Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Side 4

Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Side 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 6. ágúst 1973 VIGGÓ ODDSSON skrifar frá S-Afríku: Hottentottar Talið er að Jan van Riebeeck sé fyrsti hvíti landneminn í Suð-' ur-Afríku, óem nam þar land ár- ið 1652, í Höfðahéraðinu. Þá var suðurhluti áifunnar óbyggð- ur, að undanskildum fámennum hópi hottentotta, sem nú er sagð- ur horfinn eða orðinn t.ð kyn- blendingum. Sjálfur hefi ég séð þetta fyrirbrigði í sköpun manns ins. Ég var þá í Höfðaborg og fór í strætisvagni niður í bæ. Mér brá ,þegar við hlið mér settist svertingi og á móti okk- ur hottentotta-kynblendingur; kona mjög digur og ófríð. Sá ég að það voru Iíka hvítir menn í vagninum. Aðskilnaðarstefnan er ólík i Höfðaborg, frá því sem er norðar, þar sem ósiðaðir svert- ingjar eru enn ekki á eins háu þroskastigi eins og í elzta land- náminu, í S-Afríku. Spegillinn Það var merkur viðburður hjá landstjóranum í Höfðahéraðinu, þegar landkönnuðir frá honum komu til baka, eftir að hafa klifið fjallgarða til að hitta hott- entottana. Sousosa hottentotta- höfðingi hafði tekið þeim vel, og varð síðar mikilvægur í vin- áttutengslum við hina hollenzku landnema. Enn mikilvægara var það, að í millitíðinni hafði hann sent landkönnuðina til baka með naut að gjöf handa landstjóran- um og tvo fulltrúa sína til að sjá af eigin raun hvernig hvítir menn hefðu það. Landstjórinn gerði allt sem hann gat til að taka sem bezt á móti sendimönn- unum, sem eyddu mestum tím- anum sem þeir dvöldu í virkinu, með opinn munn og starandi augu, ýmist til að dást að undr- um þeim sem Hollendingar höfðu í frammi, eða til að Láma í sig góðgerðir og drykkjarföng, sem nóg var af. Skipin á skipa- læginu vöktu undrun þeirra; svo stór flykki gætu aldrei flotið á sjónum, og tilheyrðu því önd- unum. Ekki viidu þeir fara um borð með nokkru móti. Byssur voru álíka furðuverk, En það sem mesta athygli vakti, var stór veggspegill í stofu land- stjórans. Voldugir galdramenn Van Riebeeck bauð gestunum strax tóbak og brandý, sem þeir þáðu. Þeir tríduðu síðan um stofuna þuklandi og masandi í æstum tón. Þegar annar hotten- tottinn leit í spegilirn, hrökk hann til baka felmtri sleginn. Félagi hans flýtti sér til hans og síðan Iitu þeir báðir inn í speg- ilinn með mikilli varkárni. Þeir sáu þá stara á sig frá speglinum tvo hrædda hottentotta. Þeir hörfuðu til baka og spurðu túlk- inn hverjir þessir hottentottar væru, í næsta herbergi, hvaða ættflokki þeir tilheyrðu? Voru þeir vopnaðir? Túlkurinn sagði að það væru engir aðrir hotten- tottar og ekkert annað herbergi. Þeir voru hvattir til að gá sjálf- ir. Síðan fóru allir yfir að spegl- inum og hottentottarnir gláptu á alla vini sína á tveim stöðum í einu. Þeir hörfuðu til baka og fengust ekki til að koma nálægt speglinum eftir það. Þeir héldu brátt heim til sín, og sögðu Sou- sosa hottentottahöfðingja, að það væri þess virði að halda vináttu við Hollendingana; þeir væru greinilega voldugir galdramenn. Hlöðu- bruninn Hottentottar urðu síðar hjálp- samir hollenzkum landnemum við búskap þeirra, sem vinnu- fólk. Eins og' margir vita voru konur þessa kynstofns þannig, að með aldrinum safnaðist oft feiknalegt spik á lendar þeirra og rass, ef ég má nota það orð. Á einum búgarðinum vildi svo til ,að það varð að slökkva eld x hlöðunni eina nóttina. — Þusm allir út til að slökkva. Það var Iítið vatn í bæjarlækn- um og gekk illa að fylla föturn- ar. Ein hottentottakonan saigði þá við bóndann: „Láttu mig stífla lækinn, húsbóndi góður." Hún óð þá út í miðjan lækinn og settist flötum beinum. Brátt Afrískur hermaður. myndaðist góð uppistaða og gekk slökkvistarfið vel úr því.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.