Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Page 3

Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Page 3
Mánutíagur 6. ágúst 1973 Mánudagsblaði ð 3 Hver verður foringi? Glæpamannas tyrjöld í Marseiíie Borgin velur sér nýjan undirheimaforingja í kúlnaregni Klukkan er 19 í gömlu höfninni í Marseillc. Frá hafinu heyrist flautið í litlu fiskibátunum, og við bryggjuna er ný- vciddur fiskur seldur húsmæðrum og landkröbbum. Kaffihús, barir og gangstéttarveitingahús eru yfirfull. Menn drekka yfir- leitt hefðbundið, hinn suöurfranska anisdrykk. Mitt í þcssari friðsamlegu stemningu kveður við skothríö. Vélbyssuhríð gat- ar gluggana í vcitingahúsinu „Tanagra“. Síöan heyrist þurr- legt gelt í handvopnum. Þessi bannvæna skothríð stendur í 20 sekúndur. Á þeim stutta tíma eru fjórir drepnir, bakvið og fyrir framan skcnkinn í Tanagra. Þau voru eigandi staðarins Carmen Ambrosio (30 ára), Jean-Claude Napolitano (25 ára), Joseph Lomini (34 ára), kallaöur „Jói tuddi“, og Albert Bistoni (61 árs), bezt þckktur sem „Aga Khan“. Þjónustustúlkurnar tvær, Maria og Francoise voru svo heppnar að slcppa með grunnar skrámur. Meðan blóðbrciðurnar stækka í sífellu á gólfi veitingahúss- ins, ekur hvítur Peugeot framhjá. Kaldrifjaðir, samvizkulausir moröingjarnir, ungir menn á aldrinum 25 og 30 ára, horfa fullkomlega ósnortnir á eyðilagðan staöinn. Svo snúa þeir stýr- Fastagestirnir hafa ekki hætt að stunda Tanagra, þrátt fyrir skothríðina. Þvert á móti rökræða menn hér morðin af mikl- um móð. inu og stíga bcnsiniö í botn . . . Þeir höfðu lagt bifreið sinni með hitaöri vél, nokkrum metrum frá staönum. Með hendurnar á kafi í vösum leð- urjakka sinna höfðu þeir slangrað að barnum og skot- í gegnum gluggann og dyrnar. -Vegfarqn^ui- flýttu sér í skjól bak við öskutunnur, og ferða- nienp^lqituöu hælis bak við kyrrstæðar bifreiðir. Að sjálf- sögðu reyndi enginn að leika hetju við að hindra morðingj- ana í athöfnum sínum. Vart voru nema fimm mín- útur liðnar þegar lögreglan var komin á staðinn. Næsta lögreglustöð er líka aðeins nokkra metra frá blóðvellin- um. Þarna safnar lögreglan saman 29 skothylkjum af stærðinni 9 mm. í barborðinu og veggjum veitingastaðarins eru talin 14 skotgöt. Þegar svo lík Alberts Bistonis er krufið, eru tekin þaðan 9 skot. GAMLIR KIJNNINGJAR Þegar hverfislögreglan hafði samband við höfuðstöðvarnar, og sagði frá atburðinum, vakti frásögnin gífurlegt uppistand. Bistoni og Lomini voru nefni- iega það sem lögreglan á Is- landi kallar „gamla kunn- ingja“. Fyrir. nokkrum árunr hafðr litríkum • -persónuleika skotiði upp í Pigalle í París, Albert Bistoni. Hann eignaðist ekki færri en þrjá skemmtistaði, „Eva“, „Le Cupidon“ og „PigalFs“. En það fullnægði ekki athafnaþrá hans. Ásamt öðrum fór hann út í eitur- lyfjabrask og seldi til Banda- ríkjanna, með milliliðum í Kanada og Mexikó. Bistoni og félagar hans lifðu eins og furstar. Væru þeir á ferðalögum litu þeir aldrei við öðru en beztu hótelum. Þeg- ar Bistoni var t.d. í Nizza, leigði hann ævinlega sömu svítuna og Aga Khan var van- ur að búa í. Þar fékk hann gælunafn sitt, „Aga Khan“. Samtökin voru leynileg í öllum atriðum. Allir meðlimir jíeirra báru dulnefni og öll símskeyti voru send á dulmáli. Bistoni var glæpaforingi eins og þeir gerðust beztir í Amer- íku. Að sjálfsögðu var hann handtekinn öðru hverju. Þann- ig er það með flesta undir- heimaforingja heimsins, og eins og yfirleitt fer með þá, varð að láta hann lausan fljótlega vegna skorts á sönn- unargögnum. Starfsemin gekk eins og til var ætlazt. LEITAÐU GULLSINS ÞAR SEM ÞAÐ ER AÐ FINNA Skyndilega dró Bistoni sig í hlé, þrátt fyrir að hann kom sterklega til greina sem æðsti iriaður í „Millieuet“ — franska orðið fyrir undirheim- ana. „Jói boli“ var hins vegar á góðri leið með að vinna sig upp í foringjastöðu í sínum flokki, sem stóð í eiturlyfja- braski. Það var líka stórum vænlegra en að reka veitinga- hús. Hann hafði eitt máltæki: „Leitaðu gullsins þar sem það er að finna“. Öruggast var að 'véra heróínhöndlari. Og það var auðvelt að útvega það, því enginn eiturlyfjasmyglari sagði nei, þegar Lomini bað hann kurteislega um að selja sér hluta af varningnum, sér- staklega ekki þegar Lomini veifaöi skammbyssu fyrir framan nefið á honurn um leið. Að áliti eiturlyfjadeildar lögreglunnar í Marseille, var dauði Lominis ekki nema eðli- leg afleiðing atburða, sem átt höfðu sér stað í Cannet-hverf- inu. Jói hafði verið í ráns- ferð með þremur stéttarbræðr- um sínum, og var þar um að ræða mikinn ránsfeng. Skyndi- lega var skotið. Af þeim fjór- um mönnum sem í bílnum sátu, lifði aðeins sá sem var við stýrið, — og hann slapp reyndar án skrámu. Maðurinn var Lomini! Þar var aðeins um eina skýringu að ræða: Lomini var svikari, og við- eigandi refsing varð að eiga sér stað hið fyrsta. SYIKARAR ERU SJALDGÆFIR Marcel Morin er foringi eit- urlyfjalögreglunnar. Dugmikill embættismaður með 70 starfs- menn undir sér. Síðustu ár hefur deild hans náð framúr- skarandi árangri í baráttu sinni við eiturlyfjahöndlara, og meðal annars hefur 20 veit- ingastofum verið lokað, vegna þess að þær seldu hreint heró- ín. Einnig gerði deildin upp- tæk 15 kg. af þynntu heró- íni, sem hægt er að selja á himinháu verði. Þetta magn samsvarar 3000 skömmtum, sem hver um sig kostar unt 2.500 krónur. Vandamál eiturlyfjasalanna er að finna sér verksmiðju til að framleiða blandað heróín. Menn verða að blanda efnið nákvæmlega eins og neytend- urnir vilja hafa það. Það eru ekki nema 5-6 menn alls, sem vita hvar þessar verksmiðjur eru. Og það eru allt menn, sem hafa engan áhuga á að afhjúpa þær. Þess vegna verður lögregl- an að reyna að finna þessa staði með eftirgrennslunum, þar sem ekki er hægt að reikna með hjálp frá svikur- um. Slíkir menn kæra sig ekk- ert um að undirskrifa eigin dauðadóm með því að kjafta frá. Með eigin snuðri fann lög- reglan þannig rannsóknarstofu í eigu Christians Simonpieri og Joe Fabiano. Þeir fram- leiddu heróín. I nokkurn tíma skyggðu menn Joe Fabiano nótt og dag. Níu lögreglumenn leystu hvern annan af, til að skrá hjá sér bilnúmer og taka myndir af þeim, sem áttu samskipti við Fabiano. Útífrá virkaði Fabiano eins og hver annar heiðarlegur fiskikaupmaður. Lögreglan heyrði orðróm um aö hann útvegaði „hörð efni“. Hann tók daglega á móti heimsókn- um manna úr hinum ýmsu þjóðfélagsstigum, og þeirra á meðal var Christian Simoni- eri. Eiturlyfjalögreglan setti einnig vörð um hann. Hinn 29. marz tóku þeir sem skyggðu Simonieri eftir því, að hann stal bifreið og tók stuttu síðar Fabiano upp í. Bíllinn fór langa krókaleið áður en hann stanzaði við „Villa Clothilde“. Húsið var umkringt háum múrvegg og algjörlega falið umhverfinu; plönturnar í garðinum uxu villtar. Einn af lögreglumönn- unum sagði síðar: — Ég sá þá flytja alls kyns varning út í flutningabíl. Það voru stór keröld og vélar. Svo óku mennirnir aftur til Mar- seille, vandlega cltir af okk- ar fólki. Þeir stönzuðu fyrir framan bílskúr og tóku þar úr bílnum. Eiturlyfjalögreglan hafði nú tvo möguleika: Annað hvort urðu þeir að handtaka menn- ina á staðnum og leggja hald á sönnunargögnin, eða bíða íengur óg fa þannig jafnvel tangarhald á viðskiptavinun- um. Þeir völdu fyrri og ör- uggari kostinn. Simonieri og Fabiano voru handteknir. Þeir höfðu þá um þriggja ára skeið unnið heróín úr morfíni í „Ville Clothilde“, GLÆPAMENNIRNIR ÚTRÝMA HVER ÖÐRUM Morin hefur einnig náð góð- um árangri í baráttunni við eiturlyfjasmyglara, en barátt- an við undirheimana er hörð og miskunnarlaus. Þó nýtur Morin þess eins og stendur, að svo virðist sem glæpamenn- irnir séu önnum kafnir við að útrýma hver öðrurn. Það létt- ir starf hans mjög. Eins og stendur er reyndar óhætt að tala um opið stríð í Marseille. Allir eru á móti öllum, og enginn virðist vera foringinn. Um tíma leit svo út, sem Guerini-bræðurnir fjórir, með þann elzta, Mémé, í forsvari, myndu ná toppnum. En þá urðu þeir bræðurnir of gráðugir. Þeim var ekki nóg að smygla eiturlyfjum úr landi, heldur vildu þeir líka smygla vörum til Frakklands. Þeir fóru að flytja inn sígar- etter frá Bandaríkjunum. En einn góðan veðurdag lagði Morin hald á heilt skip, lest- að sígarettiTm. Einhver hafði svikið bræðurna. Enn liggur ekki ljóst fyrir hver það var, en menn geta sér þess til, að það hafi verið keppinautur þeirra í bransanum. Eramhald á 7. síðu. Glæpamannaforinginn Bistoni liggur hér í blóði sínu á gólfinu í Tanagra. Baráttu hans er lokið . . .

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.