Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 1
Kjarvalsstaðabardagi: MYNDLISTARMENN HEYKJAST Á BANNINU - VILJA 5ÝNA Á KJAR VALSSTÖÐUM Fyrir skömmu óðu ýmsir sjálfskipaðir listfrömuðir fram fyrir alþjóð og sögðust vera farnir í fýlu. Það væri búið að leyfa manni, sem ekki væri jafn lærður og þeir, að hengja upp myndir sínar að Kjarvalsstöð- um. Slíka móðgun gátu þeir ekki þolað og sögðust ekki framar sýna snilldarverk sín í húsi þessu. Blaðið hefur frétt, að nú sé uppi misklíð meðal listamanna út af þessu frumhlaupi og muni margir hyggja á sýn- ingu að Kjarvalsstöðum þegar pláss losnar. LEIKFANG MÁNUDAGS BLADSINS Hvar eru takmörkin? Hvar eru takmörkin? spyrja myndlistarforkólfar og vilja meina, aö ekki megi allir koma inn fyrir dyr myndlistar- húss borgarinnar og sýna þar almenningi verk sín. En okk- ur er spum: Hvar eru tak- mörkin fyrir gengdarlausri frekju nokkurra manna sem tclja sig eiga Kjarvalsstaöi og ráða því hverjir fá þar inni með sýningar? Þetta hús er eign Reykja- víkurborgar og á í raun og veru ekki að koma neinu fé- Iagi við. Hvort sem það kall- ar sig félag myndlistarmanna eða ekki. Það eru borgararn- ir sjálfir sem ráða því hvort þeir sækja sýningar eða ekki 'og þess vegna má hver sem sýnt hefur og sannað, að hann er frambærilegur málari, hengja þarna upp skilirí sín. Ótti greip um sig Eftir að myndlistarmönnum var runninn mesti móðurinn settust þeir niður og íóru að hugsa sín mál. Meðal sumra, sem hingað til hafa ekki ver- ið taldir til myndlistarmanna, þótt þeir hafi sett klessur á léreft og séu í félaginu, greip um sig sá ótti, að nú yrðu þeir útilokaðir frá Kjarvalsstöðum í framtíöinni. Klofnaði því þetta hernaðarbandalag nú í vikunni og eftir því sem best er vitað verður ekkert hlé á sýningum að Kjarvalsstöðum næstu mánuði. Þetta ætti hins vegar að kenna hrokafullum málurum að fólk vill ekki láta þá ráða því hvað það fær að sjá. Cr sögu lands og lýðs Sveitarígur á íslandi Aleinn í 600 manna fangelsi Enskar dulsagnir Ný framhaldssaga: ÁSTARVÉLIN Heimspressan Cr einu í annað og margt fleira. Göngugata í hættu vegna fíflaaksturs Fólk fagnaöi almennt þeirri ákvörðun að gera hluta Austur- strætis að göngugötu. Og ekki minnkaði ánægjan þegar hita- leiðslur voru lagðar í götuna þannig að þar er aldrci svell eða hálka. En nú eru margir i vafa um hvort Austurstræti geti leng- ur talist göngugata eða ekki. Það er orðið æ algengara að sjá þunghlaöna sendi- og ölhila aka eftir gangstéttarhcllunum og það jafnvel á mestu annatím- um dagsins þcgar þarna er krökt af fólki. Hellurnar raskast að sjálfsögðu við þennan þungaakstur, cnda ekki ráð fyrir honum gert. Vonandi verður lögð áhersla á að koma í veg fyrir þcnnan fíflaakstur áður cn stórtjón eða slys verður. Er það satt, að laun bæjar- stjóra ncmi nú 300 þúsund- um á mánuði, með öllu? Ef svo heldur áfram verður þess ckki langt að bíða, að vegfarendur geta ekki gengið þarna um óhultir og mikil hætta er á að hitalagnirnar undir hcllunum stórskemmist, enda eru þær lagðar í lag af sandi og því mikil hætta á röskun. Leti Og virðingarleysi í flestum tilfellum eru þaö ungir og fílhraustir strákar sem aka þessum sendibílum eftir göngugötunni til þess eins aö skjóta nokkrum köss- um inn í einhverja af þeim fáu verslunum sem þarna eru. En það virðist vera allt of mikil íyrirhöfn að stöðva bíl- ana við enda götunnar og bera varninginn. Þess í stað er reynt að aka með sem mest- um hraða inn götuna, flcygja viirunni sem skjótast inn í verslun áður cn lögreglan sér þá og skjótast síðan burtu hið snarasta. Hér er um að ræða í fyrsta lagi einskæra leti hjá þcssum strákum og um leið sýna þcir gangandi vegfarendum, sem þarna ciga allan rétt, algjört virðingarleysi. Þess utan getur stafað af þessu mikil slysa- hætta, því þarna á fólk ekki von á ökutækjum. Sem fyrr segir skemmir þetta líka göt- una og þær hitalciöslur sem undir henni liggja og gctur haft stórtjón í för með sér. MARGIR „FROSNIR" INNI Margir innflytjcndur hafa „frosið inni“ með vörur sin- ar að undanförnu. Mikil á- sókn hefur verið í að fá að greiða óútleystar vörur í gjaldeyrisbönkunum, en af- greiðsla hefur ekki verið nema sáralítil. Hefur þctta skapað mikinn ótta hjá ýms- um illa stöddum innflytjend- um, sem vart sjá mögulcika á að leysa til sín vörur ef gengið verður fellt svo nokkru nemi. Þá hafa ýmsir minni spá- mcnn, sem eru að basla við innflutning á varningi til cinkanota og sölu til kunn- ingja, séð sína sæng út- breidda og berjast um á hæl og hnakka við aö fá dótið leyst úr bönkum. Nú eru það aðeins nauð- synjar sem fást yfirfærðar i bönkununi, en það þykir miirgum einkennilegt, að meðal þessara nauðsynja teljast bílar.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.