voru hafðar tvær forsýning-
ar á einþáttungum Birgis í Þjóð
leikhúsinu, en þær sýningar
báðar hafðar á vegum „Lista-
hátíðar í Reykjavík 1972."
Höfundurinn hefur gert mikl
ar breytingar á „Osigri" og má
segja að hann hafi skrifað leik-
ritið upp aftur. M.a. hefur hann
bætt við nýrri persónu í þúttinn
og stytt önnur atriði hans svo
að eitthvað sé nefnt.
Birgir Engilberts er einn af
yngstu leikritahöfundum okkar
og er fæddur í Reykjavík árið
1946. Hann stundaði nám í
leikmyndagerð í Þjóðleikhúsinu
1963—66 og er nú fastráðinn
við leikhúsið sem leikmynda-
teiknari. Fyrsta leikrit hans,
Loftbólur, var sýnt á Litlasvið-
inu í Lindarbæ árið 1966 og
hlaut leikurinn góða dóma. Síð-
ar voru Loftbólur sýndar í sjón-
varpi hér og á Norðurlöndum.^
Arið 1967 frumsýndi Gríma
leikritið Lífsneisti, eftir Birgi,
og einnig flutti Menntaskólinn
í Reykjavík eftir hann Sæðis-
satíru, ári síðar.
Leikendur í Hversdagsdraumi
eru aðeins tveir, en það eru
þau, Bessi Bjarnason og Mar-
grét Guðmundsdóttir, sem fara
með hlutverkin. I Osigri eru
leikendur aftur á móti 7 alls, en
þeir eru: Þórhallur Sigurðsson,
Flosi Olafsson, Hákon Waage,
Sigurður Skúlason, Randver Þor
láksson, Hjalti Rögnvaldsson
og Jón Gunnarsson.
Leikstjórar eru, Benedikt
Arnason og Þórhallur Sigurðs-
son.
Höfundur gerir sjálfur leik-
myndirnar.
Myndin er af Margréti og
Bessa í hlutverkum sínum.
Aðeins laun.
Framhald aí 1. síðu.
Léttar gossögur úr Eyjum
Þrátt fyrir að ekki hafi orðið almenn panik meðal Eyja-
skeggja þegar eldgosið byrjaði, þá hafa þeir flestir viður-
kennt að hafa orðið hræddir þegar ósköpin dundu yfir og
þarf engann að skammast sín fyrir það. Fólk greip það sem
hendi var næst og hraðaði sér út, misjafnlega klætt. Nú, eftir
áð mesta spennan er afstaðin hafa Vestmannaeyingar gam-
an af að lýsa viðbrögðum sjálfs síns eða kunningjanna.
Frændur, sem bjuggu í sömu íbúð, höfðu setið yfir glasi
kvöldið fyrir gosið og voru í þann veginn að fara í háttinn
þegar drunur og eldglæringar byrjuðu. Þegar og þeir skildu
hvað var um að vera hlupu þeir niður á bryggju og um borð
í bát sem var að leggja frá. Ekki hafði lengi verið siglt er
sá yngri dró viskifleyg upp úr vasa sínum, hróðugur á svip
og bauð frænda að smakka. Sá tók við fleygnum, en varð
skyndilega gremjulegur á svip: Flvað er þetta drengur. Þú
tekur með þér hálfan fleyg — en það var full flaska inn í skáp!
Flörmuðu þeir frændur þessi mistök mjög á leið til lands.
og eftir það hefur hann ekki
gert annað hjá útvarpinu en
að setja saman örfáa þætti,
sem nefndir voru álitamál. Út-
varpsráð varð þó að láta hann
hætta við þann þátt sökum
margítrekaðra brota á „hlut-
leysi“ útvarpsins. Yfirleitt er
aldrei hægt að ná í Stefán
Jónsson, ef eftir honum er
spurt í útvarpinu, og virðist
hann ekki hafa þar neinum sér
stökum störfum að gegna.
Þótt hér sé aðeins nefnt eitt
áberandi dæmi mætti nefna
fleiri og væri t.d. ekki úr vegi
að spyrja hvað fréttastofan
hefur að gera með allt þetta
starfslið á fréttastofu, því yfir-
leitt eru fréttir útvarpsins ekki
tii að státa af og þótt fréttatím-
ar séu margir er yfirleitt um
endurtekningar að ræða frá
fyrsta fréttatíma dagsins.
Rauðsokkur og annað
vinstra fólk virðist eiga mjög
greiðan aðgang að útvarpinu
og þá ekki sízt þegar spjallað
er um þjóðfélagsmál á ein-
hvern hátt. Meira að segja
barnatíminn hefur ekki slopp-
ið við áróður þessa fólks og
er þá langt gengið.
Ung og ástfangin hjón voru gengin til rekkju og var svefn-
herbergi þeirra við hlið herbergis tengdaföður stúlkunnar.
Þegar þriðji jarðskjálftakippurinn gekk yfir, skömmu fyrir gos-
ið, barði sá gamli í þilið og hrópaði: Ætliði ekki að fara að
koma ykkur í ró eða hvað?
Lítill drengur hér í borginni, sem mikið horfir á sjónvarps-
fréttir, heyrði á tal foreldra sinna, að þau ætluðu að taka á
móti flóttafólki frá Vestmannaeyjum. Beið hann í ofvæni eftir
þessum furðugestum og hefur eflaust hugsað margt um allan
þann skara flóttafólks í Asíu sem sjónvarpið sýnir okkur.
Enda gat hann ekki dulið vonbrigði sín þegar Eyjafólkið kom:
— Þetta er ekkert aivöruflóttafólk. Það er alveg eins og við,
hraut út úr honum.
•
Vestmannaeyingar láta sér annt um heimilisdýr sín og
margir hverjir tóku ekki annað með en hund eða kött, páfa-
gauk eða gullhamstur. Maður stökk upp á bryggju í Þorláks-
höfn með hund sinn í fanginu. Nærstaddur lögregluþjónn
hugðist rétta honum hjálparhönd og teygði sig í áttina til
hans. Maðunnn brást hinn versti við og sagði að sér kæmi
þetta andsk. . . . hundabann í Reykjavík ekkert við. Hundin-
um skildi hann halda, og með það hvarf hann í mannþröngina.
•
í frétt í Víísi þann 24. þ.m. segir svo: „Það má raunar
furðu gegna, hve margir Eyjaskeggjar eru vel kynntir í höf-
uðborginni ....“!
í