Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 7
Mánudagur 10. febrúar 1975 Mánudagsblaðið 7 MAÐURINN SKAPAÐI VÉLINA. Ný framhalds- saga Vél finnur ckki til ástar, haturs eða ótta, hún fær ckki magasár, hjartaslag eða gcðtruflanir. Ef til vill er eina framtíðarvon mannkynsins í því fólg- in, að maðurinn vcrði sjálfur vél. Þetta hefur sumum mönnum tekizt. Vél sem hefur á sér mannsmynd, stjórnar oft heilum þjóðum — einræðis- hcrra er valdavél í landi sínu. Og listamaður, sem helgar sig listgáfu sinni, gctur orðið vél á sínu sviði. Stundum verður þessi þróun, án þess að maðurinn sjálfur geri sér það Ijóst. Ef til vill gerist það, þegar hann segir i fyrsta skipti: „Ég er særður“, en undirvitund hans svarar: „Ef ég ncm burt alla tilfinningu úr lífi mínu — þá get ég ekki verið særður!“. Amanda hcfði hlegið, ef henni hefði verið sagt, að svona væri Robin Stone — því að Amanda var ástfang- in af honum. Robin Stone var friður maður. Hann gat brosað með vörunum. Hann gat hugsað án geðshræringar. Hann gat elskað hana með Iíkama sínum. Robin Stone var Ástarvélin. AMANDA Fyrsti kapituli Mánudagur, marz 1960. — Klukkan níu um morgun- inn stóð hún í léreftskjólnum sínum á tröppum fyrir fram- an Plazahótelið. Hún skalf af kulda. Einn af títuprjónunum, sem hélt saman kjólnum henn- ar að aftanverðu, datt niður. Aðstoðarstúlkan flýtti sér að setja nýjan prjón í staðinn, og á meðan notaði Ijósmyndarinn tímann til að setja aðra filmu í vélina sína. Hárgreiðslumað- urinn stökkti í snatri hárlakki á nokkur hár, sem farið höfðu úr . skorðum, og svo hófst myndatakan á ný. Hópur for- vitinna manna hafði safnazt saman og fylgdist með athöfn- inni af áhuga. Það var ekki á hverjum degi, sem þeir höfðu eina af stjörnum „Fal- lega fólksins“ svona alveg fyr- ir augunum á sér — en þarna stóð hún, hin heimsfræga tízkusýningarmær, og bauð nístandi köldum marzvindin- um byrgin í næfurþunnum sumarkjól. Þetta var undarleg sjón, ekki sízt þegar manni varð litið til snjóskaflanna, sem1! "fannfergið undanfarið hafði skilið eftir á hæðunum í Central Park. Og allt í einu fundu áhorfendurnir í þykku, hlýju vetrarfrökkunum sínum, ekki til neinnar öfundar í garð þessarar skínandi veru, þótt hún ynni fyrir meiri launum á einni svona morgunstund en þeir á heilli viku. Amanda var að krókna úr kulda, en hvað mannþröngin í kringum hana hugsaði, lá henni í léttu rúmi. Sjálf var hún að hugsa um Robin Stone. Stundum var henni styrkur í að hugsa um Rob- in Stone, einkum þegar þau höfðu átt unaðslega nótt sam- an. En á þessum morgni voru hugsanir hcnnar ekki styrkj- andi. Hún hafði ekki einu sinni heyrt frá honum. Hann hafði skroppið til Baltimore og Filadelfíu til að halda tvo fyrirlestra, hinn fyrri í Balti- more á laugardaginn, ^g hinn delfíu á sunnudag. „Ég dembi síðari I einhverri veizlu í Fíla- yfir þá ræðunni klukkan sjö og verð kominn aftur til New York um tíuleytið. Svo för- um við á Lancer Bar og fá- um okkur hamborgara. Því lofa ég“. Hún hafði setið og beðið hans uppdubbuð til klukkan tvö eftir miðnætti. En hann hafði ekki einu sinni hringt. Ljósmyn»_arinn hafði lokið verki sínu. Sá, sem stjórnaði upptökunni, skundaði til henn- ar með frakka og kaffibrúsa. Hún gekk inn í hótelið og lét fallast í djúpan hægindastól og byrjaði að sötra í sig kaff- ið. Blóðið, sem var frosið í æðum hennar, tók að þiðna. Það sem eftir var upptökunn- ar, færi fram innan dyra, guði sé lof. Hún lauk við kaffið og fór síðan upp í íbúðina, sem frá hafði verið tekin handa hemii, meðan upptakan stæði yfir. Hún fór úr léreftskjólnum, lagfærði púðana á brjóstahöld- unum, varpaði yfir sig sloppi og byrjaði að greiða á sér hárið, sem var hunangslitað og svo þykkt og mjúkt, að raf- magnsgneistarnir sindruðu, þegar kamburinn fór í gegn- um það. Hún hafði þvegið það daginn áður og greitt á þann hátt sem Robin vildi hafa það, sítt og laust. Síðdeg- is átti hún svo að sitja fyrir í þrjár klukkustundir hjá Al- wayso-snyrtivöruverzluninni - Þeir rnundu sennilega breyta hárgreiðslunni. Jerry Moss vildi, að hún greiddi hárið upp; hann sagði að það væri fyrirkonulegra. Þótt undarlegt megi virðast er það kostur, að fyrirsæta sé brjóstalaus. En í einkalífi er það allt annað en kostur, það hafði hún reynt. Hún mundi, hvað hún hafði farið hjá sér, þegar hún var tólf ára og flestar stelpurnar í skólanum fóru að „springa út“ að ofan, rétt eins og blómknappar. I vandræðum sínum íafði hún leitað til Rose frænku sinnar, en frænka hennar hló bara og sagði: „Þau koma, elskan, en við skulum bara vona að þau verði ekki eins stór og á Rose frænku!“ En þau höfðu ekki komið. Þegar hún var fjórtán ára, hafði Rose frænka sagt: „Svona, elskan. Góður guð hefur gefið þér fallegt andlit og góða greind. Og þar að auki. skiptir mestu, að mað- urinn þinn elski þig þín vegna, ekki af því að þú sért snoppu- fríð eða vel vaxin“. Klukkan ellefu fór hún inn í baðherbergið og hafði fata- skipti og fór í sín eigin föt. Hún opnaði stóru töskuna sína og tók upp ílátið með tannburstanum og burstaði á sér tennurnar af mikilli alúð, því að í dag átti hún að aug- lýsa sumartízku-varalit Alway- sofirmans. Hún var guði þakk- lát fyrir tennurnar í sér, og hún var honum þakklát fyrir hárið. Og andlitið. Fæturnir á henni voru góðir, mjaðmirn- ar grannar, hún var hávaxin. Já, guð hafði verið henni mjög góður. Það var aðeins eitt, sem hann hafði gleymt. Hún leit raunalega á púðana í brjóstahöldunum sínum. Henni varð hugsað til allra þeirra kveima, sem höfðu séð hana sitja fyrir. Þjónustustúlk- ur, húsmæður, vel vaxnar eða illa vaxnar — allar höfðu þær brjóst. Og þær litu á þessa guðs gjöf sem sjálfsagðan hlut. En sjálf var hún flatbrjósta eins og drengur. Þessar c'nföldu röksemdir voru ágætar, svo langt sem þær náðu, þegar hún sat í eldhúsinu og hlustaði á Rose frænku. En þá datt líka hvor- ugri þeirra í hug, að hún ætti eftir að fara til New York og kynnast fólki af því tagi, sem hún nú þekkti. Eins og til dæmis dægur- lagaasöngvarann — hún hugs- aði aldrei um Billy öðruvísi en sem dægurlagasöngvarann. Hún var átján ára, rétt ný- byrjuð sem fyrirsæta, þegar þau kynntust. Hún hafði spil- að plöturnar hans þegar hún var í gagnfræðaskóla. Þegar hún var tólf ára, hafði hún staðið tvær klukkustundir í biðröð, þegar hann var á kon- sertferðalagi og hafði stutta viðdvöl í bænum hennar og hélt söngskemmtun í kvik- myndahúsinu. Að sjá hann í eigin persónu í veizlu var hrein draumsýn. Og það var jafnvel ennþá ótrúlegra, þegar hann valdi hana úr öllum hinum. Eins og Billy sagði við nokkra blaðamenn: „Það var ást við fyrstu sýn!“ Upp frá því var hún partur af fylgdarliði hans. Hún hafði aldrei kynnst svona lífi áður — hinir óendanlegu nætur- klúbbar, einkabílstjóri allan sólarhringiim, hinn mikli og margleiti hópur, sem hann hafði alltaf með sér, laga- og ljóðasmiðir, blaðafulltrúarnir, ljósmyndararnir. Og þó að enginn þeirra hefði hana aug- um litið fyrr en núna, þá skoðuðu þeir hana strax sem eina af familíunni. ÁSTAR- EFTIR JACQUEUNE SUSANN O framhaldsaga mánudagsblaðsins • framhaldsaga mánudagsblaðsins

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.