Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 10. febrúar 1975 Sími ritstjómar: 134 96. — Aulýsingasími: 134 96 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Verð í lausasölu kr. 80,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans ht. ER UPPBOÐ BESTA LEIÐIN? Það hefur glögglega komið fram í umræðum ráða- manna, í og utan fjölmiðla, að efnahagur landsins er með því verra sem verið hefur eftir stríð. Erlendar skuldir eru nú orðnar shkar, að nemur hærri upphæð en fjárlög ríkisins fyrir árið 1975 — og þótti ýmsum það ærið nægilega há upphæð. Þá hefur sala á loðnu- mjöh og ýmsum sjávarafurðum öðrum legið niðri að heita má um langan tíma, utan hvað rússar keyptu eitthvað smávegis fyrir stuttu. Rekstrarkostnaður út- gerðarinnar er með óhkindum vegna hækkandi verð- lags á flestu því sem til þarf. í stuttu máli sagt: Þetta virðist allt vera á hraðri leið til ljóta karlsins. Vegna þessa ástands skyldu menn ætla að lands- menn gerðu sér grein fyrir, að ekki er grundvöllur fyrir launahækkun til ahra launþega, eins og málum er háttað. En þótt Björn Jónsson forseti Alþýðusam- bands Islands hafi viðurkennt í viðtali við Alþýðu- blaðið fyrir stuttu, að ástandið væri hreint ekki upp- byggUegt, þá hvarflar ekki að honum eða fylgifiskum hans að draga úr kröfugerðinni. Skýrsla Jóns Sigurðs- sonar hagsýslustjóra hafði þessi áhrif á Bjöm, og á félaga hans reyndar hka, en þeir láta sér þó ekki segjast. Þetta er nú eiginlega ekki það sem danir mundu kalla „sund fornuft“. Einhverjar raddir eru um það, innan stjórnarflokk- anna, að eina ráðið sé hressileg gengislækkun. En í stað þess að vera vinsælasta ráðstöfunin innan þess- ara flokka, eins og gengisfellingar hafa verið í mörg ár, er nú svo komið, að þar bregst krossviður eins og annar viður. Otgerðarmenn, sem ævinlega hafa hróp- að á gengisfellingar, mega nú ekki heyra slíkt nefnt. Ástæðan er tiltölulega einföld: Nýju togararnir eru alhr keyptir þannig, að ríkið lánar útgerðarmönnum 85% í þeim. Gengisfelling myndi þannig aðeins auka skuldirnar. Það er hart í búi hjá smáfuglunum. — Þá hafa iðnrekendur einnig hótað 10.000 manns að minnsta kosti atvinnuleysi, verði gengið fellt. Þannig er nú vinsælasta ráðið skyndilega orðið það óvinsæl- asta. Og það á aðeins einu ári. Það var ekki að furða, þótt Geir Hallgrímssyni yrði fátt um svör á blaða- mannafundinum sem hann hélt um daginn, eftir að hann var kominn heim frá vesturheimi, þegar hann var spurður um efnahagsmálin og aðgerðir ríkisstjóm arinnar gegn aðsteðjandi vanda. Einu svörin sem hann gat gefið var að ákveða þyrfti fiskverð. Það vissu blaðamenn hins vegar áður en á fundinn kom, þannig að þetta voru þeim engin ný sannindi. KAKALI skrifar: í HRONSKILNISAGT Það er sagt að við Islend- ingar séum allt að 1—2 ár- um á eftir öðrum þjóðum um allt sem snertir nýnæmi, t. d. í hártísku, klæðnaði og öðru því sem kallast tísku- fyrirbrigði eða stundarbreyt- ing. Þessi „of-seinn“-háttur okkur getur stundum verið spaugilegur og má vel af- saka það, en öllu verra er, þegar hann verður leiðinleg- ur, t. d. sóðalegur og „sjen- erar“ fólk á samkundum o. s. frv. Ég tók nýlega eftir því í lcikhúsi, að flestir gcsta, karl ar og konur, voru prýðilega til fara, en þó með alltof mörgum undantekningum. Menn voru ýmist í smóking eða dökkum fötum, sumir frjálslyndara klæddir, og kon ur yfirleitt mjög vel klæddar og snyrtar til hárs og útlits. Þó voru undantekningar. — Þarna var svokallað „frjáls- Iynt“ fólk innanum, herfilega klætt í garma og ræfla, bæði karlar og konur, og virtust setja allt sitt stolt í að vera scm afkáralegast í útliti. Nú skal ekki deilt um það, að cinhæfni í klæðaburði er leið inleg og sjálfsagt úrelt, enda hefur leikhússtjóri (Þjóðleik- hússins) mælt svo fyrir að ekki skuli mismuna fólki vcgna klæðaburðar og vill þar með verða við óskum alþýðunnar, að leyfa allt og þola allt. En það er ekki hér til umræðu. Innan um þennan lýð úði og grúði af skítugum og lörf- um klæddum „pupul“ sem jafnvcl Þjóðleikhússtjóri iiefði ekki tekið inn í for- stofuna hjá sér eða umgcng- ist af því han er sjálfur snyrtimenni. Hárlubbarnir héngu í dræsum á hausnum á því, það hafði ekki málað á sér trýnið, til að reyna að bæta útlitið og manni bauð við þcssum skríl, sem stóð við hliðina á manni cða hrúg aðist upp að borðinu sem maöur sat við. Þetta eru að mestu lista- menn, bæði Icikarar og aðr- ir, sem telja þessa framgöngu einstaklega frumlega og Frumsýningar og klæðaburður — Fámenuur hópur setur svartan blett á samkomur — Úrelt tíska — Ekki bítlar, bara hippar — Eins og kartöflupok- rri r »;v r ar — Irymo o- snyrt — í kleprum frjálslynda og sýna og sanna að þar séu á ferð hinir raun- verulegu artistar í hinum ýmsu iistgreinum. Það scm þetta fólk tekur feil á er að þetta er langt frá að vera frumlcgt en minnir helst á aumingja úti í heimi scm kallast hippar og eiga alls ó- skylt við bítla, eru flestir aumingjar og eiturlyfjaneyt- endur. Það skal tekið fram, að þetta er yfirleitt ungt fólk á listabrautinni, statistar, sem sjást í hópsenum, eða málarar sem ekki þekkjast. Það er ósköp leiðinlegt að þessi fámcnni hópur skuli setja þannig blett á þessar ágætu skemmtanir sem leik- sýningar eru og því leiðin- Iegra sem hann er bæði úr- eltur og ófrumlegur. Það er sennilega hin meðfædda bar- átta við sápu og vatn og hrcinlæti almennt að þessi fámenni mæta þannig á op- inbera staði. Við getum vel tekið undir mcð þeim að það sé gaman að sitja í eigin svita og skít heimafyrir, en alls ckki ber að bera það á borð á samkomum. Ég tók sérstaklega eftir ungum stúlkum sem voru klæddar í poka, eða a. m. k. minnti sniðið á poka. Vera má, að þær hafi verið að leyna einhverjum galla á vaxtarlagi, en ef svo var, þá hefðu þær ekki þurft að velja efnið úr striga, því sama og brúkað er í umbúðir um kartöflur. Þá var trýnið á þeim ósnyrt og það hefði að ósekju mátt snyrta dálítið. Þó þessi hópur v^JTl., mennur setti hann leiðindar- svip á hcildina. Ef til vill vildu þeir með þessu mót- mæla „The establisment“ eða ríkjandi aðstæðum, en þó svo sé þá verður því ekki mótmælt með því að mæta grútskítugur á sýningar Ieik- húsanna. Leikhússtjórinn verður að setja mönnum sín- um einhver takmörk í hverj- um þeir þjóna, en ekki leyfa þcnnan sífellda ósóma að kasta rýrð á sýningar stofn- unarinnar. Hann er ekki eig- andi þessa leikhúss og hon- um ber að taka til greina yf- irgnæfandi meirihluta leik- húsgesta sem þarna koma fram eins og siðfágað fólk en ekki eins og rennusteins- lýður. Peter Freuchen: ÆSKUÁR MÍN Á GRÆNLANDl En hvað sem líður aðgerðum ríkisstjórnarinnar — eða skorti á aðgerðum, ef menn vilja heldur orða það þannig — þá er ljóst, að hér þýða engin vettlingatök. Hér verða allir að taka höndum saman, hvar í flokki sem þeir kunna að standa, til að leysa þessi mál. Ann ars fer það að verða staðreynd, sem einhver ugluspeg- ill hafði á orði nýlega, að ódýrasta leiðin fyrir íslensk- an almenning í efnahagslegum þrengingum, væri að setja land og þjóð á alþjóðlegt þrotabúsuppboð. Eng- inn myndi kaupa nema einhver rík þjóð, og hún yrði að sjálfsögðu að kaupa áhvíhandi skuldir með. Síðan yrði hún að reka þessa eign sína með gróða fyrir aug- um, og það myndi strax hafa í för með sér bættan hag almenings — og almenna atvinnu. Ljómi ævintýra og hugrekk- is sveipar nafn Peter Freuch- ens. 1 meira en mannsaldur dvaldist hann á Grænlandi, og fáir þekktu náttúru þess og íbúa betur en hann. I mörg ár var hann landstjóri í Thule, nyrstu nýlendu á Grænlandi, en þaðan lögðu upp í ferðir sínar hinir heimskunnu Thule- leiðangrar, sem hann var að jafnaði sjálfsagður þátttakandi í, ásamt vini hans, Knud Ras- musen. Peter Freuchen gekk að eiga grænlenska konu, Navarönu, og var þá tekinn í tölu inn- fæddra og lifði í mörg ár sem þeir, klæddist eins og þeir, mataðist eins og þeir og ferð- AF BÓKA- MARKAÐINUM aðist á sama hátt og þeir. Það voru óblíð ár, köld og oft lítið um mat. í þessari bók segir frá þessu mikia ævintýri, og Peter Freuchen lýsir því með sinni sérstæðu og djörfu kímni gáfu og hinum einstaka hæfi- leika, sem honum er gefinn til að færa fjölbreytta lífsreynslu sína í form afburða spennandi lesefnis. Ef þér hafið ekki lesið þessa ferðabók Peter Freuchens, þá grípið tækifærið nú, — sjálfs yðar vegna, — því svo sannar- lega er það öfundsverður mað- ur, sem enn á þá stórkostlegu ánægju eftir, að lesa þessa skemmtilegu bók. Bókin er nú gefin út í nýrri þýðingu Andrésar Kristjáns- sonar, en um snilli hans sem þýðanda er óþarfi að fjölyrða.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.