Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.01.1973, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 29.01.1973, Blaðsíða 5
Mánudagur 29. janúar 1973 Mánudagsblaðið 5 Óvinsælar athugasemdir: ,JEí gerð er heiðarleg tilraun til þess að fá upp úr þessari „æsktu í dag“ einhverjar hugmyndatætlur um, hvað hún vill, að hverju hún stefnir, hvers kyns andleg og siðlæg þjóðfélagsverðmæti hún hyggist hefja til vegs og virðingar, þá ýlfrar hún „Vietnam“, „herinn burt“ eða „50 mílur“. Punctum, basta!“ ..... ,Spilling" æskunar er úrkynjun foreldranna — Makindastéttirnar leggja efniviðinn upp í fangið á kommúnismanum „Það fer ekki leynt, að sá hópur ungmenna, sem kemst í kast við lögin, fer sífellt staskkandi og afbrotum hvers einstaks þeirra fjölgar mjög. Við slík skilyrði má kynslóðin, sem nú er að vaxa upp í land- inu, ekki alast upp. Ýmsar hcettur bíða ungs fólks í samfélagi vorra tíma, sem ekki þekktust áður. Samfélagið, sem hefur skap- að þetta hættuástand, verður að gera sitt ýtrasta til að eyða því eða a.m.k. að draga úr ógn þess." — ALÞÝÐUBLAÐIÐ (for- ystugrein „Afbrotamál unglinga"), föstudaginn 15. Desember 1972. VINSÆL ÍMYNDUNAR- VEIKI 1 hlutlægum sannleika, af- markaðri heild, áþreifaniegri staðreynd, er ekkert til, sem skilgreinanlegt er með orð- nefnunum „almenningur“, „mannkynið“, „fjöldinn“. En með því að leiksviðsstjór- ar skoðanamyndunarkerfisins hafa framleitt þess konar meiningarleysur, hafa þær öðlazt fastan sess í hinum pólitísku hugarheimum, og hafa í raun megnað að bteyta viðhorfum einstak- lingsins til sín sjálfs og ann- arra. Þrátt fyrir að enginn „fjöldi“ o.s.frv. sé til, hefir tilbuningur hans reynzt auð- velt verk. Hann er því pólit- ískt hugtak, sem erfitt er að sneiða hjá. Öll vinstri- eða lýðræðis- pólitík síðustu hundrað ár, hefir verið fólgin í að steypa hinum mörgu, sérstæðu og jafningjalausu einstaklingum saman í tilbreytingarlaust allsherjarmót. Þeir skyldu verða lýður; sviplaus, grá- myglulegur múgur. Og til hvers „lýðurinn“ er brúklegastur, það hafa Gust- ave LeBon, William Mc Dougall og Sigmund Freud sagt fyrir um með fullri vissu, áður en þríeyki ógna og skelfinga, Churchill, Roosevelt og Stalin, sýndu fram á það í verki, nefni- lega; að múgurinn er djöful- æðislegasta afskræming mann- eskjunnar. I náinni, líkam- legri snertingu við þúsundir tegundarsystkyna; í mergð- inni, í hjörðinni, í rekstrin- um, ranghverfast tilfinningar einstaklingsins og viðbrögð hans; mat hans á réttu og röngu, fögru og ljótu, góðu og illu, missir aila ástæða fótfestu, umturnast og slít- ur af sér allar heilbrigðar hömlur boða og banna. Það er því ekki ein af óskaðlegri uppgötvunum atvinnulýðræð- isfólks, að hin holdviðjuðu magnfeikn, „lýðurinn“ eða „múgurinn“, verða því til margra hluta arðvænleg; einkum með því að síorka á einstaklinginn eins og sé hann hreint ekki sjálfstæð, sérstök persóna. Á þann hátt tekst lýðspekúlöntum, ef þeir eru nógp iðnii;r og háværir,,. að . breyta , hpg^rtdi.. .Wajm- eskjum í hundtaman á- lilaupamúg. Löng reynsla hefir sann- fært þá um, að sé fólk með- höndlað eins og apar, nægi- lega ákaft og lengi, þá lærist því eftiröpunin með tilætluð- um árangri. Eða, öðru vísi orðað, en í sama skilningi, þeim hefir tekizt að gera upplagsgott fólk að andleg- um og siðferðilegum jórtur- dýrum. ÆSKAN FYLGIR ÞVÍ, SEM Á FRAMTÍÐ Allt þetta er nauðsynlegt að hafa hugfast, þegar „æsk- an í dag“, eins og skoðana- miðlarnir komast að orði, er tekin á dagskrá. „Æskan í dag“ er sem sé ekki til held- ur nema í yfirfærðri merk- ingu. Æskufólk nútímans er m.ö.o. það, sem það alltaf hefir verið — einstök, sér- stæð manns- og Guðsbörn, sem allur heimurinn hefir ævinlega endurfæðzt í — elskulegar og ástúðlegar, en óþroskaðar, manneskjur með ásköpuðum eiginleikum, sum- part neikvæðum, er gengið hafa í arf frá kynslóð til kynslóðar allt frá morgni mannlegrar tilveru á jörð- inni, samkvæmt óumbreytan- legum náttúrulögmálum. Frá náttúrunnar hendi hef- ir æskufólk nútímans að öll- um líkindum hlotið þann heimabúnað, sem hefði átt að geta tryggt því hagstæð skilyrði til þess að etja ár- angursríkt kapp við óblítt umhverfi og öðlast lífsham- ingju, en mun hins vegar með svipuðum líkindum ekki auðnast að fá notið. „Æskan í dag“, þessi tilbúni blóra- bárður, þessi múgjafnaði ó- skapnaður, er þess vegna kvittunin fyrir skeytingar- leysi og virðuleikaskort þjóð- félags, sem ekki fagnar sér- hverju barni af þeirri fölskva- lausu alvörugefni, er hið uppvaxandi mannsefni verð- skuldar. Vinstra ríkið er í eðli sínu æskufjandsamlegt. í stað þess að ala sérhvert einstakt barn upp eins og það vœri upphaf og endir, tilgangur og takmark, sköpunarverksins; í stað þess að miðla sér- hverju einstöku barni arftekn- um siðgildum þroskaðs samfé- lags; í stað þess að taka sérhvert einstakt barn jafn alvarlega og það vceri fyrsti og síðasti ein- staklingurinn; í stuttu máli, í stað þess að taka sjálf á sig ábyrgðina á uppeldi eigin afkvcemis; þá hafa Iýðræðistrúarfor- eldrar borið börn sín út á hræsibala vinstraríkisins, þeir hafa ofurselt þau uppeldis- föndri frjálslyndissjúklinga. Framtíð eymdar og öng- þveitis er því ekki í yfirvof- andi háska. GÖÐBORGARINN Á FRAMTÍÐINA AÐ BAKI SÉR Um fáein þúsund ár, þang- að til skömmu áður en vinstraríkið tók upp verk- smiöjuframleiðslu „félags- fræðinga“, var þetta með allt öðrum hætti. Um fáein þús- und ár, allt frarn í árdaga vinstrialdar, var uppeldi arf- taka heimilisföðursins per- •sónulegasta og þýðingar- mesta hlutverk hans. Allt þangað til stéttabarátta og annað peningaþras, klám- kvikmyndir og kynórablöð, náði frillutökum á hjarta og sál heimilisins, átti uppeldi enga aðra lífsfylgju, að með- töldu starfi sínu og stríði, heldur en barnið sitt, engin æðri lífsmarkmið en að búa börnin sín sem bezt undir lífsbaráttuna. Þetta viðhorf var eiginlega algerlega óháð stöðu og stétt föðurins. Bændur og búalið, lands- drottnar og leiguliðar, valds- menn og verkafólk, lærðir og leikir, voru fyrst og síðast feður barna sinna. Og það var og varð frumskilyrði allra feðra — þangað til -fé- lagsmálakrákurnar hremmdu æskufólkið. Áhlaupið hófst með sam- uppeldinu og færðist í auk- ana með sífellt strangari kröfum um almenna skóla- göngu, sem óhjákvæmilega hlut að rjúfa eðlileg tengsl á milli barna og foreldra, þroska og starfs. Almenn skólaskylda hefir ugglaust verið viturleg ráðstöfun og leitt margt gott af sér, en um hitt, hvort áratuga í- troðslur meira og minna fá- nýtra fróðleiksmola og, nú upp á síðkastið, beinlínis sljóvgandi vinstrarugl, séu ekki vafasamt veganesti, hljóta a.m.k. efasemdir að eiga rétt á sér. Og svo mik- ið er víst, og hefir enda margsinnis komið á daginn, að áhlaupið hefir endað í heróín-dauða eða LSD-ör- kumlum ungmenna úr „beztu“ fjölskyldum, en ó- reiðuunglingar eru yfirleitt afsprengi foreldra, sem hafa verið alltof upptekin af að berast á og auglýsa hunda- heppni sína (eða árangurinn af klækjum sínum) við söfn- un peninga til þess að hafa hugsað um að sinna hinu eiginlega ætlunarvcrki sínu. Afsökunin, sem oftast er á borð borin, er venjulega sú, að foreldrarnir „hafa ekki haft tíma“. Sú afsökun er ekki annað en bjánalegur fyrirsláttur, hálfur sannleik- ur og því heil lýgi. Foreldr- ana skortir aldrei tíma, að- eins skyldurækni og ræktar- lund — og trúna á sjálfa sig og þekkingu á þeim heimi, sem þeir lifa í. Þeir eru ekki færir um að láta barnið sitt njóta heilbrigðrar lífsarfleifð- ar — blátt áfram sökum þess, að henni hafa þeir glat- að fyrir löngu. FÖTGÖNGULIÐ HANDA KOMMÚNISMANUM Hvarvetna í lýðræðisheim- inum flykkjast börn hinnar nýríku makindamannastéttar og auðugra matárhugsjóna- manna, svonefndra góðborg- arastétta, undir merki upp- lausnar og öngþveitis — en börn verkamanna, bænda og millistéttarfólks, s.s. heiðar- legra iðnaðarmanna og verzl- unarfólks, hins vegar sára- sjaldan. Synir embættismanna vinstraríkisins, erfingjar pen- ingaplebejanna, bregðast reiðir við, móðgast frá hvirfli niður í tær, ef einhverjum verður á að láta í ljós van- trú á tryggð þeirra við „hug- sjónir“ vinstrimennsku og sósíalisma. Dætur hraðgróða- manna, „atvinnurekenda“, þ. e. sparifjárruplara, „skreyta“ veggi herbergja sinna með myndum af Fidel Castro. Olof Palme, Che Guevara, Willy Brandt, Ho Chi Minh og öðrum kerrujálkum kommúnismans, og segjast iðulcga gleyma að strjúka stríðsmálninguna framan úr sér undir svefninn af eins- kærum áhuga fyrir sigri frelsis og sjálfstæðis, mann- réttinda og mannúðar, um allan heim. 1 hinum fjölmörgu frels- isgöngum og á sjálfstæðis- samkundum þessa menning- arframlags „góðborgaranna“ eru ungmenni starfsstéttanna ámóta vandfundin og perlur í skarngryfju. Þau sjást naumast. Úrkynjunarhroði hinnar gjörspilltu, valdvílltu og uppeldisfælnu ofátsstétta, er nær einráður í öllum því- umlíkum félagsskap. Ef gerð er heiðarleg tilraun til þess að fá upp úr þessari „æsku í dag“ einhverjar hugmynda- tætlur um, hvað hún vill, að hverju hún stefnir, hvers kyns andleg og siðlæg þjóð- félagsverðmæti hún hyggist hefja til vegs og virðingar, þá ýlfrar hún „Vietnam“, „herinn burt“ eða „50 míl- ur“. Punctum, basta! Og þarf enga vitiborna manneskju að undra. Eða ættu börnin að geta verið miklu öðru vísi en for- eldrarnir? Makindastéttin nennir raunar hvorki að æpa né ærslast. Hún er þolanleg við borð og á bar, kemst aldrei úr jafnvægi á meðan þess er vandlega gætt að masa um hjóm og hismi einvörðungu. En á samri stundu og eitt- hvað ber á góma, sem ekki er hægt að éta né drekka. setja í samband við bíl eða skemmtiferðalag, t.d. eitt- hvað i ætt við heimspeki, trúarbrögð, vísindi eða stjórnmál þá slær sálargumsi hennar fyrirvaralaust útvort- is, þannig að ekki er annars kostur en að laumast á flótta. — því að ávallt hlýtur að verða eins og skáldið kvað: „Skíni sól á skítahaug, svarar hann með stækju“. J. Þ. Á. Auglýsið I Mdnudagsblaölnu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.