Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 3
Mánudagur 10. fefarúar 1975 Mánudagsblaðið 3 margt til að vera stolt af. Þarna var einn höfðinginn við annan, þarna mótuðust stórskáidin Bjarni Thorarensen og Þorsteinn Erlingsson og þarna ortu þeir sín fyrstu ljóð. Enn er að finna ættfólk Bjarna Thorarensens í Fljótshlíðinni, afkomendur Ragnheiðar systur hans, og enn í dag er höfðinglegt svipmót með því fólki. Einn litríkur Fljótshlíðingur á nítjándu öldinni var Jón Þórð- arson í Eyvindarmúla, sem um skeið var aiþingismaður. Hann var gáfaður maður og fjölhæfur og frægur ástamaður. Mynduðust um hann þjóðsögur, sem sumar urðu landfleygar. Jón var manna kynsælastur, og skipta afkom- enidiur hans nú áreiðanlega mörgum hundruðum. Margt af þeim er merkis- og gáfufólk. Jón var afi Péturs Péturssonar þuls, Jóns /tads og þeirra kunnu systkina. Meðal afkomenda eru Jóhann Salberg sýslumaður Skag- firðinga, Kjartan Ólafsson hag- fræðingur, sem mun vera einn víðförlastur allra íslendinga og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Annar frægur Fljótshlíðingur á HVOLSHREPPINGAR Náttúra og mannl/f birtist ekki í eins skærum og sterkum litum í Hvolshreppi eins og í Fljótshlíð. Mér er nær að halda, að bilið milli höfðingja og al- þýðu hafi verið meira þarna en í Fljótshlíðinni og alþýðan kannske hógværari og eilítið ris- minni. Löngum hafa höfðingjar set- ið að Stórólfshvoli og Móeiðar- hvoli. Út af Helka konrektor Sigurðssyni, sem sat um 1800 á Móeiðarhvoli, er komin mik- il ætt. Hann var faðir séra Þor- steins Helgasonar í Reykholti, sem Jónas Hallgrímsson orti svo fagurlega um látinn. Síðar sat á Móeiðarhvoli Skúli Thor- arensen læknir, bróðir Bjarna skálds. Fyrri kona hans var dótt- ir Helga konrektors, en síðari konan sonardóttir Helga. Út af Skúla lækni er komin mikil ætt. Eru þar mörg glæsimenni og gáfufólk, en samt ekki alveg Iaust við ættarþótta, og er það svo sem engin furða, að hjá þessari ætt sé að finna prúð- mannlegt stolt. Litla þorpið á Hvolsvelli hef- ur þotið upp á allra síðustu AJAX skrífar: SVEITARÍGUR Tröllið við Tungnaá. L ANDEYIN G AR P Maður skyldii ætla, að sveit Njáls og Bergþóru væri í hug- um þjóðarinnar einhver sögu- ríkasta sveit á Íslandí. Ég held samt, að svo sé alls ekki. Að minnsta kosti getur hún alls ekki staðist samkeppni við Fljótshlíðina í þessu efni. Þó að Gunnar og Njáll séu oft nefndir í sömu andránni hefur sveit Gunnars farið með sigur af hólmi í vitund þjóðarinnar. Það er margt sem kann að valda þessu. Eitt er það, hve náttúru- fegurðin er miklu meiri í Fljóts- hlíðinni en í Landeyjunum. Að vísu er falleg fjallasýn í Land- eyjum, en sveitin sjálf er ekki tilkomumikil, að mestu leyti slétt eins og fjöl. Þá er náttúran stór- um rismeiri í Hlíðinni. Svo kann það að hafa verkað eitt- hvað, að eftir daga Njáls hefur ekki ýkja mikið af höfðingjum setið í Landeyjum. í Fljótshlíð- inni hafa aftur á móti setið stór- höfðingjar öld eftir öld, allt fram undir okkar daga, sýslu- menn, hefðarklerkar og aristó- kratar af ýmsu tagi. Og það er líka svo að enn í dag er meiri stoltarabragur á Fljótshlíðingum en Landeyingum. Einhvern veg- inn er það 'svo, að Hlíðarmenn vita meira af Gunnari en Land- eyingar af Njáli, Flestir Land- eyingar eru hógvært og hljóð- látt fólk, sem er ekki ýkja mik- ið gefið fyrir það að hafa sig í frammi. Þeir eru góðir búmenn margir hverjir, en ekki sérlega mikið gefnir fyrir afskipti af opinberum málum. Þó er það svo að ýmsar merkisættir eru upprunnar í Landeyjum. Ein hin kunnasta þeirra nú á dögum er sennilega ísleifsættin frá Kana- stöðum. Margir afkomendur ís- leifs Magnússonar á Kanastöð- um eru þjóðkunnir menn nú á dögum, svo sem Gissur Berg- steinsson fyrrv. hæstaréttardóm- ari, skólastjórarnir Sveinbjörn Sigurjónsson og Jón Gissurarson og Einar Agústsson utanríkisráð- herra. Landeyjarnar hafa lengi verið tveir hreppar, Austur- og Vestur- Landeyjahreppur. Þó held, að verulegur rígur hafi aldrei ver- ið milli Austur- og Vestur Land- eyinga, þetta fólk er ekki gef- ið fyrir ertingar né stríðs- mennsku af neinu tagi. Þetta hefur breyst mikið frá því á dögum Skarphéðins. FLJÓTSHLÍÐINGAR Það er alltaf einhver glæsi- bragur yfir Fljótshlíðinni, bæði náttúrunni og mannlífinu. Þetta er sveit skærra lita, en grárra. Manni finnst jafnvel stundum eins og Gunnar og Hallgerður séu þarna enn á sveimi. Þarna eru höfðingjasetur með gamlan hljóm í nöfnunum, Hlíðarendi, Teigur, Breiðabólstaður. Þarna sátu löngum ekta aristókratar af bláu blóði, höfðingjar, sem átui ekkert sameiginlegt með nýrík- um milljónamærinr im okkar samtíðar. Þeir voru kannske stoltaralegir í fasi stundum, en það var ekta stolt, þe;m í blóð borið, en ekki smámennamont eða sýndarmennskutrúðleikur, eins og það, sem einkennir auð- fólk okkar daga, sem er oftast ekki annað en gríma yfir djúp- stæða vaometakennd illa ættaðs lágkúrufólkis. Og þetta hefur einnig sett svip á fas allrar alþýðu manna í Fljótshlíðinmi. Það er reisn og einhver höfðingjasvipur á öllu bændafólkinu þama. Þarna er enn í dag að finna hjá almenn- ingi reisn sem gietur nálgast stolt, en ekki hið venjulega ís- lenska mont. Það að Fljótshlíð- ingar vita kannske ekki nærri alltaf sjálfir af því, þá finnst þeim það sjálfsagður hlutur, að þar í sveit sé að finna blóma Rangárþings. Þeir líta að ofan niðuí á kollinn á íbúum ann- arra sveita héraðsins, klappa þeim stundum góðlátlega á lirlu kollana þarna langt niðri. Og Fljótshlíðin hefur svo sannarlega Úr Fljótshlíð. síðustu öld var Jón söðlasmiður í Hlíðarendakoti, sem margar þjóðsögur spunnust um. Hann trúði statt og stöðugt á það, að enn væri fullt af útiJegumönn- um í óbyggðum íslands og væri þeirra fremstur Kolur sterki sem byggi uppi í Eyjafjallajökli. Frá Jóni söðlasmið segir meðaL ann- ars í ævisögu séra ’ Árna Þórar- inssonar. Fljótshlíðin hefur ekki aðeins alið höfðingja, heldur einnig kynlega kvisti af ýmsu tagi. Og listamenn hefur hún einnig alið svo sem Ólaf Túbals. áratugum, og er orðið sýsfu- mannssetur. Talsverður rígur er milli rangæsku þorpanna, Hvols- vallar og Heliu, og eykur það líklega á þann ríg, að Framsókn- armenn ráða öllu á Hvolsvelli, en Sjálfstæðismenn á Hellu. í fljótu bragði virðist mannlífið í þessum þorpum ósköp svipað. En ekki ber ég saman hve mikhi fallegra mér finnst á HvolsvelM en á Hellu, og í því sambandi tek ég fram, að ég er alls ekki Fra-msóknarmaður. AJAX. Markarfljótsbrú. ÍSLAND 22. GREIN f nr\ tf)

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.