Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.01.1974, Síða 7

Mánudagsblaðið - 28.01.1974, Síða 7
Mánudagur 14. janúar 1974 Mánudagsblaðið 7 VIGGÓ ODDSSON skrifar frá S-Afríku: nnmaarareinar rnn að hvíla í friði", eru upp- gjafarorð þeirra sem eru sam- þykkir í huga sér, en hví mega þeir sem lifa ekki fá stundleg- an frið fyrir vinum þeirra sem yfirgefið hafa þennan heim? Éig skyldi skrifa laglega minningar- grein ef þessi endemis blaða- mennska „gæfist upp á rólun- Furðuleg blöð Nokkur dagblöð á íslandi, einkum Mogginn og Tíminn, ríghalda í þá furðulegu blaða- mennsku að birta margar blað- síður af minningargreinum um allrahanda fólk sem „enginn þekkir" né varðar neitt um. Þessi blaðamennska er svipuð því sem enn má finna t.d. í Noregi, í afdölum nyrðra, þar sem kven- félög, templaraklíkur og samsafn af ofsatrúarmönnum gefa út smá pésa til að bjarga heiminum. Undantekningarlítið eru þessar hysterísku minningargreinur svo um fólk sem almenning varðar ekkert um, eins og 5 ára furðu- börn sem verða undir bíl, eða drukkna í skúringafötunni, marg ar blaðsíður „frá skólasystkinum" nemenda í barnaskóla, það hljóta að vera til greinar til að fylla tuttugu bindi af minningargrein- um um kerlingar á Vesturgöt- unni og Húnavatnssýslu. Hvern er verið að plata Er þetta eirhver hefðarkona? spurði útlendingur sem sá eina af þessum minningargreinum upp á fleiri blaðsíður, um ein- hverja kerlingu úr Húnavatns- - sýshv sem- „aldrei steig fæti út fyrir sína .sveit." Eða kerlingu á Vesturgötunni, sem varð ódauð- leg á prenti af því hún gaf „rit- höfundinum" er skrifaði minn- ingargreinina, kaffibolla á mánu dagsmorgni, þegar hann var að stelast úr vinnunni. Hann fékk jafnvel leifar af kleinum með. Þetta var uppistaðan í greinum um þessar heiðurskonur. Þá koma greinar um kvensköss sem höfðu þá eiginleika „að bera með sér góðvild, hlýju og yl" Á opinberri skrifstofu sem ég sá slíka persónu húkti hver í sínu horni með sína fýlu, en skassið sem ég nefndi strunsaði um með nefið upp í loftið, skell- and'i hurðum, skilaboð urðu að fara gegnum þriðja mann, því að ekki var talað við suma árum saman. fslenzk óstjórn leið þetta andrúmsloft sem sjálfsagðan hlut. Eru lofgreinar um vandræðafólk þjóðfélagsins til að blekkja mig, Sankti Pétur eða bara til að gera fólk alvarlega hneykslað í síðasta sinn, við lestur þessara öfug- mælaigreina? Ekki vinsæll Það er víst bara til að fá á sig óorð, að skrifa um svona hluti. Þegar ég fluttist til Afríku fyrir tæpum áratug, keypti ég ísafold, sem var betri en ekki neitt, vikublað með helztu frétt- um, aðallega fyrir bændur sem vildu ekki auglýsingar og annað léttmeti á háu verði Morgun- blaðsins. Eftir nokkurn tíma dó ísafold fða 1MB út aI. Mogginh ætlaði~þá að koma til mín í fluigpósti í stað ísafoldar, á hátt í 100 kr. eintakið stund- um. Þá sprakk blaðran. Ég skrif- aði; sagðist ekki vilja sjá þenn- an auglýsingahrærigraut (sem þá var); ruglið úr Ingólfi, hve það væri nauðsynlegt að gefa 7 Keflavíkurvegi á ári í styrki til bændahítarinnar, auk nær tífalds verðs á afurðum þeirra; né vildi ég borga stórfé fyrir minningar- greinar og annan þvætting um Kerlingar á Vesturgötunni og í Húnavatnssýslu, sem „enginn þekkir." Síðan hefi ég verið á þeirri skoðun að ég njóti lítilla vinsælda á þeim stað. Léttlyndir hafa þeir sjaldan verið á Mogg- anum. Svo segir fólk í ásökunar- tón: Af hverju skrifarðu ekki í Moggann? Þeir sem ifa Það er þó oft skömminni skárra þegar skrifað er um lif- andi fólk, afmælisgreinar eða viðtöl um þá sem ennþá eru á ferli og oft gagnlegt og gaman að þekkja nánar. Þeir eru þá líka til staðar til að hemja skrumfýsn þeirra sem vilja aug- Iýsa hann. Oft hefi ég undrazt hvernig prestunum líður sem lofa hástöfum látið fólk við jarðarfarir sem allir vita að hafa verið landi og þjóð til ógæfu, armæðu og ama, mestallt sitt líf. Stjórnmálamenn, sem hafa ek- ið þjóðinni út í jökuiá verð- bólgunnar. Verzlunarmenn, sem sviku og svindluðu eins og hægt var á sínum' viðskiptamönnum, fólk sem eitraði andrúmsloftið á vinnustað árum saman, og gerði allt sem hægt var (t.d. í kvenlegu valdi) til að gera vinnu staðinn að helvíti. „Leyfið dán- Vélaverkfræðingar Óskum eftir að ráða til starfa við áliðjuverið í Straumsvík: Vélaverkfræðing. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari uplýsingar gefur ráðningarstjóri. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og bókabúð Olivers Steins Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi síðar en 31. jan- úar 1974 í pósthólf 244, Hafnarfirði. Véltæknifræðingar Óskum að ráða til starfa við áliðjuverið í Straumsvík: V éltæknif ræðing. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi síðar en 31. janúar 1974 í pósthólf 244. Hafnarfirði. ÍSLENSKA ÁLFÉLAGIÐ H.F.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.