Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 6
6 Mámjdagsbiaðið Mánudagur 10. febrúar t9>75 Krossgátan LÁRÉTT: 1 Hávaði 8 Lindin 10 Smáorð 12 Mjúk 13 Á fæti 14 Krakki 16 Tarfur 18 Útgerðarsfeaðar 19 Blóm 20 Hraðar 22 Duglega 23 Ósamstæðir 24 Kraftur 26 Verslunairmál 27 I girðingu 29 Einstæðraa- LÓÐRÉTT: 2 Ósamstæðir 3 Kjáni 4 Karlmaonsnafn 5 Karl 6 Heimssamtök 7 Varnarmann 9 Höfuðfötin 11 Klaki 13 Spírur 15 Verksmiðja 17 Nakin 21 Fara rétt 22 Hiti 25 Hestur 27 Samstæðir 28 Guð. Lausn á getraun ,l?að er augljóst í (1) að Lou Jackson er hvorki leiðtoginn né fronturinn. 1 (2) sjáum við að Avis er ekki foringinn. Auðséð (3) er að A1 Toliver er ekki frontur glæpaflokksins. Frá (4) er augljóst að Dick Graver er hvorki foringinn né fronturinn. Þar af leiðandi er A1 Toliver foringinn og Avis Monroe fronturinn. P&O’ JLIMIirSY skór háttionÍAJcó AUSTURSTRÆTI 14 LAUGAVEGI 66 1. Hvernig stendur á því, að sumt fólk verður fyrir ýmsum dularfullum fyrirbrigðum á ævinni, en aðrir sjá hvorki né heyra neitt óvanalegt? Senni- lega er um að ræóa mismun- andi næmleik fólks. Það er eðlilegt, að sumu fólki, sem lítur efnishyggjuaugum á hlutina, skuli lítið þykja til koma eða sjást alveg yfir ým- is fyrirbæri, sem öðrum með næmari skynjanir og meir í- grundandi eðlisfar þykja í hæsta máta undarleg. Enskt blað bað lesendur sína að skýra frá reynslu sinni í þessu efni. Hér eru nokkur dæmi: Kona ein á heima í South- amton. I síðasta stríði vann hún í stórri nýlenduvöruversl- un, sem hafði misst aðalversl- unarhúsnæði sitt í loftárásum og var nú til húsa í hálfónýt- um hjalli. Voru efri hæðirnar notaðar sem birgðaskemmur, og var þar oft skuggsýnt, al- mennilega lýsingu vantaði. — Einu sinni síðla dags var kona þessi og starfsfélagi hennar sendar upp á loft að sækja mjö.l „Við vorum í þann veg- inn að lyfta upp kössunum, þegar við sáum einhverja hreyfingu, líkast því sem lyft væri hendi gegnum rifu á dyr- unum,“ skrifar hún. „Ekkert hljóð fylgdi, bara skuggi af því sem við héldum vera hand legg. Og þá birtust fjórir blá- ir logar, á stærð við baun, á veggnum gegnt dyrunum. Fé- lagi minn sleppti kassanum og flýði. Ég slökkti ljósin og flýði !íka!“ 1 fyrstu voru þær á því, segir hún, að tveir strák ar, sem unnu í búðinni hefðu verið að reyna að hræða þær — þangað til verslunarstjór- inn fullvissaði þær um, að strákarnir væru úti í sendi- ferðum. Ejórir smáir bruna- blettir voru eftir á veggnum, sem merki um það, að þetta var ekki ímyndun, sem þær sáu. Þó ekki sé til nein nærliggj- andi skýring á þessu fyrir- brigði, verður að hafa í huga, að sjálfkveiktir eldar eru eitt af algengustu einkennum polt- ergeist (hrekkja-) draugagangi. Sá siður var hafður í búð- inni, að fleygja tómum köss- um niður í kjallarann, og átti einn af starfsmönnunum að taka til ónýtu kassana með vissu millibili. Einu sinni var kona þessi að slíkum störfum, þegar hún varð fyrir annarri slíkri reynslu á þessum sama stað. „Ég var rétt að Ijúka við að fleygja ruslinu, þegar mér fannst sem horft væri á mig,“ segir hún. „Ég leit upp og sá stúlku, fremur unga að sjá og laglega, standa aðeins nokkur fet frá mér. — Mér fannst hún fremur dapurleg að sjá. Hún var í mjög Ijós- um rósóttum „tækifæris“-kjól. Einhvern veginn var ég ekki hrædd, bara dálítið máttlaus í hnjánum. Meðan ég horföi á hana, hvarf hún sjónum. — Seinna heyrði ég að eftir að húsið varð 'yrir loftárás, hefði barnslík fundist falið í reyk- háfnum. Annað dulrænt fyrirbrigði, sem henti þessa konu, átti sér stað, eftir að hún gekk í kvennaherinn — hún var ógift — og var í sveit, sem hafði bækistöðvar í afskekktu sweita setri. Eftir „háttatíma“ eitt kvöld- ið, komu stúlkur úr nálægum herbergjum hlaup>andi inn til hennar og töluðu um skelfileg högg og brothljóð, sem þær sögðu að kæmu úr kjallaran- um. Leitarflokkur var gerður út, en fann aillt í röð og reglu, nema hvað einn kettlingur var þar að leik. „Þarna, hugsuðum við, er draugurinn okkar,“ skrifar konan. „En stúlkurnar uppi á stigapallinum voru á öðru máli, því meðan þær stóðu og horfðu á, tók einn blómavasi, sem var á borðinu, sig til og snerist heilan hring í loftinu!“ II. Önnur kona, frá Birming- ham, skýrði frá óvenjulegum atburðum, sem áttu sér stað eftir dauða mansins hennar, fyrir þremur árum. Maðurinn hafði verið hrekkjalómur hinn mesti og áti það oft til, þegar hann hafði verið að heiman á kvöldin, að læðast inn í húsið og slökkva Ijósin í herberginu, þar sem konan hans sat. Hann varð bráðkvaddur. Konan hans fann líkið á legu- bekk frammi í dagstofunni, en þangað hefur hann farið ein- hvern tíma um nóttina, senni- lega verið lasinn. Kvöld eitt fyrir nokkrum mánuðum hafði konan hans slökkt öll ljós og var gengin til náða að venju, þegar hún sá sér til mikillar undrunar, að Ijós logaði und- an hurðinni í borðstofunni á neðri hæðinni. Hugði hún, að ein af dætrum sínum væri enn á ferli og kallaði fram. Hún fékk ekkert svar. Fór hún því fram og opnaði dyrnar — en þar var niðamyrkur. En ekki var hún fyrr komin aftur í rúmið, en kveikt var á Ijósun- um í annað sinn. 1 þetta skipti kraup hún á kné og gægðist undir huröina — og sá raunar að Ijósin voru kveikt, en strax og hún opnaði dyrnar, var aft- ur myrkur. Um leiö og hún fór upp í rúmið aftur, kvikn- aði enn á Ijósunum. „Þegar hér var komið, vissi ég hvað um var að vera,“ skrifar hún. „Ljósið kom frá herberginu, s~m maðurinn minn dó í. Áð- ur en það gerðist, hafði ég oft heyrt fótatak í stiganum og komið var að svefnherberg- isdyrunum og snerlinum snúið þrisvar sinnum. Einnig höfð- um við fundið neftóbakslykt og maðurinn minn var nef- tóbaksmaður.“ III. Ein kona skrifaði frá Kar- achi í Pakistan og sagði, hvað hefði komið fyrir sig og mann sinn, eftir að þau hjónin fluttu inn í íbúð í Locknow. Hús- plássið var bjart og loftgott og hreinlætið í besta lagi, en rét eftir komu þeirra byrjuðu alls konar smákvillar að hrjá þau. Þetta var í samræmi við sögur nágrannanna um þenn- an stað. Svo urðu þau þess vör, að mikiill hávaði fylgdi einum dyrunum uppi á lofti. Hurðin „skalf, og hryktist til“, þó hún væri læst, og stundum var barið á hana, þó slíkt væri óskiljanlegt. Svo fóru að heyr- ast brothljóð úr ddhúsinu. „Glösin hoppa og brotna af sjálfu sér,“ sagði þjónustu- piltur þeirra og glennti upp augun. Og þegar hún var ein í borðstofunni, skömmu síðar, sá hún eitt af glösunum fara alveg þannig að. Atgangur þessi náði há- bjart var af tungli. Golan þaut í laufum trjánna úti fyrir, og konan lá í rúminu og horfði á hinar síkviku skuggamyndir sem trjálaufið brá á veggina fyrir framan hana, er það bærðist fyrir vindinum. „En eftir stutta stund bætt- ist nýr skuggi í spilið, sem dansaði ekki, né lék sér eða iðaði. I stað þess hringaði hann sig þunglamalega eins og þykkur, límkenndur reyk- ur eftir því sem hann reis hægt eins og súla upp úr gólf- inu. Ég æpti upp yfir mig af hrylilingi, og maðurinn minn hrist og skák stjarfan líkama mnn og sagði að ég hefði feng ið martröð. En svo sá hann líka martröðina — hverfa út um dyrnar.“ Tíu árum eftir að þessir at- burðir átu sér stað, hittu þau hjónin vin sinn, lækni, í Kar- achi. Þeim til undrunar sagði hann þeim frá nákvæmlega sams konar atburöi, sem fyr- ir hann hafði borið. Það kom í Ijós, að þegar þetat varð. hafði hann átt heima í sömu íbúðinni, sem þau höfðu áður haft í Lucknow! Fyrirbærin voru eins nema að því leyti, sem konan sá það ekki, fyrr en það var komið í hæð við rúmið og þar upp fyrir, en læknirinn sá það á byrjunar- stigi, er það var eins og svarí- ur hnökri á gólfinu og feyktist fyrir súgnum — þangað til það stöðvaðist og byrjaði að hringa sig og vaxa upp á við. Litlar líkur virðast á því, að brögð séu í tafli, þegar svona fyrirbrigði eru vottfest af fólki, sem hefur séð þau á ólíkum tímum. marki eina kvöldstend, þegar ENSKAR DULSOGUR i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.