Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Síða 7
Mánudagur 6. ágúst 1973
Mánudagsblaðið
7
Ritstjón og ábyrgöarmaður: AGNAR BOGASON
Sími titstjórnar: 1 34 96 — Auglýsingasími: t 34 96
Verð i Lausasölu kx 40.00 — Áskriftir ekki teknar
Prentsmiðja Þjóðviljans
Óánægja með Landhelgisgæzluna
Framhald at i. síðu
forgang landhelgismálsins er
gjörsamlega út í bláinn.
Landráðamenn
Þeir sem dirfast að gagnrýna
meðferð landhelgismálsins á op-
inberum vettvangi eru hreinlega
ofsóttir. Á dögunum leyfði Þor-
steinn Sæmundsson sér að benda
á ýmislegt, sem betur hefði mátt
fara í erindi, sem hann hélt í
útvarpið. Tíminn og Þjóðviljinn
trylltust gjörsamlega og sögðu
hann gengiinn á mála hjá Bret-
um. Það má enginn trufla hale-
lújasönginn, sem stjórnin kyrjar
um afrek sín í landhelgismálinu.
Áður hefur verið minnzt á ó-
heOindi kommúnistans Lúðvíks
Jósepskýs í þessu máli. Hans tak
mark er fyrst og fremst að gera
Ianidið varnarlaust. Ekki hefur
verið ýjað að því á nokkurn hátt,
að við ættum að fara í viðskipta-
stríð við Breta, eða gera aðrar
viðhlýtandi ráðstafanir. — Og
stjórnin segist ekki enn hafa get-
að útvegað skip til að efla Land-
helgisgæzluna. Trúi því hver
sem vill.
200 mílur
En þótt við getum á engan
hátt varið 50 mílurr vantar ekki
rostann í landann. Nú dugar
ekki minna en 200 mílur. Eftir
því að dæma ætti að vera mun
auðveldara að verja þessar 200
mílur heldur en hinar 50 .Að
sjálfsögðu þorir enginn að vera
á móti þessari snilldarhugmynd.
Slíkt gæti nefnilega talizt til
landráða og nú er bara spurn-
ingin sú ,hvaða pólitíkus verður
fyrstur til að leggja til að við
færum landhelgina út í 500 míl-
ur og afli sér með því þúsunda
atkvæða.
KROSSGÁTAN
LÁRÉTT: LÓÐRÉTT:
1 Þyngdareining 1 Barnaleikrit
5 Höfuðborg 2 Stormi
8 Kyrrð 3 Tamdi
9 Smáhús 4 Röð
10 Klumpa 5 Skott
11 Amboð 6 Atviksorð
12 Ungviða 7 Veiðisvæði
14 Bleyta 9 Sýður
15 Angan 13 Rödd
18 Ósamstæðir 16 Eldsneyti
20 Auð 17 Litað
21 Hætta 19 Und
22 Læsing 21 ílát
24 Dínamór 23 Ósamstæðir
26 Grafa 25 Illmenni
28 Blóma 27 Bindindisfélag
29 í stiga
30 Her"
Svar við getraun
Það er öldungis fráleitt, að melónur vaxi í dasembermánuði í Wis-
consin!
Coca-Cola - Þad er drykkurinn
Coca-Cola hefir hið ferska, lifandi braqð, sem fullnaeqir smekk hins nýja tíma
Glæpamenn
Framhald at 3 síðu.
Stuttu síðar voru þrír
bræðranna skotnir. Aðeins
Mémé komst hjá þeim örlög-
um; hann hafði nefnilega ver-
ið dæmdur í tuttugu ára fang-
elsi og sat inni. Alltént betra
en að vera dauður.
En jafnvel þótt Guerini-
bræðurnir væru dauðir eða úr
umferð á annan hátt, linnti
ekki morð- og árásar-
bylgjunni í Marseille. Hún
náði hámarki með morðunum
í „Tanagra", þar sem tvær
saklausar manneskjur létu líf-
ið með Bistoni og Lomini. Sá
síðarnefndi, „Jói bo!i“, var
reyndar alltaf vanur að ganga
með 45 kalíbera Colt-skamm-
byssu á sér, eftir „heppni“
sína í bílnum forðum. Hann
náði þó ekki að notfæra sér
hana. Hann dó með höndina
á skeftinu.
Enginn veit eða þorir að
spá um, hve lengi bófastríðið
í Marseille hcldur áfram. Það
verður ekki fyrr en nýr og
sterkur leiðtogi nær yfirhönd-
inni, sem lífið færist aftur í
„eðlilegt" og rólegt horf í
þessari „heitustu borg Frakk-
lands.